Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 21 Yngsti Kennedy- bróðirinn, arf- taki Kennedy- goðsagnarinnar, Edward Kenne- dy. Edward og Joan Kcnnedy fagna kosningasigri í Boston í Massachusetts. en þar sigraði Kennedy Cartcr með miklum yfirburðum í prófkosningum fyrr á þessu ári. Joan, eiginkona Edwards Kenne- dy. Hún hefur átt við áfengisvanda- mál að stríða. og er það taiið hafa spillt fyrir framboði eiginmanns hennar. Nú virðist hún hins vegar hafa náð tökum á vandamálinu. og hún fylgir manni sinum á tugi framboðsfundi daglega, auk þess sem hún talar ein á mörgum fund- um. Tímaritið Newsweek sagði ný- lega, að hún hefði gjörbreyst síðustu mánuði, og væri nú orðin manni sinum styrkur á framboðsfundum hans. Kenncdybræðurnir hafa jafnan átt mikið fylgi meðal hlökkumanna, sem og margra annarra þeirra er minna mega sín í bandarisku þjóðfélagi. Hér er Robert Kennedy ásamt blökkumannalciðtoganum James Mercdith. Edward Kennedy þykir afburða ræðumaður þegar honum tekst vel upp, og hann hefur feiknamikil tök á áheyrendum sinum. Þessi mynd er tekin þegar hann iýsti yfir forseta- framboði sinu siðastliðið haust. John F. Kennedy forseti Bandarikj- anna að störfum i Hvita húsinu. Hann féli fyrir morðingjahendi árið 1%3, og þá varð Kennedygoðsögnin endanlega til. komi. Skyndilega kemur lítil þyrla fljúgandi og lendir rétt hjá ræðu- pallinum. Ut úr þyrlunni hlaupa nokkrir menn, frambjóðandinn og lífverðir hans. Þeir hlaupa upp tröppurnar að ræðupúltinu, en síðustu tröppurnar hleypur fram- bjóðandinn einn, og ber þannig yfir mannfjöldann. Hann flytur stutta ræðu, og slær þá gjarna á strengi hvers byggðarlags, og venjulega eru ræðurnar þannig byggðar upp að þær framkalla mikil fagnaðarlæti mannfjöldans. Ræðunni lýkur síðan, frambjóð- andinn varpar sér út í mannfjöld- ann ásamt lífvörðum sínum, tekur í hendur eins margra kjósenda og hann getur, en fer síðan upp í þyrluna á ný. I henni flýgur hann síðan til næsta flugvallar, þar sem leiguþota bíður hans, og flytur hann síðan til næstu borgar, þar sem kjósendur eru þegar farnir að bíða þess að sjá átrúnaðargoð sitt birtast. Þetta fyrirkomulag hefur hentað Kennedy mjög vel síðustu vikur, og fundarmönnum á fund- um hans hefur farið ört fjölgandi. Allar nánari útlistanir á stefnu frambjóðenda er siðan að finna í miklu magni bæklinga, í sjón- varpsauglýsingum, í sjónvarpsvið- tölum og umræðuþáttum og í útvarpi. Kennedy gegn Carter Auk þess, sem þegar hefur verið sagt um stefnumál Kennedys, þá hefur hann að sjálfsögðu afmark- að stefnu sína í fjölmörgum mála- flokkum vegna þessarar kosn- ingabaráttu sérstaklega, og eink- um beinist stefna hans gegn Cart- er, sem enn er aðalandstæðingur- inn. Kennedy hefur bent á, hve verðbólga hefur vaxið í tíð Cart- ers, og bendir hann á verðstöðvun sem leið til að ráða niðurlögum hennar. Hann hefur bent á hve framfærslukostnaður hefur aukist í stjórnartíð Carters á sama tíma og laun fari lækkandi. Hann bendir á ört vaxandi orkukostnað og gagnrýnir afstöðu Carters- stjórnarinnar til olíufélaganna. Hann bendir á að verð á íbúðar- húsnæði fari nú ört hækkandi, og að það sé að verða hinum venju- lega bandaríska borgara ómögu- legt að eignast þak yfir höfuðið. Þá hefur hann gagnrýnt Carter harðlega fyrir undanlátsama og óútreiknanlega utanríkisstefnu. Hann segir stjórn Carters hafa eina stefnu í Hvíta húsinu, og aðra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, eina stefnu gagnvart ísrael í dag og aðra á morgun, undanlátsemi við Sovétmenn á borði en hörku í orði og fleira og fleira. Hefur Kennedy meðal annars sagt, að linkind Carters í garð Sovétmanna vegna afskipta þeirra á Kúbu og vegna afskiptaleysis þeirra við yfirgangi Kúbumanna í Afríku, þá hafi Bandaríkjamenn boðið heim hættunni á innrás í Afganistan. Sovétmenn hafi vitað, að Banda- ríkjamenn myndu ekkert aðhaf- ast. Þessa gagnrýni setti Kennedy fyrst fram í frægri ræðu fyrir nokkrum mánuðum í George Washington háskólanum í Wash- ington D.C. Samkvæmt henni er ekki ástæða til að ætla að Kenne- dy myndi bregðast eins við innrás á Svalbarða og spáð var í grein- inni um fall Evrópu og nýlega var birt hér í Morgunblaðinu. Og þótt Kennedy hafi oft verið borið það á brýn að vera einangrunarsinni, þá hefur hann jafnan verið þeirrar skoðunar að Bandaríkjamenn eigi að standa við skuldbindingar sínar erlendis, til dæmis í Vestur- Evrópu. Það eiga þó ekki að þýða að Evrópumenn verði ekki að leggja eitthvað á sig sjálfir. Margt fleira mætti nefna af stefnumálum Kennedys en hér hefur verið talið upp. En á fram- angreind mál hefur hann lagt mesta áherslu, auk þess sem hann segist vera maður sem bandariska þjóðin geti sameinast um, þannig að Bandaríkjamenn muni á ný líta til Hvíta hússins með stolti og trausti, eins og var á dögum John F. Kennedys. Aðstoðarmenn Kennedys segja, að með því að kjósa Kennedy geti Banda- ríkjamenn lagt sitt af mörkunum til þess að koma leiðtoga á ný í forsetaembættið, og eiga þá við að Carter geti ekki talist raunveru- legur þjóðarleiðtogi. Kennedygoðsögnin En fylgi Kennedys byggist á fleiri atriðum en stefnu hans einni. Stór hluti þeirra sem nú styðja hann studdu bræður hans einnig, áður en þeir féllu fyrir morðingjahendi árin 1963 og 1968. Um Kennedybræðurna hefur myndast goðsögn, sem enn skiptir miklu máli í bandarískum stjórn- málum. Menn hafa aldrei verið á eitt sáttir um ágæti John F. Kennedys sem forseta. Víst er, að hann gerði margar skyssur á embættisferli sínum, en flestir hallast þó að því að hitt hafi verið meira um vert, er hann gerði vel. I nýlegri grein um Kennedygoðsögnina í breska blaðinu Observer, segir til dæmis, að Kennedy hafi verið góður forseti, og að hann hafi vaxið í embætti. Eðlilegast sé því að ætla að hann hefði reynst vel hefði honum enst aldur. En um slíkt verður þó að sjálfsögðu aldrei neitt fullyrt. En Kennedys verður meðal annars minnst vegna þess að hann barðist ötullega fyrir borgaralegum réttindum blökku- manna, og fyrir það að hann var maðurinn sem sýndi Sovétríkjun- um í tvo heimana á Kúbu. Fyrir þetta og margt fleira var og er Kennedy dáður um öll Vesturlönd. En hann var einnig dáður fyrir það hve ungur hann var, og fyrir það hve mikinn ferskleika hann færði inn í Hvíta húsið. Hann var raunverulega bæði „poppstjarna" og þjóðarleið- togi í senn. Hann var dýrkaður sem hetja um leið og aðrir virtu hann sem stjórnmálamann. Allar þessar staðreyndir voru fyrir hendi áður en hann lést, en þær mögnuðust eðlilega er hann var myrtur. Þá varð hetjan að píslar- vætti, og þá varð Kennedygoð- sögnin endanlega til. Það er til dæmis um þá atburði, að flestir Vesturlandabúar geta enn þann dag í dag sagt til um, hvar þeir voru staddir og hvað þeir voru að gera, þegar þeim barst fréttin um morðið á Kennedy. Robert Kennedy tók upp merki bróður síns. Hann hafði staðið við hlið hans í kosningabaráttunni, hann var við hlið hans í Kúbudeil- unni. Hann var til kallaður að styrkja ekkju forsetans og börn við morðið, og hann fékk Kenne- dygoðsögnina í arf og efldi hana. Það var því í hæsta máta eðlilegt, að hann reyndi að ná útnefningu sem forsetaefni demókrata árið 1968, þegar vinsældir Lyndons B. Johnsons fóru mjög þverrandi eins og Carters nú. Eins og um Kennedy forseta, þá hafa menn aldrei verið á einu máli um ágæti Roberts Kennedys sem stjórnmálamanns. Mjög margir virtir Bandaríkjamenn hafa þó jafnan varið hann, eins og til dæmis hinn kunni sagnfræðingur og rithöfundur Arthur M. Schles- inger jr., sem var náinn sam- starfsmaður þeirra Johns og Rob- erts. Hann segir meðal annars svo í formála hinnar kunnu bókar sinnar, Robert Kennedy and His Times: „Ef það er talið nauðsyn- legt, að sá maður er ritar ævisögu Roberts Kennedys, telji hann hafa verið lítilsigldan stjórnmálamann, þá er ég ekki hæfur til að rita ævisögu hans.“ En hvað um það, Kennedygoð- sögnin var orðin að veruleika, og þegar Robert Kennedy var myrtur var röðin komin að yngsta bróð- urnum, Edward M. Kennedy. Möguleikar Kenn- edys nú En hverjir eru þá möguleikar Kennedys á því að verða kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna. Þeir virðast ekki miklir, en þeir eru þó fyrir hendi. Ennþá eru eftir forkosningar í fjölmörgum ríkjum, og tölfræði- lega á Kennedy vel möguleika á því að ná útnefningu Demókrata- flokksins. Þau ríki sem eftir eru, eru til dæmis fjölmenn iðnað- arríki eins og Michigan, New Jersey og Ohio, og einnig er eftir að kjósa í hinu fjölmenna ríki Californíu. Þótt það ríki virðist ef til vill ekki líklegt fyrir Kennedy, þá má minna á að þar sigraði Robert Kennedy í forkosningum sama dag og hann var myrtur 1968. Það bendir til nokkurs styrks frjálslyndra sjónarmiða í ríkinu, og það mun veita Edward Kennedy samúð í baráttu hans þar. Enn getur hann því hæglega unnið Carter í mörgum ríkjum, þótt vafasamt sé að hann eigi nokkra möguleika í þeim 'Suður- ríkjum sem eftir eru. Eitt af því sem getur styrkt Kennedy í baráttunni við Carter, er að demókratar sjái fram á að Carter muni tapa fyrir Reagan, ef þeir berjast um forsetaembættið í haust. Víst er að það er ekki skemmtileg tilhugsun fyrir demó- krata, og haldi þeir að Kennedy eigi meiri möguleika gegn hinum aldna kvikmyndaleikara, munu þeir færa sig yfir á hann. Enn má nefna það, að takist Kennedy að sýna styrk sinn í þeim kosningum sem eftir eru fram að flokksþingi Demókrataflokksins, þá muni verða sterkur vilji til að útnefna hann, jafnvel þótt Carter hafi fleiri kjörmenn. Jafnvel er farið að ræða um að breyta reglunum í þessu skyni- Allt verður þetta til þess, að Kennedy er staðráðinn í að halda baráttu sinni til streitu, þótt ekki blási beint byrlega nú eins og er. En Kennedy er einnig mikið í mun að halda baráttu sinni fram, jafnvel þótt hann nái ekki útnefn- ingu flokksins í haust. Því lengur sem hann er í slagnum, því minna verður rætt um persónulega hagi hans, og því meira verður rætt um stefnu hans. Hyggi hann á fram- boð síðar, mun umræðan um bílslysið og drykkjuskap konu hans því líklega verða tæmd, og kjósendur geta þá farið að snúa sér að öðru. Þetta mun koma Kennedy til góða árið 1984, fari svo að hann nái ekki kjöri núna. Verði Carter kjörinn til setu annað kjörtímabil, mun hann sjálfkrafa hætta árið 1984, og ólíklegt er að Reagan verði við völd lengur en til 1984 af aldurs- ástæðum, nái hann kjöri í nóvem- ber. Verði Kennedy að lúta í lægra haldi núna, þá hlýtur hann að verða í myndinni að fjórum árum liðnum, og sumir þykjast jafnvel sjá fram á baráttu hans við Walter Mondale núverandi vara- forseta, um útnefningu Demó- krataflokksins. En svo mikið er að minnsta kosti víst, að Kennedygoðsögnin er enn til staðar, jafnvel þótt hún virðist hafa orðið fyrir nokkru áfalli síðustu vikur. Andstæðingar Kennedys segja að Kennedygoð- sögnin muni ekki líða undir lok fyrr en Kennedy verði kjörinn forseti, og standi sig illa í emb- ætti. Þar með fari goðsögnin um hann og bræður hans út úr heiminum. Aðdáendur Kennedys segja hins vegar, að Kennedygoð- sögnin muni aldrei deyja út, því Kennedy muni ekki standa sig illa í Hvíta húsinu. Og jafnvel þótt hann komist ekki þangað, þá eigi þeir bræður, John, Robert og Edward, allir syni, og sumir þeirra séu þegar farnir að skipta sér af stjórnmálum, einkum synir Roberts, sem átti ellefu börn! Næstu mánuðir munu skera úr um hvort Edward Kennedy mun verða næsti forseti Bandaríkj- anna, og þótt útlitið sé ekki bjart fyrir hann eins og ér, þá er enn of snemmt að afskrifa hann. Um það eru stjórnmálaskýrendur sam- mála. Og ekki hafa síðustu atburð- ir í íran veikt stöðu hans. — Anders Hansen. Heimildir: Time, Newsweek, Observer. New York Times, Senator Ted Kennedy eftir Theo Lippman jr„ Robert Kennedy and His Times eftir Arthur M. Schlesinger jr„ AP-fréttaatofan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.