Morgunblaðið - 13.03.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.03.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 11 Góður af li í vetur minnkar möguleikana á næstu vetrarvertið Rætt við Sigfús Schopka fiskifræðing MIKILL afli hefur borizt á land undanfarið og tvo fyrstu mánuði ársins er hann talsvert meiri en á sama timabili í fyrra. Morgun- blaðið ræddi í gær við Sigfús Schopka fiskifræðing og sagði hann aðspurður, að uppistaðan í þorskveiðinni í vetur hefði verið Sigfús Schopka fiskifræðingur úr tveimur árgöngum, þ.e. árið 1973 og 1976. — Þessir tveir árgangar eru afgerandi í veiðinni og árgangur- inn frá 1973 hefur verið uppi- staðan í aflanum þrjú síðastliðin ár, sagði Sigfús. — Sá árgangur er nú á leiðinni til hrygningar í fyrsta skipti af fullum þunga. Fjögurra ára þorskurinn hefur fengizt í miklum mæli á Vest- fjarðamiðum aðallega og þegar er farið að ganga nokkuð á hann, en í vetur hefur skyndilokunum tals- vert verið beitt til að vernda þennan árgang. — Við höfðum áætlað, að hrygningarstofninn færi úr rúm- lega 200 þúsund tonnum í um 300 þúsund tonn á þessu ári, en reiknum svo með að hann detti aftur niður í um 200 þúsund tonn á næsta ári. Það er vegna þess, að við reiknum með að kúfurinn verði tekinn af ’73 árgangnum í vetur og árgangurinn frá 1974 er slakur. Þess vegna höfum við sett fram tillögur okkar um að ekki verði farið yfir 300 þúsund tonna þorsk- afla í ár, einmitt til þess, að það verði ekki svona mikil minnkun á þessum hrygningarfiski á næsta ári. — I þeirri fiskveiðistefnu, sem nú er unnið eftir, gæti þorskaflinn í ár þó farið yfir 400 þúsund tonn ef takmarkanir verða ekki hertar því flotinn er orðinn svo afkasta- mikill. Vertíðin hérna suðvestan- lands verður trúlega betri í ár en hún var í fyrra, en ég efast um að það endurtaki sig á næsta ári, en sá fiskur verður þá orðinn svo stór, að skyndilokanir ná ekki lengur til hans. — Það hefur komið í ljós, að árgangarnir frá 1973 og 1976 eru stærri en við reiknuðum með í fyrra og við höfum endurskoðað okkar tillögur í samræmi við það. Þessi afli í vetur kemur okkur því ekki á óvart, sagði Sigfús Schopka að lokum. Á spani í saltfiskverkun i Eyjum í gær. (Ljósm. Sigurgeir). Gro Harlem Brundtland: „ÞÁTTTAKA norskra kvenna í stjórnmálum fer stöðugt vaxandi,“ sagði Gro Harlem Brundtland, vara- formaður norska Verka- mannaflokksins og fyrrum umhverfismálaráðherra, í viðtali við Morgunblaðið á Gro Harlem Brundtland. nokkuð öðrum sjónarhóli og það veitir svo sannarlega ekki af því að tillit sé tekið til hagsmuna fjölskyldunnar við úrlausn flestra vanda- mála, því að öll mál snerta á endanum einstaklinginn í þjóðfélaginu. Ég held því að niðurstaðan hljóti að verða sú, að það sé í þágu þjóðfé- lagsins alls — karlmannanna líka — að konur taki jafnan þátt og þeir í stjórnmálum." „Nú snúast jafnréttismál kynjanna um fleira en beina þátttöku kvenna í stjórnmál- um, — t.d. er það viðurkennd staðreynd að jafnvel á Norð- urlöndum, þar sem lög kveða á um sömu laun fyrir sömu vinnu, er launamisrétti veru- legt. Hvað er hægt að gera til að jafna metin?“ „Það er hægt að stuðla að aukinni tekjujöfnun í þjóð- „Kvótaskipting og tekjujöfnun stuðla að auknu jafnrétti“ þingi Norðurlandaráðs. „Ef fjölgunin heldur áfram með sama hætti og verið hefur undanfarin tíu ár verða 40% þingmanna í Stórþinginu konur árið 1990. Nú eru þær fjórðungur þingmanna en voru aðeins 10% fyrir tíu árum. Sumum finnst miða vel, en ég er í hópi þeirra, sem finnst þetta ganga of hægt, og mér finnst koma sterklega til greina að taka upp kvótaskiptingu. Konur eru helmingur þjóðarinnar og þess vegna eiga þær að hafa jafnmikið að segja um stjórn þjóðfélagsins og karl- mennirnir.“ „Hafa konur á þingi og í byggðastjórnum tilhneigingu til að láta til sín taka varð- andi mál, sm karlar hafa e.t.v. minni áhuga á?“ „Já, almennt virðast kon- ur, sem taka virkan þátt í stjórnmálum, hyggja betur að hagsmunamálum fjöl- skyldunnar. Stundum er því haldið fram að þetta sé til marks um það að konur séu þröngsýnni en karlar, en það tel ég ekki vera rétt. Konur líta yfirleitt á málin frá félaginu. Raunin hefur orðið sú að konur hafa haldið áfram að veljast í þau störf sem eru lægra launuð, en með því að vinna að aukinni launajöfnun og jöfnun ann- arra tekna ætti að vera unnt að draga verulega úr því misrétti sem á sér stað að þessu leyti.“ „Verður þú næsti formað- ur Verkamannaflokksins?" „Því get ég ekki svarað, en ætli það sé fráleitt að búast við því að varaformaður flokks eigi eftir að verða formaður hans?“ Efstihjalli Höfum í einkasölu mjög fallega 2ja herb. íbúö á 1. hæö fjölbýlishúss viö Efstahjalla í Kópavogi. íbúö og sameign í sérflokki. Óskum eftir: 4—5 herb. íbúö í Háaleitis- eöa Fossvogs- hverfi. Upplýsingar gefur: Kjartan Reynir Ólafsson, hæstaréttarlög maður, ____ Háaleitisbraut 68, sími: 83111. CBS CLASH3 ■london CALLING. The Clash Tvær plötur á sama verði og ein. Heildsöludreifing steinorhf S. 85742 og 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.