Morgunblaðið - 04.05.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.05.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1980 Eftirfarandi bréf barst rit- stjórum Morgunblaðsins moð ósk um birtinxu þcirrar Kroinar, som hér for á eftir. Meðfylnjandi sendist yður |?rein sem er andsvar við grein Vil- mundar G.vlfasonar í Dagblaðinu þann 22. apríl s.l. Grein þessi var send ristjóra Dat;blaðsins þann 25. apríl s.l. ou var lofað birtinttu á þriðjudauin 29. apríl s.l. Á mánudaií var birtin|{u itreinarinn- ar hafnað af ritstjóra Datcblaðs- ins. Undirritaður hafði þá sam- band við ritstjóra Vísis Ellert Schram og óskaði birtinicar í því blaði. Eftir lestur ureinarinnar var henni einniu hafnað á Visi. Bæði siðdeicisblöðin hafa viljað kalla sík frjáls ok óháð daublöð sem opin væru fyrir andstæðum skoðanaskiptum. Þau hafa bæði tekið inn (ireinar ou lesendabréf með andskrifum Ke|?n Krein Dr. Þorsteins Sæmundssonar „Frá Keflavík til Bessastaða" sem birt- ist í Mbl. þann 12. apríl s.l. Þe^ar þessum blöðum er síðan send Krein sem tekur undir sjón- armið Dr. Þorsteins, þá er ekki lenKur rými í þessum blöðum til frjálsra skoðanaskipta. Þar sem Krein min fjallar m.a. um huKtökin „skoðanakÚKun" ok „tjáninKarfrelsi" ok ljóst er að hin frjálsu daKblöð viðhafa skoðana- kÚKun ok skerðinKu tjáninKar- frelsis, þá vil ég láta reyna á, hvort ristjórn MorKunblaðsins er sáma sinnis eða vill standa vörð um einn af hornsteinum lýðræðis- ins þ.e. tjáninKarfrelsið. Með fyrirfram þökk. Valdimar J. MaKnússon. Þriðjudaginn 22. apríl ritaði Vilmundur Gylfason grein í Dagblaðið, þar sem hann dróttar ýmsum óhæfum að dr. Þorsteini Sæmundssyni. Tilefni greinar Vilmundar er grein dr. Þorsteins „Frá Keflavík til Bessastaða“ sem birtist í Morgunblaðinu 12. apríl s.l. Vilmundur telur dr. Þorstein vega að skoðanafrelsi og draga borgara landsins í dilka og skipa þeim í virðingarsess eftir afstöðu til varnarmála. Hér verður vikið nokkrum orðum að þessum að- dróttunum, þótt Vilmundur Gylfason hafi reyndar ekki fært fram nein rök fyrir fullyrðingum sínum. Þegar Vilmundur Gylfason not- ar orðið skoðanafrelsi á hann sennilega við tjáningarfrelsi. Jafnvel í þrælkunarbúðum Sov- étríkjanna geta menn haft sínar skoðanir. Enginn getur takmarkað frelsi manna til að hugsa og hafa skoðanir. Frelsi manna til að tjá hug sinn er hins vegar unnt að takmarka. Það er tjáningarfrelsi, sem um er að tefla. Undirritaður kýs að nota orðið tjáningarfrelsi þar sem Vilmundur talar um skoðanafrelsi. erindi um daginn og veginn í október 1974, þar sem hún lýti vanþóknun á stóryrðum í almenn- um umræðum. Askorun hennar um hógværð í málflutningi virðist þó ekki hafa átt að taka til þeirra, sem ausið hafa forystumenn Var- ins lands óhróðri, því í júní 1975 stofnaði hún ásamt nokkrum sam- herjum sínum sjóð til að veita þeim fjárstyrk, sem forystumenn Varins lands höfðu sótt til saka fyrir ærumeiðingar. í þriðja lagi var vikið að smekk leikhússtjórans, sem fram kemur í vali hennar á leikriti, er tekið var til sýningar í október 1976. Sá smekkur er í sama farvegi og smekkur Þjóðviljamanna og herstöðvarandstæðinga, sem hafa haft einkar mikið dálæti á veggspjaldi með teikningu eftir Sigrúnu Eldjárn af forystu- mönnum Varins lands og tveimur vísum eftir Þórarinn Eldjárn o.fl. Bæði í leikriti og á veggspjaldi nær hin listræna tjáning hámarki í ljóðlínunni „Hér stöndum við með stjárfa hönd á pung.“ í fjórða lagi benti dr. Þorsteinn Sæmundsson á, að Vigdís Finn- bogadóttir hefði átt sæti í þing- kjörinni nefnd sem fulltrúi Al- þýðubandalagsins. Við þessa upptalningu má nú bæta, að í svari sínu við spuning- um Morgunblasins 15. apríl s.l. er Vigdís enn við sama heygarðs- hornið og reynir enn að villa á sér heimildir. Hún víkur sér undan því að gangast við þátttöku sinni í stjórnmálabaráttu, sem felst í forystuhlutverki því, sem hún hefur gegnt í áróðursherferðum herstöðvarandstæðinga. Hún við- urkennir að hafa gengt trúnaðar- starfi á vegum Alþýðubandalags- ins, en reynir að þyrla upp mold- ryki og fela þá staðreynd með vaðli um að hún hefði getað hugsað sér að hljóta trúnað ann- arra flokka. En staðreyndirnar tala sínu máii. Um tilraunir til að skerða tjáningarfrelsi Þjóðviljinn hefur á ýmsan hátt átt sérstöðu í íslenzkri blaða- mennsku. Hann hefur ávallt átt á að skipa ritstjórum, blaða- mönnum og aðstandendum, sem ástunda níð og illyrði um þá, sem eru á öndverðri eða annarri skoð- un. Brigsl hans hafa borið árang- ur. Blaðinu hefur tekizt að þagga Valdimar J. Magnússon: upplýsingar studdar tilvísunum í skráðar heimildir. Með þátttöku sinni í fundum, flokksferðalögum, nefndum og með undirskriftum undir alls kyns mótmæli og álykt- anir hefur Vigdís Finnbogadóttir skipað sér í flokk með herstöðvar- andstæðingum og menningar- „kommissörum" Alþýðubanda- lagsins. Dr. Þorsteinn Sæmunds- son gefur skoðunum Vigdísar enga einkunn í grein sinni. Það ætti að mega gera ráð fyrir að frambjóð- andinn sé stoltur af þessari sem annarri þátttöku sinni í opinberu „ lífi. Sú þátttaka hlýtur að vera- miklu mikilvægari grundvöllur fyrir afstöðu kjósenda á kjördegi en sjálfhól forsetaframbjóðenda í samtölum við sjálfa sig og velunn- ara sína í kosningabaráttunni. Það er alveg út í hött, þegar Vilmundur Gylfason lætur að því liggja í grein sinni, að það sé atlaga að skoðanafrelsi (tján- ingarfrelsi) að rifja upp stað- reyndir, sem farnar eru að gleym- ast. Fyrir skömmu var Vilmundur dagskrárstjóri í eina klukkustund í útvarpi. Hann notaði tækifærið til að dusta rykið af ýmsum sannindum, sem allt of margir þekkja ekki. Efnið kom sér illa fyrir tiltekinn minnihlutahóp, sem mótmælti kröftuglega m.a. í útvarpsráði. Er nokkur ástæða til að segja að Vilmundur Gylfason hafi með dagskrárstjórn sinni gert atlögu að tjáningarfrelsi? Nei, það væri af sömu ástæðu út í hött. Enginn þeirra hugsuða og bar- áttumanna fyrir frelsi og mann- réttindum á nítjándu öld, sem Vilmundur Gylfason telur sig and- lega skyldan, myndi hafa tekið undir þá skoðun, að einstök hóg- vær grein, sem auk þess greindi eingöngu frá staðreyndum, gæti flokkast undir tilraun til skerð- ingar tjáningarfrelsis. Snjöll grein getur vissulega haft mikil sem mestan ofstopann sýndu. Með því lagði Vigdís blessun sína yfir öll þau orð, sem Vilmundur segir að ekki séu hennar. Enginn hefur eignað henni þau, hún tók þau sjálf upp á sína arma með undir- skrift sinni undir fyrrnefnda yfir- lýsingu og skipaði sér sjálf í fylkingarbrjósti baráttusveitar fyrir niðfrelsi Þjóðviljands með þátttöku í stofnun málhelsissjóðs- ins. Undirritaður getur ekki látið hjá líða að víkja í þessu samhengi að svari Vigdíar Finnbogadóttur við spurningum Morgunblaðsins 15. apríl sl. Hún notar tækifærið til að lýsa því yfir, að hún sé á móti allri skoðanakúgun (tak- mörkun tjáningafrelsis?). Það er öfugmæli. Eins og hér hefur verið bent á hefur hún sjálf stutt Þjóðviljann og aðstandendur hans í viðleitni hans til að takmarka tjáningarfrelsi með ærumeiðing- um. Tilraunir til að takmarka „skoðanafrelsi" er ekki til á Islandi í neinni mynd, ef níðiðja Þjóðviljans fellur ekki undir það heiti. Með afstöðu sinni, orðum og gjörðum hefur Vigdís Finnboga- dóttir miklu fremur skipað sér í sveit með þeim sem sækja að tjáningarfrelsi en með hinum sem verja það. Til hvort þeir eru meirihlutamenn eða minnihlutamenn. Hann notar varnarmálin sem viðmiðun. En hvers vegna notaði hann ekki eitthvað sérstefnumál Alþýðu- flokksins? Þeir sem styðja þá stefnu hefðu þá orðið minnihluta- hópur. Sennilega hefði Vilmundur verið stoltur af að heita minni- hlutamaður í þeim skilningi (?). Vel er unnt að ímynda sér, að þeir sem bæði eru herstöðvarand- stæðingar og forsvarsmenn níð- skrifa Þjóðviljans, og þar með mjög þröngur minnihlutahópur, finni til eins konar innilokunar- kenndar. Sú kennd myndi þó ekki stafa af neinni ytri takmörkun tjáningarfrelsis, heldur væri hún persónulegt vandamál. Af gefnu tilefni: Vilmundur Gylfason segir Vigdísi Finnbogadóttur svara vel spurningu Morgunblaðsins 15. apríl s.l. um þátttöku frambjóð- enda í stjórnmálum. Þar kemur stjórnmálarefurinn upp á yfir- borðið í Vilmund, það kitlar hann, að Vigdís svarar spurningunni alls ekki eða út í hött, þótt svarið sé langt. Flestir kjósendur vilja vafalítið kjósa forseta á grundvelli upplýs- inga um orð, gjörðir, lífsskoðanir og hæfileika frambjóðenda, en ekki með hliðsjón af því hvaða hugmyndir frambjóðendur hafa um það, hvernig góður leikari ætti að leika hlutverk forseta ef honum væri falið það. Ef slíkt væri aðalatriðið, þá er eins gott að lýsa rullunni í eitt skipti fyrir öll og ráða atvinnuleikara til að fara með hlutverk forseta að staðaldri. Hvers vegna skrifar Vilmundur Gylfason svona grein? Vilmundur Gylfason hefur reynt að geta sér orð fyrir að vera óvæginn talsmaður sannleika og réttlætis, þótt honum eins og öðrum mannlegum kunni oft að skjátlast. Hann hefur í því sam- bandi komið fram í ýmsum gerv- um: sem rannsóknarblaðamaður, sagnfræðingur og dómsmálaráð- herra. í þessari síðustu grein hans er sannleikurinn allt í einu orðinn tjáningarfrelsi (Svar til Vilmundar Gylfasonar) Hvað stóð í grein- inni „Frá Keflavík til Bessastaða“? Það er farið að fyrnast yfir sumt í grein dr. Þorsteins Sæm- undssonar. Útúrsnúningar og mishermi hafa brenglað í huga sumra efni hennar og þeir eiga þá erfitt með að átta sig á því, hvað stóð í greininni sjálfri og hvað aðrir hafa lagt höfundi hennar í munn. Því er rétt að rifja upp í nokkrum orðum höfuðatriði grein- arinnar. I fyrsta lagi vék dr. Þorsteinn Sæmundsson að því í grein sinni, að Vigdís Finnbogadóttir virtist reyna að villa á sér heimildir í viðtali í Vísi, þar sem hún svarar villandi spurningu blaðamanns um þátttöku hennar í stjórnmál- um, sem m.a. hefur verið fólgin í forystuhlutverki í baráttu her- stöðvarandstæðinga. I öðru Iagi vakti dr. Þorsteinn athygli á tvískinnungi hennar í afstöðu til notkunar gífuryrða í almennum umræðum á íslandi. Hún undirritaði yfirlýsingu með meiðandi ummælum um for- göngumenn Varins lands, sem birtist í Þjóðviljanum 28. júní 1974, og þar er því m.a. lýst yfir, að ein mesta níðherferð Þjóðvilja- manna og fylgiliðs þeirra í sög- unni sé „eðlileg viðbrögð" við undirskriftasöfnun Varins lands. Þá flutti Vigdís Finnbogadóttir niður í mörgum. Forgöngumenn Varins lands fóru ekki varhluta af ófrægingum Þjóðviljans frekar en aðrir, sem eru á öndverðum meiði við það blað, en reyndar má segja að aldrei hafi Þjóðviljamönnum þótt meiri ástæða til að ausa menn auri og óhróðri en einmitt meðan á undirskriftarsöfnun Var- ins lands stóð. Um þær mundir komu tveir lögfræðingar, sem hafa tekið drjúgan þátt í starfi stjórnmála- flokks, að máli við einn forystu- manna Varins lands. Þeir greindu frá því, þó hvor í sínu lagi, að þeim hefði meira en dottið í hug að stinga niður penna til að veita Vörðu landi lið. Báðir sögðust hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að það gætu þeir þó ekki, það sem þeir myndu þá eiga yfir höfði sér rógskrif Þjóðviljans, sem kynnu að skaða fyrirtæki þeirra og vinnuveitendur. Það var ekki sízt til að stemma stigu við slíkri skerðingu tjáningarfrelsis, sem nokkrir forystumenn Varins lands höfðuðu meiðyrðamál gegn ritsóð- um Þjóðviljans. í umræddri grein dr. Þorsteins Sæmundsson var í nokkrum vel völdum orðum rifjaðar upp upp- lýsingar um skoðanir og afskipti Vigdísar Finnbogadóttur af póli- tískum málefnum. Allt voru það áhrif og komið sér illa fyrir einhvern. Það er önnur saga. Öðru máli gegnir um það, þegar flokksmálgagn Alþýðubandalags- ins — Þjóðviljinn — stundar róg og níð um nafngreinda einstakl- inga mánuð eftir mánuð og jafnvel ár eftir ár. Með síbylju áróðurs og ályga má skaða orðstír manna og kúga þá til að hafa hljótt um sig, jafnvel hætta öllum afskiptum af opinberum málefnum. Slíkt er tvímælalaust tilraun til að tak- marka tjáningarfrelsi. Tjáningarfrelsi og hugsjónir Vigdísar Finnbogadóttur Vilmundi Gylfason sést í grein sinni yfir nokkrar staðreyndir, sem varða hlut Vigdísar Finn- bogadóttur í þessu samhengi. Hún skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis að meiðyrði um forystumenn Varins lands væru eðlileg við- brögð við undirskriftasöfnun þeirra, og hún stofnaði ásamt öðrum sjóð, sem hefur haft því hlutverki einu að gegna — fram að þessu — að veita þeim fjárstyrki, sem gengu fram að mestu offorsi í svívirðingaherferð gegn Vörðu landi. Hún tók þannig persónulega undir meiðyrðin og veitti þeim lið, * I almenningi eða dilkum Athugasemd Vilmundar Gylfa- sonar þess efnis, að dr. Þorsteinn Sæmundsson dragi borgara í dilka eftir afstöðu til vestrænnar sam- vinnu er barnalegur útúrsnúning- ur. Dr. Þorsteinn skipar borgurum hvergi í grein sinni í virðingarsæti eftir skoðunum. Hann upplýsti hins vegar m.a. að Vigdís Finn- bogadóttir væri herstöðvarand- stæðingur. Það ert hugarfóstur Vilmundar sjálfs, að þar með sé henni skipað á hinn óæðri bekk- inn. Dr. Þorsteinn greindi aðeins frá því hvar hún væri hagvön, það er Vilmundur Gylfason, sem dreg- ur hana í dilk og úthlutar dilkun- um einkunnir. Vilmundi er e.t.v. vorkunn að hafa fallið í þessa gryfju. Vigdís víkur sér sífellt undan að gangast við fyrrgreindri skoðun sinni í herstöðvarmálinu, og því getur auðveldlega læðst að lesendum sá grunur, að hún sjálf álíti þá skoðun annars flokks viðhorf. í grein dr. Þorsteins gætir lítillar virðingar fyrir æruþjófum og má þess vegna hiklaust skipa þeim á hinn óæðri bekkinn. í grein sinni dregur Vilmundur Gylfason borgara í dilka eftir því bannvara. Skoðanir og gjörðir manna, sem stefna til æðstu embætta þjóðarinnar, skipta ekki lengur neinu máli. Úndirritaður kann ekki aðra skýringu á því en þá, að hér með sé Vilmundur að flytja sig niður á sama plan, sem þeir búa á, sem Vilmundur hefur helzt gagnrýnt. Það er greinilega atkvæðafangarinn Vilmundur Gylfason, sem skrifar greinina — ekki rannsóknarblaðamaðurinn. Sagnfræðingurinn eða rann- sóknablaðamaðurinn Vilmundur Gylfason virðist t.d. draga þá ályktun af upplýsingunuin, sem dr. Þorsteinn Sæmundsson dregur fram í sviðsljósið í grein sinni, að Vigdís Finnbogadóttir geti talizt kommúnisti. Atkvæðabiðillinn Vilmundur Gylfason reynir hins vegar að má þennan smánarblett, sem rannsóknarblaðamaðurinn setti á frambjóðandann, af henni aftur. Garðabæ 25. apríl 1980. Valdimar J. Magnússon Grein þossi var tekin til birtingar i Dagbiaðinu föstudaginn 25. april og birtingu lofað á þriðjudag. En skjótt skipast veður i lofti; ó mánu- degi var tilkynnt, að blaðið myndi ekki birta greinina. Ilver kippti i spotta á hinu „frjálsa og óháða blaði“ og hvers vegna? V.J.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.