Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 Fréttaskýring Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir EINS og írá hefur verið sagt í fréttum, hefur æ meira komið upp á yfirborðið djúpstæður ágreiningur milli þeirra Men- achem Begins, forsætisráð- herra ísraels og varnarmála- ráðherra hans, Ezer Weiz- mans. Nú síðast gefa þeir andstæðar yfirlýsingar um framtíðarskipan mála á Vest- urbakka Jórdan, og er það raunar ekki ný hóla. Hitt er kannski öllu athyglisverðara að þessi ágreiningur hefur styrkt stöðu Begins, andstætt því sem var þegar fyrst tók að gera vart við sig að greinir væru með þeim. Og það er líka fróðlegt að fylgjast með því hversu hröð þessi þróun hefur verið Weizman í óhag. Ekki er ýkja langt síðan Weiz- man skyggði á flesta aðra ísraelska stjórnmálamenn — bæði í stjórn og stjóarnar- andstöðu 6 hvað snerti per- sónulegar vinsældir. Hann hafði á sér yfirbragð hins samúð með PLO-samtökunum. Meðferð Israelsstjórnar á mál- inu og sérstaklega Weizmans þótti kauðsk. Næst var það varðandi bandarísku gíslana í Teheran: Weizman gerði þá sérstæðu skyssu að fleipra með það í útvarpsviðtali, að Israel- ar hefðu undir höndum áætlun, sem gæti hjálpað Bandaríkja- mönnum að ná gíslupum úr höndum stúdentanna. Hafi slík áætlun verið í fórum Israels- stjórnar hefði auðvitað verið viturlegra að kunngera Banda- ríkjamönnum þetta á ögn hljóðlátari hátt en skýra frá þessu í útvarpi. Síðan hafa komið upp fleiri deilumál inn- an Israels, svo sem er hann reyndi að koma í gegn áætlun Israels Tals, yfirmanns land- gönguliðs ísraels, án þess að hafa tryggt sér stuðning yfir- manns herráðsins. Síðasta frumhlaup Weizmans var einna alvarlegast, er hann lýsti yfir stuðningi við Carter for- seta í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þetta voru meirháttar pólitísk afglöp og kyndugt að jafn reyndur stjórnmálamaður og Weizman er skyldi láta þetta henda sig. Og samtímis því sem traust á Ezer Weizman: vinsældir hans dvína ótt. Yigal Hurvitz fjármálaráð- herra. Skyssur Weizmans hafa orðið Begin til framdráttar Begin vex nú ásmegin. Bassam Shak, borgarstjór- inn umtalaði í Nablus. heiðarlega og hispurslausa stjórnmálamanns, hann virtist hafa mikla persónulega skírskotun, sem Begin hefur gersamlega skort — og skortir svo sem enn, því að það væri fásinna að segja að Begin sé vinsæll maður með þjóð sinni, þótt hann njóti virðingar hennar. Stöku sinnum þótti Weizman bráðlyndur og fljót- fær, en honum ar jafnótt fyrirgefið ljúflega af löndum hans. Upphaf „hnignunarskeiðs" hans hófst sennilega í nóvember sl. Fyrsta málið var handtaka borgarstjórans í Nablus á Vesturbakkanum, en hann hafði gefið yfirlýsingar, sem gáfu til kynna að hann hefði Weizman hefur þorrið, hefur Begin vaxið ásmegin. Eins og áður var sagt er hann ekki elskaður eins og ýmsir fyrir- rennarar hans, svo sem Golda Meir, Moshe Sharett, Ben Gur- ion, svo að nokkrir séu nefndir. En hann er metinn og virtur og nánir samstarfsmenn hans segja að hann geri sér grein fyrir takmörkunum sínum — og það er vissulega meira en hægt er að segja um pólitíkusa bæði þar og hér og alls staðar. Sú lægð sem Begin var í lengi, eftir að sæluvíman vegna samninganna við Egypta hafði runnið af fólki, er líka á margan hátt skýranleg. Hann er fyrsti forsætisráðherra Israels, sem stendur andspæn- is því að friðurinn langþráði er í sjónmáli. Það er gott og gilt, svo langt sem það nær. En þá kemur einnig að því að takast verður á við verkefni, sem minna máli hafa skipt meðan allt snerist um yfirvofandi styrjaldarhættu, sem eðlilega þjappaði þjóðinni saman sem einum manni. Nú dettur fáum í hug í alvöru að stríð brjótist út á þessum slóðum, að minnsta kosti ekki meðan Sadat heldur um stjórnartaumana í Egypta- landi. Þrátt fyrir digurbarka- legt tal leiðtoga annarra Arabaríkja er ljóst að þau hafa ekki bolmagn til að fara í stríð við ísrael án tilstyrks Egypta — í mesta lagi að þau geti haft í frammi hryðjuverk og skemmdarstarfsemi. En auð- vitað gæti staðan breytzt ef stórveldi kæmi Arabaríkjun- um til liðs. Og sem víman rann af varð að snúa sér að innanlandsmálun- um — verðbólgan var komin úr böndunum, atvinnuleysi gerði vart við sig, margs konar almenn uppbygging og félagsi- leg umbótamál höfðu setið á hakanum. Begin hefur verið í fyrirsvari stjórnar sem hefur orðið að framkvæma mjög óvinsælar aðgerðir og hann treysti sér ekki í upphafi til að sýna nægilega hörku. En nú með skipan Hurvitz, hins nýja fjármálaráðherra, bendir margt til að breyting verði á. Skipan Hurvitz hefur mælzt ákaflega vel fyrir og „sjokk- ráðstafanir" hans hafa fengið hljómgrunn hjá ísraelum. Þeir vilja — eins og sjálfsagt flestir — aðhald og aga og geta vel sætt sig við að einhver lífskjaraskerðing verði svo fremi þeir hafi trú á að smátt og smátt rætist úr. Hurvitz hefur sýnt mikla stjórnvizku og það hefur orðið Begin til framdráttar að velja einmitt hann. Það finnst mönnum sé vottur um vit og dómgreind og slíkt kunna ísraelar vel að meta. Einnig hafa innbyrðis átök í Verkamannaflokknum orðið vatn á myllu Begins. Deilur milli Shimon Peres og Yigal Allons hafa ekki minnkað, þeir hafa verið í hálfgildings síðast- aleik um foringjasætið í flokk- num í stað þess að einbeita sér að því að treysta fylgið. Verka- mannaflokkurinn taldi sig eygja vinningsvon við næstu kosningar, en vegna þessarar valdabaráttu — sem þykir meira persónulegs eðlis en málefnalegs — hefur staða flokksins vitanlega veikzt. Ekki bætti úr skák þegar einn af forvígismönnum flokksins og einn fyrrverandi forsætis- ráðherra, Yitzak Rabin, gaf út sjálfsævisögu á sl. ári og réðst þar mjög eindregið að bæði Allon og fleirum í forystuliði flokksins. Mönnum þótti ásak- anir hans ódrengilegar og ekki til þess fallnar að ýta undir tiltrú á Verkamannaflokkinn. Því er það að menn vilja heldur halla sér að Begin — þeir telja sig vita hvar þeir hafa hann. Hann er ósveigjanlegur maður, ekki flókinn persónuleiki og hann hefur aldrei gert né sagt neitt það sem gengur á skjön við sannfæringu hans. Hann er hinn síðasti þeirra stjórnmál- amanna sem stóðu í fylkingar- brjósti við stofnun Ísraelsríkis. Hann upplifði Holocaust þann- ig og svo baráttuna í Palestínu við Breta og Araba að það er honum allt, að slíkt endurtaki sig ekki. Og í skoðanakönnun- um upp á síðkastið hefur kom- ið fram að ríkisstjórnin nýtur meira trausts svo og þær aðgerðir sem hún er að hefja. Sextíu og fimm prósent segjast trúa að Hurvitz muni takast að koma verðbólgunni niður, sjötíu prósent eru dús við stórlækkanir á niðurgreiðslum og almennt hafa ísraelar þá skoðun, að bati í efnahagslíf- inu sé fyrirsjáanlegur. Sá bati færist fyrst og fremst þeim Hurvitz og Begin til tekna. Weizman kemur þar lítið nærri og því gæti þróunin orðið sú að hann héldi áfram að færast lengra inn í skugg- ann. Þar með eru framavonir þessa glaðbeitta og einarða manns, sem hefur kannski þurft að hafa alltof lítið fyrir því að sjarmera þjóð sína upp úr skónum, að litlu orðnar. Frábærir tónleikar Óperan La Travitata eftir Verdi varð fyrir valinu til flutn- ings á hljómleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Það má að sjálfsögðu deila um það hvort réttara hefði verið að taka nýtt verk til meðferðar, en ekki endilega eitt þeirra fáu, sem áður hafði verið fengist við. Gallinn við slíka umræðu er sá, að hér á landi líða svo mörg ár á milli uppfærslna á óperum, að endurtekningin er gerð fyrir nýja kynslóð, bæði hvað varðar flytjendur og hlustendur og einnig, að tónlist Verdis er, hversu þungstígir sem menn annars eru, feikna góð, skírskot- ar til margra þátta samtímis; er leikrænt sterk og söngrænt glæsileg. Það er sem sagt ný kynslóð hlustenda og flytjenda Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON sem eiga erindi við La Traviata og hvað varðar flytjendur, þá var kvöldið stór sigur fyrir Ólöfu K. Harðardóttir. Einnig vakti söngur Garðars Cortes mikla athygli, einkum í 1. þætti. Guðmundur Jónsson, sem staðið hefur í fylkingarbrjósti söngv- ara og tekið þátt í nærfellt öllum óperusýningum hér á landi, var ekki í essinu sínu, sem undirrit- aður veit að stafar af undan- gengnum lasleika. Aðrir ein- söngvarar stóðu sig vel og áttu sinn þátt í samstæðri heild tónleikanna, svo og Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljóm- sveit íslands, undir stjórn Gil- bert I. Levin, sem sýndi það enn, að hann hefur sterka tilfinningu fyrir hinu leikræna í tónlistinni. Það er óhætt að fullyrða, að þessir tónleikar munu marka þáttaskil, einkum vegna frá- bærrar frammistöðu Ólafar, sem hefur allt til að bera er prýða má góða óperusöngkonu og ekki síst, að vonandi verður það hér eftir fastur liður að færa upp óperur á þennan hátt, sem virðist falla hlustendum vel í geð (uppselt á tvenna tónleika) og geta orðið íslensku söngfólki hvatning til stórra átaka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.