Morgunblaðið - 04.05.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1980, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 100. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. er í Hebron — eftir að PLO skaut fimm Israels- menn til bana og særði 17 Hebron, Tel Aviv, 3. mai — AP. PALESTÍNSKIR skæruliðar skutu fimm ísraelsmenn til bana og særðu 17 i borginni Hebron á föstudagskvöldið. Skæruliðarnir gerðu ísraelskum frumbyggjum í Hebron fyrirsát þar sem þeir voru á heimleið frá bænagjörð. Skæruliðarnir lágu fyrir þeim á húsþökum skutu á þá úr vélbyss- um og köstuðu að þeim hand- sprengjum. Sex hinna særðu liggja nú þungt haldnir á sjúkra- húsi og var gerð aðgerð á þeim i dag. Arásin i Hebron er hin mannskæðasta i landinu í 2 ár. PLO-samtökin lýstu í dag ábyrgð á hendur sér. ísraelsk stjórnvöld ráku í dag úr landi þrjá leiðtoga Araba á svæðinu og sprengdu fjögur hús í loft upp en eigendur þeirra voru grunaðir um að hafa skotið skjólshúsi yfir skæruliðana. Út- göngubanni var komið á í Hebron. Þeim sem var vísað úr landi í dag voru borgarstjóri Hebron, bæjar- stjóri nágrannabæjarins Halhoul og trúarleiðtogi Araba í Hebron. Árásin á frumbyggjana í Hebron er hápunktur vaxandi ólgu í borg- inni. ísraelsk stjórnvöld ákváðu í marz síðastliðnum að byggja tvo skóla fyrir Gyðinga í borginni. Frumbyggjarnir í Hebron eru í borginni án heimildar stjórnvalda, en þau hafa ekkert gert til að fjarlægja þá. Mikil ólga er nú á vesturbakka Jórdanár. Arabar hafa grýtt bíla Gyðinga, sem hafa svarað í sömu mynt. Á fimmtudag lést arabískur unglingur af skotsárum, sem ísraelskir öryggisverðir veittu honum. Arabískir verzlunareigendur lok- uðu verzlunum sínum í Jerúsalem í dag. Einn þeirra, sem var vísað úr landi og fluttir til Líbanons, Sheikh Tamini, sagði í dag, „að tími er til kominn að við sýnum Gyðingum hverjir eru hinir raunverulegu herr- ar Hebron". Fahdad Qawasmeh, Svíþjóð: Verkbann framlengt Stokkhólmi - 3. mai - AP. EFTIR gífurlegt hamstur eru algengustu neyzluvörur, svo sem brauð og mjólk, uppseld- ar í verzlunum í Stokkhólmi og langar biðraðir eru nú við allar benzínstöðvar. Áhrif allsherjarverkfallsins verða stöðugt alvarlegri, en ekkert útlit er fyrir að vinnudeilan leysist í bráð. Svo mikil harka er komin í málið að sænska vinnuveitendasambandið hef- ur framlengt yfirstandandi verkbann um þrjá daga, eða til 11. maí. Verkbannið bitnar á 750 þúsund manns. Vinnudeilan er farin að hafa áhrif í nágrannalöndum Svíþjóðar. Við blasir að 550 mönnum í vopnaverksmiðjum í Noregi verði sagt upp og um 1000 manns hjá Saab í Finn- landi missa vinnuna leysist deilan ekki á næstunni. Þá er búizt við vandræðum í Dan- mörku standi verkfallið lengur en viku, en Danir eru mjög háðir sænskum iðnaði. borgarstjóri Hebron, sakaði Men- echim Begin, forsætisráðherra, um að neyða Araba til uppreisnar, jafnframt hvatti hann Araba til að sýna ísraelsmönnum andstöðu, „Þeir eiga ekki nógu stór fangelsi til að hýsa okkur öll,“ sagði hann. Árásin í Hebron hefur skapað óvissu um viðræður ísraelsmanna, Egypta og Bandaríkjamanna, sem nú fara fram í Tel Aviv. Yitzhak Shamir, utanríkisráðherra ísraels, sagði að árásin styddi kröfur þeirra um algjör yfirráð yfir vesturbakkan- um. Egyptar hins vegar túlka Camp-David samkomulagið þannig, að Arabar sjái sjálfir um öryggis- gæzlu. Mustafa Khalil, forsætisráð- herra Egyptalands, er nú í ísrael og hann harmaði árásina en sagði hana ekki eiga að spilla fyrir samninga- viðræðum. ísraelskir hermenn bera einn hinna særðu til þyrlu eftir árásina í Hebron. Simamynd AP. 65 unglingar skotnir til bana í Kabúl: Jafnvel 12 ára gömul börn lágu í blóði sínu — féllu fyrir sovézkum hermönnum. Afganskir stjórnarhermenn neituðu að skjóta Nýju Dehlí, 3. mai — AP. NÚ ER talið að 65 afganskir unglingar hafi verið skotnir til bana í mótmælaaðgerðun- um í Kabúl siðustu daga. Margar skólastúlkur á aldr- inum 12 til 17 ára eru meðal þeirra, sem féllu fyrir byss- um sovéska innrásarliðsins, en einnig segja heimildir sem hafa reynst áreiðan- legar, að stúdentar hliðholl- ir Karmal-stjórninni hafi verið vopnaðir byssum og skotið marga unglinga til bana. Hins vegar neituðu afganskir stjórnarhermenn að beita skotvopnum gegn unglingunum. um Dreifimiðum hefur verið dreift borgina af andspyrnuhreyf- Iran: Ákveðið að skila líkunum Tchcran — 3. mai — AP. ÍRANSSTJÓRN hefur ákveðið að skila líkum Bandarikjamann- anna átta, sem féllu i misheppn- aðri tilraun til að bjarga banda- risku sendiráðsgisiunum í siðustu viku, að þvi er svissneski sendiherrann i Teheran skýrði frá í dag. Undirbúningur að líkflutning- unum mun taka tvo til þrjá daga, en sendiherrann, sem gætir hags- muna Bandaríkjanna gangvart íransstjórn, segir að algjör sam- staða sé um það innan stjórnar- innar að skila jarðneskum leifum Bandaríkjamannanna í hendur fjölskyldna þeirra. Líkur benda til þess að kistur mannanna verði fyrst fluttar til hlutlauss ríkis þar sem þær verði afhentar Rauða krossinum, sem síðan muni sjá um að þær komist á áfangastað. ingu. Þar er því hótað að skæru- liðahernaði verði beitt í borginni, ef ekki verði látið af morðum á unglingum Afganistan. Skólar áttu að opna í dag og var búist við áframhaldandi óeirðum. Indverska fréttastofan skýrði frá því í dag, að sovéskir skrið- drekar hefðu tekið sér stöðu við skóla borgarinnar og lokað þeim. Fallbyssuþyrlur sveimuðu yfir borginni. Unglingar héldu áfram að kasta grjóti að sovéskum her- mönnum. Mótmælin í Kabúl eru hin mestu frá því í febrúar, þegar hundruð borgarbúa voru skotin til bana af sovéskum innrásarher- mönnum. Á fimmtudag fóru ungl- ingar í líkfylgd fimm skólastúlkna um götur borgarinnar, og hrópuðu „Dauði yfir Karmal", „Dauði yfir Brezhnev". Átökin í vikunni urðu hvað hörðust á lóð háskólans í Kabúl. Þar kom til átaka mótmæl- enda og stúdenta, sem eru hlið- hollir stjórninni en þeir voru vopnaðir. Þeir skutu að mótmæl- endum. Auk þess réðust sovéskar fallbyssuþyrlur á háskólann. Sjón- varpið í Kabúl kenndi „bandarísk- um og kínverskum heimsvalda- sinnum" um óeirðirnar í Kabúl. Notadrjúg- ar líkkistur Denver — 3. mai — AP. TVÆR nunnur í Colorado eru að hefja fjöldaframleiðslu á líkkistum, sem eru til margra hluta nytsamlegar. Helzti kost- ur þeirra er að sögn sá, að eigandinn getur haft af gripnum margvíslegt gagn ofan jarðar. Með smávægilegum tilfæringum er hægt að breyta kistunni í bókahillu, kommóðu, borð eða bekk til að sitja á, en önnur nunnan segist nú nota sína kistu sem rúm og fatageymslu jöfnum höndum. Að sögn þessara hugvitsömu kvenna er tilgangur þeirra með framleiðslunni að gefa fátæku fólki kost á líkkistum, sem ekki ofbjóða efnahag þess, en ekki síður að koma í veg fyrir þá sóun að slíkur gripur sé aðeins notaður einu sinni. Hinar hag- kvæmu kistur kosta 100 dali stykkið. Sendiherra kallaður heim vegna sendiráðstökunnar Lundúnum — 3. mal — AP. BREZKA sendiherrann i íran hefur verið kvaddur heim. brezku stjórninni til trausts og halds vegna sendiráðstökunnar i Lundúnum. Þrír iranskir Arabar halda um tuttugu gislum i sendi- ráði írans i borginni. í morgun héldu áfram samn- ingaviðræður mannræningjanna og lögreglunnar, en yfirmaður Scotland Yard kveðst vongóður um að telja megi Iranina á að sleppa gislunum. Enn er ekki vitað með vissu hversu margir gíslarnir eru, en ýmislegt bendir til þess að þeim I hafi verið skipt í tvo hópa. morgun gægðust tveir hettu- klæddir mannræningjar út um glugga á annarri hæð sendiráðs- byggingarinnar og skiptust á orð- um við lögreglumenn og íranskan túlk, sem stóðu fyrir utan. Þá sást til eins gíslanna en ekki skiptist hann á boðum við menn utan dyra. Útgöngubarai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.