Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 Fólk og fréttir í máli og myndum • Göngufólkið k'Kxur af stað í Bláfjöllum i blíðskaparveðri. • Halldór Matthíasson, þekktur gönRumaður. fer yfir snjóbrú sem útbúin var yfir ÞrengslaveK. Skíðaganga vinsæl hjá almenningi Almenningsíþróttir eru alltaf að aukast, enda útivist og hreyf- ing það besta sem hægt er að stunda á KÓðviðrisdögum. Það hefur mjög færst i vöxt að fólk hefur fengið sér gönguskíði og um helgar má sjá hópa af fólki í Biáfjöllum sem trimmar þar af miklum krafti á gönguskiíum. Þetta er fólk á öllum aldri enda íþrótt sem allir ráða auðveldlega við. Nú eigi alls fyrir löngu efndi Skíðafélag Reykjavíkur til skíðagöngu úr Bláfjöllum yfir i Hveradali. Voru skíðagöngumenn ræstir frá Bláfjöllum og var gengið sem leið liggur yfir Þrengslaveg og niður að Skíðaskálanum í Hvera- dölum. Leið var um 16—20 km löng. Veður var mjög gott; sól og logn og frostlaust. Brautin var mjög vel merkt, Magnús lyftustjóri í Hveradölum og Þorsteinn lyftu- stjóri í Bláfjöllum, sáu um merkingu og brautarlagningu. Samtals gengu í brautinni 60 manns. Þegar keppendur komu til Hveradala voru á boðstólum heit súpa, djús og kaffi. Allir sem tóku þátt í göngunni fengu áritað skjal frá Skíðafélagi Reykjavíkur. Klukkan fimm fóru allir þátt- takendur í rútu til Bláfjalla, þar sem ökutæki þeirra biðu. Hér að neðan eru í skráningar- röð, nöfn þeirra þátttakenda sem skráðir voru í gönguna frá Blá- fjöllum. Auk þeirra bættust 13 manns við á leiðinni. Matthías Svrinsson Halldór Matthíasson Kristján Snorrason TryKKVÍ Halldórsson Svanhildur Árnadóttir Þorkell Jónsson Rolant I)ahl Cristiansen Anna Hulda Sveinsdóttir bór borsteinsson Leifur Möller Páll Jóhannesson Maria Kristinsdóttir Cuömundur Pétursson Per Ture Midtvedt ÁslauK Bergsdóttir Hermann Guóbjörnsson SÍKrún Stefánsdóttir Kolhrún ÁKÚstsdóttir Örn Jónsson Halldóra FriÖriksdóttir Haraldur Pálsson Guöhjórvf Haraldsdóttir Magnús Hallíreösson Ilaukur Hauksson Björn TryKKvason Pétur Ólafsson bórir ólafsson Einar ólafsson Sivfurbjörjf IlelKadóttir Jón Eiriksson Tyrfinjíur Tyrfingsson Dajfmar Kaldal Sveinn Kristinsson Injtólfur Jónsson SÍKriöur Pétursdóttir Úlfur SÍKurmundsson Geirharöur borsteinsson Magnús Guöjónsson Kristín Einarsdóttir Kristján Már Sigurjónsson Pálmi R. Páimason Vilhjálmur H. Vilhjálmsson FríÖa Kristinsdóttir Elin Hannihalsdóttir Olgeir OlKeirsson Gunnar Gunnarsson Snorri Gunnarsson • Hressingin í skíðaskálanum í Hveradölum var vel þegin. eftir að göngunni var lokið. Wiff3ch3imch QOppin íhr Partncr fíir Umzug +$J2*?cf/tÍon Klimakörper kalik tj* * i.jHIKE I kWá 1 j|t 'flfl .TjF V a m m f |l wjm v * ^mra Það eru ekki mörg liðin erlendis sem hafa tvo íslendinga innanborðs. Hér er mynd af liði TV Grambke Vestur-Þýskalandi, en með því leika tveir kunnir handknattleikskappar þeir Gunnar Einarsson sem er þriðji frá vinstri í efri röð, og Björgvin Björgvinsson sem er þriðji frá vinstri í neðri röð. Báðir þeirra koma væntanlega til með að hætta að leika með félaginu eftir að keppnistímabilinu lýkur. Valsmenn binda miklar vonir við nýja þjálfarann STJÓRN knattspyrnudeildar Vals, boðaði til blaðamannafund- ar fyrir skömmu þar sem hinn nýji þjálfari deildarinnar var kynntur. Þá skýrðu Valsmenn frá því að vel hefði verið æft hjá félaginu að undanförnu og ekki færri en 25 leikmenn æft reglu- lega. Fyrir sjálft keppnistímabil- ið verður svo valinn 18 manna hópur sem mynda mun kjarna þann sem skipar meistaraflokk i sumar. Sú nýjung verður tekin upp á heimaleikjum Vals í sumar að haldnir verða blaðamanna- fundir eftir hvern leik með þjálf- ara og fyrirliða. Knattspyrnu- deildin hefur gert samning við Karnabæ um föt á leikmenn meistaraflokks sem þeir nota á keppnisferðum og fyrir leiki. Þá hcfur samningur deildarinnar við Adidas-umboðið verið endur- nýjað. Volker Hofferbert þjálfari 1. deildar liðs Vals í knattspyrnu, sem félagið kynnti fyrir íþrótta- fréttamönnum, er maður ungur að árum, en með mikla menntun og reynslu í knattspyrnu. Volker er fæddur 1. apríl 1949 og því nýlega orðinn 31 árs. Fæðingarborg hans í V-Þýska- landi er Darmstadt, en lið þaðan leikur nú í 2. deild í Bundeslieg- unni. Faðir Volkers er hermaður og eins og gjarnt er um-menn í slíkum störfum stóð heimili fjöl- skyldunnar á mörgum stöðum, yfirleitt fá ár í senn. Volker byrjaði kornungur að sparka bolta eins og aðrir strákar, en 10 ára keppti hann fyrst fyrir ákveðið lið og hefur upp frá því ætíð leikið með áhugamannaliðum jafnframt námi sínu. Hann lauk stúdentsprófi 1968 og þá tók við 2ja ára herþjónusta. Af þeim tíma eyddi Volker 15 mánuðum við nám í íþróttakennslu í herskólum. Árið 1970 innritaðist Volker í íþróttaháskólann í Köln og lagði jafnframt stund á nám í landa- fræði. Hann hlaut diplómu sína í íþróttakennslu 1976 og 1978 lauk hann faglega prófinu í landafræði. í febrúar sl. lauk hann síðan verklegu hlið landafræðinámsins og öðlaðist þar með full kennara- réttindi í því fagi. I íþróttaháskólanum í Köln var knattspyrnuþjálfun aðalnáms- grein Volkers og árið 1977 hafði hann áunnið sér réttindi til að þjálfa atvinnumannalið í v-þýsku knattspyrnunni. Hann hefur hlot- ið leiðsagnar fremstu manna í knattspyrnuþjálfun í V-Þýska- landi m.a. Beisenz og Heddergotts og hlotið mjög góð meðmæli þeirra. Frá 1977 hefur Volker fengist við þjálfun áhugamanna- liða í V-Þýskalandi og þjálfaði einnig háskólalið í Köln. Eiginkona Volkers er Maria Magdalena Hernandez de Hoffer- bert frá Mexikó, en hún er einnig íþróttakennari að mennt. Valsmenn binda eðlilega miklar vonir við starf Volkers Hoffer- berts í þágu félags síns en liðið verður eins og menn vita fyrir verulegri blóðtöku á þessu ári, er frá því hverfa nokkrir lykilleik- menn. Volker Hofferbert sagðist hafa heyrt ýmislegt um íslenska knattspyrnu áður en hann kom til íslands. Þá hefði hann séð Pétur Pétursson leika með liði sínu í sjónvarpi. Hann sagði að leik- menn Vals hefðu góða boltatækni, en enn sem komið væri þyrfti mun meiri líkamsþjálfun í liðið. Þá væri það hlutverk sitt að ná fram í sumar góðri blöndu af eldri og yngri leikmönnum í liðið þar sem margir af reyndari leikmönnum Vals hafa nú horfið á braut. - þr. • Meðal skiðagöngufólksins, var Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður við sjónvarpið. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.