Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 5 ólöf K. Harðardóttir, Garðar Cortes og Eric Werba koma fram á ljóðatónleikum Tónlistarfélagsins i Austurbæjarbiói í kvöld. „ítalska ljóða- bókin“ flutt í Austurbæjarbíói LJÓÐATÓNLEIKAR verða i kvöld í Austurbæjarbiói á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík og hefjast þeir klukkan 21. A dagskrá er ítalska ljóðabókin eftir Ilugo Wolf og eru flytjendur Ólöf K. Harðardóttir, Garðar Cortes og Eric Werba. ítölsk ljóðabók er fjórði og síðasti ljóðaflokkur Hugo Wolfs og voru þau samin á árunum 1890 til 1896. Hér er um að ræða þýskar þýðingar á ítölskum þjóðvísum, sem Paul Heyse gerði og gaf út árið 1860. Verkalýðshöll í Hafnarfirði? FULLTRÚARÁÐ verkalýðsfélag- anna i Hafnarfirði hefur undan- farið rætt möguleika á því, að reist verði sameiginlegt hús allra verkalýðsfélaganna i Hafnarfirði og hefur þessi hugmynd verið reifuð við bæjarráð, sem hefur ekki tekið óiiklega i hugmynd- ina. Um er að ræða frumkönnun á þessu máli, sem á eftir að ræða i félögunum sjálfum, að þvi er Haligrímur Pétursson, formaður Verkamannafélagsins Hlifar i Hafnarfirði tjáði Morgunblað- inu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins á Hlíf lóð við Lækinn í Hafnarfirði, sem tilheyrir Austur- götu. Hefur sú lóð verið á hendi Hlífar í allmörg ár, eða frá því er félagið varð 50 ára. Teiknað hefur verið hús á þá lóð, en talið er að bæði lóðin og húsið séu of lítil fyrir þá starfsemi sem fyrirhugað er að reka í hinu nýja verkalýðs- húsi. Hallgrímur Pétursson kvað enn alla möguleika í myndinni, hugsanlegt væri að reist yrði nýtt hús og eins kvað hann hugsanlegt, að kaupa notað húsnæði, ef það fengist hentugt. Eins og áður sagði er þessi hugmynd að verkalýðshöll í Hafn- arfirði, enn á algjöru frumstigi og hefur ákveðnum aðilum innan fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna verið falið að kanna málið, svo að unnt verði að leggja það fyrir viðkomandi félög. Jafnframt er hugsanlegt að lífeyrissjóðir taki einnig þátt í þessari byggingu, svo að unnt sé að veita Hafnfirðingum þá þjónustu, sem stéttarfélögin í Firðinum veita, alla á sama stað. Sovésku rannsóknar- skipin fara í dag SOVÉSKU hafrannsóknarskipin þrjú, sem verið hafa i Reykjavik undanfarna daga munu sigla brott i dag. Skipadeild Sambands isl. samvinnufélaga annast þjón- ustu við þau sovésk skip, sem hingað koma. Ómar Jóhannsson aðstoðar- framkvæmdastjóri skipadeildar- innar sagði í samtali við Mbl., að skipin hefðu haft hér viðkomu til að taka vatn og matvæli og hvíla áhafnir. Hefðu skipin verið við rannsóknarstörf og myndu halda áfram þeim störfum er þau færu héðan, en Ómar kvaðst ekki vita nánar um ferðir skipanna. Skipa- deildin sér um að útvega áhöfnum skipanna ísienska peninga, sem skipstjórar þeirra stjórna og eru aðrar úttektir skipanna, t.d. mat- væli og annað tryggt í banka gegnum umboðsaðilann. Auk sovéskra skipa hefur skipa- deild SIS annast afgreiðslu skipa frá Austur-Þýskalandi og fleiri Iöndum og sinna 2 starfsmenn deildarinnar þessari þjónustu við erlend skip. Kennarar vilja ekki breyta skólanum í hjúkrunarheimili KENNARAR Austurbæjarskól- ans mótmæla harðlega framkom- inni tillögu Alberts Guðmunds- sonar í borgarstjórn Reykjavíkur um að skólanum verði breytt i hjúkrunarheimili langlegusjúkl- inga. Austurbæjarskólinn gegnir sist minna þjónustuhlutverki en honum er ætlað. í skólanum eru nú um 500 börn og ekki fyrir- sjáanlegar verulegar breytingar á barnafjölda skólans i náinni framtið. Furðuleg verður sú af- staða að teljast að leggja beri niður skóla þegar nemendaf jöld- inn loks er í samræmi við hönnun húsnæðisins. Ætlast verður til þess að borgarfulltrúar kynni sér málin af eigin raun en hlaupi ekki eftir gróusögum svo að ályktanir og tillögur þeirra verði ekki til að vekja öryggisleysi og óánægju nemenda skólans og aðstandenda þeirra. Landssamband sjálfstæðiskvenna og Hvöt: Rit til heiðurs Auði Auðuns LANDSSAMBAND sjálfstæfF iskvenna og Hvöt, félag sjálf- stæðiskvenna í Reykjavik, eru með í undirbúningi útgáfu til heiðurs Auði Auðuns í tiiefni 70 ára afmælis hennar og er um að ræða greinasafn eftir ýmsa sjálfstæðismenn og er ætlunin, að bókin komi út i sumarbyrj- un. Þetta kom fram í samtali, sem Mbl. átti við Sigrúnu G. Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Hvatar. „Mikið starf er í gangi hjá Hvöt um þessar mundir," sagði Sigrún G. Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, er hún hafði samband við blaðamann Morgunblaðsins, „en starfsáætlun liggur nú fyrir til vors. Hjá félaginu starfa margar nefndir, sumar tengiliðir við heildarsamtök út á við, en aðrar eru starfsnefndir stjórnar. I janúar hófst starfið með fundum stjórnar og nefndunum, farið yfir verksvið þeirra og er það starf nú í fullum gangi. Kynningarfundur var 19. jan- úar með þeim, sem gerst hafa félagar í Hvöt sl. tvö ár, þá var félagsfundur 26. janúar, þar sem rædd voru framtíðar- og for- ystumál Sjálfstæðisflokksins og komu fram athyglisverð sjón- armið bæði í framsöguræðum og almennum umræöum." Sigrún upplýsti að á morgun Dalvíkurmálið: AuðurAuðuns yrði fundur í tilefni af stofndegi Hvatar (19. febr. 1937) og væri allt sjálfstæðisfólk velkomið, en öllum eldri félögum sérstaklega boðið. Þá er fyrirhugaður félags- fundur í tilefni af Alþjóðaári fatlaðra 2. mars. „Útgáfu mál taka mikinn tíma hérna á skrifstofunni", sagði Sigrún, „en Félagstíðindi koma út einu sinni í mánuði og fylgir því auðvitað umstang í hvert skipti. Nú er að ljúka dreifingu á greinasafninu „Fjölskyldan í frjálsu samfélagi", en sú bók hefur selst mjög vel og er verið að ljúka afgreiðslu til bókasafna og þeirra, er sérstaklega hafa pantað. Lítið er eftir af upplag- Sigrún Jónsdóttir inu hjá útgefendum, sem eru Landssamband sjálfstæðis- kvenna og Hvöt“. Að lokum sagðist Sigrún vilja sérstaklega vekja athygli á fræðslu- og skemmtifundinum annað kvöld, en þar ræðir Inga Jóna Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, um hlutverk Sjálfstæðis- flokksins í islensku þjóðlífi. Ólöf Benediktsdóttir, fyrrv. form. Hvatar segir frá stofnun félags- ins og starfi fyrstu árin og tvísöng syngja þær Hrönn Haf- liðadóttir og Valgerður Gunn- arsdóttir við undirleik Hafliða Jónssonar. Skiptar skoðanir innan Jafnréttisráðs - engin ákvörðun tekin um næsta fund ráðsins JAFNRÉTTISRÁÐ kom saman i annað sinn í gær til að (jalla um Dalvikurmálið. Ekki fékkst nein niðurstaða og skv. heimildum Morgunblaðsins eru nokkuð skiptar skoðanir meðal ráðsmeð- lima um afgreiðslu málsins. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um, hvenær Jafnréttisráð kemur sam- an á ný til umf jöllunar um málið, en Mbl. hefur fregnað, að formað- ur ráðsins, Guðríður Þorsteins- dóttir, hafi haldið utan i morgun til þátttöku i ráðstefnu á vegum Jafnréttisráðs. Hún mun dvelja erlendis í eina viku, þannig að vart er að vænta annars fundar fyrr en að þeim tima liðnum Bergþóra Sigmundsdóttir fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs sagði í viðtali við Mbl. í gær, að enn væri í athugun grundvallartúlkun á Jafnréttislögunum, en hún vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Hún sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvenær ráðið kæmi saman á ný. Dalvíkurmálið fjallar um, eins og lesendum er eflaust kunnugt, skipan Svavars Gestssonar heil- brigðis- og félagsmálaráðherra í 0 stöðu lyfsala á Dalvík, en Freyja V.M. Frisbæk, sem talin var hæf- ust af þar til kvöddum umsagnar- aðilum og hlaut þó eigi stöðuna, vísaði málinu til Jafnréttisráðs á þeirri forsendu, að hún teldi að gengið væri fram hjá sér þar sem hún væri kona. Þá ályktaði stjórn Kvenréttindafélags íslands um málið og beindi þeim tilmælum til Jafnréttisráðs að það tæki málið til meðferðar. INNLENT UMGUERSK HdTÍÐ AÐ HÓTEL LOFTLEIÐUM 17. - 22. FEB. j Við mælum með: í VÍKINGASAL ^Ungversku skemmtikvöldi. Mikill og góður matur.Sigaunahljómsveit ásamt söngkonu. Matseðlar verða númeraðir og dregið verður k\ ur vinningum á hverju kvöldi. - Siðasta kvöldið verður svo dregiö um ferð til Ungverjalands. IBLÓMASAL Ungverskum sérréttum á kalda borðinu i hádeginu Sigaunahljómsveit leikur. í VEITING ABÚÐ Ungverskum rétti á boðstólum á vægu verði. Boröapantanir fyrir Vikingasal og Blómasal i simum 22-3-21 og 22-3-22 Verið velkomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.