Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980 33 30 þátttakendur á ráðstefnu um hafið DAGANA 15.—20. maí verður haldin hérlendis Evrópuráð- steína um hafið. Það eru Sam- band ungra framsóknarmanna í samvinnu við International Fe- deration of Liberal and Radical Youth (IFLRY) sem gangast fyr- ir ráðstefnunni sem fer fram þrjá fyrstu dagana í Samvinnuskólan- um Bifröst og þrjá þá seinni i Reykjavík í húsakynnum hótel Heklu. Meðal þeirra sem flytja erindi á ráðstefnunni er Guðmundur Ei- ríksson, lögfræðilegur ráðunautur utanríkisráðuneytisins. Hann fjallar um hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og þau drög að nýjum hafréttarsáttmála sem nú liggja fyrir. Hilmar Hauksson, fiskifræðing- ur, flytur tvö erindi. Annað ber yfirskriftina: Hafið, matvæla- forðabúr framtíðarinnar, og er um verndun fiskstofna og varnir gegn mengun sjávar. í seinna erindinu gerir Hilmar grein fyrir sjávar- dýraræktun og ónýttum möguleik- um á því sviði. Berthold Mayer frá háskólanum í Tiibingen í Vestur-Þýskalandi talar um efnið: Hafið og vígbúnað- arkapphlaupið. Ráðstefnunni lýk- ur á mánudag með ræðu utan- ríkisráðherra Olafs Jóhannesson- ar um samninga Islendinga og Norðmanna um hafsvæðið í kring- um Jan Mayen og væntanlegar samningaviðræður vegna útfærslu efnahagslögsögunnar við Græn- land. Þátttakendur í ráðstefnunni verða rúmlega 30, þar af 20 erlendir gestir frá flestum löndum Vestur-Evrópu. Evrópusjóður æskunnar (European Youth Foundation) ein af sérstofnunum Evrópuráðsins hefur veitt styrk til að standa straum af kostnaði vegna ráðstefnuhaldsins. Gullbrúðkaup Gullbrúðkaup eiga í dag 17. maí, hjónin Jóhanna Helga Bene- diktsdóttir og Jóhann Björnsson, Seljateigi í Reyðarfirði. Þau hjón stunduðu búskap í Seljateigi í meira en fjóra áratugi, en Jóhann var einnig kennari á fyrstu búskaparárum þeirra. Seljateigur er í þjóðbraut og þar var gestkoma mikil fyrr á árum og gestrisni rómuð mjög. Jóhann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg 16 ára. Hann gekk í lýðháskólann Voss í Noregi og Askov í Danmörku og um nokkurn tíma var hann í Vancouver og vann þar ýmisleg störf, m.a. við skógarhögg. Hann var aðalstofnandi Verkamannafé- lags Reyðarfjarðar og í stjórn þess lengi, formaður um hríð. Um áratugi var hann í stjórn Búnaðarfélags Reyðarfjarðar. I skólanefnd sat hann um fjölda ára og var formaður hennar um skeið. Sýslunefndarmaður Reyð- firðinga var hann í fjögur ár. Heiga kona hans hefur um árabil verið virkur félagi í Kvenféiagi Reyðarfjarðar og er nú heiðursfé- lagi þess. Helga er hagyrðingur góður og hefur marga stökuna gert um dagana. Kjördóttir þeirra hjóna er Guð- rún Asa húsmóðir á Reyðarfirði, en fóstursonur Helgi Seljan al- þingismaður. Þau hjónin verða að heiman í dag. Gróska í starfsemi Ættfræðifélagsins ÆTTFRÆÐIFÉLAGIÐ hélt aðal fund sinn 30. april sl„ en almennan félagsfund hélt það 7. nóv. f.ó. Á þeim fundi var minnst Jóhanns Gunnars ólafssonar, fyrrum bæjar- fógeta, en hann hafði verið ritari féiagsins fró 1972 og unnið talsvert að útgófu Manntals 1816. Þær flutti Theódór Árnason verkfræðingur er- indi um ættir norsku biskupanna ó Hólum, en ó aðalfundinum flutti Jón Gislason póstfulltrúi erindi um varðveislu ættfræðigagna ó írlandi. Félagið heldur áfram útgáfu Manntals 1801, og nýtur til þess aðstoðar Þjóðskjalasafns Islands og styrks úr ríkissjóði og Þjóðhátíðar- sjóði. Kom 2. bindi þess út sl. haust og nær yfir Vesturamt. Eru þar nöfn 13.956 manna ásamt heimilisfangi, aldri, stöðu á heimili og hjúskapar- stétt og ennfremur greind atvinna húsráðenda. Útgáfa 3. bindis — Norðuramts og Austuramts — er vel á veg komin svo að það kemur væntanlega út með haustinu. Stjórn félagsins skipa: Ólafur Þ. Kristjánsson fyrrum skólastjóri, formaður, Bjarni Vilhjálmsson þjóð- skjalavörður, Jakobína Pétursdóttir skrifstofum., Jón Gíslason póstfltr. og Pétur Haraldsson kaupmaður. (Fréttatilkynning). ólafur Þ. Kristjánsson formaður Ættfræðifélagsins. 50 ára afmælis Kvenfélagasambandsins var minnst á formannafundi, hinum 14. i röðinni. Hér er mynd af háborðinu, formanni og heiðursgestum. Ljósm. S.A. Kvenfélagasambandið 50 ára Undirskriftasöfnun um frið Á ÞESSU ári eru 50 ár liðin frá stofnun Kvenfélagasam- bands íslands. í tilefni af því var gerð nokkur grein fyrir starfsemi og uppbyggingu sambandsins í fjölmiðlum í febrúarmánuði s.l. Stjórn sambandsins taldi rétt að bíða með að minnast afmælisins, þar til formenn héraðssambanda kæmu saman til fundar. Var sá fundur haldinn 17. og 18. apríl s.l., en afmælishátíð að kvöldi dags þann 19. apríi. Þetta var í 14. sinn, sem formannafundur er haldinn, en þeir hafa verið annað hvert ár um skeið, þau árin sem ekki eru landsþing. Auk venjulegra fundarstarfa flutti Sigríður Ingimarsdóttir erindi til að kynna tillögur að verkefnum og undirbúningi vegna alþjóðaárs fatlaðra 1981. Þá var gerð grein fyrir undir- skriftasöfnun kvenna á Norður- löndum undir fyrirsögninni Ákall kvenna um frið, sem Norrænu húsmæðrasamböndin standa m.a. að. Voru formenn hvattir til að segja frá þessu í sínu héraði og hvetja til öflugr- ar samstöðu og hraða verki eftir föngum, þar sem undir- skriftasöfnun lýkur þann 31. maí. Verða listarnir þá sendir til bækistöðva Sameinuðu þjóð- anna í New York. Ennfremur verður fjallað um friðarmálin á þingi Álþjóðasambands hús- mæðra í Hamborg og jafnrétt- isráðstefnunni, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa boðað til í Kaup- mannahöfn, dagana 14.—30. júlí 1980. Á formannafundinum var samþykkt tillaga er hljóðar svo: 14. formannafundur Kvenfé- lagasambands íslands, haldinn að Hallveigarstöðum dagana 17. og 18. apríl 1980, tekur heilshugar undir það ákall kvenna um frið, sem konur á öllum Norðurlöndum beina til Sameinuðu þjóðanna. Heitir fundurinn á allar íslenskar konur að undirrita ávarp þetta. Við mótmælum vígaferlum og vopnabúnaði einum rómi. Ennfremur voru eftirfarandi tillögur samþykktar: 1) í tilefni af 50 ára afmæli Kvenfélagasambands íslands sendir 14. formannafundur þess öllum félagskonum sambands- ins kveðjur og þakkir fyrir fórnfús mannúðar- og menn- ingarstörf á liðnum árum. Um leið minnist fundurinn látinna félaga sambandsins með virð- ingu og þökk. • Fæðingarorlof í Tryggingastofnun 2) 14. formannafundur Kvenfélagaáambands Islands, haldinn að Hallveigarstöðum dagana 17. og 18. apríl, skorar á Alþingi að breyta framkomnu frumvarpi um breytingu á lög- um um almannatryggingar nr. 67/1971 97. mál á 102. löggjaf- arþingi, þannig að fjárframlög vegna fæðingarorlofs verði greidd af Tyrggingastofnun ríkisins. Fundurinn lítur svo á, að ef atvinnurekendur séu skyldaðir til verulegra fjár- framlaga vegna fæðingarorlofs starfsmanna, geti það orðið til þess að veikja stöðu kvenna á vinnumarkaðinum. Gengur það mjög gegn þeirri stefnu, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa markað, að unnið skuli að fullu jafnrétti kynjanna. 3) 14. . formannafundur Kvenfélagasambands íslands, haldinn að Hallveigarstöðum dagana 17. og 18. apríl 1980, skorar á Alþingi og ríkisstjórn að veita Kvenfélagasambandi íslands fjárstyrk til að efla ráðgjöf í hússtjórn og neyt- endamálum. Telur fundurinn eðlilegt að sambandið hefði í þjónustu sinni einn ráðunaut í hverjum landsfjórðungi. 4) 14. formannafundur K.Í., haldinn að Hallveigarstöðum 17. og 18. apríl 1980, lýsir eindreginni andstöðu við allar aðgerðir, sem miða að rýmkun á dreifingu áfengis. • Góðar gjaíir á afmælishátíd Afmælishátíðin var haldin að Hótel Loftleiðum og hófst með því að formaður K.Í., María Pétursdóttir, setti hátíðina með ræðu. Því næst minntist Sig- ríður Thorlacius, fyrrv. for- maður K.Í., frumherjanna og Þorbjörn Broddason, lektor, flutti erindi um atvinnu- og fjölskyldulífið. Líney Jóhannes- dóttir, rithöfundur, las kafla úr óprentaðri sögu, og Selma Kaldalóns, tónskáld, lék á píanó undir fjöldasöng. Undir borðum voru mörg ávörp flutt, og K.í. bárust margar góðar gjafir, blóm og símskeyti í tilefni af afmælinu. Ein af stofendum sambandsins, Sig- rún Stefánsdóttir sat hófið. Kristín Halldórsdóttir afhenti málverk eftir Ásgrím Jónsson af móður sinni, Ragnhildi Pét- ursdóttur frá Háteigi, en hún var formaður fyrstu 17 árin. Ólöf og Guðrún Benediktsdæt- ur gáfu lágmynd af móður sinni, Guðrúnu Pétursdóttur, en hún var formaður næstu 12 árin. Bandalag kvenna í Reykjavík gaf ljósmynd af Sig- ríði Thorlacius, þar sem hún ber formannskeðju Norræna húsmæðrasambandsins. Rann- veig Þorsteinsdóttir hrl., Helga Magnúsdóttir á Blikastöðum og Sigríður Thorlacius, fyrrver- andi formenn voru gerðar að heiðursfélögum og þeim afhent heiðursskjöl og fánar K.í. fyrir ómetanleg störf í þágu sam- bandsins. Ennfremur fengu Elsa E. Guðjónsson, Ólöf Bene- diktsdóttir, Kristjana Steingrímsdóttir og Sigríður Briem Thorsteinsson viður- kenningu fyrir margra ára starf fyrir K.í. • Húsfreyjan 30 ára Það er osk og von allra sem að sambandinu standa, að K.í. eflist í starfi í framtíðinni og geti haldið áfram að sinna þeim verkefnum sem því var ætlað í upphafi, að vinna að heill heimili og fjölskyldna og efla samtöðu kvenna. Skrifstofa K.í. er að Hall- veigarstöðum, og þar er starf- rækt Leiðbeiningastöð hús- mæðra og gefið út tímaritið Húsfreyjan, sem nú hefur kom- ið út í 3 ár, fjórum sinnum á ári. Einnig hefur K.í. gefið út mörg fræðslurit, svo sem um frystingu, gerbakstur, glóðar- steikingu, mataræði, hreinlæti, fundarstörf og ísl. þjóðbúninga. (Frétt frá K.í.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.