Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 27 Síðasta þingrimman: Yaramenn, sáttagerð og; brigð Kosningin í stjórn Húsnæðismálastofnunar NÝLOKIÐ þing var veðra- samt og veðurhæð mikil á köflum. Gnginn bjóst þó við hvirfilvindi á lokadegi þess, eftir að formenn þingflokka, stjórnarlið og stjórnarandstaða, höfðu samið um framgang mála og starfshætti á síðustu dægrum þess. Rétt fyrir þinglausnir fóru þing- störfin enn út af spori, bæði varðandi kjör í stjórn húsnæðismálastjórnar, er fleiri voru fram bornir en kjósa átti, og er forseti Sameinaðs þings neitaði þingmanni (Matthíasi Bjarnasyni) að ræða þing- sköp, sem er fátítt, ef ekki einsdæmi i þingsögunni. Til þess var varamannaleikur gerður Sighvatur Björgvinsson, for- maður þingflokks Alþýðuflokksins, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár, vegna meintra brigða á samkomu- lagi um starfshætti síðustu daga þings. Hann minnti á samninga- fundi stjórnar og stjórnarand- stöðu, síðast kvöldið fyrir þing- lausnadag, og samkomulag um, hvern veg skyldi staðið að öllum þeim málum, er fá áttu framgang á þinginu. Hann tíndi til mýmörg dæmi um, hvern veg stjórnarand- staða hefði liðkað fyrir málum, til að flýta þingstörfum og uppfylla drengskaparsamkomulag milli þingflokksformanna, stjórnar og stjórnarandstöðu. Það hafi komið sér gjörsamlega í opna skjöldu er stjórnarsinnar gengu nú á gjört samkomulag á þinglausnadegi og efni til ágreinings um kjör í stjórn Húsnæðismálastofnunar ríkisins. En ljóst væri nú, hvers vegna stjórnarliðar hefðu fylkt vara- mönnum inn á þingið, jafnvel daginn fyrir þinglausnir, sem væri einsdæmi, og gengi á þingvenjur. Þessi vinnubrögð, sem koma okk- ur í opna skjöldu og ganga þvert á gert samkomulag og það trúnað- artraust, sem ríkja þarf milli þingflokka, eru í hróplegu ósam- ræmi við vinnubrögð er sæma þingmönnum. Og enginn þarf að segja mér að þessi leikur hafi ekki verið vandlega undirbúinn, þó hann beri síst vott um heiðarleika í samskiptum. Einar tuttugu mínútur Jón Helgason (F), forseti sam- einaðs þings, tók fram að sér hafi „ekki verið kunnugt um þetta fyrr en 20 mínútum eftir 2, að hér yrði ekki samkomulag, og margir þing- menn geta borið vitni um það, að ég hafði gert ráð fyrir því að þessi kosning gæti farið fram án þess að skrifleg kosning yrði“. (Hér á forseti við að ekki yrðu fleiri fram bornir en kjósa átti). Þingflokksákvörðun Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði það þingflokksákvörðun, hvern veg stillt væri upp við kosningar á Alþingi; og þingflokkurinn hefði þegar á miðvikudag í fyrri viku gengið frá framboði í stjórn Hús- næðismálastofnunar, athuga- semdalaust af öllu, og stillt upp sömu mönnum og verið hefðu fyrir í þessu trúnaðarstarfi af hálfu flokksins. Nú er komið í Ijós, að þ'. þingbræður okkar, sem styðja rikisstjórnina, vilja ekki virða rétt og samhljóða tekna ákvörðun þing- flokksins; og rjúfa þann frið, sem við töldum um saminn í störfum þingsins síðustu dægrin. Kosningu er einnig flýtt, en samið var um að hún færi ekki fram fyrr en klukkan fjögur, og hér sitja stjórnarliðar með fullsetna bekki, m.a. af vara- mönnum, en a.m.k. tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks eru nú fjarver- andi vegna anna, þó vonandi kom- ist í tæka tíð til atkvæðagreiðsl- unnar. Himinn og jörð ekki að farast ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur þingflokks Alþýðubandalagsins, sagði óþarfa fyrir Sighvat Björg- vinsson að láta eins og himirin og jörð væru að farast. Alþýðuflokk- urinn héldi sínu í húsnæðismála- stjórn. Það eitt hefur gerzt að tiltekinn sjálfstæðismaður virðist ekki njóta trausts í þingflokknum, sem nýtur forystu Geirs Hall- grímssonar. Drengskapurinn sniðgenginn Matthías Bjarnason (S) sagði að þessu þinghaldi ætlaði að ljúka í fullu samræmi við fyrri stðrf þess og hvern veg núverandi ríkisstjórn hafi til orðið. Ég var ekki á þeim þingflokksfundi sem ákvað fram- boð okkar til húsnæðismálastjórn- ar. En ég virði rétt þingflokksins til þeirrar ákvörðunar, enda þing- flokkarnir hluti af þingræði okkar. Framboð okkar er og óbreytt frá því sem verið hefur og ekkert það hefur gerzt sem kallar á brottvísun þeirra er fyrir voru og unnið hafa verk sín vel. En ekki er að spyrja að drengskapnum í sæti forsætisráð- herra. Hér er ekki um að ræða van- traust á þann mann, sem stillt er upp gegn framboði þingflokks okk- ar, eins og Ólafur Ragnar, formað- ur „gáfumannafélagsins" í Alþýðu- bandalaginu, smjattar á . Hann er alls góðs maklegur og trausts verður. Hér er hins vegar um það að ræða að virða ákvörðunarrétt þingflokksins og samkomulag um starfshætti á síðustu dögum þings — eða svíkjast undan merkjum — og koma með hnífinn í bakið á þeim, sem menn telja sig þó í flokki með. Það er þess háttar þinghegð- un sem er vítaverð. Siifhvatur Björgvinsson Ólafur G. Einarsson Ólafur Raicnar Grimsson Matthias Halldór Bjarnason Blöndal Friðrik Eiður Sóphusson Guðnason Pétur Sverrir Sigurðsson Hermannsson óviðkunnanleghegðan Halldór Blöndal (S) sagði það fram úr hófi óviðkunnanlegt hjá Ólafi Ragnari að víkja persónulega að einstökum mönnum þó svo slíkt væri gert til að drepa á dreif eða draga fjöður yfir kjarna málsins: hvern veg gengið væri á gert samkomulag og þinghefðir, varð- andi þessi mál. HBL sagði það hafa verið kungjört að þessi kosning færi fram kl. 4 síðdegis en nú væri henni, óvænt, flýtt um hálfan annan tíma, hvað svo sem að baki laegi. Húsnæðismálafrumvarpið Friðrik Sophusson (S) sagði þingflokk sjálfstæðismanna hafa gengið frá framboði sínu á lögleg- um þingflokksfundi og væri sér skylt að standa við þannig tekna ákvörðun. í því fælist síður en svo vantraust á þann ágæta mann, sem nú væri óvænt stillt upp, þvert á þingflokksákvörðun. Þessi maður væri formaður í nefnd hjá Sjálf- stæðisflokknum, sem fjallaði um húsnæðismál. I umræðum um hús- næðismálafrumvarðið, sem ríkis- stjórnin knúði fram, greindi ég frá skoðunum hans: 1. að ekki sé til bóta að skipta stofnuninni í þrjár deildir, 2. ekki eigi að leggja áherzlu á sjálfstæða teiknistofu, 3. ekki sé gengið nógu langtí því að koma lánahlutfalli upp 4. að ekki sé séð fyrir nægjanlegu fjármagni til veðlánakerfisins, 5. að lánstími sé ákvarðaður of stuttur og þurfi að framlengja um 10 ár, 6. að ekki megi binda afgreiðslu við eina lánastofnun, 7. að eðlilegt sé að sveitarfélög og vinnuveitendur eigi fulltrúa í stjórn stofnunarinnar á svipaðan hátt og launþegar. Ég myndi fagna því undir venju- legum kringumstæðum að slíkur maður fari í stjórn stofnunarinnar; en verklag þeirra, sem hér hafa að baki brallað er ekki fagnaðarefni, heldur hið gagnstæða. Nú veit þingið og þjóðin Eiður Guðnason (A) sagði: „Ég minnist manna sem um og í kringum síðustu kosningar töluðu um heilindi og drengskap í annarri hverri setningu, hvenær sem tæki- færi gafst. Nú veit ekki aðeins þingið heldur líka þjóðin, hvað þeir áttu við.“ Óheiðarlegt — ódrengilegt Sighvatur Björgvinsson (A) sagði sig lítt varða, hvort forsætis- ráðherra virti ákvarðanir þing- flokks síns. Það er hans mál og þeirra, sem við þurfa að búa. Mér finnst hins vegar ódrengilegt og óheiðarlegt, þegar búið er að sitja lengi að sáttagerð, er lokst næst, til að leysa öll ágreiningsmál á síðustu dægrum þings, m.a. til þess að ríkisstjórnin geti komið fram málum sínum, þá skuli stjórnarlið- ar bregðast þann veg við að bregðast sáttagerðinni. Að manni er vegið Pétur Sigurðsson (S) fjaliaði um hlutverk og rétt þingflokka — að þingsköpum. Með því að vanvirða þingflokksákvörðun, rétt tekna, sé ekki einungis verið að sniðganga þingflokk sem slíkan heldur þann anda og þá hefð, sem ráða þurfi ferð í þinglegum samskiptum. Sá, sem slíkt geri, höggvi að því er hlífa skyldi. Pétur tók undir það, sem aðrir hefðu sagt, að Gunnar S. Björnsson ætti traust skilið. Um það gætu allir verið sammála. Svo væri einnig og ekki síður um Ólaf Jensson, sem setið hefði í hús- næðismálastjórn fyrir Sjálfstæðis- flokkinn með sóma, og þingflokkur- inn hefði stillt upp á ný, en forætisráðherra og fylgisveinar hans vildu nú fella, ómaklega. Bruggað á bak við Sverrir Hermannsson (S) forseti neðri deildar, sagði óhugsandi að menn gætu lagt sig í líma við það að ná góðu samkomulagi um starfshætti og vinnubrögð, ef þeir geta átt vona á því í framtíðinni að þannig sé stöðugt verið að brugga á bak við. (Sverrir tók sem forseti neðri deildar þátt í samkomulags- gerðinni — og hlaut við þinglausnir sérstakar þakkir formanns þing- flokks Framsóknarflokksins — Páls Péturssonar — fyrir það að greiða fyrir því, sem þingdeildar- forseti, að þingmál mættu greið- lega fram ganga í lokaönn þing- starfsins). Fleiri tóku þátt í þessari um- ræðu, sem ekki verður frekar rakin, enda nóg til tínt til að sýna, að veðurhæð þessa sérstæða þings varði fram í þinglausnir. Við sýnum ýmiskonar ferðavörur m. a. gas og grillvörur í sýningarstúku okkar á vörusýningunni íSýningahöllinni, Ártúnshöfða. Skeljungsbúðin Suöuiiandsbnaut 4 sími 38125

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.