Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRIL 1980 23 r íslandsmótið í fimleikum Heimir og Berglind meistarar ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í fimleikum var haldið i iþróttahúsi Kennaraháskólans um síðustu helgi. Á laugardag var kcppt í skyiduæfingum ok á sunnudag í frjálsum æfingum. íslandsmeistari í karlaflokki varð Heimir Gunnarsson Ármanni hlaut samanlagt 95.20 stÍK hafði Heimir nokkra yfirburði í keppninni. Hcimir er vel að þessum fyrsta íslandsmeistaratitli sinum kominn. Hann er bráðefni- legur fimleikamaður. sem sýndi mikið jafnvægi og fimi í æfingum sínum. íslandsmeistarinn frá því í fyrra Sigurður T. Sigurðsson gat ekki tekið þátt í mótinu þar sem hann he|ur átt við meiðsli að stríða. Annar í karlaflokki varð Davið Ingason Ármanni hlaut 84,60 stig. í kvennaflokki sigraði Berglind Pétursdóttir Gerplu. Berglind hefur greinilega stundað æfingar af ósérhlifni og einbeitni í vetur. Hún er í greinilcgri framför eins og reyndar allar stúlkurnar sem voru í efstu sætunum. Berglind hlaut 67,70 stig samanlagt en í öðru sæti varð Vilborg Niclsen Gerplu hlaut 60.25 stig. Hér á eftir fara svo öll úrslit í hinum einstöku greinum: Úrslit stúlkur: Stökk 1. Berglind Pétursdóttir G 17.75 2. Elín Viðarsdóttir G 16.30 3. Áslaug Óskarsdóttir G 16.25 Tvíslá 1. Berglind Pétursdóttir G 14.80 2. Áslaug Óskarsdóttir G 14.75 3. Björk Ólafsdóttir G 14.60 Slá 1. Berglind Pétursdóttir G 17.20 2. Björk Ólafsdóttir G 14.85 3. Elín Viðarsdóttir G 14.45 Gólf 1. Berglind Pétursdóttir G 17.95 2.-3. Björk Ólafsdóttir G 16.65 2.-3. Vilborg Nielsen G 16.65 Samanlögð stig 1. Berglind Pétursdóttir G 67.70 2. Vilborg Nielsen G 60.25 3. Björk Olafsdóttir G 59.20 Samanlögð stig seinni dag 1. Berglind Pétursdóttir G 34.30 2. Vilborg Nielsen G 30.45 3. Björk Olafsdóttir G 30.60 Norrænir gestir kepptu sem gestir í frjálsum æfingum. 1. Susanne Pedersen Danm. 35.50 2. Eli Heyerdahl Eide Nof. 34.25 3. Anna Maria Troest Fær. 17.55 4. Runa Kristiansen Fær. 15.19 kepptu í fiml. stiganum þar sem hámarkseinkunnir eru lægri en í alþjl. keppnisreglum, sem dæmt var eftir hjá öðrum. Úrslit piltar: Gólf 1. Heimir Gunnarsson Á 16.80 2. Davíð Ingason Á 15.10 3. Ingólfur Stefánsson Á 14.50 Bogahestur 1. Heimir Gunnarsson Á 15.15 2. Davíð Ingason Á 12.25 3. Ingólfur Stefánsson Á 11.30 Hringir 1. Heimir Gunnarsson Á 15.95 2. Davíð Ingason Á 15.65 3. Ingólfur Stefánsson Á 14.80 Stökk 1. Heimir Gunnarsson Á 17.20 2. Davíð Ingason Á 15.00 3. Ingólfur Stefánsson Á 14.60 Tvíslá 1. Heimir Gunnarsson Á 15.40 2. Davíð Ingason Á 13.25 3. Ingólfur Stefánsson Á 12.35 Svifrá 1. Heimir Gunnarsson Á 14.70 2. Davíð Ingason Á 13.35 3. Ingólfur Stefánsson Á 11.75 Samanlögð stig 1. Heimir Gunnarsson Á 95.20 2. Davíð Ingason Á 84.60 3. Ingólfur Stefánsson Á 79.30 Haukarnir komust af hættusvæðinu MEÐ sigri yfir KR í síðasta leik 1. deildar íslandsmótsins í hand- knattleik á sunnudagskvöldið þokuðu Haukarnir sér af hættu- svæðinu. Þar með var ljóst að það verður ír, sem þarf að leika aukaleik við KA eða Þrótt um lausa sætið í 1. deild næsta keppnistímabil. Haukarnir mættu ákveðnir til leiksins gegn KR og sigur þeirra var verð- skuldaður 23:20, eftir að staðan hafði verið 12:11 í hálfleik Hauk- um í vil. Haukarnir byrjuðu leikinn af krafti og voru fundvísir á glufur í vörn KR. Sérstaklega var Ingimar Haraldsson sprækur í fyrri hálf- leiknum. Það spillti heldur ekki fyrir hjá Haukunum að markverð- ir KR vörðu nánast ekkert á meðan kollegar þeirra í Hauka- markinu vörðu oft vel, sérstaklega Gunnar Einarsson í seinni hálf- leik. Haukarnir höfðu yfir 5:2 þegar 10 mínútur voru búnar af leiknum og 10:4 þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum. En þá tóku KR-ingar góðan sprett, einkanlega þó Ólafur Lárusson, sem skoraði 5 mörk á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiks og þegar flautað var til hlés voru Haukarnir aðeins einu marki yfir, 12:11. í seinni hálfleiknum juku Hauk- arnir smám saman forskotið og höfðu þeir mest yfir 6 mörk, 21:15 £.V. 20:23 en KR-ingarnir minnkuðu muninn undir lokin í þrjú mörk, 23:20. En sigur Hauka var aldrei í hættu. Vafalaust hefur þetta keppnis- tímabil valdið báðum liðum von- brigðum. Þeim var báðum spáð góðu gengi í upphafi mótsins en hvorugt liðið náði sér á strik. En bæði liðin geta bætt sér upp vonbrigðin í íslandsmótihu með því að standa sig í bikarkeppninni og reyndar geta Haukarnir státað sig af því einir íslenzkra liða að hafa lagt íslandsmeistara Víkings að velli á þessu keppnistímabili. I leiknum á sunnudaginn voru þeir Ingimar Haraldsson, Andrés Kristjánsson og Gunnar Einars- son beztu menn Hauka en hjá KR voru þeir beztir Ólafur Lárusson og Friðrik Þorbjörnsson. I stuttu máli: Lauftardalsholl 30. mar/. Islandsmótið 1. dcild, KR - Haukar 20:23 (11:12). Mórk KR: Ólafur L&russon 6, llaukur Ottesen 4 (2v), Jóhanncs Stefánsson 4, Friðrik ÞorbjOrnsson 2. Konráð Jónsson 2, Kristinn Imtason 1 ov Einar Vilhjálmsson 1. Mörk Hauka: Inftimar Haraldsson 6, Ilörður Harðarson fi (4v), Andrés Kristjáns- son 4, Árni Sverrisson 2, Árni Hermannsson 2, Stefán Jónsson 2, Júlíus Pálsson 1. Misnotuð vitakðst: Ólafur Guðjónsson varði viti BjOrns Péturssonar í f.h. ok Andrés átti ágætan leik með Haukum. Gunnar Einarsson varði viti Hauks Ottesens is.h. Brottvísanir: ólaíi Lárussyni ok Friðrik borbjörnssyni vísað ut af í 2 mínútur hvorum. - SS. Slakur leikur HK og Fram ÞAÐ VAR ekki burðugur hand- knattleikur sem lið HK og Fram sýndu í iþróttahúsinu að Varmá á sunnudag er liðin léku síðasta leik sinn í 1. deildarkeppninni í handknattieik á þessu keppnis- timabili. Leikurinn skipti lika ekki miklu máli fyrir Iiðin, IIK þegar fallið í 2. deild og Fram með öruggt sæti í 1. deild og engin verðlaun í augsýn. Fram sigraði í leiknum og verðskuldað, - var betra liðið. Lokastaðan varð 18—15 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10—5 Fram í vil. Lið HK byrjaði leikinn nokkuð vel og náði forustu, 4—2, en um miðjan fyrri hálfleikinn var stað- an jöfn 5—5. Þá kom mikið bakslag í leik HK og liðinu tókst ekki að skora mark í 15 mínútur. Fram náði yfirhöndinni og leiddi út leikinn. Síðari hálfleikur var mjög sveiflukenndur. Fram komst í 13—7, og 18—11 en síðustu fimm mörk leiksins komu frá HK. Bestu menn Fram í þessum leik voru markvörður liðsins Sigurður Þór- arinsson sem varði vel og svo Hannes Leifsson. Hjá HK var Jón Einarsson einna skárstur. Dómar- ar í leiknum voru þeir Ólafur og Gunnar Steingrímssynir og var Fram" 18—15 dómgæsla þeirra í leiknum afar slök, að ekki sé meira sagt. í stuttu máli. Islandsmótið 1. deild Varmá, Mosfellssveit. HK — Fram 18 - 15 (5-10). Mörk HK: Jón Einarsson og Ragnar Ólafsson 4 hvor, Berg- sveinn 3, Hilmar og Magnús 1 mark hvor. Mörk Fram: Jón Árni 4, Atli 4 (lv), Hannes 3, Erlendur 3 (lv), Jóhann og Björn 1 mark hvor. Brottvísanir af leikvelli: Björn Eiríksson Fram í 2 mín, Jón Á. Rúnarsson í 2 mín og Erlendur Fram í 2 mín. Magnús Guðfinns- son KH HK í 2 mín. Misheppnuð vítaköst: Einar Þorvarðarson HK ver hjá Hannesi á 29. mín. Sigurður Þórarinsson Fram varði 3 víti, eitt hjá Ragnari Ólafssyni á 25. mín, hjá Kristjáni á 40. mín og svo hjá Karli Jóhannssyni á 50 mín. Hannes Leifsson skaut í stöng á 59. mín. -þr. Grindavík kvaddi án þess að hljóta stig Valur — 09-0 UMFG GRINDAVÍK kvaddi 1. dcild kvenna í handknattleik án þess að hljóta stig i leikjunum 14. Síðasti leikur liðsins var gcgn Val í Laugardalshöllinni á sunnu- dagskvöldið og unnu Valsstúlk- urnar yíirburðarsigur 22:9 eftir að hafa haft yfir i hálfleik 10:7. Það verður að segja Grinda- víkurstúlkunum til hróss að þær börðust allan tímann þótt við ofurefli væri að etja. Valur náði fljótt góðri forystu 4:1 að Grinda- vík tókst að jafna 4:4. Valur komst síðan í 9:4 en í hálfleik var staðan 10:7. Seinni hálfleikinn byrjuðu Grindavíkurdömurnar með marki en eftir það brustu flóðgáttirnar og síðustu 22 mínútur leiksins skoruðu þær aðeins eitt mark á móti 12 mörkum Valsstúlknanna. Hafði það sitt að segja að ein stúlkan í Grindavíkurliðinu rotað- ist og varð að fara á sjúkrahús og kom það liðinu alveg úr jafnvægi. Hjá Val bar mest á Hörpu Guðmundsdóttur en liðið var ann- ars jafnt. Hjá Grindavík voru þrjár stúlkur í sérflokki, Sjöfn Ágústsdóttir, Hildur Gunnars- dóttir og Rut Ólafsdóttir mark- vörður. Mörk Vals: Harpa 12 (4v), Marin Jónsdóttir 4, Erna Lúðvíksdóttir 2, Ágústa D. Jónsdóttir 2 og Sigrún Bergmundsdóttir 2 mörk. Mörk UMFG: Sjöfn 5 og Hildur 4 (lv). — Ss FH fékktvö mikilvæg stig Víkingur 17l 7 FH FÉKK tvö mikilvæg stig í 1. deild kvenna á sunnudagskvöldið er liðið lagði Víking örugglega að velli 17:7. FH hefur nú híötið 8 stig en Þór 6 stig. en annað hvort þessara liða verður að keppa um lausa sætið í 1. deild við lið númer tvö í 2. deild. Það höfðu víst fáir trúað því að FH yrði í þessari aðstöðu í móts- lok miðað við frammistöðu liðsins undanfarna vetur. Og í leiknum á sunnudaginn léku Fh-stúlkurnar góðan handknattleik og var ekki að sjá að þær væru í botnbarátt- unni. En þær fengu líka hjálp frá Víkingsstúlkunum, sem léku mjög illa að þessu sinni, virtust alveg áhugalausar. FH byrjaði leikinn vel, komst í 4:1 en í hálfleik hafði Víkings- stúlkunum tekist að minnka mun- inn i eitt mark, 5:4. En í upphafi s.h. gerðu FH stúlkurnar út um leikinn, þær skoruðu fjögur fyrstu mörkin og komust i 9:4. Eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Hjá FH voru þær bestar Katrín Danivalsdóttir og Álfhildur Hjör- leifsdóttir markvörður en í heild lék liðið ljómandi vel. Víkings- stúlkurnar léku allar langt undir getu að þessu sinni. Bezt var Jóhanna Guðjónsdóttir markvörð- ur. Mðrk Vikinjís: Iris Þráinsdóttír 5 (5v), SÍKrún OlKeirsdóttir 1 ok InKunn Bernódus- dóttir 1. Mðrk Fll: Katrin fi (lv). SóIvcík IíirKÍs- dóttir 2. Kristín Pálsdóttir 2. MarKrét Brandsdóttir 2. Svanhvit MaKnúsdóttir 2 (lv). Kristjana Aradóttir 1. BjðrK Gilsdóttir 1 ok Ellý ErlinKsdóttir 1 mark. - SS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.