Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 47 Guðmundur Halldórsson Magnússkógum 75 ára Á árunum 1898 til 1939 bjuggu hjónin Halldór Guðmundsson og Ingibjörg Sigríður Jensdóttir í Magnússkógum, Hvammssveit, Dalasýslu. Þau eignuðust 13 börn og komust 10 þeirra til fullorðins- ára. Þau voru þessi: Elísabet og Kristín, húsfreyjur í Reykjavík, Magnús bóndi á Ketilsstöðum, Sigríður húsfreyja á Orrahóli, Sigurjens bóndi í Svínaskógi, Sal- björg húsfreyja á Spágilsstöðum, Guðmundur bóndi í Magnússkóg- um, Snorri húsasmíðameistari í Reykjavík, Jensína forstöðukona húsmæðraskólans á Laugarvatni og Jóhanna, búsett í Hveragerði. Auk þess ólst bróðursonur Ingi- bjargar, Alfons Odsson, bifreiðar- stjóri í Reykjavík, upp hjá þeim hjónum frá fimm ára aldri. Af þessum heiðurshjónum, Hall- dóri og Ingibjörgu, er mikil saga og merkileg, þó að hún verði ekki skráð hér. Raunar er hún óskráð, en geymd í minni þeirra samferða- manna, sem af þeim höfðu góð kynni á langri leið. Þau bjuggu allan sinn búskap í Magnússkóg- um. Það var þeirra heimkynni, þeirra jörð, sem þau erjuðu og unnu til æviloka. Þar uxu börn þeirra úr grasi. Byrjuðu snemma að vinna öll verk, sem gera þurfti. Orð fór af dugnaði þeirra, kjarki og áræði. Öll fjölskyldan var einkar samhent og traust. Syst- kinin tóku mikinn og góðan þátt í félagslifi innan sveitar og sýslu, meðan þau voru heima. Síðan dreifðist hópurinn, svo sem verða vill. Til náms og starfa var haldið. Dugnaðurinn brást ekki, kjarkur- inn bilaði aldrei og uppgjöf var óþekkt fyrirbæri í fjölskyldunni. Tryggðin við gamla vini, átthaga og æskuheimili, hefur alla tíð verið óbrigðul. Sem dæmi um þá trúmennsku nefni ég aðeins alla þá atorku, sem þau systkinanna, sem búsett hafa verið í Reykjavík, hafa sýnt í störfum á vegum Breiðfirðingafélagsins frá fyrstu tíð. En fjölmörg önnur dæmi mætti nefna af svipuðum toga. Árið 1939 tók Guðmundur Hall- dórsson við búskap í Magnússkóg- um af foreldrum sínum. Þar hefur hann búið allan sinn búskap. Hann er fæddur 16. ágúst 1905 og getur því í dag litið yfir langan og farsælan æviveg. Kona Guðmund- ar er Ólöf Jónasdóttir frá Oddsstöðum í Hrútafirði. Börn þeirra: 1. Ingibjörg Sigríður, húsfreyja og kennari i Rvík, gift Magnúsi Pálssyni, smið. Þau eiga 2 börn. 2. Jónas Kristinn, rafvirki í Búðardal, kvæntur Sigurbjörgu Jónsdóttur. Þau eiga 2 börn. 3. Halldór, bóndi í Magnússkóg- um (nýbýli), kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur. Þau eiga 2 börn. 4. Arndís, húsfreyja í Hvera- gerði, gift Helga Þorvaldssyni, kennara. 5. Guðjón, bóndi í Magnússkóg- um II, kvæntur Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur. Þau eiga 2 börn. 6. Jensína, húsfreyja á Hellis- sandi, gift Andrési Jónssyni, vél- stjóra. Eins og nú hefur verið sagt varð það hlutskipti Guðmundar að halda áfram búskap á jörð for- eldra sinna. Því hlutverki hefur hann sinnt með prýði. Aldrei legið á liði sínu. Helgað því alla krafta sína. Og Ólöf kona hans hefur ekki látið sinn hlut eftir liggja. Þeim hjónum hefur búnast vel. Landar- eign Magnússkóga (áður Silfra- skóga) nær frá botni Hvamms- fjarðar upp með Glerá langt til fjalls. Þar er sauðland gott. Guð- mundur hefur alltaf átt fallegt fé, enda glöggur fjármaður, svo sem Halldór faðir hans, og góður fjárræktarmaður. Guðmundur er kappsamur dugnaðarmaður og fyrirmyndar bóndi. Aldrei hefur hann sótt eftir völdum né vegtyll- um. Þó hefur hann tekizt á hendur ýmsar borgaralegar skyldur og störf í þágu sveitar og sýslu. Og hann bregzt engum, sem eignast trúnað hans. En hann hefur fyrst og fremst lagt höfuðkapp á að sjá búi sínu borgið, byggja og rækta jörð sína og bæta á allan hátt. Þar búa nú tveir synir hans með honum, ásamt fjölskyldum sínum, eins og fyrr er ritað. Það er oft haft á orði, að land okkar sé harðbýlt og lítils arðs að vænta, þó að mikið sé á sig lagt. Og satt er, að „það agar oss strangt með sín ísköldu él, — en á samt til blíðu. — Það meinar allt vel.“ — Sá maður, sem leggur sig allan fram við störf sín, lifir í sátt við land sitt og umhverfi og bregzt aldrei skyldum sínum, hlýtur að eiga góðar sigurhorfur, þegar litið er fram á veginn. Guðmundur í Magnússkógum hefur nú lagt þrjá aldarfjórðunga að baki. Á þessum sumardegi vil ég ekki láta hjá líða að þakka afmælisbarninu fyrir góð kynni og senda honum beztu heillaóskir frá mér og fjölskyldu minni. Þó að hann verði að heiman í dag, veit ég að hann kemur fljótt heim aftur og rís árla með sól að morgni til nýrra starfa. Friðjón Þórðarson. Afmæliskveðja þessi til Guð- mundar átti að birtast i blaðinu i gær, en varð eftir. — Biður blaðið hlutaöeigandi afsökunar á þeim leiðu mistökum. Tilboðsverö: 489.000 kr Áður: 795.000 kr 306þúsund krónaverðlækkun á Electroiux kselískápum í takmaikaðan tóna! Við höfum fengið sendingu af hinum afarvinsælu Electrolux kæliskápum með sérstökum kjörum. Þess vegnagetum við boðið kæliskápa á lægra verði en áður. Ath. Tilboðsverðið á aðeins við kæliskápa úr þessari einu sendingu. Electrolux heimilitæki fást Akranes: Þóröur Hjálmsson, Borgarnes: Kf. Börgfiröinga. Patreksfj.: Baldvin Kristjánsson, Isafjörður: Straumur hf., Bolungarvlk: Jón Fr. Einarsson, Blönduós: Kf. Húnvetninga, Sauðárkrókur: Hegri sf., Siglufjöröur; Gestur Fanndal, Ólafsfjörður: Raftækjavinnustofan sf., Akureyri: K.E.A., á þessum útsölustöðum: Húsavík. Grímur & Árni, Vopnafjörður: Kf. Vopnfiröinga, Egilsstaðir: K.H.B., Seyðisfjörður: Stálbúðin, Eskifjörður: Pöntunarf. Eskfirðinga, Neskaupsstaöur: Kr. Lundberg, Höfn: K.A.S.K., Þykkvibær: Fr. Friðriksson, Vestmanneyjar: Kjarní sf., Keflavík: Stapafell hf. VörumarkaDurinn hf. lÁRMÚLAIa S:86117 íslandsmótið I. deild Laugardalsvöllur í kvöld kl. 19.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.