Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981 35 Martinus — In memoriam — Fæddur 11. ágúst 1891. Dáinn 8. mars 1981. Hinn stórkostlegi danski lífs- spekingur Martinus hefur hvatt hið jarðneska svið, rúmlega ní- ræður að aldri. Martinus var fæddur 11. ágúst 1890 í Sindal Vendsyssel, Danmörku. Af föður sinum hafði hann engar spurnir, og missti bláfátæka, einstæða móður 11 ára gamall. Eftir það ólst hann upp hjá frændfólki sínu. Öll skólaganga hans voru 3 mán- uðir í barnaskóla þess tíma. Fram að þrítugs aldri var hann ósköp venjulegur ungur, hæglátur mað- ur, sem vann á skrifstofu mjólkur- bús. En þá skeði undrið, sem átti eftir að gerbreyta lífi hans. Kvöld eitt í mars árið 1921 sat hann í herbergi sínu og reyndi að íhuga hugtakið „Guð“. Varð hann þá fyrir geisi sterkri hugljómun, og næstu kvöld endurtók þetta sig aftur og aftur þangað til að hann öðlaðist „alheimsvitund" (Cosmic consciousness). Vitund hans var orðin ótæmandi andleg uppspretta á sjálfri sér. Martinus hefur skrifað litla bók um þessa reynslu sína, sem er alveg einstæð lesning, og kallar hana „upphaf köllunar minnar". Það tók Martinus nokkur ár að ná fullkomnu valdi á þessari nýju skynjun sinni, sem er hreint innsæi (intuition) og hefjast handa um að skrifa þær bækur, sem gert hafa hann að einstæðum rithöfundi guðdómlegra verka. Ör- lítil tilvitnun úr umræddri bók: „Það sem verður lesandanum grundvallaratriði, eru því ekki þær andlegu skynjanir, sem mér hafa hlotnast, heldur áhrif þau, sem þær hafa skapað, því að hver óháður og frjálshuga maður, sem til þess er siðferðilega hæfur, getur sjálfur fundið þau að meira eða minna leyti. Þessi áhrif mynda höfuðatriðin í boðskap mínum: Sköpun raunhæfra, stærðfræðilegra alheims grein- inga, fullkomlega óhagganleg and- leg vísindi, sem bera uppi byrjandi myndun nýrrar hugarstefnu, nýrrar menningar, þar sem réttur skilningur á lífinu, hárfín kær- leikslögmál þess, æðstu heimsrök og höfuðniðurstaða: „allt er harla gott“, breytist úr draumsýnum í raunhæft líf, áþreifanlegar stað- reyndir, aðgengilegar hverjum þeim manni, sem hefur nægilega þróaða eða þroskaða vitsmuni og tilfinningar." Höfuðverk Martinusar er Bók lífsins (Livets bog) í 7 þykkum bindum, á fjórða þúsund blaðsíð- ur, ásamt fjölda annarra bóka, stórra og smárra um ýmis sérsvið svo sem Logik o.fl. Einnig gerði hann fjölda littáknmynda til skýr- ingar á fræðum sínum. Gefnar hafa verið út 3 táknmyndabækur og eru fleiri væntanlegar. Síðustu árin vann Martinus að miklu ritverki, sem við aðdáendur hans bíðum eftir með óþreyju að út komi. Þýddar hafa verið á íslensku af Þorsteini heitnum Halldórssyni 2 bækur með 40 fyrirlestrum eftir Martinus, einnig 2 táknmynda- bækur, útgefnar af Leiftri. Fleira er til í íslenskri þýðingu, en óútgefið. í Kaupmannahöfn er stofnun, sem ber nafn hans „Martinus institut" og er þar miðstöð fræða hans. Einnig er þar prentsmiðja og bókaútgáfa. Tímaritið Kosmos kemur út 16 sinnum á ári á mörgum tungumálum þ.á m. esp- eranto, einnig hafa nokkrar bækur hans verið prentaðar þar og gefn- ar út á ýmsum tungumálum. Á Norður-Sjálandi er stór miðstöð (Martinus center) með fjölda sumarhúsa og fyrirlestrasal. Þar er sumarskóli, og sækir þangað sívaxandi fjöldi fólks á sumrin hvaðanæva að úr heiminum. Martinus ferðaðist vítt og breitt um heiminn, og hélt þúsundir fyrirlestra um fræði sín. Hann fór til Indlands og Japan í austri og Englands og íslands í vetur. Hann kom 6 sinnum til Islands og hélt fyrirlestra í Reykjavík og á Akur- eyri. Var honum eitt sinn boðið að halda fyrirlestur á prestaþingi í Reykjavík, sem hann gerði við góðar undirtektir. Forseti Islands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, bauð hon- um til Bessastaða, og ymis annar sómi var honum sýndur. Ferðaðist hann talsvert um landið og varð hann stórhrifinn af landi og þjóð, og einlægur íslandsvinur alla tíð. Eignaðist fjölda vina og aðdáenda hér. Martinus er löngu heimskunnur meðal þeirra er láta sig andleg mál nokkru skipta, og fer frægð hans vaxandi mjög að verðleikum. Mig langar að vitna í umsagnir nokkurra þekktra manna um hann. Hinn heimsfrægi rithöfundur og dulspekingur Dr. Paul Brunton lætur m.a. svo um mælt um Martinus og kenningar hans: „Gildi hverrar hreyfingar verður að dæma eftir áhrifum hennar. Hin siðferðilegu áhrif af kenning- um Martinusar eru fortakslaust góð. Þetta er vafalaust þeirri staðreynd að þakka, að áhangendur hans eru sí og æ hvattir til að hætta að kenna öðrum um ófarir sínar og óheppni heldur rannsaka eigin skapgerð, þar sem hinna sönnu orsaka er að leita. Þetta leiðir óhjákvæmilega af sér stöðuga viðleitni til þess að treysta skapgerðina og ná stjórn á tilfinningunum, og það hefur blessun í för með sér bæði fyrir viðkomandi persónur og nánasta umhverfi þeirra ... Um hann (Martinus) má segja, að það að kynnast honum er sama og að opna honum rúm í hjarta sínu. Hann er lifandi ímynd þeirrar visku, ósérplægni og kærleika sem myndar innsta kjarnann í sið- ferðilegri og raunhæfri kenningu hans ....“ Sr. Árelíus Níelsson í Morgunblaðinu 9. júní 1955: „.. .Martinus er meðal dular- fyllstu persónuleika í heimi núlif- andi fólks ... Frjálslyndi hans, dirfska og innsæi varpa nýju og áður óþekktu ljósi yfir ýmis tor- skilin atriði ritningarinnar og tilverunnar. Öll tilveran er ritning hans, skrifuð fingri Guðs með eilífri fegurð speki og kær- leika ...“ Martinus notaði hvorki tóbak né áfengi á sinni löngu ævi, einnig var hann jurtaæta allt sitt líf. Hann lifði eins heilbrigðu og fullkomnu lífi og hugsast gat, enda starfsþrek hans með ólíkind- um og allt hans lífsverk fullkomið og stórkostlegt. Undirritaður átti þess kost að kynnast honum persónulega náið við síðustu heimsóknir hans til Islands, og einnig síðastliðið sumar í Kaupmannahöfn, þegar ég flutti honum kveðjur íslend- inga í stórri afmælisveislu, sem honum var haldin í Falkoner Centret í K.B.H. í tilefni níræðis- afmælis hans. Þar voru yfir 1200 manns viðsvegar að úr heiminum honum til heiðurs. Þar flutti Martinus mikla ræðu, og sagði að þetta væri síðasta sinn, sem hann kæmi fram opinberlega, og mátti skilja að hann væri að kveðja aðdáendur sína hinstu kveðju, sem er komið á daginn. Það mætti skrifa mikið og langt mál um Martinus og fræði hans, af nógu er að taka, en það verður ekki gert að sinni. Nú þegar hann hefur kvatt okkur og horfið til æðri heima, er ég þakklatur for- sjóninni fyrir að hafa þekkt hann og fengið að lesa verk hans, sem ég kynntist ungur. Martinus var sannkristinn maður og lifði full- komlega samkvæmt því. Allt hans líf var kærleikur í anda Jesú Krists, enda sagði hann oft að kristindómurinn væri einasta von mannkynsins ... — Minningarat- höfn um Martinus fer fram í konsertsalnum i Tivoli í K.B.H. sunnudaginn 29. mars. Finnbjörn Finnbjörnsson, Yrsufelli 11, R. Stúdentaráð ályktar um E1 Salvador MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning: „Á fundi Stúdentaráðs Háskóla íslands þ. 20. mars sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun vegna ástands- ins í E1 Salvador: Við styðjum baráttu Lýðræðisfylk- ingárinnar, FDR, við að bæta kjör íbúa E1 Salvador, og við að koma á lýðræðislegu stjórnarfari í landinu. Við skorum á íslensk stjórnvöld að þau mótmæli framkomu yfirvalda E1 Salvador gagnvart íbúum landsins, en herinn, ásamt ógnarsveitum, hef- ur farið með ofbeldi um landið, ofbeldi, sem hefur ekki síst beinst gegn stúdentum. Við heitum á íslensk stjórnvöld að skora á Bandaríkjastjórn að hætta stuðningi við herforingjastjórnina í E1 Salvador. Jafnframt mótmælum við því, að alþjóða peningamálastofnanir verði notaðar til að aöstoða herforingja- stjórnir sem ríkja í óþökk íbúanna." Sumaráætlunin flýgur um landið Komiö - Hringið - Skrifið Urvals umboðsmenn um land allt. Aðalskrifstofa: Úrval viö Austurvöll, 91-26900/ 28522 Keflavík: Nesgarður hf., Faxabraut 2, 92-3677/ 3899 Akranes: Ólafur B. Ólafsson, Skólabraut 2, 93-1985 Borgarnes: Þóra Björgvinsdóttir, Garðavík 1, 93-7485 Stykkishólmur: Axel Björnsson, Víkurflöt 9, 93-8202 Patreksfjörður: Flugleiðir hf., Aðalstræti 6, 94-1133 ísafjöröur: Gunnar Jónsson, Aöalstræti 22, 94-3164 Bolungarvík: Margrét Kristjánsdóttir, 94-7158 Flateyri: Jónína Ásbjörnsdóttir, Eyrarvegi 12, 94-7674 Sauðárkrókur: Árni Blöndal, Víðihlið 2, 95-5223 Húsavík: Ingvar Þórarinsson, Garöarsbraut 9, 96-41234 Siglufjörður: Birgir Steindórsson, Aðalgötu 26, 96-71301 Akureyri: Ferðaskrifstofa Akureyrar hf., 96-25000 Egilsstaöir: Ferðamiðstöð Austurlands, Selás 3, 97-1499 Orðsending til félagsmanna Mjólkurfélags Reykjavíkur Aðalfundir félagsdeilda M.R. fyrir áriö 1980 veröa haldnir sem hér segir: Innri-Akraneshrepps-, Skilmannahrepps-, Hvalfjarð- arstrandarhrepps-, Leirár og Melasveitardeildir Mánudaginn 6. apríl kl. 14.00 í félagsheimilinu Fannahlíð, Skilmannahreppi. Kjósardeild Þriöjudaginn 7. apríl kl. 14.00 í félagsheimilinu Félagsgarði. Bessastaða-, Garða- og Hafnarfjarðardeildir Miðvikudaginn 8. apríl kl. 14.00 í samkomuhúsinu Garðaholti. Vatnsleysustrandar-, Gerða- og Miðnesdeildir Fimmtudaginn 9. apríl kl. 14.00 að Neðri-Brunna- stöðum Vatnsleysuströnd. Mosfellssveitardeild Mánudaginn 13. apríl kl. 14.00 í félagsheimilinu Hlégaröi. Kjalarnesdeild Þriöjudaginn 14. apríl kl. 14.00 í félagsheimilinu Fólkvangi. Reykjavíkurdeild Miðvikudaginn 15. apríl kl. 20.30 í skrifstofu M.R. Laugavegi 164. Aöalfundur félagsráös verður haldinn föstudaginn 1. maí kl. 12.00 að Hótel Sögu. Stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur. ■mFIMLEIKAR ^^m^^^K^mi^^^^mmmmmmmmm^^mm^mmmm^amm^ma^m^ FIMLEIKARan íslandsmeistaramót í fimleikum 1981 íslandsmeistaramót í fimleikum veröur haldiö í íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands viö Stakkahlíö sem hér segir: Laugardaginn 28. marz kl. 14.30, skylduæfingar kvenna og karla. Sunnudaginn 29. marz kl. 14.30, frjálsar æfingar kvenna og karla. Komið og sjáið spennandi keppni. Fimleikasamtand íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.