Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Aðstoðarmaður í bakarí Aðstoðarmaður óskast í bakarí sem fyrst. Uppl. á staönum. Brauö hf. Skeifunni 11. Patreksfjörður Umboösmaöur óskast til aö annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaöið á Patreks- firði. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 1280 og hjá afgr. í Reykjavík, sími 83033. fEurijíimMafoití) Hveragerði Umboösmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Hvera- geröi. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 4389 og hjá afgr. í Reykjavík sími 83033. Hótelstörf Óskum eftir að ráða starfsfólk til hótelstarfa. Fæöi og húsnæöi á staðnum. Hótel Borgarnes. Sími 93-7119. Sendill óskast strax. Sölumiöstöð Hraðfrystihúsanna, Aöalstræti 5, sími 22280. Verkamenn Óskum aö ráða verkamenn til starfa í Mjólkurstööinni. Stundvísi og reglusemi áskilin. Uppl. gefur verkstjóri. Mjólkursamsalan, Laugavegi 162, sími 10700. Verkamenn óskast Upplýsingar hjá verkstjóra. Lýsi h.f. Grandavegi 42. Ölgerðin óskar að ráða fólk til starfa í vélasal, í umbúðamóttöku og til almennra verksmiðju- starfa. Uppl. gefur Sigurður Sveinsson verkstjóri, Þverholti 22, sími 11390. HF. Ölgeröin Egill Skallagrímsson. Kennara vantar að Barnaskóla Ólafsfjarðar. Þarf að geta kennt handavinnu og leikfimi stúlkna. Umsóknarfrestur er til 15. september n.k. Upplýsingar gefur skólastjórinn í síma 96- 62245 og heima í síma 96-62358. Vanan skipstjóra vantar á 200 rúmlesta bát sem fer á síldveiðar og síðan á net. Uppl. hjá L.Í.Ú. Sölumaður óskast Fataheildverzlun óskar eftir að ráða sölu- mann í framtíðarstarf. Viðkomandi verður að hafa bíl til umráða. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist augld. Mbl. merkt: „Sölumaður — 4154.“ ■ ■ 1 Dagvistun barna, Fornhaga 8, sími 27277. Staða forstöðumanns við nýtt dagvistunarheimili við Fálkabakka er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi borgar- starfsmanna. Einnig er óskað að ráða talkennara til starfa við dagvistunarheimili Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur um báðar stööurnar er til 22. september. Umsóknir sendist til skrifstofu Dagvistunar, Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Laus staða Staða deildarstjóra við freðfiskdeild Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum, ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, skulu sendar sjávarútvegs- ráöuneytinu fyrir 1. október 1980. Sjávarútvegsráöuneytiö, 3. september 1980. Skrifstofustarf hálfan daginn Viljum ráða til starfa hálfan daginn aðstoð við skrifstofustörf. Vélritunar- og nokkur málakunnátta nauösynleg. Eiginhandarumsóknir sendist til skrifstofunn- ar Laugavegi 13, fyrir 15. sept. með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf. Kristján Siggeirsson hf. Konan í mannkynssögunni BRESKI leikhópurinn „Clapp- erclaw" sýnir í Félagsstofnun stúdenta viö Hringbraut dagana 11.—14. september nk. í hópnum eru þrjár konur, Rix Pyke, Rae Levy og Caroline John og verkið sem þær sýna heitir BEN HER. Alþýðuleikhúsið og Rauðsokka- hreyfingin standa að komu þessa leikhóps til íslands. Sýningin BEN HER saman- stendur af tónlist og farsaleik og fjallar um konuna í mannkyns- sögunni. „Clapperclaw” varð til í London fyrir fjórum árum og hefur verið sýnt víða á Bretlandi og á Norðurlöndunum. Bygging Breiðholtskirkju: Auglýsingar á virmugirð- ingu í fjáröflunarskyni Á FUNDI borgarstjórnar Reykja- vikur á fimmtudag, var samþykkt að leyfa byggingarnefnd Breið- holtskirkju að setja upp auglýs- ingar á girðingu umhverfis bygg- ingarlóðina. Var ákveðið að veita leyfið til eins árs til reynslu, og skal haft samráð við umhverfis- málaráð um gerð auglýsinganna og við umferðarncfnd um stað- setningu þeirra áður en þær verða hengdar upp. Niu borgar- fulltrúar voru samþykkir þessari tilhögun, en fjórir af fimm borg- arfulltrúum Álþýðubandalagsins voru andvigir. Sigurður E. Guðmundsson vara- borgarfulltrúi Alþýðuflokksins og formaður kirkjubyggingarnefndar, flutti tillöguna. Sagði hann hér vera á ferðinni gott málefni, og ætti borgarfulltrúum varla að veitast erfitt að leggja því lið með þessum hætti. Kvað hann fjár- skort hamla mjög byggingarfram- kvæmdum, en þessi fjáröflunarleið sem hér væri óskað eftir, myndi flýta mjög fyrir því að byggingin kæmist í notkun. Væri nú vonast til þess að kjallari kirkjunnar yrði fokheldur í ár, og byggingin öll á næsta ári. Þeir Sigurjón Pétursson og Sig- urður G. Tómasson, borgarfulltrú- ar Alþýðubandalagsins, tóku undir það að málefnið væri gott. Ekki væri þó rétt að fallast á umsókn um uppsetningu auglýsinga í fjár- öflunarskyni. Kæmi þar einkum þrennt til: Slæmt væri að fordæmi væri gefið í þessu efni, og gæti það orðið til þess að auglýsingaskilti settu ríkari svip á borgina í framtíðinni en verið hefði til þessa. í öðru lagi stafaði öku- mönnum og öðrum vegfarendum hætta af því að auglýsingar kæmu þarna upp, þar sem þær hlytu að draga athygli ökumanna frá akstr- inum. í þriðja lagi yrði auglýs- ingaskilti þessi alls ekki til prýði á þessum stað. Sigurður E. Guðmundsson svar- aði fram kominni gagnrýni, og sagði meðal annars, að mikill misskilningur væri á ferðinni, ef menn héldu að ökumenn bifreiða ættu að horfa á auglýsingarnar. — Þær væru nefnilega ætlaðar far- þegum ökutækja, ekki stjómend- um þeirra! I »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.