Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 51 Sigurður Sverrir Pálsson: Áframhaldandi kvikmyndahátíð? Bogart-myndir í Háskólabiói: Laureen Bacall og Bogart i The Big Sleep. ÞAÐ er engu líkara en að kvíkmyndahátíðin, sem nú er nýafstaðin í Regnboganum hafi ekki hætt, heldur hafi hún breitt úr sér í öðrum kvikmyndahús- um. Tónabíó hefur nú nýlokið við að sýna Dog Soidiers eftir breska leikstjórann Karel Reisz (Morgan, Isadora, The Gam- bler), sem er eftirtektarverð mynd að ýmsu leyti, þótt mark- mið höfundarins sé ekki nógu skýrt. Reisz gerir hér svipaða tilraun og landi hans, Schlesing- er (Midnight Cowboy)m til að skyggnast inn í amerískt þjóðlíf, hann notfærir sér stríðið í Viet Nam til að mynda bakgrunn við sambærilega sýkingu hugarfars- ins á heimavelli. Myndin er byggð á sögu Robert Stone og ef til vill má kenna það sögunni að einhverju leyti, að persónulýs- ingar eða táknræn heild mynd- arinnar er ekki sterkari en raun ber vitni. Um leið og sýningum lauk á Dog Soldiers hóf Tónabíó sýn- ingar á Valentino, mynd Ken Russells um Rudolph Valentino, fyrsta og mesta elskhuga kvik- myndanna. Russell er einn af umdeildustu kvikmyndahöfund- um samtímans og myndir hans vekja undantekningalaust mikið umtal. Laugarásbíó hefur nú um skeið sýnt The Shout, mynd Jerzy Skolimovski, og þegar sýn- ingum lýkur á henni, mun Laug- arásbíó taka til sýninga mynd Fassbinders, Despair, með Dirk Bogarde í aðalhlutverki. Þetta er fyrsta mynd Fassbihders með ensku tali, gerð eftir sögu Nabo- kov, handrit eftir Tom Stoppard, einn af virtustu handritahöfund- um Breta. Háskólabíó fer nú einnig á stúfana með sína eigin „kvikmyndahátíð", þó hún sé lítil í sniðum, en bíóið hefur tryggt sér til sýninga þrjár gamlar Humphrey Bogart — myndir. Þetta eru myndirnar The Big Shot, 1942, leikstjóri Lewis Seiler, The Big Sleep, 1946, leikstjóri Howard Hawks og The Enforcer, 1951, leikstjór- ar Bretaigne Windust og Raoul Walsh. Verður fyrsta myndin, The Big Sleep, sýnd næstk. mánudag sem mánudagsmynd til að byrja með, en ef vel gengur verður hún einnig sýnd á al- mennum sýningum. The Big Sleep er ein af þekktustu mynd- um Bogarts og hér leikur hann á móti konu sinni, Laureen Baccall en samleikur þeirra í myndinni þykir mjög sérstakur og magn- aður. Myndin er nú almennt talin til „klassískra“ verka, en þegar hún var gerð á sínum tíma, réðust margir amerískir gagnrýnendur á höfunda mynd- arinnar fyrir óhóflegt ofbeldi og siðleysi. Verður fróðlegt að bera þessa frumútgáfu saman við mynd Michael Winners með sama nafni um sama efni.þar sem Robert Mitchum fór með hlutverk Marlowes. Nýja Bíó tekur fljótlega til sýninga eina af nýjustu myndum Rovert Altmans, A Wedding (Am.1978), sem er ákaflega skemmtileg og lífleg stúdía á giftingarveislu, svo ekki sé meira sagt. Gestir í veislunni eru fjölmargir og margir þekktir leikarar fara þarna með smá hlutverk, m.a. má nefna Miu Farrow, Lilian Gish, Nina van Pallandt, Wittorio Gassman, Desi Arnaz Jr., Grealdine Chapl- in, Lauren Hutton ofl. Þá mun Nýja Bíó einnig sýna fljótlega mynd Paul Mazurskys, An Un- married Woman, með Jill Clayburgh og Alan Bates. Þetta er án efa besta mynd Mazurskys til þessa (fyrri myndir Alice in Wonderland, Next Stpo Green- vich Village, Bob & Carol, Ted & Alice) og hefur hún allstaðar verið sýnd við miklar vinsældir. Jill Clayburgh deildi verðlaun- um fyrir besta leik í kvenhlut- verki á Cannes ’79 fyrir leik sinn í þessari mynd, með Isabelle Huppert (Violette Noziére). Þá hefur það flogið fyrir, að í Regnboganum séu menn ennþá í hátíðarskapi og eru þeir nú að velta fyrir sér tilboði um sýn- ingarrétt á einni af nýjustu myndum Fassbinders, Die Ehe der Maria Braun, (Hjónaband Maríu Braun, 1979). Mynd þessi hefur þegar hlotið allmörg verð- laun og hefur þann kost umfram, að hafa orðið vinsæl meðal kvikmyndahúsgesta. Að lokum er ekki úr vegi að minnast á myndina Escape to Athens, (Flóttinn til Aþenu), sem hóf göngu sína að kvik- myndahátíð lokinni í A-sal Regnbogans. Að vísu er þetta „bara“ venjuleg hasarmynd til afþreyingar og óþarft að fjalla um efnið nánar. Hins vegar hefur leikstjórinn, Grikkinn George Pan Cosmatos, sannað, svo ekki verður um villst, að hann er einn af fáum leikstjór- um, sem hefur næmt myndauga, henn nýtir þennan hæfileika til fullnustu og skapar myndum sínum þannig sérstakan mynd- stíl, sem oft er hrein unum að horfa á. Takið t.d. eftir því, hvernig hann opnar þessa mynd með frábærri myndatöku úr lofti, hátt yfir landi, lækkar sig síðan og endar í nærmynd inn í miðri atburðarás. Þetta upphaf er sambærilegt við upphafið í fyrri mynd hans, The Cassandra Crossing, sem hér var sýnd í Háskólabíói fyrir nokkru. Flótt- inn frá Aþenu býður þannig upp á skemmtilega myndfrásögn, þó að öðrum kostum sé vart til að dreifa. Rudolf Nureyev sem Valentino i mynd Russels. Skipatæki — Hydraulikk Sala- og þjónusta okkar inniheldur m.a. Flotvörpuvindur — geilavindur, Véitak h.f. Mini-úrhristivélar fyrir reknet, Véltak h.f. Tunnuvalsa fyrir síld, Véltak h.f. Vindur 2—5,5 tonn frá Pull Master. Krana frá 3—30 tonn, metra frá Fassi. Loka, mótora, dælur og háþrýstisíur. Leggjum vökvakerfi og önnumst viöhald vökvakerfa og tækja. Véltak h.f., er sérhæft verkstæöi í hydraulikk. Erum meö renni- og járnsmíðaverkstæði. Vélaverkstæöiö Véltak, Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfiröi, Box 49, Símar 50236 — 54315. LISTSMIÐJAN, Grensásvegi 12, bakhúa, sími 39331 Univ stigar fyrir- liggjandi. Ótal möguleikar Þjónusta öll almenn járnsmíöi, suöuvinna, uppsetning og viöhald véla og tækja. Framleiðum: leiktæki, stiga og hand- riö Bændur: smíðum flórgrindur, milllgerðl og hllö. Tilboð — Tfmavinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.