Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 25 Umbrotin á Mývatnssvæðinu: Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson „Allt í rólegheitunum, þótt gosmálið sé í bakhöndinni“ Morgunblaðið heimsótti Reykjahlíðarhverfið í Mývatnssveit í vikunni til þess að kanna hvernig háttað væri undirbúningi ef til hættuástands kæmi i byggð af völdum eldgoss á Kröflusvæðinu og til þess að heyra hljóðið i fólki á staðnum. í ljós kom að uggur er i mörgum vegna þróunar mála að undanförnu. sérstaklega eftir tíð eldgos á svæðinu á þessu ári og þá sáu margir ibúa svæðisins eldgos i fyrsta sinn. Dæmi eru um það að börn hafa verið send frá Reykjahlíð á meðan óvissuástand rikir og nokkrar konur hafa farið þaðan timabundið vegna ótta við eldsumbrot. Samt sem áður má segja að lífið gangi sinn vanagang og fólk er æðrulaust þótt það hafi varnagla i sambandi við þau umbrot sem eiga sér stað i grenndinni. Fólk treystir á forsjá jarðvísindamanna í þessum efnum og sifellt hefur náðst jákvæðari árangur i eftirliti á svæðinu með hallamælingum. jarðskjálftamælingum og fleiri mælingum svo sem sprungumælingum og skipuleg áætlun liggur fyrir varðandi aðgerðir hjá ibúum svæðisins ef til hættuástands kemur í byggð. Af þvi virka svæði sem um er að ræða eru mannvirki helst talin í hættu i Bjarnarflagi, en þar er Kisiliðjan staðsett og Léttsteypan. í Kisiliðjunni vinna um 30 menn og við hittum nokkra þeirra að máli á vinnustað, en einnig sveitarstjórann, húsmóður og jarðfræðing. Konur og börn hafa farið tíma bundið af hættu- svæðinu smiðjuna. „Það á ekki að taka meira en 6 mínútur fyrir mannskapinn að ganga frá vél- um og tækjum og yfirgefa verk- smiðjuna ef svo ber undir," sagði hann og bætti því við að það væri mikið öryggi að hafa net vísindatækja til þess að fylgjast með öllum hreyfingum. „Mannlífið hér gengur þó sinn vanagang þrátt fyrir þessar sér- stöku aðstæður, það ganga allir að sínum störfum og félagslífið heldur sínu striki, samkomur, dansieikir og fleira í þeim dúr. Menn eru ekkert að æsa sig yfir þessu, þetta er allt í rólegheitun- um, þótt gosmálið sé í bakhönd- inni. Ég hef orðið var við það að það virðist verst að vera fjærst áhættunni. Bæði verður maður var við þetta af ættingjum sem búa annarsstaðar á landinu og dal um síðustu helgi þegar land- ris var komið yfir eðlileg mörk. „Strákurinn er 8 ára og stelpan 5 ára og það spiiaði einnig inn í að konan vinnur úti strákurinn hefur því verið einn heima á daginn. Konan er með leikskól- ann hér og hún má ekki yfirgefa staðinn fyrr en allir hafa náð í sín börn,“ sagði Ágúst. „Það er leitt að búa við þetta til frambúðar," hélt hann áfram,“ það er fyrst nú sem fólk er farið að velta þessum málum meira fyrir sér, það hefur orðið einhver hugarfarsbreyting og líklega má tengja það því þegar margir íbúar hér sáu í sumar hvað hraunið getur runnið rosa- lega hratt. Samt lifa menn hér algjörlega eðlilegu lífi og þetta venst eins og hvað annað. Menn hér treysta vel á það varnar- og Kristján Þórhallsson Jarðvisindamennimir Guðmundur Sigvaldason og Karl Grönvold i miklum vangaveltum í húsi Norrænu eldfjallastöðvarinnar við Mývatn. Sveina Sveinbjörnsdóttir Ágúst Hilmarsson Þorsteinn Arthúrsson „Menn eru miklu meira varir um sig“ „Þegar þessi eldsumbrot hóf- ust hér 1975 þótti mér spennandi og fróðlegv að fylgjast með þessu og maður kynntist mörgu nýju úr heimi jarðfræðinnar, en eftir því sem þetta hefur komið upp oftar og ekki síst eftir október- gosið sem kom mjög skyndilega og var áberandi, þá eru menn miklu meira varir um sig. í gosinu í sumar sáu margir íbú- anna hér hraunstraum í fyrsta sinn og það var skóli út af fyr,r sig. Síðustu daga þegar landris var komið í hámark hafa menn verið meira á verði en áður, ekki síst á þessum vinnustað í Bjarn- arflagi," sagði Ásmundur A. Jóhannsson járnsmiður í Kísil- iðjunni í samtali við Mbl. Ás- mundur flutti á staðinn fyrir 8 árum til þess að vinna við Kísiliðjuna. Konan hans er frá Húsavík, en hann benti á að þau væru betur sett en margir aðrir íbúar sem ættu allt sitt á staðnum, því þau ættu íbúð í Reykjavík til þess að fara í ef eitthvað kæmi upp sem ylli því að fólk yrði að fara. Ásmundur sagðist leggja allt sitt traust á vísindamennina og menn stæðu klárir á því hvað ætti að gera ef það kæmi viðvör- un frá vísindamönnunum um suðurhlaup, en þá eiga starfs- menn Kísiliðjunnar og Létt- steypunnar að yfirgefa svæðið og einnig þeir verktakar sem eru með framkvæmdir á svæðinu. Ásmundur er í almannavarna- ráði staðarins og sagði hann að búið væri að æfa þá stöðu að menn yrðu að yfirgefa verk- hringja í tíma og ótíma og ég var t.d. sjálfur á Spáni í haust þegar hlaupið kom og ég var hræddur um börnin mín sem voru hér. Ef svo ólíklega vildi til að rýma þyrfti þorpið, þá er al- mannavarnaráð með gott skipu- lag og áætlun sem byggist á því að flytja íbúana í Skútustaði, Húsavík eða að Laugum, en um leið yrði gert manntal á staðn- um. Hinu er þó ekki að leyna að fólk hefur flutt af staðnum vegna þessa ástands, a.m.k. flýtt för sinni vegna óvissuástands- ins, en hart nær 300 íbúar eru hér.“ „Þótti öruggara að senda börnin í Bárðardal“ „Ég bý hér, á mitt hús og mína fjölskyldu, en við erum fjögur í heimili," sagði Ágúst Hilmars- son starfsmaður Kísiliðjunnar, en þeim hjónum þótt öruggara að senda börnin niður í Bárðar- viðvörunarkerfi sem búið er að setja upp.“ „Ósnortinn af þessum hreyfingum“ „Ég flutti hingað norður fyrir þremur árum í miðjum óróa og vissi því vel að hverju ég gekk,“ sagði Þorsteinn Arthúrsson vélvirki og viðgerðarmaður í Kísiliðjunni en hann býr í þorp- inu með konu sinni og 7 ára barni. „Það er í sjálfu sér ágætt að búa við þennan óróa og ég er satt að segja ákaflega ósnortinn af þessum hreyfingum þótt maður vildi gjarnan vera alveg laus við þessa stöðu. Maður reynir a.m.k. að láta þetta hafa sem minnst áhrif og hægt er á mannlífið. Þetta horfir hins vegar svolítið á annan hátt við fólki, finnst mér, SJÁ NÆSTU SÍÐU LANDMÆLINGAR tslands tóku þessa loftmynd af svæðinu í kring um Reykjahlíðarhverfið fyrir skömmu og við settum inn á myndina skýringar sem sýna afstöðu og þróun i ýmsum málum vegna eldsumbrota á svæðinu. Merkingar á svæðinu varðandi staðsetningu eins og t.d. Bjarnarflags eru ekki hárnákvæmar, þvi það er teygjanlegt hvað Flagið nær, en þetta er gert til þess að gefa hugmynd um meginatriði. Myndskýringar i samræmi við texta á mynd: Eldá rann úr Leirhnjúk f Mývatnseldum 1724—1729 og út i Mývatn. Sérkennilegur hraunfoss er i Eldánni. Gliðnunarsvæðið sem er merkt er tugir km á lengd tii norðurs aðallega en einnig nokkuð til suðurs. Þar sem merkt er með brotalinu misgengi i landinu skapar það eins konar varnarvcgg fyrir hugsanlegt hraunrennsli f Bjamarfiagi. Að öðru leiti á myndin að skýra sig sjálf, en fnjófölin teiknar vel tilþrifin i landinu eins og má t.d. sjá á 2000 ára gamla hrauninu sem hefur runnið út i Mývatn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.