Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980 45 vklvAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGITIL FOSTUDAGS Kassettur beztu kaup landsins leið ef þær vilja auka á vandræðin. Og það vita flestir sæmilega skynugir menn að þetta verður ekki gróðalind fyrir samfélagið þegar upp er staðið. íslenska þjóðin á í vðk að verjast. Eyðsla og kröfuharka ríkja öllum sviðum, ekkert gefið eftir, og engin fórn til hjálpar réttum stjórnendum. Væri nú ekki betra að menn litu sér nær, kyngdu staðreyndum, drægju hul- una frá augum og lokuðu þeim ekki fyrir meinsemdum sem víða liggja í augum uppi. Einar Ben. segir: „Sé drepinu hlúð, visnar heilbrigt líf og hefndin grær á þess leiði.“ Er ekki nær fyrir ábyrga menn, sem vissulega ber að gæta bróður síns, að snúast gegn vargi þeim í véum heil- brigðra lifnaðarhátta sem áfengi er en halda ekki áfram að hlúa að drepinu? Það skyldu allir góðir íslendingar hugleiða þegar áfeng- isbölið ógnar hverri fjölskyldu í landinu og þúsundir manna stynja undir oki þess. Og óneitanlega væri það farsælla hverri sveitar- stjórn að leggja til atlögu við vandann en auka hann undir því yfirskini að menn séu að hjálpa náunga sínum. Árni Helgason. Þessir hringdu . . . • Fyrirspurn til félagsmála- ráðuneytis Guðrún Björnsdóttir hringdi: „Mig langar í framhaldi af fyrirspurnum Gunnars Gunnars- sonar til ríkisskattstjóra . og ábendingar hans um að málið félli undir félagsmálaráðuneytið, að beina þessum sömu spurningum til þess sem málið viðkemur í félagsmálaráðuneytinu. Ég veit að margir fleiri en ég hafa íhugað þetta mál og haft áhuga á réttum svörum, þess vegna vil ég nota þessa leið í stað þess að hringja þangað sjálf: Spurningarnar voru: 1. Hvað mega fasteignagjöld af sumarbústöðum vera há? 2. Er manni, sem leigir lóð í einkaeign, skylt að greiða fast- eignaskatt af henni?" • Þakkir til biskupsins E.H. hringdi: „Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til biskupsins yfir Islandi, Sigurbjörns Einarssonar, fyrir grein hans í Morgunblaðinu um Innhverfa íhugun og langar að segja frá minni reynslu og manns- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Lone Pine í Bandaríkjunum, sem lauk í síðustu viku kom þessi staða upp í skák þeirra Dzindzindhashvilis, ísrael, sem hafði hvítt og átti leik, og Larsens. 43. RgW - Kg6, (Eða 43. ... hxg5, 44. Dh8+* Kg6, 45. h5+ — Kf5, 46. Hf8+ o.s.frv.) 44. De8+ — KÍ5, 45. De6 mát. Dzindizind- hashvili sigraði á mótinu, hlaut sjö vinninga af níu mögulegum. Næstur kom Miles með hálfum vinningi minna. ins míns í sambandi við þessi trúarsamtök. Atburðurinn átti sér stað fyrir 2 árum síðan. Við fórum á kynningarfund og fannst að þarna væri eitthvað fyrir okkur. Greiddum út í hönd kr. fjörutíu þúsund og mættum síðan að kvöldi til með þrjá ferska ávexti, eitt búnt af blómum og einn vasaklút, skv. því sem okkur var sagt að gera., Okkur fannst þetta undarlegt, en gerðum samt eins og fyrir okkur var lagt. Á staðnum voru blómin, vasaklútur- inn og ávextirnir settir á borð með hvítum dúki, angandi reykelsis- ilmi og undir mynd af einhverjum karlmanni kraup leiðbeinandinn á kné og þuldi einhverja þulu á erlendu tungumáli, sem okkur skildist að væri bæn. Þetta er eflaust siðvenja sem á að þjóna einhverjum tilgangi, en okkur var lítið gagn að þessu, því við skildum hvorki upp né niður og allar útskýringar vantaði, þannig að þetta leit út fyrir okkur sem nýliðum sem hálfgert kukl. Ég segi þessa sögu aðeins til að taka undir orð biskupsins og koma því til skila að það þarf að útskýra þannig hluti fyrir fólki, ekki láta það misskilja hlutina, kannski á röngum forsendum. Við hjónin mættum ekki hin kvöldin, sem við höfðum þó greitt fyrir og fengum ekki krónu end- urgreidda, né útskýringar." 1 spóla -• 5 spólur 60 mínútur kr. 900 kr. 4000 90 mínútur kr. 1100 kr. 5000 Heildsölu birgðir Verslidistérverslun með LITASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI SKIÐABOGAR fyrir flestar geróir bifreióa Verð kr. 7.500.- Laugavegi 118 - Símar 22240 og 15700 Allt á sama stað EGILL VILHJÁLMSSON HE m Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta -ui

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.