Morgunblaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980 13 — Ég er ekki aö reka áróöur gegn slíkum hlutum. Ég hef heldur ekki dálæti á þeim. Ég er til dæmis mjög flughræddur maöur og þaö kemur líka fyrir aö ég er hræddur í bíl. Ástæðan fyrir því að ég feröast yfirleitt í bílum er sú aö bílhræðsl- an hefur veriö minni en flug- hræðslan, og einhvern veginn verö ég að komast leiðar minnar. En þennan ótta er ég að reyna aö yfirvinna. Kannski er það löngunin til aö sigrast á þessum ótta, sem gerir þaö aö verkum aö ég mála þessi tæki. Til aö sigra óvininn verður maður að þekkja hann. Ég hugsa aö mér hafi oröiö þó nokkuð ágengt, því aö nú er ég farinn aö hugsa fyrir utanferð. Flughræðslan hefur beinlínis staö- iö mér fyrir þrifum. Hún er ein ástæöan fyrir því aö ég hef aldrei fariö til útlanda. Aö sumu leyti hef ég saknað þess að hafa ekki tækifæri til aö skoöa söfn og sýningar erlendis, þótt ég telji það ekki hafa haft neikvæð áhrif á þaö, sem ég hef verið aö gera. — Myndir þínar eru yfirleitt nokkuö ópersónulegar og gefa lítiö tilefni til hugleiðinga um tilfinn- ingar þínar sem einstaklings. — Þaö er rétt. Ég er mjög var um mig. Kannski er þetta eigin- girni. Sá, sem fæst viö myndlist, veröur að vera svolítið eigingjarn á sjálfan sig. Það gengur ekki aö láta vaöa inn á sig úr öllum áttum og maöur veröur aö vera nokkuö haröur á sínu, annars fer þetta í handaskolum. Maöur veröur aö einangra sig töluvert til aö ná árangri og gæta sín á því aö vera ekki of útausandi. Reglubundin og öguö vinnubrögð skipta miklu máli — fyrir mig að minnsta kosti — og ég vinn nokkuö jafnt og þétt, en rýk ekki til þegar eirihver andi kemur yfir mig. — Poppáhrifin eru á undan- haldi hjá þér. Formin hafa mýkzt , og litirnir líka. Ef þú ættir að kenna þig viö einhverja sérstaka stefnu í myndlist, hver væri hún þá? — Ætli ég geti ekki talizt ný- realisti. Þessi poppáhrif eru aö minnka mjög í myndlist yfirleitt. Realisminn er aö ná sterkari tök- um. Realisma má skipta í tvo meginflokka — expressívan real- isma og ný-reaiisma. Af íslenzkum listamönnum, sem mundu teljast til hins fyrrnefnda má nefna Sigurð og Hrólf Sigurössyni og Jóhannes Geir, en Eiríkur Smith, Gunnlaugur Stefán Gíslason og ég mundum teljast ný-realistar. Því hefur verið haldið fram um mig, að ég væri aö reyna aö vera súper-realisti — þ.e.a.s. aö ég legöi áherzlu á að ná fram hverju smáatriöi í myndum mínum. Þetta er ekki rétt. Slík barokkvinnsla lætur mér alls ekki. Ég reyni einmitt að líta yfir smáatr- iðin. Þaö kemur smáatriöum ekk- ert viö þótt myndirnar séu aö mörgu leyti fíngerðar og skýrar — formin sjálf eru mjög einföld, ég held mig mikið viö grunnform. — Nú notar þú einvörðungu náttúrleg efni, — ég minnist þess t.d. ekki aö hafa séð eftir þig akryl-mynd. — Ég þoli ekki gerviefni — þau henta mér engan veginn. Ég næ Ekki fram þeim áhrifum, sem ég vil meö slíkum efnum. Þau setja manni skoröur. Myndirnar veröa mattar og þokukenndar, og geta aldrei oröiö eins skýrar og tærar og ég þarf aö hafa þær. — Hefur þér ekki dottið í hug aö nota Ijósmyndavélina í sam- bandi við myndlistina? — Ég hef boriö þaö við aö nota Ijósmyndavél, en hún nær aldrei því, sem ég vil fá fram. Vélin blekkir. En þaö er hægt aö nota hana sem hjálpartæki og sem slíka hef ég dálítið notaö hana, einkum hin síöari ár. Mig hefur aldrei langaö til að nota hana einvörð- ungu. — Er hægt aö lifa af því aö vera myndlistarmaöur á íslandi? — Þaö er hægt, en þaö er mjög erfitt. Þaö er fyrst núna sem ég sé fram á aö geta lifað af þessu eingöngu. Þaö er ekki hægt ööru vísi en aö lifa spart, um lúxuslíf getur aldrei orðiö aö ræöa. Kannski eru núna milli tíu og fimmtán málarar á íslandi, sem lifa á því aö selja myndir. Langflestir veröa að vinna fyrir sér meö öörum hætti jafnframt, og þá er þaö fyrst og fremst kennsla, sem menn snúa sér aö. Ég hef kennt mikiö og hef haft mikla ánægju af, auk þess sem slíkt starf er lær- dómsríkt. — Áttu erfitt með aö skiljast viö myndirnar þínar? — Já, ég á alltaf dálítiö bágt með að láta þær frá mér. í því sambandi skiptir meginmáli hvert þær fara. Mér er alls ekki sama hverjir kaupa af mér myndir. Þaö er leiðinlegt aö finna inn á þegar kaupandi er aö fjárfesta eöa held- ur aö hann sé aö ná sér í stööutákn, en sem betur fer er þaö ekki algengt, a.m.k. ekki hvaö mínar myndir áhrærir. En svo þykir manni auövitaö vænt um þegar einhver langar til að hafa hjá sér mynd, sem maður hefur málaö, og þaö er gott aö vita af verkum sínum hjá fólki, sem maður veit aö kann að meta þau. „Fleiri sjómenn á Vest- ijörðum en á Guðbjörgu SÁTTAFUNDUR hefur ekki verið haldinn síðan i síðustu viku i kjaradeilu útvegsmanna og sjó- manna á Vestfjörðum. Pétur Sig- urðsson, formaður Alþýðusam- bands Vestfjarða, sagði í samtali við Mbl. að deilunni yrði sennilega fjótlega vísað til sáttasemjara, en útgerðarmenn hafa farið fram á, að svo verði gert. Pétur sagði að sjómenn vestra vœru mjög óánægðir með þann áróður, sem fram hefði komið í fjölmiðlum undanfarið, en útvegs- menn hefðu þá sýknt og heilagt bent á hlut háseta á Guðbjörgu IS, sem undanfarin ár hefði verið toppskip i islenzka flotanum. — En það eru fleiri sjómenn á Vestfjörðum en á Guðbjörgu, sagði Pétur. — Tryggingin er ekki nema um 300 þúsund krónur og það er fyrir 12—14 og upp í 16 tíma vinnu, þó svo að lítið fiskist. Við getum tekið dæmi um línubáta frá Súg- andafirði, en þeir hafa ekki gert meira en fiska fyrir tryggingu und- anfarið. — Þetta er ekki bara krafa frá skipverjum á skuttogurunum og ekki bara frá ísafirði heldur öllum Vest- fjörðum fyrir fiskiskip stærri en 30 tonn. Mikill afli byggist á gífurlegri vinnu og á togurunum á því að mannskapurinn sé á dekki meira og minna allan sólarhringinn. Þá má spyrja að því, að ef sjómenn hafa svona stóran hlut hvort útgerðin sé þá ekki aflögufær til þeirra, sem skapað hafa henni þessar tekjur. Okkur reiknast til að ef háseti hefur haft 4 milljónir frá áramótum, þá hafi útgerðin haft í sinn hlut 150—200 milljónir, sagði Pétur Sig- urðsson að lokum. 'ÍÍX^- i • r-LjTLViifl'A Kt i9.oo wúsiö. i, i.mi (UtsýnarfeFö o.fi.) og saia bingósp miitjón) Hressandi lystaukar á börunun Kl. 19.30 KjötkvedjuhátíöiO: hefst stundvíslega BROCHETTE D’AGNEAU GRiLLÉE C (vinningar 1 • .i-ýó'; ; ; Lúðrasveit Hafnarfjaröar leikur fjöruga Karni val-músík meöan á boröhaldi stendur. Stjórn andi Hans Ploder. ipgS — Módelsamtökin sýna tízkufatnaö frá verzlun inni Victor Hugo. „cjuia íj , v«* hinir Félagar úr rarar dansflokknum Jo_ CAN CAN ( nn . Ldll I — Splunkuný litkvikmynd „Florida Fun“ sýnd hliöarsal. Glæsileg verölaun m.a. Utsýnarferö Valin veröa Dama og Herra kvöldsins feröaverölaun. — Forkeppni Ungfrú Utsýn 1980. Ljósmynda- fyrirsætur á aldrinum 17—25 ára veröa valdar úr hópi gesta. 10—12 stúlkur fá feröaverðlaun. Utsýnarferö Þorgeir Ástvaldsson kynnir Glæsilegt feröabingó: Utsýnarferðir að verö mæti 1 milljón. — Hin fjölhæfa, vm- sæla og fjöruga hljómsveit Ragnars Bjarnasonar asamt söngkonunni Martu Helenu koma öllum Míssið ekki af glæsilegri ódýrri skemmtun í sérflokki — aðgangur ókeypis — aðeins rúllugjald og heimil ðHu skemmtilegu fólki sem kemur í góðu skapi og vel klætt. Borðapantanir hjó yfirþjóm kl. 16—18 í dag. Símar 20221 og 25017. UTSYN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.