Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ1981 5 Föstudagsmyndin kl. 22.00: Carter var settur inn í embætti 1977. Prinze var Puertoricani og ólst upp í fátækrahverfi sam- landa sinna í New York. Han vildi verða eitthvað, helst fræg- ur og dáður. Atján ára komst hann í leiklistarskóla og frami hans var með ólikindum skjót- fenginn. En hann komst að raun um það, áður en lauk, að frægð og vinsældir eru ekki einhlítir hamingjugjafar, einkum þegar eiturlyf og eigingirni leggjast á eitt. Sjónvarp 1. maí kl. 21.15: Setið fyrir svörum Á dagskrá sjónvarps kl.21.15 í kvöld, 1. maí. er þáttur er nefnist Setið fyrir svörum. Þar munu þeir Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, og Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, svara fyrirspurnum sem launþegar bera fram í sjónvarpssal. Stjórn- andi þáttarins er Guðjón Ein- arsson. „Þetta erum við að gera“ laugardag kl. 17.20: Nemendur og kennarar úr Laugagerðisskóia ásamt stjórnanda þáttarins, Valgerði Jónsdóttur (lengst t.v.). Á dagskrá hljóðvarps á laugar- dag kl. 17.20 er þátturinn Þetta erum við að gera. Valgerður Jónsdóttir aðstoðar börn í Lauga- gerðisskóia á Snæfellsnesi við að búa til dagskrá. — Krakkarnir voru hér í borg- inni í leikhúsferð, sagði Valgerður, ásamt þremur öðrum skólum af Vesturlandi og notuðu ferðina til að gera dagskrá sem þau voru búin að undirbúa vel heima. Þau byrja á því að kynna skólann sinn og umhverfi. Síðan segja nokkur þeirra frá skemmtilegum degi í lífi sínu, og er þar bæði um að ræða Frásagnir, ljóðalestur, kórsöngur og gamanmál daga sem þau hafa upplifað heima í sveitinni sinni og eins hér í borginni. Við fáum að heyra frá- sögn af ævintýralegu skólaferða- lagi, Lyngbrekkuför. Skólarnir á Vesturlandi hafa mikil samskipti sín á milli, t.d. með gagnkvæmum heimsóknum, og segir hér frá einni slíkri. Þá les nemandi úr 5. bekk ljóð eftir sig. Atkvæðamikið ljóðskáld úr 3. bekk lætur einnig í sér heyra. Kórsöngur verður undir stjórn Maríu tónmenntakennara, og allir syngja með. Nemandi úr 8. bekk les ritgerð sína um „Drauma- skólann", þar . sem hann veltir vöngum yfir því hvernig skóli gæti verið skemmtilegur. Að lokum verður slegið á létta strengi og lesin „fantasía" um móðurmáls- kennslu. Getur nokkur hlegið? Á dagskrá sjónvarps kl. 22.00 er bandarísk sjónvarpsmynd, Getur nokkur hlegið? frá árinu 1979. Aðalhlutverk: Ira Ang- ustain, Ken Sylk og Kevin Ilooks. Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin byggir á sönnum við- burðum og lýsir lífi Freddie Prinze, sem var fræg og dáð sjónvarpsstjarna um og uppúr miðjum síðasta áratug og var m.a. boðið að skemmta í veislu þeirri, sem haldin var, þegar Laugardagsmyndin kl. 22.30: Elke Sommer „Demantaleitin64 Á dagskrá sjónvarps kl. 22.30 á laugardagskvöld er bandarisk sjónvarpsmynd, Demantaleitin (Probe). frá árinu 1972. Leikstjóri er Russell Mayberry. Aðalhlut- verk Hugh O'Bricn, John Gielgud. Angel Thompkins og Elke Somm- er. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Myndin fjallar um leit að geysi- lega verðmætum demöntum, sem Hermann sálugi Göring, nasista- leiðtogi átti að hafa falið. Fyrir- tækið, sem tekur að sér leitina, beitir allri hugsanlegri nútíma tækni í störfum sínum, notar risastóran, eiginn upplýsinga- banka og rekur stjórnstöð, sem helst minnir á stjórnstöð banda- rísku geimferðastofnunarinnar. Sendimenn fyrirtækisins bera á sér litla myndavél, sem sendir myndir um gervihnött til aðal- stöðvanna, þar sem þrautþjálfaðir vísindamenn fylgjast með hverju fótmáli þeirra og senda þeim stöðugt upplýsingar, sem þeir einir heyra og geta svarað með merkja- mála. Dagvistar- heiiriili fyrir aldraða við Hrafnistu? „ÞAÐ hafa ýmsir aðilar leitað til okkar og grennsl- ast fyrir um hvort hægt sé að koma upp dagvistunar- heimili fyrir aldraða við Kleppsveginn, annað hvort þeir einir eða í samvinnu við okkur," sagði Pétur Sigurðsson formaður Sjó- mannadagsráðs í samtali við Morgunblaðið. Pétur sagði að lóð sú sem þeir hefðu yfir að ráða næði næstum að blokkum bæjarins fyrir neðan Norðurbrún 1 og væri hægt að nýta bílastæðið við Laugarásbíó á daginn fyrir aðkomu að dagvistar- heimilinu. Pétur sagði að þetta mál kæmi örugglega upp hjá Sjómannadagsráði, en nú væru þeir með annað stórmál í höndun- um sem yrði að ljúka við, þ.e.a.s. hjúkrunarheimilið í Hafnarfirði. Dagvistarheimilið gæti orðið næsti leikur á eftir hjúkrunar- heimilinu í Hafnarfirði, en gæti jafnvel orðið fyrr ef einhverjir vildu leggja í það, að ganga í verkefnið. „Það er kannski hugsanlegt að einhver önnur félagasamtök, til dæmis innan verkalýðshreyf- ingarinnar, færu í þetta með okkur," sagði Pétur, „því það léttir allt á þessu óskapar vandamáli. Þetta hefur samt ekki verið form- lega rætt í okkar samtökum enn- þá, það hefur aðeins verið leitað til okkar. Það hafa mjög sterk félaga- samtök gert,“ sagði Pétur Sigurðs- son. VKKUR FINN^T Ptm m FULLLÍlNöT lAMÍfR Anthony S. Kochanek afhenti viðurkenninguna fyrir hönd handarísku strandgæslunnar og hér taka þeir óskar Einarsson og Oddgeir Karlsson við henni en þeir voru fulltrúar SÍS. Ljósm. G.A. Þór Elíasson og Jón II. Magnús- son tóku á móti viðurkenning- unni fyrir hönd Eimskips. Hlutu viðurkenningu frá Bandaríkjamönnum BANDARÍSKA strandgæslan heiðraði fyrir nokkru tvo íslenska skipstjóra og félög þeirra fyrir þátttöku í eins konar tilkynningar- skyldu sem rekin er við strendur Bandaríkjanna og reyndar víðar. Hér er um að ræða skipstjóra á Skaftafeilinu, skipi SIS og Bakkafossi Eimskipafélagsins. Tilkynningaskylda þessi, sem bandaríska strandgæslan rekur, gengur undir nafninu AMVER og er hún í því fólgin, að skip á siglingu við Bandaríkin gefa upp stöðu sína, hraða og stefnu er þau nálgast landið. Eru upplýsingarn- ar færðar á tölvu og ef skip í nauðum statt þarfnast aðstoðar er á augabragði hægt að finna út hvaða skip er nærstatt og gæti veitt fyrstu hjálp. Viðurkenning Bandaríkjamanna er fyrir dygga þátttöku í þessari tilkynninga- skyldu. Það voru Óskar Einarsson og Oddgeir Karlsson sem tóku við viðurkenningunni fyrir hönd Skaftafellsmanna og Jón H. Magnússon og Þór Elísson fyrir hönd skipverja á Bakkafossi. Beint f lug í sólina og sjóinn Benidorm er á suð-austur strönd Spánar. Sólin skín allan daginn og hitinn er um 30 stig. Benidorm nytur mikilla vinsælda hjá spanverjun- um sjalfum. þvi er verðlag miðað við þeirra greiðslugetu. Þess vegna er odyrara a Benidorm en sambærilegum strandstoðum á Spáni. Þessari staðreynd skaltu ekki gleyma ef þú ætlar til sólar- landa i sumar. Beint flug til Benidorm: 23. mai-9. júni—30. juni — 14. júh-4. ágúst-25. águst. lÉjjjFERÐA.. Vm MIDSTODIIM ADALSTRÆTI9 S.11255-12940

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.