Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI 1981 3 Út í hött að Alusuisse hafí verið með dul- búnar hótanir — segir Ragnar Halldórsson „ÞÆR hu(?leiðin(íar iðnaðarráð- herra. að Meyer stjórnarformaður Svissneska álfélassins. hafi vcrið með dulbúnar hótanir í garð íslcndinga. eru út í hótt.“ sa(fði Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL í samtali við hlaðamann Mor(?unblaðsins. er hann var spurður álits á ummælum Hjör- leifs Guttormssonar í Mor(íun- hlaðinu í gær. Ra«nar saiíði. að það sem Meyer hefði átt við hefði einfaldlega verið það. að Alu- suisse myndi huKsa sig vel um áður en til frekari fjárfestinxa kæmi hér á landi. „Hann minntist hins vegar ekk- ert á það að Alusuisse myndi draga sig út úr verksmiðjunni hér,“ sagði Ragnar ennfremur. „Iðnaðarráð- herra hafði á hinn bóginn sjálfur talað um hugsanlega yfirtöku verk- smiðjunnar í Straumsvík löngu áður." Sagði Ragnar að hér væri Hjörleifur því raunverulega að gera skoðanir sínar að skoðunum Meyers. Varðandi þá möguleika, að ís- lendingar taki að sér rekstur og eignaraðild Alversins, sagði Ragn- ar, að hann myndi ekki eftir sérstökum klásúlum um það í samningunum, þar væri hins vegar að finna ákvæði er bönnuðu Álfé- laginu að selja hluta í verksmiðj- unni, nema með samþykki íslensku ríkisstjórnarinnar. Aldrei hefði hins vegar verið mótstaða við að íslendingar eignuðust hluti í ver- inu. Hugmyndir um það hefðu komið upp, svo sem í iðnaðarráð- herratíð Magnúsar Kjartanssonar, en þegar til hefði átt að taka hefði ekki reynst áhugi fyrir hendi hjá íslendingum. Ragnar sagðist ekki hafa kynnt sér hvernig íslenska ríkinu gengi að selja framleiðslu fyrirtækisins, eða afla hráefnis (súráls), ef af eignayfirtöku yrði. Hann sagðist þó ekki búast við að hindranir ættu að verða á því, og benti til dæmis á að Norðmenn hafi yfirtekið álver í Noregi samkvæmt sérstökum samningum, sem færðu þeim eignaraðild eftir 50 ára starfsemi verksmiðja. Ef af því verður, að íslenska ríkið tekur að reka álverksmiðjur, þýðir það að sjálfsögðu að það verður einnig að taka á sig halla, sem verða kynni á rekstrinum. Hallann sagði Ragnar mestan hafa orðið um 4 milljarða gkr. á Álverinu í Straumsvík. Fyrir hefði komið að safnast hefði upp allt að ársfram- leiðslu, en hún væri nú að verð- mæti um 125 milljarðar banda- rískra dala. Sagði hann augljóst að erfiðleikum væri bundið fyrir ís- lenska skattgreiðendur að mæta slíkum áföllum. Hef fyrirvara á upplýsinguin um tap Alversins — segir Hjörleifur Guttormsson _I>AÐ IIEFUR ekki verið um það fjallað hér eða innan ríkisstjórn- „Kurteis- legt rabb“ — segir Ólafur um fund þeirra Haigs „ÞAÐ ER rétt, að ég hitti Alexander Ilaig í bandariska sendiráðinu í Róm. en hann átti fundi með mörgum öðrum ráð- herrum.“ sagði ólafur Jóhann- esson utanrikisráðherra i sam- tali við hlaðamann Morgun- hlaðsins í gær. Ólafur sagði, að engin alvarleg mál hefði borið á góma í viðræð- um þeirra, „þetta var fyrst og fremst kurteislegt rabb", sagði Ólafur. Neitaði hann því, að málefni, er sérstaklega varða samskipti landanna, svo sem varnarliðið, Keflavíkurflugvöll- ur eða fyrirhuguð flugstöðvar- bygging, hefði borið á góma. Olafur Jóhannesson utanríkis- ráðherra og eiginkona hans eru nú í einkaerindum í Rómaborg, eftir ráðherrafund utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalagsins, sem þar er nýlokið, en þau koma heim nú um helgina. arinnar. hvernig vcrður með sölu eða öflun hráefnis til vinnslu, enda málið ekki verið ái>ví stigi enn sem komið er að minnsta kosti.“ sagði Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði hins vegar, að miklar breyt- ingar hefðu á síðustu árum orðið í „álheiminum“, þar sem þróunar gætti i þá átt að álvinnsla færðist úr höndum fárra fjölþjóðlegra aðila i hcndur fleiri aðila. Sagði hann til dæmis að í Noregi hefðu Norðmenn sjálfir tekið yfir rekstur flestra álveranna, ýmist ríki eða einstaklingar. Norðmenn væru nú að vinna að samningi við Jamaicamenn um kaup á hráefni, og því virtist ekki ástæða til að ætla annað en íslendingar gætu einnig komist inn á nýjar leiðir til sölu og kaupa á áli og súráli. Hjörleifur var einnig spurður hvort ekki væri mikil áhætta fyrir íslenska ríkið að taka að sér vinnslu á svo sveiflukenndum og ótryggum markaði sem álmarkað- urinn væri. Sagðist hann ekki telja að svo væri. Útlit væri fyrir að meiri stöðugleika gætti á þessum mörkuðum en oft áður, og þótt Alusuisse hefði oft sýnt mikið tap á rekstri Álversins við Straumsvík, vildi hann hafa allan fyrirvara þar á. Rússneska verksmiðjuskipið. Mikhaylo Lomonosov MT-8010, er það lagði að bryggju í Grundarfirði. Ljósm. Mbl.: Ba rinu Cecilsson Grundarfjörður: Fóstrudeilan: Viðræður í biðstöðu FÓSTRUR i Garðabæ sömdu við bæjaryfirvöld í fyrrakvöld. Þá slitn- aði upp úr santningum milli rikisins og fóstra sem starfa á vegum ríkisins og hafði ekki verið boðið til nýs fundar í gærkvöldi. Samningar fóstra og bæjaryfir- valda í Garðabæ eru mjög á svipað- an veg og samningar fóstra við Reykjavíkurborg. Rússneskt verksmiðjuskip með 500 lestir af kolmunna Grundarfirói. 8. mai. ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem skip úr flota rússneskra fiskiskipa leggjast að landi á íslandi. Hingað kom í gærmorgun rússneskt verk- smiðjuskip eða öllu heldur fljótandi frystihús og lagðist hér að bryggju. Skipið er 2.288 tonn. Erindi skipsins er að koma með 500 lestir af frystum kolmunna, sem síðan er fluttur til vinnslu í Þör- ungavinnslu á Reykhólum. Á skipi þessu virðast vera þó nokkrir tugir manna, bæði konur og karlar. Áhöfnin hefur nokkuð verið hér í landi í dag og lagt leið sina m.a. í verzlanir. Mjög erfitt er um öll samskipti, þar eð Rússarnir virðast ekkert annað mál kunna en sitt eigið. Þá er og greinilegt, að fjárráð þeirra eru ekkj mjög mikil og mundu þeir vilja verzla mun meira en þeir geta. Þeir virtust alltaf vera fjórir til sex saman í hópi og var þess vel gætt, að ekki tvístraðist hjörðin. Einkum voru það amerískar vörur sem þeir litu hýru auga, svo sem tyggigúmmí og snyrtivörur. Þeir skyldu ekki af hverju í ósköpunum við gátum ekki selt þeim sterkan bjór. Þrátt fyrir tungumálaerfið- leika gengu viðskiptin greiðlega, enda sýndust hinir rússnesku sjó- menn vera hinir háttprúðustu menn í hvívetna. — Emil ItWKniBöÓ Leðurkápur Leöurjakkar Leðurbuxur Leöurpils Leðurvesti Greiðsluskilmálar við allra hæfi, 25% útb., eftirstöðvar samkomulag. f'ELVNN KlRkÓUfHlÍ S "2.Þ/60 0riÞ /-6 AUA DA6A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.