Morgunblaðið - 15.03.1980, Page 37

Morgunblaðið - 15.03.1980, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 37 Fjölskyldan mín Foreldrar! — • Hvetjið börnin til að senda teikningar, ljóð, skrýtlur, sögur og annað frum- samið efni Barna- og fjölskyldusíðunni berst alltaf talsvert af frumsömdu efni frá börnum, sem umsjónar- menn eru afar þakklátir fyrir. En nú langar okkur til þess að biðja ykkur og hvetja til að senda okkur efni, sem bundið er fjölskyldunni ykkar. Skemmtilegar sögur af pabba og mömmu, einhverju at- viki við matarborðið, lærdómsrík- um atburði á sjúkrahúsi eða við andlát innan fjölskyldunnar, — ljóð frá liðnu sumri, gátur.sem þið hafið samið sjálf o.s.frv. Innan tíðar, eftir 4 vikur koma páskar og þá væri gaman að fá eitthvert efni, sem bundið er páskum. En munið eftir að merkja myndirnar vel með nöfnum og heimilisfangi og allt efni sem þið sendið. Segið okkur gjarnan í leiðinni.hvernig ykkur líkar Barna- og fjölskyldu- síðan. — Látið hendur standa fram úr ermum. Myndir, Ijóð og sögur frá börnum víðs vegar að af landinu verða birtar á næstu vikum. Mamma, hvar er skólataskan mín? Helga, 8 ára. Botni. Mjóafirði. Mamma! Ég finn ekki skóla- töskuna. Jæja, elskan min. Ekki veit ég hvar hún er. Pabbi, veistu nokkuð, hvar bók- Nei, Gísli minn. Ekki var ég að in min er? nota hana. Hvert förum við með börnum okkar? Hvenær heldur Sinfóníu- hljómsveit íslands næstu tónleika fyrir börn? Sinfóníuhljómsveit íslands hélt upp á þrjátíu ára afmæli sitt um síðustu helgi með góðum og skemmtilegum tónleikum. Jón Ásgeirsson segir í ágætri grein sinni í Mbl. 11. mars sl.: „Það er hins vegar stað- reynd, að einn veigamesti þáttur menntunar er list- menntun og án listrænnar sköpunar er hætt við að mönnum þætti t.d. ritmál lítilfjörlegt og umhverfi allt óvistlegt, ef ekki kæmi til myndmennt. Tónlist er sprottin upp af túlkunar- þörf mannsins og vegna sterkra áhrifa á tilfinn- ingar manna er hún mjög mótandi um allt atferli mannsins, sem best má sjá í atferli nútímafólks, sér- staklega þar sem tónlist er notuð sem „mótorískur" hreyfihvati.“ Skapandi starf er börn- um eðlilegt og öll hvatning sem börnin fá á þessu sviði verður þeim örvun til frek- ari listsköpunar. Það gildir því ekki sama máli hvað börnin sjá, heyra og nema — það er ekki sama hvert við förum með börnum okk- ar. Við bíðum með óþreyju eftir næstu barnatónleik- um Sinfóníuhljómsveitar- innar. FURAIII Broddfura — Pinus aristata BRODDFURA er ein þeirra furutegunda sem fyrst var sáð til hér á landi. Það var árið 1903 austur á Hallormsstað. Er það merkilegt þar sem hún hefur þá verið lítið eða ekkert þekkt annarsstaðar í Evrópu og sjaldgæf þar enn þann dag í dag. Broddfuran er ættuð frá vesturríkjum Bandaríkj- anna: Colorado, Utah, Nevada og Kaliforníu. Fræið sem hingað til lands kom er talið vera frá Colorado. Ekki sýnast þetta nú líkleg svæði til þess að velja frá trjágróður fyrir Island. En broddfuran vex uppi í háfjöllum við efstu skógarmörk, víða um 3000 m og upp í 3700 m yfir sjó. Hún vex hægt og verður ekki há miðað við annan trjágróður þar vestra eða 10—15 m. Og þar sem hún lætur svona lítið yfir sér eru ekki nema rúm tuttugu ár síðan menn komust að því að þarna voru til langelstu tré jarðarinnar 4000—5000 ára gömul. Þau hafa sum verið yfir 1700 ára gömul þegar elstu RISAFURUR Kaliforníu voru að stinga kímblöðunum upp úr moldinni, en þær risafurur voru áður taldar allra trjáa elstar. Og þessar umræddu broddfurur hafa verið um 3000 ára þegar tímatal okkar hefst. Raunar hafa grasafræðingar nýlega skilið þessar furur — á vissu svæði — frá sem aðra BRODDFURA — Pinus aristata. Myndin er tekin í Lystigarðin- um á Akureyri sumarið 1977. tegund, þar með talin þessi ævagömlu tré — og heitir tegundin nú Pinus longaeva. Broddfuran hefur víst ekki vakið mikla aðdáun hjá íslenskum skógræktarmönnum lengi vel. Hún óx svo dæmalaust hægt, svona 10—12 sm á ári. Því var þó veitt athygli og í frásögur fært að engar skemmdir sáust á henni í harðindunum 1918. Svo liðu tímar fram og broddfururnar á Hallormsstað urðu smám saman hin myndarlegustu tré og fóru nú að bera köngla og þroska fræ, ekki bara í góðum árum heldur á hverju einasta ári. í Ársriti Skógræktarfé- lags íslands 1957 er sagt að hæsta furutréð á Hallormsstað sé 5,5 metrar á hæð og mörg milli 4—5 m og þau þroski þá fræ árlega. Nú fóru menn að átta sig á því að hér var fundið eitt af hinum bestu barrtrjám fyrir íslenska garða, hæfilega- stórt, gullfallegt og allra trjáa harðgerðast. Broddfuran er með fimm dökkgrænar nálar í hverju knippi, 3—4 sm langar. Hún er auðþekkt frá öllum öðrum furum á litlum hvítum harpixkornum, sem sitja dreift um öll nálaknippin. Margir halda að þarna sé lús á ferðinni, en það er öðru nær. Engin óþrif sækja á broddfuruna svo ég viti. Hún virðist vaxa allvel í góðum moldarjarðvegi a.m.k. í Lystigarði Akureyrar þar sem fallegasta broddfuran er nú um 2 m á hæð. Árssprotarnir á henni eru oft um 15 sm og stundum lengri. Hún er allt árið jafn dökkgræn og falleg, en þó langfallegust á sumrin meðan nýju sprotarnir eru að vaxa og standa þráðbeinir eins og lítil ljósgul kerti á greinunum. HS/Frh.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.