Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 15 Sovétmenn geta ekki greint milli íþrótta og stjórnmála Stöðugar umræður íara nú fram um það, hvort og hvernig þátttöku verstrænna þjóða í Ólympíuleikunum i Moskvu skuli háttað. Úr röðum íþrótta- manna og frá Ólympíunefnd- inni heyrast fullyrðingar á borð við þá, að auðvitað sé ekki unnt að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Fréttaritari bandaríska blaðs- ins New York Times í Moskvu Anthony Austin skrifaði nýlega grein í blað sitt undir fyrirsögn- inni: Fyrir Rússa eru Ólympíu- Ieikarnir hvorki grín né leikir og greinin hefst svona: „Ef við byrjuðum á því að taka pólitíska afstöðu, markaði það endalok Ólympíuleikanna." — Killanin lávarður formaður al- þjóða Ólympíunefndarinnar. „Þegar einhver heldur því fram, að íþróttir séu utan þess ramma, sem pólitísk samskipti marka, teljum við, að ekki sé unnt að taka mark á slíkri fullyrðingu." — Sovéskar íþrótt- ir: Spurningar og svör, útgefandi Novosti fréttaþjónustan. Síðan segir Austin, að engum í Sovétríkjunum geti komið til hugar, að ekki séu tengsl á milli stjórnmála og íþrótta. Rök- semdafærsla Killanins lávarðar myndi þannig ekki þykja sann- færandi í Sovétríkjunum. Allar götur síðan Sovétríkin sendu íþróttalið til Ólympíuleik- anna í Helsinki 1952 hefur frammistaða sovéskra keppenda á leikunum verið metin í pól- itísku ljósi af sovéskum yfirvöld- um og í yfirlýsingum þeirra. Því er ekki einungis haldið á loft, að sovéskir íþróttamenn séu lifandi tákn þeirra afreka, sem unnt sé að vinna undir sósíalískri alræð- isstjórn, heldur er einnig litið á keppnisferðir íþróttamanna sem vináttuferðir til að efla tengslin við önnur ríki og þannig milda afstöðu manna til stefnumála Kremlverja. Eða eins og segir í bæklingn- um sovéskar íþróttir: Spurn- ingar og svör; sem gefinn var út vegna Olympíuleikanna. „Sovéska þjóðin lítur á íþrótt- ir sem verkfæri í þágu friðar. Þegar til dæmis sovéskir full- trúar krefjast þess að suður- afríkanskir eða ródesískir kyn- þáttahatarar séu gerðir brott- ra;kir úr ólympíuhreyfingunni er auðvitað um pólitíska aðgerð að ræða. En þessi stefna er i þágu friðar.. .Þegar sovéskir knatt- spyrnumenn neita að leika á Santiago-velli, þar sem jörðin löðrar í blóði chileanskra ætt- jarðarvina er auðvitafteinnig um stjórnmál að ræða. Þessi 'stefna miðar að því að berjast gegn fasistískum ríkisstjórnum.“ Segja má að af sovéskum stjórnvöldum hafi^ Ólympíuleik- arnir í Moskvu verið hugsaðir sem hápunktur langrar stjórn- málaþróunar. Nú loks skyldi dýrðarríki bolsévikka verða jafnoki annarra á alþjóðavett- vangi eftir að hafa verið útskúf- að við fæðingu og síðan sætt stöðugri andúð. í Sovétríkjunum eru íþróttir og stjórnmál þannig svo nátengd í hugum stjórnenda og almennings að jafnvel áróður íþróttafrömuða á Vesturlöndum fær þar engu um haggað enda berst hann ekki til Sovét- ríkjanna og er fyrst og fremst stundaður í sjálfsblekkingar- skyni. Bj. Bj. ALLT AMERISKT NEMA EYÐSLAN Hún er um, og undir 121. á 100 km. 6 cyl. 258 cid vél. Sjálf- skipting, vökvastýri, afl- hemlar, hiti i afturrúðu, hallanleg stólabök, pluss- áklæði, viðarklætt mæla- borð, o.s.frv. Amerískur lúxusbíll með öllu. Bjóóum einnig SPIRIT m/4 cyl.vél. Bensinnotkun 9-10 l. /100km. n American Motors Einkaumboóáíslandi Fólksbíll með öllu, líka f jtírhjóladrií i Eagle er fyrsti ameríski fólksbíllinn, sem bú- inn er fjórhjóladrifi (Full-time-four-wheel- drive). Það eykur stöðugleika bílsins í hálku, bleytu og á lausu yfirborði vegar og gefur honum jeppaeiginleika í akstri utan vega. í Eagle er auk þess allur sami búnaður sem í Concord. / Allt á sama Staö Laugavegi 118 - Simi 22240 EGILL, I VILHJALMSSON HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.