Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980 Biblíulestur Vikuna 29. Júní — 5. júlí Sunnudagur 29. júní Lúk. 6: 36—42. Mánudagur 30. júní Jóh. 8: 1—11. Þriöjudagur 1. júlí II. Kor. 2: 5—11. Miðvikudagur 2. júlí Matt. 5: 43—48. Fimmtudagur 3. júlí Matt. 18: 15—20. Föstudagur 4. júlí Róm. 15: 1—7. Laugardagur 5. júlí Gal. 6: 1—5. þó aldrei alveg. Hin sístæða messa er íslendingum öllum vel kunn af hátíðarsöngvum sr. Bjarna Þorsteinssonar, sem hljóma í flestum kirkjum á stórhátíðum kirkjuársins. Nú er unnið að því að íslenska kirkjan endurheimti á ný sinn forna arf í almennri guðsþjónustu safnað- anna. Sístæð messa er umfram allt safnaðarathöfn. Ekki konsert eða eitthvað sviðsett af presti og kór, heldur safnaðarathöfn, þar sem allir eiga að vera virkir í tilbeiðslunni. Form hennar mið- ast ekki við fegurðargildi eða hátíðaskrúð, heldur að það sé eðlilegur búningur hinna helgu sanninda, sem trúin tjáir. Hin sístæða messa er óslitin bæna- og lofgjörð í sjálfu sér, sem myndar eina heild, þar sem ívafið er hinar stóru staðreyndir kristinnar trúarvitundar og stefnt markvisst að því hámarki er Drottinn gengur sjálfur til móts við söfnuðinn í heilögum táknum holdtekju sinnar og kærleiksfórnar, í sakramenti altarisins. Fyrsti liður messunn- ar er miskunnarbænin, Drott- inn, miskunna þú oss! Það er neyðaróp syndugra manna, bæn Bartímeusar og tollheimtu- mannsins, og svar Drottins hljómar með lofgjörð englanna á jólanótt: Dýrð sé Guði í upphæð- um ... Þannig erum við minnt á hvernig Guð svarar neyð mann- anna: Hann gaf son sinn, Jesúm Krist. Á þennan hátt tjáir guðs- þjónustan sjálf grundvallar- hugsun kristinnar trúar, sýnir fagnaðarerindið í leikrænni tjáningu. Orð Guðs hljómar í textum Biblíunnar, og söfnuður- inn svarar með trúarjátning- unni, sem rifjar upp í fáum meitluðum setningum kjarna- atriði trúarinnar. I öllu þessu er stefnt að virkri hluttöku við- staddra í söng og lestri, og m.a. ætlast til að leikmenn úr söfnuð- inum lesi texta úr Gamla testa- mentinu svo og pistilinn. Prédik- unin er svo útlegging textans til samtíðarinnar, en að henni lok- inni er flutt bænagjörð frá altarinu með þátttöku safnaðar- ins. Altarisgangan er síðan há- punktur guðsþjónustunnar, þar sem Kristur sjálfur gefur sig einstaklingnum persónulega í brauði og víni, en sameinar um leið alla í „einum líkama". á ... skapara himins og jarðar í upphafi skapaði Guð. Þannig hefst ritningin. Grundvöllur hinn- ar kristnu sköpunartrúar liggur í þessum orðum. Allt sem er á sér upphaf í vilja og vitund Guðs. Guð sagði... og það varð ... og sjá það var harla gott. Sköpunarsögurnar í fyrstu köflum Biblíunnar hafa löngum orðið bitbein þróunar- sinna annars vegar og sköpun- artrúarmanna hins vegar með þeim afleiðingum að hvorugur aðilinn hefur komið auga á hinn raunverulega boðskap þess sem þar er sagt. Sköpunarsögur eru fyrst og fremst voldug játning hins trúaða manns að ekkert, nákvæmlega ekkert í sköpuninni hafi orðið án vitundar og vilja skaparans. í sköpunarsögunum lesum við ekki náttúrufræði held- ur trúarjátningu. Náttúruvísindin geta föndrað við að skýra hin ýmsu fyrirbæri sköpunarinnar og framvindu lífsins á jörðinni. Sí- breytilegar niðurstöður þeirra og skýringar geta gjarnan glatt hjarta trúmannsins og kallað fram játningu um mikilleika skap- arans. Ætli náttúruvísindin sér hins vegar að nota niðurstöður sínar sem grundvöll undir afneit- un á skaparanum og verkum hans hætta þau þar með að vera vísindi og verða að trúarjátningu guðleys- ingjans sem hljóðar svo: Eg trúi að enginn Guð sé skapari himins og jarðar. En hvað felur hin kristna sköp- unartrú í sér? Um það mætti skrifa langt mál. Hér verður látið nægja að hugleiða lítillega út frá skýringu Lúthers á þessari grein trúarjátningarinnar. Lúther segir: „Ég trúi að Guð hafi skapað mig ...“ Þetta beinir sjónum mínum að sjálfum mér sem sköpun Guðs. Og hvaða merkingu hefur það í raun og veru. Það merkir m.a. það að ef ég lifi í þessari trú, þá lifi ég „eins og sá sem þiggur lífið, með öllu sem því tilheyrir, úr hendi skapara síns. Án skaparans er hinn skapaði ekkert." (R. Arendt). Sú sköpunarsaga sem fyrst og fremst kemur hverjum manni við er skráð í 139. sálmi Davíðs. „Því að þú hefur myndað nýru mín, ofið mig í móðurlífi. Ég lofa þig fyrir það að þú hefur birst ægilega undursamlegur: Undursamleg eru verk þin og sál mín þekkir það vel. Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar. Augu þín sáu mig, er ég var enn ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn." Þegar Lúther þannig byrjar skýringu sína á þessum orðum: Ég trúi að Guð hafi skapað mig. Undirstrikar hann að það að trúa á Guð sem skapara er fyrst og fremst að lifa sem sköpun, en ekki það að hafa endanlega skýringu á upphafi lífsins. Hvað er þá fólgið í því að vera sköpun? „Það er játning mannsins að Guð sé Drott- inn og heimurinn heyri honum til, umhyggja hans verndi manninn og honum skuli maðurinn hlýða.“ (Bultmann). En er hið illa þá ekki líka frá Guði komið? Þannig hefur mörg- um orðið á að spyrja. Er ekki syndin aðeins ófullkomleiki mannsins sem sköpunar? Þetta er misskilningur. „Hið illa á sér ekki rætur í því að maðurinn sé sköpun heldur í því að maðurinn lætur sér ekki nægja að vera sköpun." (Ar- endt). Það er að segja maðurinn kaus fyrir áeggjan freistarans að lúta fremur eigin vilja en vilja Guðs og hrifsaði þar með til sín drottinvaldið sem skaparanum einum ber. í því var syndafallið fólgið. Og svo kyrfilega hefur maðurinn gleymt því að vera sköpun, að ekki dugir minna en nýsköpun til þess að maðurinn geti á ný lifað sem sköpun, sem hann hefur að vísu alltaf verið en í þrjósku sinni neitað að vera. Nýja testamentið flytur okkur fagnað- arerindið um nýsköpun mannsins í Jesú Kristi (Sjá t.d. Jóh. 3.1—16). Að lifa sem sköpun er að lifa með öllu sem skapað hefur verið sem meðsköpun. Sérhver maður er þannig meðbróðir. Enginn maður verður „yfir-maður“ í þeim skiln- ingi að hann sé tilbeiðslu verður og enginn maður er svo lítilsigldur að nota megi hann sem tæki. Að vera skapaður jafngildir því að vera elskaður af skaparanum. Fyrir sköpunartrúnni merkir það að vera til hið sama og að vera elskaður. Að. lifa sem sköpun merkir þá einnig að þiggja þess elsku og lifa í elsku til skaparans og alls þess sem hann hefur skapað. Umajón: Séra Jón Dulbú Hróbjarisson Séra Karl Siynrbjörnsson Siyuróur Pdlsson AUDROrTINSDEGI Guðsþjónusta. Þar mætast Guð og menn. Guð, sem varð maður í Jesú Kristi til að þjóna og gefa líf sitt til lausnar mönnunum og kallar menn til lífs í þjónustu, kærleika og trú, og menn, sem heyrt hafa þá köllun Guðs og gleðjast yfir henni, fagna og gleðjast og þrá að heyra meir, læra meir, styrkj- ast í trú, von og kærleika. Guð og menn mætast, Guð kemur til okkar í orði sínu og sakrament- um og mennirnir taka á móti honum, veita honum lotning, tigna hann og biðja til hans. Guðsþjónustan á sér djúpar rætur. Þegar þú gengur í Guðs- hús í dag, þá heyrir þú þar enduróm genginna kynslóða. Svo lengi sem menn hafa búið í þessu landi hefur hér verið flutt krist- in Guðsþjónusta. Paparnir í Kirkjubæ sungu hér guðsþjón- ustur. Það gerði líka Friðrik biskup, sem kom með Þorvaldi víðförla til að boða Islendingum kristni fyrir senn réttum þúsund árum. Síðan hefur óslitið verið messað á íslandi hvern helgan dag. Áhrifamesta messa á íslandi hefur eflaust verið, er sungin var messa á eystri bakka Almanna- gjár sumarmorguninn bjarta ár- ið 1000. Ýmis stef þeirrar messu hljóma enn í kirkjum landsins. Þau eiga rætur allt aftur til musterisins í Jerúsalem. Orð eins og AMEN, HALLELÚJA og HÓSÍÁNNA og ýmis stef sálma og lofsöngva. Og eins á sama hátt og í samkunduhúsinu í Nasaret er lesið úr heilagri ritningu og hinn lesni texti útskýrður í prédikuninni. Guðs- þjónustunum, sem Jesús sótti frá barnæsku í Nasaret, lauk ávallt með þvi að lýst var blessun upplyftum höndum á sama hátt og hér hjá okkur með orðum 4. Mós.: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig ...“ Skrúði prestsins er runninn frá klæðum Jesú og postulanna á jarðlífsdögum þeirra og hafa þann tilgang að beina athyglinni frá persónu prestsins til þess Drottins sem hann þjónar. Helstu kirkjudeildir Vestur- landa hafa frá öndverðu fylgt hinni sístæðu hefð í guðsdýrkun sinni. Um skeið rofnaði íslenska kirkjan úr tengslum við systur- kirkjur sínar að þessu leyti, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.