Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980 33 u VÉLVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MANUDEGI nt/ ujjunr>satt'Li if verði að fjarlægja, jafnt til virð- ingar lifandi sem dauðum. Vissu- lega er erfitt að mála þögnina, biðina, hógværðina, og þarf sann- arlega meistara til. En sem betur fer eigum við slíka, og því leyfi ég mér að skora á forráðamenn kapellunnar að fjarlægja mynd þessa hið allra fyrsta og efna annaðhvort í aðra eða leyfa gafl- vegg kapellunnar að vera hrein- um. Væri þá meiri virðing sýnd þeim viðkvæmu athöfnum sem þar fara daglega fram. Með þökk fyrir birtinguna, S.S. 8794-0780 • Jesú hefur komið aftur þrisvar Kæri Velvakandi Mig langar að segja nokkur prð vegna ummæla biskupsins yfir íslandi um Baháítrú sem hann viðhafði á „beinni línu“ á dögun- um. Biskup lét þess getið, að Baháítrú ætti rót sína að rekja til Islams. Þetta er vissulega rétt, en án frekari skýringa gætu þessi ummæli valdið misskilningi um eðli Baháítrúarinnar vegna van- þekkingar Islendinga sem annarra Vesturlandabúa um Islam. -Það eina sem meirihluti Islendinga veit um Islam eru níðingsverk áhangenda Islams í Tyrkjaráninu, hryðjuverk PLO-manna og aftök- ur byltingarráða Khómeinis. Það er ekki hægt að kenna Múhameð um þessi níðingsverk. Ekki viljum við kenna Jesú um pyntingar rannsóknarréttarins eða trúvill- ingabrennur kirkjunnar. Ekki viljum við kenna Jesú um hryðju- verk hinna stríðandi deilda kristn- innar á Norður-írlandi. Ef við víkjum aftur að Islam, þá dylst engum, sem gluggar í Kóran- inn, að sú bók fjallar um sömu söguhetjur og Biblían, þ.e.a.s. Abraham, ísmael, ísak og Jakob, Jóhannes skírara, Maríu mey, Jesú og marga fleiri. Að vísu getur verið smávægilegur munur á nöfn- unum, t.d. er Abraham Ibrahím og Jahve heitir Allah í Kóraninum. Ef við skoðum svo nánar tengsl Baháítrúar og Islams, þá á Ba- háítrú rót sína að rekja til Bábí- trúar. Bábítrú á rót sína að rekja til Islam. Islam á rót sína að rekja til Kristindóms og Kristindómur til Gyðingdóms. Þetta er í raun allt saman sama trúin sem Guð opinberar stig af stigi gegnum Birtendur sína eða Spámenn. Jesús hefur komið aftur þrisvar sinnum án þess að kristnir menn yrðu þess varir. Það var í Mú- hammeð, í Báb og í Bahávilláh. Það var andi Jesú, sem kom aftur í þessum Birtendum Guðs. Það er misskilningur, að líkami hans komi aftur svífandi á skýi ofan úr hinum efnislega himni. Ólafsvík, 7. apríl 1980 Baldur B. Bragason LJOSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI8581 1 • Skipti um skoðun Sigurður Einarsson hringdi: Ég er nú ekki hneykslunar- gjarn maður, en þegar ég las grein Þorsteins Sæmundssonar í Mbl. um forsetaframbjóðandann Vig- dísi Finnbogadóttur gekk algjör- lega yfir mig, mér fannst allt í greininni fremur langsótt. Ég var búin að ákveða að styðja annan frambjóðenda en Vigdísi og meira að segja farin að vinna fyrir hann. Greinarskrifin urðu til þess að ég hefi skipt um skoðun og mun kjósa Vigdísi til þess þó ekki væri nema að grein Þorsteins bæri einhvern árangur. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Þessi staða kom upp í fjórðu skák þeirra Adorjans og Riblis í einvígi þeirra um rétt til þátttöku í áskorendaeinvígjunum. Adorjan hefur hvítt og á leik. 18. Bh6! Bf6 19. gxh7+ Kxh7 20. Bxg7! Bxg7 21. h6!! (En ekki 21. Hxg7+? Kxg7 22. Dg5+ Kh8 23. h6 Dd8!) Bf6 (Bæði 21. ... Bh8 og 21 ... Bf8 hefði verið hægt að svara með 22. Dg5!) 22. Dg2! og svartur gafst upp, því að hann á enga vörn við hótun hvíts: 23. Dg7+! Bxg7 24. hxg7+ Kxg8 25. Hh8. Éinvíginu lauk með því að keppendur skiluðu jafnir, 3:3, þannig að Adorjan komst áfram vegna hærri Sonneborn-Berger stiga á millisvæðamótinu. HÖGNI HREKKVlSI B&’ SIG6A V/GGA £ ^lLVtRAW Nýtt — Nýtt Sumardragtir Pils, vesti, blússur. Baömullarkjólar — bolir. Glugginn, Laugavegi 49. „BON“ hjólaskautarnir margeftirspurðu komnir GEKSiIB EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU tQ mr m\ viiít qoúói! <b\<AW \ Wí\lEVÖ« 5/%í UTm^ 06 ^m\ 'oTum 43 mm úi 0M Wíh/v Q066J!\im4Ll6A Wö HAlA WMMStí) '4vCft\\l4()<bcbE^ VMNNH í? £KK/ VvíóVEWVm \\E\n9 ■ 'Wflf) tb%/E%A &ÓÝ14- , 'KÖKOH VÍ#7 K4FF//\I() Vr W LPTl móA ' mA \ v/AO^/NN 4 VloNOVl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.