Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 47 Verður hann arftaki Pele? DIEGO MARADONNA var íátækur verkamaður, en auraráð hans voru þó ckki svo slæm að hann gæti ekki keypt fótbolta handa þriggja ára gömlum syni sínum. Sonur hans lék sér með boltann öllum stundum og svo miklu ástfóstri tók hann við boitann að hann tók hann mcð sér í rúmið og svaf með hann. Eða svo segir sagan. í dag er þessi litli drengur á góðri leið með að verða skærasta knattspyrnustjarna veraldar. Þegar hann var 13 ára gamall hafði hann leitt drengjalið sem hann lék með og kallað var „litlu laukarnir" til sigurs í 140 kappleikjum sem var einstakt afrek í Argcntínu. Þegar hann var 18 ára var hann fyrirliði í unglingalandsliði Argentínu sem varð heimsmeistari í knattspyrnu í septembermánuði síðastliðið ár. Fór sú keppni fram i Japan. í dag gengur hann undir nafngiftinni gulldrengurinn í Argentinu, og honum er líkt við hinn óviðjafnanlega Péle. 3. maí síðastliðinn skrifaði Maradonna yngri undir samning við spænska knattspyrnufélagið Barcelona og hljóðaði samningur- inn sem hann gerði við F.C. Barcelona upp á tíu milljónir dollara. Samningurinn var til þriggja ára. Lið Maradonna „Argentína Jun- iors“ borguðu honum 250 þúsund dollara síðasta ár. Þeir treystu sér ekki til þess að greiða honum hærri upphæð og samþykktu fyrir sitt leyti félagaskiptin. Enda áttu þeir að fá mikla peninga í sinn hlut. En þá kom Argentínska knattspyrnusambandið til skjal- anna, og neitaði að samþykkja félagaskiptin, vegna þess að Mara- donna er á lista yfir þá 34 leikmenn sem eiga að halda uppi heiðri landsins í næstu heims- meistarakeppni sem fram fer á Spáni. Bæði félögin hafa reynt að fá þessum úrskurði breytt án árangurs. Nú er hafinn söfnun í heima- landi kappans til þess að gera félagi hans kleift að greiða honum meiri laun. Spönsk blöð hafa marglýst því yfir að samningur sá er F.C. Barcelona gerði við Maradonna væri tóm vitleysa og hafa meðal annars bent á slæma fjárhagsaf- komú félagsins sem skuldar stórar upphæðir. Og þessu sambandi hefur líka verið bent á að atvinnu- leysi sé nú ríkjandi á Spáni og ekki sé réttlætanlegt að sóa slíkum fjármunum í atvinnu- knattspyrnumann. Er Maradonna 10 milljóna doll- ara virði? Sjálfur segir hinn 19 ára gamli knattspyrnumaður að hæfileikar hans séu ekki eins miklir og stjarna eins og Paolo Rossi frá Ítalíu, bretans Kevin Keegans, danans Alan Simonssen eða landa sinna Ubaldo Fillol og Daniel Passarella. Rossi var á sínum tíma seldur á milli félaga á Ítalíu fyrir 5 milljónir dollara. Þjálfari heimsmeistara Arg- entínumanna Cesar Menotti, segir Góður árang- ur í Green- sonegolfi Stefán Unnarsson og Sigurð- ur Pétursson urðu efstir á Greensome-golfmótinu sem fram fór á Grafarholtsvellinum í fyrradag. Léku þeir báðir á 63 höggum nettó. Kormákur Geirharðsson og Franz P. Sig- urðsson urðu í öðru sæti á 65 höggum nettó og þeir Ólafur Skúlason og Sæmundur Pálsson slógu báðir 66 högg nettó. Par vallarins er 71 og er þetta því afar góður árangur hjá þessum mönnum, sem allir eru með lága forgjöf. í framhaldi af þessu má skjóta með, að Michelin-keppnin á Hólsvelli við Leiru er í dag, en fór ekki fram í fyrradag eins og kom fram í Mbl. að leikmenn eins og Péle og Maradonna komi afarsjaldan fram í dagsljósið. Menotti vill ekki gera samanburð á snilli þeirra. En það eru ekki allir jafnhrifnir af Maradonna. Frans Beckenbauer hefur leikið gegn honum og lætur þau orð falla að eftir 10 ár getum við dæmt um hvort að snillingur hafi verið á ferðinni eða ekki. Helstu kostir Maradonna, sem er aðeins 1,67 á hæð og 65 kíló, eru afargóð knattmeðferð og mikill hraði. Þá er hann mikill einstakl- ingshyggjuleikmaður og gerir mikið af því að reyna að brjótast í gegn um varnirnar á eigin spýtur og tekst það merkilega oft þrátt fyrir stranga gæslu. Menotti átti þess kost að hafa Maradonna í hóp þeim er sigraði í HM-keppninni sem fram fór í Argentínu, en vildi ekki gefa hinum unga leikmanni kost á að spreyta sig. Sparaðu krafta þína, stund þín á eftir að koma sagði Menotti. Og Maradonna var sár- gramur, en engu að síður telur hann að Menotti eigi mikinn þátt í velgengni sinni síðustu tvö árin. Maradonna mun eiga að vera stærsta tromp Argentínumanna á heimsmeistarakeppninni á Spáni árið 1982, jafnvel þó svo ólíklega vildi til að hann fengi leyfi til þess að gera samning við Barcelona. Sjálfur segir Maradonna: „Eg er ekki sérlega spenntur fyrir því að yfirgefa Argentínu en ég verð að hugsa um framtíðina sjálfs mín vegna og fjölskyldu minnar. Góð fjárhagsleg afkoma er mér mikils virði eins og reynd- ar öllum öðrum. Eitt af því fyrsta sem Maradonna gerði eftir að hann fór að hafa góðar tekjur af knattspyrnunni var að kaupa hús fyrir foreldra sína og systkini. „Ég var hamingjusamari í kappleikj- um hér áður fyrr þegar við strákarnir fengum brauðhleifa og gosdrykk fyrir að sigra í leikjum, en núna þegar mikils er ætlast til af manni og ekkert má bregðast. Það er engin leikur að vera stjarna," segir Maradonna. En öllum þeim sem fylgjast með knattspyrnu er ljóst að Mara- donna er á góðri leið með að verða einn af knattspyrnusnillingum sögunnar. Og í síðasta landsleik sínum á móti Englandi nú í vikunni vakti hann verðskuldaða athygli fyrir frábæran leik og þótti einn besti maðurinn á vellin- um. I ófá skipti risu hinir ensku áhorfendur úr sætum sínum og klöppuðu honum lof í lófa. Þýtt og endursagt. - Þr. Diego Maradonna hefur leikið ellefu landsleiki, þrátt fyrir að hann sé aðeins 19 ára gamall. Hann var á siðastliðnu ári kjörinn knattspyrnu- maður Suður-Ameríku. Handknatt- leikslands- liðið fer til A-Þýska- lands í júlímánuði Handknattleikssamband íslands hefur að undanförnu verið að semja um landsleiki í handknatt- leik en fyrirhugað er að leika allt að þrjátíu landsleiki áður en haldið verður í B-heimsmeistara- keppnina sem fram fer árið 1981 i Frakklandi. Jóhann Ingi Gunn- arsson mun vcrða áfram lands- liðsþjálfari og einvaldur. og hef- ur hann vcrið að kanna undir- tektir leikmanna varðandi æf- ingar í sumar og keppni. En væntanlegur landsliðshópur verður valinn innan skammst tíma. Fyrirhugað er að landsliðið í handknattleik fari í júlímánuði til Austur-Þýskalands og leiki þar tvo landsleiki, og reynt verður að fá landsleiki við Dani og Pólverja í sömu ferð. Verður þetta einn liður af mörgum í sumarundir- búningi liðsins. Þá munu ýmsar hugmyndir vera á lofti varðandi breytingu á fyrir- komulagi 1. deildar keppninnar í handknattleik á næsta keppnis- tímabili og verða þær ræddar á næsta þingi H.S.Í. Á fundi með formönnum félaga og þjálfurum nú fyrir skömmu kom sú tillaga fram frá Jóhanni Inga að fjögur efstu liðin í 1. deild myndu síðan leika saman í lokakeppni. Og það lið sem yrði með flest stig út úr þeirri keppni yrði meistari. Fékk þessi hugmynd góðar undirtektir. - í>r- Margir storleik- ir nú um helgina MIKIÐ verður um að vera í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu um helgina og fimm leikir á dagskrá. í dag fara fram þrír leikir. Á Akranesi eigast við Víkingur og ÍA. ÍA hóf mótið með tapi gegn Fram, en Víkingur náði þó í stig til Keflavíkur. Það gæti orðið erfitt fyrir Víking nú, þar sem að margir af leikmönnum liðsins hafa legið eða liggja í flensu. Reyndu þeir að fá leiknum frestað, en það gekk ekki. Leik- urinn hefst klukkan 15.00. Klukkan 14.00 hefst á Laugar- dalsvellinum leikur KR og Vals og er það ekki síður mikilvægur leikur. Tapi KR, situr liðið á botninum og ætlaði sér örugglega annað hlutskipti en það. Vals- menn voru á hinn bóginn frískari en reiknað var með í fyrsta leik sínum, þannig að KR-ingar mega hafa sig alla við eigi ekki illa að fara öðru sinni. FH og ÍBK leiða saman hesta sína á Kaplakrikavelli í Hafnar- firði og hefst viðureignin klukkan 14.00 Þessi félög fengu samanlagt eitt stig í sínum fyrstu leikjum og verða að gera betur ætli þau sér einhvern hlut í sumar. Liðin eru bæði léttleikandi og ættu að vera fær um að bjóða upp á góðan leik. Á morgun verður enn allt á fleygiferð. UBK og Þróttur leika á Kópavogsvelli og fá menn þá loks tækifæri til að sjá Blikana í leik, en sem kunnugt er var fyrsta leik þeirra frestað. Leikurinn hefst klukkan 16.00. Annað kvöld klukk- an 20.00 er síðan annar stórleikur, þá mætast á Laugardalsvellinum Fram og Vestmannaeyjar. Verður sannarlega fróðlegt að sjá þennan leik, íslandsmeistarana gegn bik- armeisturunum. Framarar virðast sterkir og Eyjamenn eru að sjálf- sögðu til alls líklegir. Fyrir 4 árum hitti tennissnillingurinn Björn Borg Mariönnu Simonescu i fyrsta skiptið. Hún er eins og hann atvinnumaður í íþróttinni. Þau áttust við i tvenndarkeppni og segja má, að Marianna hafi lagt Björn að velli, þó ekki í sjálfum tennisleikn- um. Þau skötuhjúin hafa verið nær óaðskiljanleg allar götur siðan og 24. júli hyggjast þau ganga i það heilaga. Athöfnin á að fara fram á smáeyju úti á miðju vatni skammt frá Búkarest i Rúmeniu, heimalandi Maríönnu. Á meðfylgjandi mynd smellir Marianna kossi á tilvonandi karlinn sinn ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.