Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 25 • Bandaríski skauta- hlauparinn Eric Heiden á möguleika á að hreppa fimm gullverðlaun á 01- ympíuleikunum. Hann hef- ur þegar fengið tvenn. Telja má víst að hljóti hann fimm verði hann maður leikanna. Hreint ótrúlega lítill munur í 15 km göngunni — Svíinn Wassberg sigraði og setti ólympíumet JAFNARA hefði það ekki(getað orðið. Aðeins einn hundraðasti úr sekúndu skildi að gull- og silfur- verðiaunahafana í 15 km göngu á leikunum í Lake Placid. Svíinn Thomas Wassberg sigraði finnska risann Juha Mieto, en naumt var það. Tími Wassbergs var 41:57,63 mín. en Mieto fékk tímann 41:57,64. Keppnin milli þeirra var allan tímann geysilega spennandi og mátti ekki á milli sjá hvor myndi hreppa gullið. Ove Aunli frá Noregi varð þriðji á 42:28,62. Þetta var því mikill sigur fyrir Norðurlöndin sem áttu þrjá fyrstu menn. I fjórða sæti í göngunni varð Sovétmaðurinn Nikolai Zimyatov, sigurvegari í 30 km. Fékk hann tímann 42:33,9 mín. Fimmti varð líka Sovétmaður Beliaev á 42:46,02 mín. Wassberg hóf gönguna síðastur af 64 keppendum og vissi því nákvæmlega hvaða millitímum hann þurfti að ná til þess að sigra í göngunni. Hann lagði hart að sér og náði að setja nýtt ólympíumet og sigra. Eftir gönguna sagði Wassberg að það hefði verið sann- gjarnt að þeir hefðu báðir fengið gullverðlaun. Finninn Mieto lét engin vonbrigði í ljós þegar hon- um varð ljóst að hann hafði hafnað í öðru sæti. Sagði aðeins: Ef ég hefði byrjað á eftir honum hefði mér tekist að stela af honum sigrinum. Úrslit í 15 km skiðagöngu: Thomas Wassberg Svíþj. 41:57,63 Juha Mieto Finnlandi 41:57,64 Ove Aunli Noregi 42:28,62 Nikolai Zimyatov Sov. 42:33,09 Beliaev Sovétríkjunum 42:46,02 Bandaríkjamaðurinn Bill Koch sem af mörgum var talinn sigur- stranglegur hafnaði í 16. sæti, fékk tímann 43:38,56. Röð íslensku keppendanna varð þessi: Haukur Sigurðss. 47:44,00 nr.47 Þröstur Jóhanness. 49:37,55 nr.51 Ingólfur Jónsson 50:51,00 nr.54 i á verðlaunapallinum. Heiden fyrir íolm. • ólafsfirðingurinn Haukur Sigurðsson náði bestum tíma af islensku keppendunum í 15 km skíðagöngunni. Haukur varð í 47. sæti fékk timann 47.44,00 mín. Alls kepptu 63 og 61 lauk keppni. Það eru margir kallaðir en fáir útvaldir á Ólympíuleikum. T.d. beindust augu margra að Annie Borchink frá Hoílandi, sem kom öllum á óvart í 1500 metra hlaupinu. Hún varð þó að láta sér lynda 6. sætið að þessu sinni, fékk tímann 1:27,24. Bandaríkjamenn biðu spenntir þegar elskan þeirra, Beth Heid- en, tók á rás, en hún náði aðeins 5. sætinu á tímanum 1:27,01. En það var Karin Enke sem hafnaði í fjórða sæti, hún fékk tímann 1:26,66. imHir gull- og stefnir m í viðbót Þriðja sætið hreppti Silvia Albrecht frá Austur-Þýskalandi en tími hennar var 1:26,46. Merkilegt er þó, að þrátt fyrir að gamla Evrópumetið félli hér | ' ellefu sinnum, stóð heimsmetið, sett 1975, óhaggað. Tatiana Averina á það met, en þá hljóp hún vegalengdina á 1:23,46. Skipulagið gæti verið betra í Lake Placid ÞAÐ er mikil vinna samhliða þvi að skipuleggja heila Olympíu- leika, enda hefur raunin í Lake Placid orðið sú. að skipuleggjend- urnir ráða ekki neitt við neitt, allt er i molum varðandi aðbúnað áhorfenda, þúsundir manns hafa ekki einu sinni séð þær greinar sém það borgaði allt upp í 60 Bandarikjadali fyrir að sjá. Held- ur hefur ástandið batnað upp á síðkastið, en var vægast sagt hræðilegt. Ofan á allt saman bætist mikill vetrarkuldi síðustu dagana. yfir 20 stiga frost og jökulkaldur vindur i þokkabót, þannig að hitastigið samsvarar allt að 40 gráðu frosti. 300 rútur eru á stöðugum þönum fram og aftur um svæðið, en þrátt fyrir að fremur treg sala hafi verið i miðum, dugar rútufjöldinn eng- an veginn. Fyrir vikið eru þær að meðaltali 1—2 klukkustundum á eftir áætlun hverju sinni, og þegar bíða þarf í 20 — 30 stiga gaddi, fer hrollur um fólk, enda hafa verið mikil brögð að því að fólk hafi hreinlega kalið. Margt áhorfenda er ekki búið til útiveru að vetri, „hér er fólk sprangandi um í strigaskóm og berfætt í sandölum ' sagði Iloward Clarke, talsmaður Olympíunefndar Lake Placid. Mikill straumur aðkomufólks er að Lake Placid og eykur það á ringulreiðina. Lögregla staðar- ins hefur sett upp vegartálma þar sem hver einasta bifreið er stöðvuð. Ekki er ölium hleypt inn, fer það eftir því hvort viðkomandi fólk hefur keypt sér miða á einhverja grein og hvort fólkið er nægilega vel búið til þess að fylgjast með greinunum, þar sem ógerningur er að aka bifreiðum á keppnisstaði. Kuld- inn er slikur. að eftir brunkeppn- irnar hefur orðið að nudda kinn- ar keppenda til að koma i veg fyrir kal. SIGURVEGARINN í 15 km göngu Wassberg (63) á endasprettinum í göngunni. Á bak við hann sést i Norðmanninn Ove Aunli sem hafnaði í þriðja sæti. Símamynd AP. Haukur náði bestum tíma ÍSLENSKU skíðagöngumennirn- ir kepptu í 15 km göngu á sunnudag. Luku þeir allir keppni. Ilaukur Sigurðsson Ól- afsfirði náði bestum árangri, gckk á 47 mínútum 44 sekúndum og hafnaði í 47. sæti. Þröstur Jóhannesson varð í 54. sæti fékk tímann 50.51.50 og Ingólfur Jónsson varð í 54. sæti fékk tímann 50.51.50. Alls kepptu 63 en 61 lauk kcppni. Skíðagöngu- mennirnir keppa næst í 50 km göngu en hún fer fram laugar- daginn 23. febr. XIII OLYMPIC OOOWINTER XXVCAMES LAKE PLACID 1980 FINNSKI skiðagöngu- maðurinn Juha Mieto er risi vexti. um 2 metrar á hæð og vegur um 100 kg. Hann varð í öðru sæti í 15 km göngunni og í sjöunda sæti í 30 km. Hann stefnir nú að því að sigra í 50 km göngunni. Á myndinni sést Mieto kasta mæðinni eftir erf- iða göngu. 1L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.