Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 Hafnarfjörður: Malbik- unarfram- kvæmdir sumarsins ákveðnar Á FUNDI ba-jarráðs IlafnarfjanV ar fyrir sknmmu var samþykkt ai> lí'Kftja til við ha'jarstjórn. aó hún samþykki i samræmi við markaóa stefnu um áframhaldandi varan- lefta KatnaKerð ok laKninKU KanKstétta. eftir því sem fjárveit- inK á fjárhaKsáætlun hrokkvi til. að ráðast skuli i eftirfarandi fram- kvæmdir á þessu ári: „Að leKRja varanleKt slitlaK (mal- bik) á eftirtaldar götur: Álfaskeið- botnlangar, Glitvangur, Jófríðar- staðavegur, Lækjargötu nyrðri, Mávahraun, Mýrargötu, Svöluhraun m/botnl., Sævangur m/botnl., Suð- urgata-botnl., Víðivangur, Mjósund ofan v/Hverfisgötu og neðan v/Austurgötu og Hjallabraut — önnur akbraut frá Skjólvangi að Flókagötu. Að leggja gangstéttir við: Heið- vang, hluta Hringbrautar, Norður- vang, hluta Hvaleyrarbrautar, Öldutún, Melholt, Kvíholt, Holts- götu, Hlíðarbraut, Hólabraut, Ás- búðartröð, Smyrlahraun og Flóka- götu. Rafveitu Hafnarfjarðar er falið að setja varanlega gatnalýsingu á Hjallabraut milli Reykjavíkurvegar og Miðvangs. Samþ. að bjóða framkvæmdir þessar út og bæjarstjóra heimilað að undirbúa og setja þær í útboð." Óeirðir urðu þann 22. sept- ember. Orsökuðust þær af því að yfirvöld bönnuðu á síðustu stundu hljómleika popphljóm- sveitarinnar „Propeller". Yfir- völdum fannst gæta þjóðernis- sinnaðra áhrifa í textum lag- anna. Yfir 1000 unglingar mót- mæltu á fótboltavellinum í Tall- inn. Urðu nokkur átök er lögr- eglan reyndi að dreifa hópnum og nokkrum eldri nemendum var vísað úr skóla. Eftir þessi mótmæli fylgdu fjölmennar kröfugöngur 1. og 3. október sem samanstóðu aðal- lega af ungu fólki. Úm það bil 5000 manns veifuðu hinum bannaða þjóðfána Eistlands og hrópuðu „Frjálst Eistland", „Rússa frá Eistlandi", og „Meira kjöt, færri Rússa". Þegar kröfugangan nálgaðist stjórnarstofnanir Eistlendinga skarst lögreglan í leikinn og handtók u.þ.b. 150. Að undan- skildum 6 manns var öllum sleppt aftur eftir að skilríki þeirra höfðu verið athuguð. Smærri mótmælagöngur voru farnar eftir þetta og tóku jafnvel Rússar sem búa í Eistlandi þátt í þeim. Foreldrum skipað að segja til barnanna Þann 10. október síðastliðinn náðu svo óánægjuraddirnar há- marki í sjávarþorpinu Párnu og háskólabænum Tartu þar sem í kröfugöngum var krafist að hinn nýskipaði menntamálaráðherra Eistlands, Sovétmaðurinn Elsa Grechkina, yrði látinn víkja úr embætti en hún er fyrsti Sovét- maðurinn sem gegnir þessari viðkvæmu ráðherrastöðu. Andófsmennirnir í Tartu von- uðust til þess að mótmæli þeirra bæru jafngóðan árangur og að- gerð um þúsund iðnaðarverka- manna sem höfðu farið í verkfall viku áður, dagana 1. og 2. koma sömuleiðis vissulega niður á efnahagslífi viðkomandi landa. I Indlandi er talið að sjúkdómar, sem óhreint vatn veldur, hafi í för með sér að árlega tapist 73 milljónir vinnudaga. Kostnaður af völdum þessa í formi minnkaðrar framleiðslu og lækniskostnaðar er talinn vera um 600 milljónir Bandaríkjadala á ári. Langt að sækja vatn Sú staðreynd, að þorpsbúar í þróunarlöndunum verða oft að sækja neyzluvatn i brunn, vatn eða á, langt í burtu frá bústöðum sínum, hefur einnig margvíslegar neikvæðar afleiðingar í för með sér. Það tekur e.t.v. oft upp undir 6 klukkustundir að sækja vatni og bæði það og að bera þunga byrði langa leið, hefur það auðvitað í för með sér að mikill tími og orka fer í þetta, sem annars mætti nota á hagnýtari og heppilegri hátt. Venjan er sú, að það eru fyrst og fremst konur og að nokkru leyti börn, sem hafa með höndum það hefðbundna hlutverk að sækja vatn. Það myndi því ekki aðeins koma konum og börnum, sem e.t.v. hefðu þá meiri tíma til skóla- göngu, til góða, heldur þjóðfélag- inu öllu, ef unnt væri að breyta þessu þannig, að vatnsból væru í hverju þorpi, þar sem fá mætti hreint og heilnæmt drykkjarvatn. Um þetta þarf ekki að fara mörgum orðum. Mikil fjárfesting Ef ná á þeim markmiðum, sem sett hafa verið á þessum áratug, þá táknar það að útvega verður hálfri milljón manna á dag allan áratuginn aðgang að nýjum sal- Margaret og Graham Mount frá Ástraliu. Ljósm. Kristján. ernum, nýju frárennsli, nýjum brunnum, nýjum vatnsdælum, nýjum vatnslögnum og svo fram- vegis. Þetta mun hafa í för með sér, að gera verður feiknarlegt átak, bæði alþjóðlega og í hverju landi fyrir sig. Sé talað um tölur einar, þá hafa sérfræðingar komist að þeirri niðurstöðu, að til fjárfest- ingar þurfi 30 milljarða dollara á ári hvert þessara tíu ára. Það er fimmfalt meira en nú er notað í þessu augnamiði um víða veröld. En er þetta mikið fé? Einn af aðalframkvæmdastjórum AÞ, og sá sem stjórnar þeirri starfsemi er tengist þessum vatns- og hrein- lætisáratug, Peter Bourne, hefur nýlega látið svo um mælt, að það sé auðvitað álitamál, hvort þetta sé há upphæð, eður ei. Það fari eftir því við hvað sé miðað. Til dæmis sé nú varið 240 milljónum dollara á daK (88 milljörðum á ári) til þess eins að kaupa sígar- ettur. Ef þetta t.d. er borið saman við þá 500 milljarða dollara sem árlega er varið til vígbúnaðar, þá skekkist þessi mynd auðvitað miklu meira. Til dæmis má setja þetta upp á þann veg, að þær 800 milljónir manna sem búa í Bangladesh gætu fengið, hver og einn einasti maður, hreint drykkj- arvatn að vild fyrir það verð sem þrjár orustuþotur kosta. Hófleg bjartsýni Ríkisstjórnir þróunarlandanna og fjölmargar alþjóðlegar hjálpar- stofnanir, bæði innan og utan vébanda Sameinuðu þjóðanna, hafa lýst því yfir að á komandi árum muni verða lögð höfuð- áherzla á framkvæmdir, sem bein- ast að því að útvega drykkjarvatn og auka hreinlæti. Allir eru sam- mála um, að einkum sé það til sveita sem vandamálin séu erfið- ust viðureignar. En einnig í fá- tækrahverfum stórborganna er ástandið slæmt og þar verður lögð mikil áherzla á úrbætur. Auk þess að bora eftir vatni og leggja vatnsveitur mun ekki síður verða lögð áherzla á að mennta sérfræð- inga í hverju landi fyrir sig, og einnig aö upplýsa íbúana um það hversu skaðlegt mengað vatn sé, en þótt ótrúlegt sé, þá eru tug- milljónir manna í veröldinni, sem gera sér enga grein fyrir skaðsemi mengaðs drykkjarvatns. Af hálfu þeirra, sem einkum um þessi mál fjalla á vettvangi AÞ hefur verið látin i ljós hófleg bjartsýni um að á þessum áratug megi takast að ná þessum markmiðum. Ein af ástæðunum fyrir þeirri bjartsýni er sú, að sú tækni sem hér þarf að beita, er tiltölulega einföld og þróunarlöndunum ekki talin ofætlun að ráða við hana. Fólkið sjálft, einkum til sveita, mun í flestum tilvikum geta lagt mikið af mörkum, þegar nauðsynleg áhöld og tæki hafa fengist og árangur af því sem verið er að gera, mun ekki láta á sér standa og fljótt verða lýðum ljós. (Jörgen Larsen, Úpplýsingaskrifstofu Sam. þjóðanna fyrir Norður- löndin í Kaupmannahöfn). október. Kröfur iðnverkafólksins voru þessar: 1. Að dregin yrðu til baka ákvæði um aukin afköst þess. 2. Að vangoldinn bónus yrði greiddur þegar í stað. 3. Aukið vöruval í verslunum. Þetta verkfall varð til þess að sérstök nefnd var send í flýti frá Moskvu til að semja við iðn- verkafólkið og féllst hún þegar á tvo fyrstu liði kröfugerðarinnar. Daginn eftir óeirðirnar 10. október í Párnu og Tartu hófu yfirvöld mikla baráttu gegn „óeirðaseggjunum". Innanríkis- ráðherrann varaði fólk við því í sjónvarpsræðu að taka þátt í kröfugöngum, og í skólum voru boðaðir foreldrafundir, þar sem foreldrum var skipað að bera kennsl á börn sín á myndum sem KGB hafði tekið af mótmæla- fundum. 14. október fluttu fjölmiðlar yfirlýsingar um hvaða refsingar biðu þeirra sem hefðu átt upp- tökin „að hinni alvarlegu ókyrrð og röskun á friði" og 20. október hófust að nýju handtökur vegna kröfugangnanna og voru þá þrír fangelsaðir. Um allt land vann lögreglan ötullega að því að finna „óeirðaseggina" og gerði húsleitir sem margar hverjar einkenndust af ruddaskap. Á sama tíma kom yfirmaður KGB, Yury Andropov, frá Moskvu í því skyni að hafa sjálfur yfirumsjón með rannsóknunum og sam- kvæmt óstaðfestum fréttum er hann sagður hafa rekið Avgust Pork major yfirmann KGB í Eistlandi. Seint í desember sendu svo fjölmiðlar í Eistlandi út þá tilkynningu að fjórir „nas- istar", sem allir hefðu verið stríðsglæpamenn úr síðari heimsstyrjöldinni, hefðu verið líflátnir, en tilkynningar af þessu tagi eru einmitt algengt ráð stjórnvalda þegar þau þykj- ast þurfa að minna almenning á hvernig farið geti fyrir andstæð- ingum kerfisins. Kalmar ’81 □ Við höfum nú gjör- breytt og stækkað sýningarhúsnæði okkar í Skeifunni 8, Reykjavík. □ Þar er nú veröld inn- réttinga í vistlegu húsnæði, sem á sér enga hliðstæðu hér- lendis. □ Hringið eða skrifið eftir nýjum bæklingi frá Kalmar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.