Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.08.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1980 57 (Ljósm. Ævar) + Auður Bjarnadótt- ir ballett- dansari sem starfar nú í Munchen er stödd hér- lendis í auRnablik- inu. Morg- unhlaðið hafði samband við Auði og spurði hvern- ig henni lik- aði í Þýskalandi og hvað væri á döfinni hjá henniá næstunni. Mér lík- ar alveg ágætlega í Miinchen. •Maður venst öllu. Ég hef mikið sar.iband heim og ég er löngu Auði Bjarna- dóttur hefur borist stórt hlut- verk erlendis hætt að bera þessi lönd saman. Mér hafa boðist stór hlutverk og m.a. mun ég á næsta ári leika Júlíu, í Róm- eó og Júlíu. Þegar ég kem út mun- um við nokk- ur sem vinn- um saman halda í sýn- ingarferð um Sviss, Holl- and og Þýskaland. - Ætl- arðu að vera lengi úti? — Ætli ég verði ekki eitt eða tvö ár til viðbótar, annars er aldrei að vita. Fæstir veita því sérstaka at- hygli, þó að dúfur flögri yfir höfði þeirra, eða tylli sér á þakskegg. Sumir hafa hinsveg- ar sérstakt yndi af þessum smávinum. Innarlega á Hliðarveginum i Kópavoginum býr Valdimar nokkur Sörenssen, em hefur það áhugamál að ala upp dúfur. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins heimsóttu Valdimar fyrir skömmu og skoðuðu dúfurnar. Að jafnaði hefur hann tuttugu og fjórar dúfur hjá sér, því að hann slátrar þeim um leið og þær fjölga sér og hefur til matar. Auk dúfnanna hefur hann hænsni sem eru í öllum regnbogans litum og verpa 40 gramma eggjum í stað 60 gramma. Fyrst kastaði þó tólf- unum þegar Valdimar sýndi Mbl. starra í búri bauð honum brauð og starrinn sem nefndur er Trítla hóf upp raust sína og sagði: „Trítla hér já.“ Já hana Trítlu mína fékk ég fyrir sjö árum segir Valdimar og brosir. Hún datt úr hreiðri og ég tók hana og gaf henni að borða. Þegar hún var orðin fleyg ætlaði ég að sleppa henni, en hún fór hvergi. Upp frá þessu hef ég margsinnis ætlað að sleppa henni, og látið aðra starra í námunda við hana, en hún vill víst engan nema mig. Hvenær fékkstu áhuga fyrir dúfum? — Ætli ég hafi ekki fengið áhugann þegar ég var þriggja ára. Eg aldist upp á sveitaheim- ili í Danmörku þar sem dúfur voru alltaf til staðar, en þegar ég flutti svo til íslands byrjaði ég að hafa dúfur sjálfur. + Viltu brauð Trítla mín? „Já, já. Trítla hér.“ segir Starrinn þótt ótrúlegt sé. — Hvað gefurðu þeim að eta? Bara venjulegt hænsnafóður, en stöku sinnum góðgæti s.s. maís og hveiti. Selurðu þær? Nei það geri ég ekki. Það kemur einstaka sinnum fyrir að ég læt fullorðið fólk hafa eina og eina, en unglinga og börn læt ég aldrei hafa dúfur. Eg hef verið í dýraverndunarfélaginu og séð hverskonar meðferð dýrin hljóta oft hjá börnum og unglingum, því miður. Temurðu dúfurnar? Nei, en ef einhver tekur þær og fer með í burtu s.s. á Hellisheiðina skila þær sér alltaf aftur. Einu sinni kom þó ein þeirra seint heim, en það var þá vegna þess að fálki hafði bitið stykki úr henni. Ef ég ætla að láta dúfu frá mér hef ég hana inni þangað til hún fer. Einu sinni lét ég dúfu frá mér sem hafði farið út og inn hjá mér, og hún kom alltaf til baka. Heyrið þið, viljið þið ekki taka dúfur með ykkur í bæinn og sleppa þeim? Blm. og Ljósm. tóku svo tvær dúfur og slepptu á leiðinni, og viti menn, eftir tíu mínútur voru þær komnar heim í Kópavoginn. GG. íslensk stúlka treður upp í Playboy klúbbi og sýnir diskódans + Nokkrir fulltrúar í keppn- inni um titilinn Ungfrú Unga kynslóðin sem nú stendur yfir í Manilla tróðu upp í Playboy klúbbi á miðvikudaginn og sýndu diskódans. Fremst á myndinni er full- trúi íslands, Unnur Steinsson, þar á eftir koma Ungfrú Dan- mörk, Ungfrú Mexíkó og Ungfrú Bandaríkin. félk í fréttum + Dúfurnar skila sér alltaf heim. jafnvel þótt þeim sé sleppt á Hellisheiðinni. Li<*sn' RAX Elur upp dúfur og hefur til matar + Stödugt flciri íslenzkir íþróttamenn leita frama með erlendum íþróttafélögum o/t nýjasta nafnið í þeim hópi er Víkint'urinn Sitíurður Gunnarsson. llann hefur gert samninti við v-þýzka handknattleiksfélagið Bayern Leverkausen o/f heidur til Þýzkalands í næstu viku. Hann verður ekki eini íslendin/rurinn í húnintti félatfsins næsta vetur þar sem Vifttfó Sifturðsson hefur flutt si/t um set frá Barcelona á Spáni til Þýzkalands. Báðir eru þeir félattar „uppaldir" í Knattspyrnufélaginu Víkintfi. I sumar hefur Sigurður dvalið á legur sonur fyrir mánuði síðan. Eskifirði og þjálfað 2. deildarlið Hann heitir ísleifur Örn og verður Austra í knattspyrnu. Þaðan er trúlega sá yngsti í nýlendu Islend- unnusta Sigurðar, Magnea ísleifs- inga í Köln og nágrenni í vetur. dóttir, og fæddist þeim myndar- I víking til V-Þýzkalands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.