Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 48 myndasafni Ólafs K. Magnússonar Fullkomnasta gatan og hinar sögulegu þúfur Einn af stórviðburðunum í Reykjavík var breikkun Lækj- argötunnar haustið 1949. Enda segir í stórri frétt í Morgunblað- inu: „Lækjargatan nýja var opnuð fyrir umferð í gær í fyrsta skipti, en þessi gata er ein fullkomnasta gata, sem gerð hefur verið á íslandi til þessa. Er meira til hennar vandað en áður hefur tíðkast hér á landi um götur. Verður Lækjargatan hin mesta samgöngubót í Miðbæn- um og auk þess eru við götuna 40 bílastæði, sem munu létta þá erfiðleika, sem eru samfara því að geyma bifreiðar í Miðbæn- um.“ Gefur þessi frétt góða innsýn í þær miklu tæknifram- farir, sem orðið hafa á sl. 30 árum. Að sjálfsögðu festi Ólafur K. Magnússon, þennan viðburð á filmu, sem svo marga aðra, og því má m.a. nú sjá hverjir unnu þetta mikla verk. Lækjargatan, ein helsta gata bæjarins, hafði frá því um aldamót verið 7 metrar á breidd og takmarkast að vestanverðu af sömu húsaröð og nú, er að austanverðu af Læknum, sem þá var opinn og 2,7 m á breidd. Árið 1912 var Lækurinn lagður í steyptan stokk, yfirbyggðan og var þá gatan með gangstéttum beggja megin rúmlega 12 metrar á breidd. En 1949 var öldin orðin önnur og bílar þurftu helst að geta mætst. Því var ráðist í þetta stórvirki. Þurfti m.a. að endurnýja, flytja til og breyta leiðslum og við verkið notuð stórvirk tæki á þeirra tíma mælikvarða „þ.á.m. malbiksjafn- ari, sem gatnagerðin hafði áður aðeins notað við Hallveigarstíg". Við verkið unnu 80 manns og að auki um 20 við breytingar á leiðslum, auk allra þeirra sem unnu að framleiðslu á efni, segir þar. Enda þótti verkið dýrt, kostaði 1,3 milljónir króna. Þegar seinni akreinin var opnuð umferð fór fram hátíðleg athöfn. Borgarstjórinn, Gunnar Thoroddsen, ók í bíl sínum norður götuna, en bifreið lög- reglustjórans fylgdi á eftir. Var ekið norður að Lækjartorgi, en síðan snúið við og ekið suður eftir hinni nýju akbraut. Þegar borgarstjórinn kom aftur, mælti hann nokkur orð. Gat þess að þetta væri ein fullkomnasta gata, sem gerð hefði verið hér á landi. Hún væri framför í skipu- lagsmálum bæjarins og benti til þess sem framkvæma yrði í þeim efnum víðar í bænum. Lækjar- gatan nýja væri mikil sam- göngubót og þar að auki fegurð- arauki fyrir Reykjavík. Ekki hafði þó þessi fram- kvæmd gengi friðsamlega fyrir sig og ekki allir á sama máli, svo sem sjá má af fréttum: „Bæjar- fulltrúi Framsóknar lýsti því yfir að hann „skyldi ekki nauð- syn svo breiðrar götu“. Breikkun Lækjargötu væri „grófleg árás á Menntaskólann". „Þúfurnar í túninu eru sögustaðir," bætti hann við. Kvað bæjarstjórn hafa sýnt hina mestu „fúlmennsku" með breikkun götunnar. Urðu blaðadeilur í ritstjórnargreinum um hinar „sögulegu þúfur", sem virðist hafa lokið með orðunum: „Umbótin hefur verið fram- kvæmd.“ Hér á síðunni má sjá myndir frá þessum stóratburði í bæjar- lífinu. bessir verkamenn lögðu hönd á plóginn og var tekim af þeim mynd framan við hina breikkuðu götu. í hópnum má þekkja, frá vinstri (föðurnöfn nokkurra vantar): Pétur Sigurðsson. Brynjólf Gíslason, Elías Jóhannesson, ólaf, Tómas Sigurþórsson. Gest Pálsson, Sigurjún Elíasson, Gunnlaug Bárðarson, Bjórn, óskar Jónsson, Pétur, Guðmund Jónsson, Guðjón. Jón Eyvindsson, Guðmund Magnússon. Gunnar Tryggvason. Guðmund Þórðarson, Guðlaug Magnússon, Jón Stefánsson, Axel Guðmundsson, Markús Sæmundsson, Þorstein, Vilhjálm, Ásmund Þorsteinsson, Helga Sæmundsson, Sigurð Magnússon. Símon Simonarson, Eirík Þorsteinsson. Guðlaug Stefánsson, Einar Einarsson. Stefán Guðnason, Pétur Ilraunfjörð, Braga Kristjánsson og Þórð Jónsson. Breikkun Lækjargötunnar var unnin 1949, undir stjórn Geirs Þorsteinssonar verkfræðings og núverandi forstjóra Ræsis h/f. Hér eru þeir sem stýrðu hinum ýmsu þáttum: Frá vinstri: Gestur Stefánsson, verkfræðingur, nú i Danmörku, Rögnvaldur Þorkels- son, verkfræðingur, Bolli Thoroddsen, bæjarverkfræðingur, Gunnlaugur Bárðarson, flokksstjóri, Einar B. Pálsson, yfirverk- fræðingur, Jón Eyvindsson, flokksstjóri, Guðmundur Þórðarson, verkstjóri, Stefán Guðnason, malbikunarflokksstjóri, Guðlaugur Stefánsson, yfirverkstjóri, Þórður Jónsson, flokksstjóri, Geir Þorsteinsson, verkfræðingur, Ólafur Guttormsson, mælingamaður. Þessar gatnagerðarframkvæmdir voru umfangsmeiri en nokkru sinni hafði þekkst í Reykjavík, enda var skipt um jarðveg, leiðslur færðar og malbikað. Fyrstur ók eftir götunni borgarstjórinn í Reykjavík. Gunnar Thoroddsen og lögreglustjórinn á eftir honum. Fyrst norður að Lækjartorgi, þar sem þeir sneru við og óku aftur suður götuna. Tveir þekktir borgarar hæjarins eru þarna komnir til að skoða framkvæmdirnar i Lækjargötu, þeir Finnur Einarsson, þáverandi bóksali og Iiaraldur Johannessen, aðalféhirðir Landsbankans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.