Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 5 Útvarp í kvöld kl. 19.25: Útivistarsvæði og skógrækt í ár er ár trésins, eins og flestum mun kunnugt, og hafa af því tilefni verið flutt nokkur fróðleg er- indi um skógrækt og skóg; ræktarmál í útvarpi. I kvöld er svo eitt slíkt erindi á dagskránni, nán- ar til tekið klukkan 19.25. Þar flytur Eysteinn Jónsson fyrrum ráðherra og þingmaður og áður formaður Náttúruvernd- arráðs, erindi um útivist- arsvæði og skógrækt. Ný saga í útvarpi: Vinur minn Taljetin í útvarpi í dag klukk- an 17.20 byrjar Guðni Kolbeinsson cand. mag. lestur þýðingar sinnar á sögunni Vinur minn Taljetin, sem er eftir Olle Mattson. Olle Mattson er fæddur 1922 í Uddevalla í Svíþjóö og hefur frá því hann lauk háskólanámi 1948 verið óháður blaðamaður og rit- höfundur. Hann segist hafa lesið Stikilsberja-Finn Mark Twains upp til agna á æskuárum sínum og ljóst er að sá lestur hefur haft drjúgmikil áhrif á persónusköp- un hans og stíl. Hann hefur skrifað fjölda barnabóka og 1956 hlaut hann Nilla Hólmgeirsson- ar-skjöldinn, ein virtustu barna- bókaverðlaun Svía, fyrir Brigg- skipið Biáliljuna sem lesin var í morgunstund barnanna 1977. Þýðingar af bókum Olle Matt- sons hafa komið út í fjöldamörg- um löndum, allt frá Danmörku til Bandaríkjanna og Sovétríkj- unum til Suður-Afríku. Vinur minn Taljetin gerist í Gautaborg 1866. Kóleran geisar í borginni og Sakarías, sem er 14 ára, missir móður sína. Frekar en vera sendur á munaðarleys- ingjahæli flýr hann að heiman og hyggst reyna að komast til Ameríku. Á flótta sínum kynnist hann Taljetin, dularfullum ná- unga sem segist vera af kon- Sjónvarp annað kvöld: Þrír misheppnaðir ættliðir Sólgata 16 nefnist norskt sjónvarpsleikrit sem er á dagskrá sjón- varps annað kvöld, og fjallar það um líf þriggja manna er allir hafa orðið undir í lífsbaráttunni, hver á sinn hátt. Þetta eru gamall maður, sonur hans og sonarsonur, sem allir búa saman í lélegri leigu- íbúð. Myndin er af afan- um, sem leikinn er af Finn Kvalem. Guðni Kolbeinsson cand. mag. ungsættinni, og jafnöldru sinni Soffíu sem ætlar til Ameríku með drykkfelldum frænda sín- um. Þýðandi og flytjandi bókar- innar er Guðni Kolbeinsson. Söguþráðurinn er hraður og spennandi og skopskynið bregst ekki höfundinum í lýsingum hans á ævintýrum og erfiðleik- um persónanna. En undirtónn- inn er alvarlegur, misrétti heimsins er höfundinum ofar- lega í huga en öll frásögn hans er samt full af mannlegri hlýju. NYR bikarúrslitaleikur H.S.Í. í kvöld kl. 20.30. Árá Sveim lum K " k Z. en síðaSH„aá gf duQ , u/jcg- 5a úrsll,urr, 'tyl5jum °l °9oZ' «' Komiö tímanlega - Fyllum höllina Þaö voru of margir Gaflarar sem komust inn síðast. Rútuferöir frá K.R. heimilinu. Þökkum eftirtöldum fyrirtækjum frábæra aöstoö. Saltsalan h.f. Skipafélagið Víkur h.f. Brauöbær Karnabær h.f. Vélar og Tæki Formprent Sápugeröin Mjöll h.f. Sindri adidas * Múlakaffi Kassagerð Reykjavíkur B.M. Vallá Lissabon Nathan & Olsen Bernhöftsbakarí Þvottahúsið Fönn Snorrabær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.