Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ1981 3 Rotterdammarkaðurínn: Gasolía hefur lækkað um 11,8% frá í janúar JÓN Júlíusson í viðskipta- ráðuneytinu sagði í sam- tali við Mbl., að verð á gasolíu hefði farið stöðugt lækkandi undanfarna mánuði á Rotterdam- markaði, sömuleiðis verð á benzíni og svartolíu. Gasolíutonnið kostaði í Rotter- dam um miðjan janúar 322 Bandaríkjadollara, en 24. apríl sl. kostaði tonnið 284 Banda- ríkjadollara, eða hafði lækkað í verði um 11,80%. Meðalverð á gasolíu í janúar í Rotterdam var 310 Bandaríkja- dollarar, lækkaði síðan í 306 Bandaríkjadollara í febrúar. Verðið fór síðan lítið eitt upp á við í mars, eða í 308 Bandaríkja- dollara. Meðalverð það sem af er aprílmánuði er 293 Bandaríkja- dollarar. Verð það sem Islendingar greiða fyrir gasolíuna hjá BNOC er á bilinu 330—335 Bandaríkja- dollarar hvert tonn, eða öllu hærra verð en gerist á Rotter- dam-markaði. Tómas Árnason, sagði í samtali við Mbl. í fyrra- dag, að m.a. vegna þessarar verðþróunar hefði viðræðum við BNOC verið frestað um sinn. Um áramótin kostaði hvert tonn af benzíni 350 Bandaríkja- dollara en kostar í dag 340 Bandaríkjadollara, eða hefur lækkað í verði um liðlega 2,86%. Svartolía var skráð um ára- mótin á 214 Bandarikjadollara hvert tonn, en í dag 205 Banda- ríkjadollara, eða hefur lækkað í verði um rúm 3%. Málhildur Anxantýsdóttir Haraldur KrÍKtjánsson Ilannes II. Gissurarson Helfci Skúlason SÍKridur Ilannesdóttir Pálmi Mattnús Gunnarsson Kjartansson hús í Valhöll „Þetta eru ill tíð- indi og mikiö áíall - sagði Aðalsteinn Guðjohnsen um afgreiðslu rikisstjórnarinnar á hækkunar- beiðni Rafmagnsveitu Reykjavíkur MORGUNBLAÐIÐ innti forstöðumenn nokkurra opinberra stofnana álits á afgrciðslu ríkisstjórnarinnar á hækkunarbeiðnum viðkomandi stofnana i gær, cn þar var um verulega lækkun að ræða frá ha'kkunarhciðnum viðkomandi fyrirtækja. Fara svör þeirra hér á eftir, en ekki tókst að ná sambandi við Jóhannes Zöega Hitaveitu- stjóra og Jón A. Skúlason póst- og simamálastjóra: „Hafi Landsvirkjun fengið níu hækka fargjöldin um 10% í stað 40% prósent hækkun hefðum við þurft sem farið hafði verið fram á. 4,4%. hækkun bara til þess að standa undir því, þar sem við kaupum alla okkar orku af Landsvirkjun. Þannig sýnist mér að í okkar hlut komi sem sagt 3,6%. hækkun í stað 20,8% hækkunar sem við fórum fram á,“ sagði Aðalsteinn Guðjohnsen raf- magnsveitustjóri, en Rafmagnsveitu Reykjavíkur var heimiluð átta pró- sent hækkun á gjaldskrá í stað rúmlega 20%. „Þetta er náttúrulega ekki neitt,“ sagði Aðalsteinn, „og þetta er mikið áfall og ill tíðindi. Við erum búnir að binda okkar framkvæmdir svo til algjörlega í ár, þar verður ekki snúið aftur. Rafveitufyrirtæki binda sig í efniskaupum langt fram í tímann, þar sem afgreiðslufrestur á erlendu efni til rafveitna er mjög langur. Mér sýnist þessi ákvörðun ríkis- stjórnarinnar muni stefna rafmagns- veitunni í mikla greiðsluerfiðleika strax í sumar, og þar af leiðandi verður óhjákvæmilegt að leita til lánastofnana til þess eins að bjarga okkur áfram næstu mánuðina. Ef svo ólíklega færi, að verulegar úrbætur á þessu fengjust þá gæti það bjargað einhverju, en takmörkuðu. Það er því ekki falleg mynd, sem við blasir". „Það er pólitíkin sem ræður því hversu mikla hækkun við fáum, en þegar við ekki fáum þá fargjalda- hækkun sem yið förum fram á, þá er það okkar eina ráð að biðja borgar- sjóð um þá aðstoð sem þarf til viðbótar, áður en farið væri að skera niður þjónustuna," sagði Eiríkur Ásgeirsson forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur í samtali við Mbl. í gærkvöldi, en Strætisvögnum Reykjavíkur var í gær heimilað að „Við munum einungis bregðast þannig við þessari ákvörðun, að við munum hækka samkvæmt þessari heimild. Það kemur því í hlut borgar- anna að reiða út fyrir því sem á vantar, enda hefur það gerst undan- farið. Það er mála sannast, að 1968 var samþykkt í borgarstjórn, að fargjöld skuli standa undir rekstri Strætis- vagnanna, en borgarsjóður skuli fjármagna kaup á strætisvögnum og standa undir öðrum fastakostnaði. Þetta hefur þó aldrei átt sér stað síðan 1968, og hefur borgin endan- lega borgað það sem á hefur vantað á hverju ári, eða frá 30 og upp í 60% af rekstrarkostnaðinum. Þetta verður því eftir sem áður málefni borgarstjórnarinnar. Það verður hennar að ákveða hvað látið verður af hendi rakna í þessa þjón- ustu,“ sagði Eiríkur. „Þegar við gerðum fjárhagsáætlun í desember, þá töldum við eins og staðan var þá, að við þyrftum að fá að hækka aðgang að sundstöðunum um 20% til þess að geta haldið í horfinu og náð þeim markmiðum sem við höfðum sett, það er að aðgangs- eyrir nægði fyrir 60% af rekstri og að framlag borgarsjóðs yrði 40%. Okkur var heimiluð 10% hækkun um áramótin, þrátt fyrir ósk um 20%, og við héldum því einfaldlega áfram að biðja um að fá að hækka í þessi 20% í heildina. Þar sem okkur er hins vegar heimiluð níu prósent hækkun vantar eiginlega bara smáræði upp á að fá þá hækkun sem við báðum um í upphafi" sagði Stefán Kristjánsson íþróttafulltrúi Reykjavíkurborgar. „Ég tel nú ákaflega fáránlegt, að í TILEFNI aí hátíðisdegi verkalýðsins standa Sjálfstæð- isfélögin í Reykjavík fyrir opnu húsi í Valhöll við Iláaleitisbraut í dag frá klukkan 15 — 18. Þar verða kaffiveitingar á boðstólum, og fjölbreytt dagskrá. „Á FUNDI háskólaráös 30. apríl voru samþykktar fjoldatakmark anir í læknadeild við Iláskóla íslandí. Vaka harmar þessa ákvöróun og telur hana fullkom lega óviöunandi lausn fyrir stúd enta á vanda deildarinnar. Af leiAingar þessarar ákvörðunar eru ófyrirsjáanlegar fyrir aðrar deildir háskólans,“ segir í álykt un stjórnar Vöku, sem samþykkt var á fundi í gær. Þá segir einnig: „Stjórn Vöku styður einhuga bókun fulltrúa stúdenta í háskólaráði á áður- nefndum fundi og bókunin hljóðar svo: „Það að samþykkja fjöldatak- markanir í læknadeild verðum við að fordæma. Það getur ekki talist sveitarfélögin fái ekki að ráða þess- um málum sjálf. Þau greiða með þessu 40% hér í Reykjavík, og finnst mér að þau ættu að fá að ráða því sjálf hvort þau greiði 30, 40 eða 50% með þessari starfsemi. Einnig vil ég vekja athygli á því, að við þurfum að greiða söluskatt af aðgöngumiðunum, sem að mínu mati er ákaflega óeðlilegt. Það er ekki tekin söluskattur af neinni íþrótt- astarfsemi nema þessari. Menn borga ekki söiuskatt þegar þeir eru að æfa sig í handbolta, fótbolta, skíðum, eða hverju sem er. Ég held að ætti að fella þennan söluskatt niður og halda gjaldinu í sundstaðina eins lágu og hægt er svo allir komi nú á þessa heilsusamlegu staði," sagði Stefán Kristjánsson að lokum. „Við höfum ákveðið að láta ekkert hafa eftir okkur um þessa ráðstöfun ríkisstjórnarinnar fyrr en hún liggur endanlega og skýlaust fyrir, þar til við sjáum það svart á hvítu hvað þarna er á ferðinni, en við höfum ekki fengið formlega tilkynningu um þessar ráðstafanir, heldur aðeins sögusagnir," sagði Halldór Jóna- tansson aðstoðarframkvæmdastjóri Landsvirkjunar, sem fékk níu pró- sent hækkun í stað 42,5%. Pálmi Gunnarsson og Magnús Kjartansson munu skemmta, þá verður samlestur úr verkalýðsbar- áttunni í umsjá Hannesar Gissur- arsonar, Hafliði Jónsson leikur létt lög á píanó og Helgi Skúlason les ljóð. Ávörp munu flytja þau Málhildur Angantýsdóttir, sjúkra- liði, Haraldur Kristjánsson, iðn- nemi, Sverrir Axelsson, vélstjóri, og Hilmar Jónasson, verkamaður. Þá verður í Valhöll sérstök aðstaða fyrir börn og þar mun Sigríður Hannesdóttir annast dagskrá með sögulestri, teikni- myndum o.fl. En það verður semsé opið hús i Valhöli milli klukkan 15 og 18 í dag. Sigurður Bjarnason og kona hans heiðursgestir Bretadrottningar SIGURÐUR Bjarnason, sendiherra íslands í London og kona hans, Ólöí Pálsdóttir, voru heiðursgestir Elísabetar II, Bretadrottningar í Windsorkastala 7. og 8. apríl sl. Meðal annarra gesta í kastalanum þá daga má nefna innanríkisráðherra Breta, Whitelaw og konu hans, stjórnarfulltrúa (sendiherra) Kanada, Sir Michael Edwardes, forstjóra Leylandverksmiðjanna og konu hans og djáknann í st. Páls kirkjunni og konu hans. Karl Bretaprins og lafði Díana Spencer verða gift í þeirri kirkju. í Windsorkastala var Sigurður herratíð sinni og mun hér hafa Bjarnason borðherra drottn- verið um slíkt boð að ræða. ingar og Ólöf borðdama Filipp- Elísabet drottning hefur aðsetur usar prins. Venjan er að sendi- í Windsorkastala í páskafríi herrum í London sé boðið til sínu. drottningar einu sinni í sendi- Vaka fordæmir fjölda- takmarkanir í læknadeild annað en uppgjöf af hálfu háskólaráðs að fallast á að grípa til slíks óyndisúrræðis. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að háskólinn sætti sig við svikin loforð ríkisvaldsins og skeri niður fjölda læknanema og horfi þannig fram hjá þeirri staðreynd, að slík ákvörðun hlýtur að vera pólitísk ákvörðun ríkisvaldsins hverju sinni. Numerus clausus er fyrst og fremst skipulagsatriði fyrir læknadeild. Þar liggja engar fag- legar kröfur að baki og brýtur þetta algjörlega í bága við aka- demiskt frelsi.““ Undir ályktunina ritar fyrir hönd stjórnar Vöku Atli Eyjólfs- son formaður. Eínsogaf hímnumofan handa þeim sem hugsa um heilsuna, línumar og nýjar leiðir í matargerð. JÓGÚRT án ávaxta - frísk og fjörefnarík. JÓGÚRr u.^6. * án áuaxta °d2g kalclu^ 4<*ft ABcjU 378

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.