Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1980 „Það er mikið um að menn gefist hreinlega upp“ „Snarfari, féla« smábátaeÍRenda i Reykjavik, var stofnað 18. september 1975 fyrst ok fremst í því augnamiði að knýja á um að jjerð yrði smáhátahofn hér í Reykjavík,*4 sagði Oddur Guðmundsson, nýkjorinn formaður Snarfara, er blaðamaður Mortfunhlaðsins ræddi við hann um hafnarmál smáhátacÍKenda hér í borjíinni. „Það var okkar fyrsta verk að skrifa borjíaryfirvöldum ojí fara fram á að jjerð yrði smábátahöfn hér í Reykjavík. Ári síðar hafði verið jjerð tcikninjí af smábátahöfn vestanmejíin í Elliðavojíi, — Ilún var samþykkt af þáverandi borgarstjórnarmeirihluta 1978 ok fyrirhuKuð fjárveitinK til hafnarinnar. Þá héldum við að vandræði okkar væru loks úr söKunni. — Það var svo eitt fyrsta verk núverandi borKarstjórnarmeirihluta að taka málið af daKskrá þrátt fyrir mótmæli okkar. Þar með stóðum við í sömu sporum ok í upphafi — ok þó heldur ver, því skömmu síðar vorum við reknir úr aðstöðunni sem við höfðum vestanmeKÍn í ElliðavoKÍ- Þaðan hröktumst við þanKað sem við erum núna — austanmeKÍn í ElliðavoKÍ í Krennd við afKreiðslu Sementsverksmiðjunnar.“ r Eric Kinchin við bát sinn, Isabelle Jón 0. Hjörleifsson Úrn Einarsson (við stýrið) ok SÍKurður Sveinsson. Þeir félaKar seKja að sjósportið sé skemmtilcK íþrótt ok hafa i hyKKju að verða sér úti um sjóskíði. Það eru marKÍr möKuleikar með sportbátum. Hvernig er aðstaðan þar? „Það er varla hægt að tala um aðstöðu, — Bátarnir liggja þarna við legufæri fyrir opnu hafi. Þetta genjfur þegar veður er gott en það má ekkert útaf bera. Norðvestan- áttin stendur þarna beint inn og þegar hvessir verður allur vogur- inn hvítfyssandi á skömmum tíma. Það hefur verið árviss at- burður að bátar slitni þarna og upp og stórskemmist. í vor slitn- uðu t.d. upp fjórir bátar og einn þeirra brotnaði mikið. Menn legjya sig oft í hættu við að bjarga bátunum og stundum hefur legið við stórslysum. Allt sem þarna hefur verið gert höfum við framkvæmt sjálfir og þarna hefur mikið verið unnið í sumar. Við höfum m.a. steypt sjósetningarbraut og sett upp tvær flotbryggjur en önnur þeirra var flutt úr aðstöðunni sem við höfðum áður. Þá hefur verið sett upp spil við dráttarbrautina og á næstunni verður komið upp tankaaðstöðu en hingað til höfum við þurft að flytja allt eldsneyti að á bílum sem að sjálfsögðu er ólöglegt. — Það er reyndar sárt til þess að hugsa hversu erTiðlega okkur hefur gengið að kría út fjárveit- ingu í smábátahöfn þegar það er haft í huga að við höfum um árabil greitt vegagjald af því benzíni sem við notum á bátanna." Hvers vegna var smábátahöfnin tekin út af dagskrá í borgarráði eftir að núverandi borgarstjórn- armeirihluti tók við? „Ég veit það eiginlega ekki, — þeir hafa sjálfsagt þurft að nota peningana í eitthvað annað. Ef til vill líta þeir á þetta sem eitthvað „millasport" en sannleikurinn er sá að þetta er eitthvað ódýrasta fjölskyldusport sem til er.“ Einhverntíma hefur Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar, sagt að óheppilegt væri að stað- setja smábátahöfnina í Elliðavogi vegna laxins sem gengur upp í Elliðaárnar. ^ „Það er fáránleg röksemd. Við höfum kynnt okkur þessi mál erlendis, — þar eru smábátahafn- ir víða í árósum og hefur það ekki haft nein áhrif á laxgengd. Svo er líka í það harðasta að vera að amast við okkur þess vegna. Björgun hf. er með sanddæluskip í Elliðavogi oft á dag og rótið frá skrúfu eins slíks skips er á við tugi smábáta. Steypustöðvarnar skola alla sína bíla út í sjóinn þarna og víða liggur klóak út í Elliðavoginn, — sá lax sem kemst í gegn um þetta lætur ekki nokkra smábáta aftra sér í að komast leiðar Rætt við smábáta- eigendur í Reykjavík sinnar. — Borgaryfirvöld virðast hins vegar af einhverjum ástæð- um vera á móti þessari staðsetn- ingu og vilja helst flytja okkur út fyrir Geldinganes. Það er að öllu leyti verri staður, — þar að auki er búið að gera teikningu af Oddur Guðmundsson (ormaður Snarfara höfninni í Elliðavogi og væri því hægt að byrja þar strax. í raun- inni er það ekki mikið sem við förum fram á. Það þarf að gera grjótgarð til varnar fyrir sjógangi en svo getum við unnið þetta að verulegu leyti sjálfir, borginni að kostnaðarlausu,“ sagði Oddur að lokum. Hrein hörmung Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við nokkra smábátaeigend- ur þar sem þeir voru að líta eftir og hygla að bátum sínum við flotbryggjuna í Elliðavogi. Eric Kinchin var fyrstur tekinn tali og sagði hann m.a.: „Ég hef verið í Snarfara stðan félagið var stofn- að. Sama sagan hefur endurtekið sig ár eftir ár — það hefur komið óvænt óveður og nokkrir bátar rekið upp og stórskemmst. Þegar þetta gerist safnast allir bátaeig- endurnir saman hérna niðurfrá og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Oft leggja menn sig í mikla hættu við að bjarga bátun- um frekar en að láta þá eyðileggj- ast. Sjálfur meiddist ég illa við að bjarga hér bát 1977 og þurfti að liggja um tíma á sjúkrahúsi þess vegna. Ég er nýkomin frá Englandi og sá þar víða hvernig aðstöðu fyrir smábáta var háttað. Mismunurinn á því þar og hér er eins og svart og hvítt, — þó eiga Islendingar að heita siglingarþjóð. Það er hrein hörmung að Reykjavíkurborg hafi ekki komið upp sæmilegri smá- bátaaðstöðu eins og margir minni bæir hér á landi hafa gert.“ * Astandið óviðunandi Hannes Jóhannesson gerðist nýlega félagi í Snarfara. Hann sagði m.a. er hann var spurður um hvernig aðstaðan væri þarna: „Það er ekkert vit í að geyma bát hérna. Ég tek hann alltaf með mér heim, — Það reynir talsvert á bílinn en það bjargar að báturinn er mjög léttur. Þeir sem hafa bátana sína hér á legunni lenda alltaf í vandræðum þegar eitthvað ber útaf með veður. Það hefur verið árviss atburður hér að bátar hafa rekið upp og skemmst. — Ef hafnaraðstaðan hér væri betri myndi ég að sjálfsögðu hafa bát- inn hérna — það væri miklu þægilegra að öllu leyti. Ástandið er alveg óviðunandi eins og það er — mér finnst að borgaryfirvöld ættu að athuga þessi mál. Það getur varla kostað neitt stórfé að gera sæmilega aðstöðu hérna." Allstaðar brottrækir Andrés Blómsterberg hefur sinn bát þarna á legunni og sagði er hann var spurður um aðstöðuna þarna: „Hún er hreint hörmuleg, — það kemur fyrir hér trekk í trekk að báta rekur upp en borgaryfirvöld fást ekki til að gera neitt. Éina ráðið til að komast hjá óhöppum er að taka bátinn upp í hvert skipti sem maður kemur af sjó. En lögregluyfirvöld banna okkur að geyma bátana á bíla- stæðum — við getum raunveru- lega hvergi haft þá og erum allstaðar brottrækir. Ég neyðist til að hafa bátinn hérna og með því að vakta hann vel hef ég komist hjá að lenda í meiriháttar óhappi — í síðasta óveðri var ég svo heppinn að hafa tekið hann upp daginn áður. Maður lifir bara í voninni um að borgaryfirvöld geri eitthvað fyrir okkur áður en langt líður eins og búið var að lofa — en þau telja sig kannski ekki þurfa að standa við gefin heit.“ Hrikaleg óhöpp Að lokum ræddi blaðamaður Morgunblaðsins við Jón Ó. Hjör- leifsson, sem er ritári Snarfara. Hann hefur bátinn sinn yfirleitt ekki þarna í legunni heldur tekur hann heim á vagni að lokinni hverri sjóferð. „Ef hér væri einhver aðstaða til að geyma bát þá myndi ég að sjálfsögðu hafa hann hérna," sagði Jón. „Ég var með hann á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.