Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 16
16 ------------------------------------, l I w MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981 Sjö dagar í Líbanon texti: Björn Bjarnason/myndir: Kjartan Gunnarsson Snúið til hafs vegna snjókomu Nú þurftum við ekki að taka með okkur hjálma og skotheld vesti, þegar við fórum upp í jeppann, eins og skyldugt var á ferð um Norbatt svæðið. Þess í stað komum við ferðatöskunum fyrir aftur í jeppanum og héldum til Beirut um átta leytið mánu- dagsmorguninn 2. mars. Ætlunin var að fara norður í Beekadalinn og síðan eftir Damaskusveginum. Ferðin myndi taka tæpa þrjá tíma, þannig að um tólf á hádegi yrð uim við ölgerðina Almaza í austurhluta Beirut hjá Francois Jabre, aðalræðismanns íslands. I jeppanum voru fjórir farþegar auk bílstjóra, þar af þrír íslend- ingar. Arnór ætlaði að fylgja okkur til ræðismannsins og halda síðan aftur til Ebel es Saqi eftir hádegið. Við ókum í gegnum síðasta hliðið hjá gæslusveitum SÞ og Ghanamennirnir kölluðu til okkar „God páske“, þegar við fórum fram hjá þeim. Allan ársins hring óska Ghanamenn norsku hermönnunum gleðilegra páska við hlið sín í vináttuskyni. En við höfðum ekki farið nema rúma sex kílómetra frá Ebel es Saqi, þegar bílstjórinn taldi varasamt að halda lengra vegna hálku á vegin- um og snjókomu. Fyrst það snjó- aði svona mikið þarna væri áreið- anlega öngþveiti vegna ófærðar á leiðinni yfir Líbanonfjallið milli Beekadalsins og Beirut, best væri fyrir okkur að snúa strax við. Nú voru góð ráð dýr. Með okkur var norskur hermaður, sem ætlaði að ná í flugvél heim til Noregs í t.íu daga frí klukkan hálf tólf í Beirut. Við áttum stefnumót klukkan tólf og Arnór gat ekki fylgt okkur nema hann kæmist aftur til baka samdægurs. Fyrir utan að bíða, þar til stytti upp og snjórinn bráðnaði, var um tvennt að velja. Við gátum reynt að fá þyrlu frá Naqoura til að sækja okkur og flytja til Beirut eða við gátum ekið niður að ströndinni til Tyrus og þaðan í norður um Sídon. Það ferðalag tæki líklega um fjóra tíma hið skemmsta eða jafnvel sex. Arnór ræddi við ráðamenn í stjórnstöð Norbatt. Niðurstaða: Þið akið um Tyrus til Beirut. Bílstjórinn gistir í Beirut í nótt. Ég get því ekki komið með ykkur, sagði Arnór. Við kvöddumst og ég sagði, að það væri traustvekjandi, ef við gætum haft varadekk með okkur. Þau voru þarna af skornum skammti, svo að við fengum dekk- ið af jeppa Aune, majórs. Okkur Kjartani fannst tómlegt í jeppan- um, eftir að Arnór var farinn og töldum öryggi okkar ekki jafn vel borgið. Ég minntist þess, sem Ödegaard, ofursti, næstráðandi UNIFIL í Naqoura hafði sagt við mig, að við Islendingar gætum verið stoltir af þessum fulltrúa okkar í gæslusveitunum. Ferðinni miðaði vel. Þegar við vorum rúmlega hálfnaðir til Tyrus heyrðum við stórskotahríð og sprengjudrunur í fjarska. Smá- bæir og býli voru á leið okkar og enn einu sinni dáðumst við að því, hve mannlífið bar venjubundinn svip á þessum hættulegu slóðum. Við sáum einnig að spá okkar um, að Líbanon yrði kæft í drasli, mundi seint rætast. Hver einasta hlíð og brekka virtist nýtt til ræktunar og af vandvirkni höfðu verið hlaðnir stallar í brattann. í einum smábæjanna virtist ekki allt með felldu. Reiðilegar kveðjur og bendingar mættu okkur og fólk hafði hópast saman. Maður hljóp um götuna með þunga vélbyssu og aðrir höfðu raðað sér eins og þeir byggjust við skothríð. Við hægðum ekki á okkur heldur fórum á jöfnum hraða í gegnum bæinn. í hinum enda hans var varðhlið á vegum Senegalmanna í liði SÞ, við það höfðu safnast nokkrir SÞ bílar á leið upp til fjallanna, þaðan sem við komum. Við skiptum okkur ekkert af þeim en skammt fyrir utan bæinn mættum við Mercedes Benz troðfullum af vígalegum körlum, bílstjórinn sendi okkur reiðikveðju. Ekki leið á löngu, þar til bíll með rautt blikkandi ljós kom á móti okkur og á eftir honum löng bílaröð. — Jarðarför, sagði norski hermaðurinn við okkur og bílstjórann. Við önduð- um léttar og fengum okkur appels- ínu. Tyrus blasti við fögur út við hafið. Rúin ríkidæmi sínu og víða með merki loftárása. í Nýja testa- mentinu er greint frá því, að Jesús hafi komið til Tyrusar. í Tyrus hitti hann kanversku konuna, sem bað hann miskunnar vegna þess að dóttir sín væri þungt haldin af illum anda. En hann svaraði og sagði: „Eg er ekki sendur nema til týndra sauða af húsi ísraels. En hún kom, laut honum og mælti: Herra.hjálpa þú mér. En hann svaraði og sagði: Það er ekki fallegt, að taka brauðið frá börn- unum og kasta því fyrir hvolpana. En hún sagði: Satt er það, herra, en hvolparnir eta þó af molum þeim, er falla af borðum hús- bænda þeirra. Þá svaraði Jesús og sagði við hana: Kona mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt. Og dóttir hennar varð heilbrigð í frá þeirri stundu.“ Nú voru við komnir inn á PLO svæði. Sama umferðargatan og þremur dögum áður á leiöinni til Naqoura, sömu drunurnar og sami græni Willys jeppinn kom á eftir okkur. Nú var blámaðurinn einn í honum. Ekkert gerðist og við fórum inn i virkið í Tyrus. Fyrir- mæli bílstjórans voru þessi: Þú ferð í virkið í Tyrus og leitar þar upplýsinga um ástandið á leiðinni til Sídon. Telji þeir í Tyrus nauðsynlegt, að þið akið í bílalest, verðið þið að bíða í virkinu eftir fleiri bílum. Svar virkisstjóra: Allt í lagi, þið skulið bara halda áfram. Við höfðum ekki verið nema rúma tvo tíma til Tyrusar og þaðan til Beirut voru ekki nema 85 km. Ferðin gekk vel, þar til við komum um hádegisbilið til Sídon, þar var algjört öngþveiti á götun- um, mannmergðin og bílarnir mynduðu eina kös. í Heimskringlu er greint frá því, að Sigurður Jórsalafari hafi komið til Sídon. Snorri segir, að Sigurður hafi hitt Baldvina Jórsalakonung. Hafi far- ið vel á með þeim og Baldvini gefið Sigurði spón af „inum helga krossi, er guð sjálfr var píndur á“. Síðan segir í Heimskringlu: „Sig- urð konungr fór síðan til skipa sinna í Akrsborg. Þá bjó ok Baldvini konungr her sinn at fara til Sýrlands til borgar þeirrar, er Sætt heitr. Sú borg var heiðin. Til þeirrar ferðar réðst Sigurðr kon- ungr með honum. Ok þá er þeir konungarnir höfðu litla hríð setit um borgina, gáfust heiðnir menn upp, ok eignuðust konungarnir borgina, en liðsmenn annat her- fang. Sigurðr konungr gaf Bald- vina konungi alla borgina ...“ Borgin Sætt í Heimskringlu er Sídon og þaðan eru 43 km til Beirut. Skammt fyrir sunnan Síd- on höfðum við séð bíla SÞ hópast saman í lest til að aka suður á bóginn og vissum þá, að við vorum komnir út af hættulegasta svæð- inu, þar sem liklegat er, að PLO menn veiti bílum fyrirsát og reyni að ræna þeim. I norska sendiráðinu í Beirut fengum við upplýsingar um, hvaða leið best væri að fara til Almaza- ölgerðarinnar. í ljós kom, að bílstjórinn mátti ekki fara án fylgdarmanns á þær slóðir, og þar eð við höfðum þegar kvatt hann, sem nú hafði tapað einum degi af tíu daga fríi sínu í Noregi, fundum við á hóteli norskan hermann, sem gat fylgt okkur til ölgerðarinnar og bílstjóranum til baka. Austurhluti Beirut er á valdi kristinna manna. Við vorum í hinum hluta borgarinnar. Við urðum því að fara yfir „grænu línuna" og gerðum það við höfn- ina. Það var óhugnanlegt að aka í gegnum mannauða höfnina, þar sem vopnaðir verðir stóðu í hópum og ryðgaðir skipsskrokkar lágu við bryggjur. Húsin fyrir ofan höfn- ina voru rústir einar. Þarna hafði áður verið hjarta Beirut, Parísar Mið-Austurlanda. Andrúmsloftið var svo magnað spennu á þessu einskis manns landi milli hinna stríðandi afla, að okkur datt ekki i hug fyrr en um seinan að taka upp myndavélina. Líklega var það eins gott, því að einmitt á þessum slóðum eru aðilar mjög varir um sig og beiting myndavélarinnar hefði getað leitt til vandræða. Fréttir herma, að í höfninni hafi leyniskyttur oftar en einu sinni skotið að bílum, tii dæmis nú fyrir skömmu á bandaríska sendiherr- ann í Beirut, John Gunther. Við höfðum ekki hugmynd um slíka atburði á þessum slóðum, þegar við snigluðumst þarna áfram milli vöruhúsanna og litum eftir öðrum bílum til að sjá, hvaða leið við ættum að fara. Þegar við komum yfir „grænu línuna", var eins og við tæki nýtt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.