Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 Kosningarnar á Filippseyjum: Meiri háttar sig ur Marcosar Manilla, Filippseyjum 31. jan. AP. EINS OG ráð hafði verið fyrir gjört virðist flokkur Marcosar Filippseyjaforseta, Nýja þjóðfél- agshreyfingin, ætla að vinna stórsigur í fyrstu bæja og sveita- stjórnarkosningum, sem haldnar eru i landinu, síðan herlög tóku þar gildi. Þó segir að andstæðingar for- setans hafi þó unnið umtalsverðan sigur á eynni Mindano, en þar hefur iðulega jaðrað við uppreisn- arástand síðan Marcos lýsti yfir herlögum fyrir átta árum. Einn helzti fjandmaður Marcos- ar fékk og meirihluta í Zambonga- bæ og í nokkrum öðrum sveitafé- lögum fengu gagnrýnendur Marc- osar meira fylgi en vænzt hafði verið fyrirfram. Svo virðist sem kosningarnar hafi farið fram með þokkalegum friði og ekki hefur heyrzt neitt um kosningasvik ell- egar siíkt. Enn gustar um Nordli Osló, 31. jan. Frá fréttaritara Mornunhlaðsins J.E. Laurie. ÓVEÐURSBLIKUR hefur dregið á loft eina ferðina enn i norskum stjórnmálum og miklar deilur milli Nordlis forsætisráðherra og Reiulf Steen formanns Verka- mannaflokksins gætu leitt til þess að Nordli segi af sér emb- ætti. Mikil gagnrýni hefur verið stefnt að Nordli, einkum frá norska Alþýðusambandinu og kemur hún í kjölfar afsagnar Tors Aspengrens, fyrrv. formanns sam- takanna, úr miðstjórn, Verka- mannaflokksins. Aspengren'sagði af sér, m.a. vegna þess að Nordli réði ráðuneytisstjóra sem ekki var félagi í Verkamannaflokknum né meðlimur í norska Alþýðusam- bandinu. Þá hafa verið óánægjuraddir innan flokksins með forystu Nordlis í kosningunum síðustu og sagt hann hafi þar ekki staðið sig sem sæmdi forsætisráðherra og hefur þessi gagnrýni ekki hvað sízt komið frá framámönnum Al- þýðusambandsins. Tilkynnt hefur verið að fundur verði haldinn þann 25.febrúar milli fulltrúa sambandsins og stjórnarinnar. Miklar vangaveltur eru uppi um að Verkamannaflokkurinn muni ekki láta Nordli leiða flokkinn í stórþingskosningum 1981 og á landsfundi hans verði skipt um formann. Rússar vilja kaupa áburð frá S-Afríku Jóhannesarborví 31.jan. AP. SOVÉTMENN reyna nú af al- efli að fá keyptan áburð frá Suður Afríku. að því er blaðið Beeld í Jóhannesarborg greindi frá i dag. Segir þar að Sovét- menn séu albúnir að greiða meira en 100 dollara per tonn yfir markaðsverði, ef það mætti verða til að greiða fyrir kaupunum. en hins vegar vilja þeir sfður að skriflegur samn- ingur sé gerður um áburðinn. Opinberlega fordæmir stjórn Sovétríkjanna Suður Afríku og minnihlutastjórn hvítra manna þar og Suður Afríka rauf sam- band við Sovétríkin fyrir meira en 20 árum vegna ágreinings. Suður Afríkumenn hafa ásakað Sovétmenn fyrir að þjálfa svert- ingja í hernaði gegn stjórnvöld- um og útvega samtökum þeirra vopnabúnað til að steypa stjórn- inni úr sessi. Engu að síður hafa óopinber viðskipti landanna átt sér stað fyrr, meðal annars hafa Sovétmenn keypt þaðan dem- anta. AP fréttastofan segir að Sovétmenn hafi komið tilboði sínu um áburðarkaupin áleiðis fyrir meðalgöngu aðila í Mar- okkó. ÞETTA GERÐIST 1. FEBRÚAR 1979 — Ayatollah Khomeini snýr aftur til Iran eftir rúmlega 14 ára útlegð. 1959 — Kosningaréttur kvenna felldur í þjóðaratkvæði í Sviss. 1958 — Egyptaland og Sýrland stofna Arabíska sambandslýðveld- ið. 1946 — Trygve Lie kosinn fram- kvæmdastjóri SÞ. 1942 — Vidkun Quisling verður forsætisráðherra Noregs = Bretar hörfa til Singapore. 1924 — Bretar viðurkenna Sovét- stjórnina. 1922 — Washington-ráðstefnan samþykkir takmarkanir á kafbáta- hernaði og beitingu eiturgass. 1908 — Carlos I Portúgalskonung- ur og ríkisarfinn vegnir í Lissabon og Manuel II verður konungur. 1907 — Stríð hefst milli Honduras og Nicaragua. 1903 — Hafnbanni á Venezúela aflétt. 1899 — Fáni Bandaríkjanna dreg- inn að húni á Guam. 1896 — Uppreisn hefstgegn Tyrkj- um á Krít. 1881 — Þjóðernissinnaðir herfor- ingjar gera uppreisn í Egyptalandi. 1793 — Frakkar segja Bretum og Hollendingum stríð á hendur. 1790 — Hæstiréttur Bandaríkj- anna settur. 1734 — Ófriður milli Tyrkja og Persa hefst. 1727 — Stríð milli Englendinga og Spánverja hefst. 1587 — Elísabet Englandsdrottn- ing undirritar tilskipun um aftöku Maríu Skotadrottningar. Afmæli — Sir Edward Coke, ensk- ur stjórnmálaleiðtogi (1552—1634) = Feodor Chaliapin, rússneskur söngvari (1873—1938) = Hugo von Hofmannsthal, austurrískt skáld (1884—1929) = Victor Herbert, bandarískt tónskáld (1859—1924). Andlát — Agúst II konungur af Póllandi 1733. Innlent — 1904 Heimastjórn = 1935 Áfengisbanni aflétt = 1313 d. Jörundur bp Þorsteinsson = 1643 f. Sigurður Björnsson lögmaður = 1785 d. Hálfdan meistari Einarsson = 1930 íslandsbanka lokað vegna hættu á sparifjárflótta = 1934 Fyrsta óperettan frumflutt á íslandi = 1945 Vinnuheimili SÍBS að Reykjalundi stofnað = 1959 „Þór“ færir fyrsta erlenda togar- ann („Valafell") til hafnar = 1979 Ráðherraskýrsla = 1874 f. Björg Blöndal. Orð dagsins — Áður en eitthvað er keypt er ráðlegt að spyrja hvort ekki er hægt að komast af án þess — John Lubbock, enskur stjörnu- fræðingur (1803—1865). Nýleg mynd frá Dýraspítala Watsons. Þrátt fyrir auglýsinguna hefur starfsemi spitalans verið stopul og þar hefur ekki verið starfandi dýralæknir síðan Dýraspítalinn tók til starfa 1975. (Uósm. rax>. Þrír dýralæknar vilja leigja Dýraspítala Watsons Þrír dýralæknar í Reykjavík, þeir Brynjólfur Sandholt, héraðsdýralæknir, Helgi Sigurðsson, sam- starfsmaður hans og Eggert Gunnarsson, leituðu fyrir nokkru eftir því við stjórn Dýraspitala Watsons í Reykjavík, að þeir fengju spítalann á leigu með tilheyrandi tækjum, t.d. í eitt ár. Höfðu þeir í huga að stofna með sér samstarf um smádýra- og hrossalækn- ingar og byrja starfsemina í dag, 1. febrúar. Öskuðu þeir eftir svari fyrir 23. janúar, en það hefur enn ekki borizt. Morgunblaðið ræddi í gær við Brynjólf Sandholt og var hann fyrst spurður um emb- ætti héraðsdýralæknis í Reykjavík og afstöðu hans til starfsemi Dýraspítala Wat- sons. — Síðustu 4—5 ár hefur dýralæknisþjónusta í Reykjavík breytzt mikið eða frá því að vera þjónusta við þá sem stunda sveitabúskap og yfir í að vera stöðugt meira tengd smádýrum og sporthestum, sagði Brynjólf- ur. — Með þessari breytingu hefur maður orðið æ bundn- ari Stór-Reykjavíkursvæðinu. Einnig varð breyting á þessu embætti er annar dýralæknir bættist við fyrir hálfu öðru ári og við það komu önnur viðhorf upp. — Þegar þessi dýraspítali var gefinn hingað var ég einn við störf hér og treysti ég mér ekki til að starfa við hann. Dagurinn var allur ásetinn og ekki mögulegt að þar yrði neinn dauður tími, en ég hafði lofað því fólki, sem hafði með dýraspítalann að gera, að strax og annar dýra- læknir kæmi til starfa hér væri meiri möguleiki á að hefja störf við spítalann. — Þetta mál, sem nú er til umræðu, á sér langan aðdrag- anda og í tæp tvö ár hefur staðið í samningum. í fyrra gerði ég stjórn spítalans til- boð um að ég tæki að mér forstöðustarf á spítalanum og ynni þar ásamt hinum dýra- lækninum ákveðinn tíma á dag, t.d. 3 tíma á dag að minnsta kosti, og auk þess aðgerðir á öðrum tíma, bak- vaktir og slíkt. Því var hafnað á þeim forsendum að að- standendur spítalans töldu nauðsynlegt að hafa mann í fullu starfi á spítalanum, sem hefði þá opið 8 tíma á dag. Slíkt tel ég ekki raunhæft og Brynjólfur Sandholt héraðs- dýralæknir. vildi hafa opið ákveðna tíma á dag, en að hægt yrði að sinna öðrum verkefnum utan þess tíma eins og gerist hjá öðrum, sem eru við þjónustu, t.d. læknum, lögfræðingum og prestum. Það tilboð, sem ég sendi þeim síðastliðið vor, var gert að tilstuðlan og með samþykki landbúnaðarráðu- neytisins. — Síðan gerið þið þrír tilboð um leigusamning f byrjun þessa árs. — Já, okkur datt í hug að gera þeim þetta tilboð um að leigja aðstöðu spítalans og þar með yrði fullreynt, að tilgangi hinnar höfðinglegu gjafar Mark Watsons, að dýralækningar hæfust á spítalanum yrði náð og gáfum stjórninni frest til 23. janúar, en hefur ekki verið svarað ennþá. Við höfðum í hyggju að reka hann þrír á þeim sama grundvelli og ég hafði áður boðið, þ.e. að hafa opið ákveðna tíma á dag og þá t.d. einhver kvöld milli 5 og 7. Það segir sig sjálft, að ef gera þarf aðgerðir þá viljum við gera þær utan venjulegs þjónustutíma, en síðan yrðum við á venjulegum bakvöktum. — Ég vil, að það komi fram, að íslenzkir dýralæknar vilja starfa þarna á þessum forsendum og við teljum í samræmi við álit manna, sem vel þekkja til slíkrar starf- semi, að þessi rekstur sé nægjanlegur. Mín framtíðar- sýn er sú, að þessi þjónusta geti verið bundin við þennan stað. Þar verði einnig komið upp aðstöðu til aðgerða á hrossum, sem er brýnt, að- staða til að geyma gæludýr verði bætt og fleiri brýn verkefni mætti nefna. — Rætt hefur verið um möguleika á að ráða erlenda dýralækna til að sjá um rekstur spítalans. — Það er rétt, að bent hefur verið á möguleika og vissan áhuga á að ráða dansk- an dýralækni til starfans. Við teljum hins vegar að fyrir því sé ekki fjárhagslegur grund- völlur að taka laun manns, sem miðast væntanlega við laun danskra dýralækna, út úr rekstrinum. — Ég tel það eina raun- hæfa grundvöllinn fyrir rekstrinum, að launin greiði hið opinbera og þessi þjón- usta verði ekki miklu dýrari en hún er í dag, þó að spítalinn taki til starfa. Það er fráleitt að setja upp tvö- eða þrefalt verð fyrir það eitt að færa þjónustuna úr þeirri aðstöðu, sem ég hef á mínu heimili, og upp á spítalann. Eini möguleikinn er, að öll sú þjónusta, sem er á þessu svæði, verði bundin héraðs- dýralækni til að ekki sé sam- keppni á milli um viðskipta- vinina. — Mín skoðun er sú, að rekstrargrundvöllur þessa spítala verði best tryggður á þann hátt, að laun dýralækna verði greidd af hinu opinbera, að aðrar tekjur sem koma inn, aðstöðugjöld fyrir þjón- ustu, standi undir almennum rekstrarkostnaði, og í þriðja lagi, að þau félög, sem eru aðilar að þessu sjálfseignar- félagi, sjái um fjársöfnun til kaupa á tækjum og uppbygg- ingu spítalans, sagði Brynj- ólfur Sandholt héraðdýra- læknir að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.