Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI 1981 Eitt af fiskiskipunum, sem skipasmíðastoð i Álaborg smíðar nú fyrir Burmabúa. Nýtískulegur spánskur túnfiskbátur. Guöni Þórðarson skrifar um sjávarútvegsmál Margt á döfinni í sjávarút- vegsmálum víða um heim Innflutnintnur og útflutn- in>;ur fiskafurða nokkurra þjóða þriðja heimsins Samkvæmt nýlegum fréttum af heimsmarkaðsmálum fiskafurða, frá árinu 1979 kemur í ljós, að fiskútflutningur landa þriðja heimsins var sem hér segir talið í verðmæti í milljónum dollara: Kórea 800 millj. dollara Perú 320 millj. dollara Indland 308 millj. dollara Mexíkó 263 milij. dollara Chile 230 millj. dollara Indónesía 200 millj dollara. Argentína 183 millj. dollara Brasilía 139 millj. dollara Samkvæmt sömu heimildum var innflutningur nokkurra landa þriðja heimsins á fiskafurðum, sem hér segir, í verðmætum talið, í milljónum dollara: Hong Kong Nígería Singapore Brasilía Egyptaland Malaysía Kúba Filippseyjar 297 millj. dollara 170 millj. dollara 167 millj. dollara 108 millj. dollara 54 millj. dollara 44 millj. dollara 39 millj. dollara 39 millj. dollara Það skal tekið fram að tölur yfir innflutningsverðmæti fiskafurða varðandi Egyptaland og Kúbu voru frá árinu 1978. Rétt er að vekja athygli á því, að Hong Kong og Singapore eru með tollfrjálsan innflutning, þannig að mikill hluti af þeirra innflutningi er síðan fluttur út til annarra landa. Evrópuhandalajísþjóðir óttast innj'önj'u Spánar vejína fiskveiðihagsmuna Á þessu ári gæti svo farið að Evrópubandalagsþjóðirnar yrðu allt í einu orðnar tólf í stað níu, vegna inngöngu Grikklands, Portúgals og Spánar. Þær níu sem fyrir voru deildu og deila enn harkalega vegna fiskveiðiréttinda, sem ætlast er til að verði að mestu sameiginleg með þessum þjóðum burtséð frá landa- mærum og landhelgislínum. Þess- ar deilur munu líklega harðna enn verulega við hugsanlega inngöngu Portúgals og þó alveg sérstaklega Spánar. Spánverjar eiga stóran fiskveiðiflota, samtals um 17 þús- und skip, um 800.000 smálestir að stærð. Spánverjar standa þar að auki á margan hátt mjög framar- lega varðandi fiskveiðitækni og eiga mikið af stórum og vel búnum fiskveiðiskipum. Spánverjar eru líka góðir sjómenn og fiskveiðar þeirra byggjast á rótgrónum hefð- um. Sjómennskan er þeim í blóð borin í gegnum mikla fiskveiða- sókn á fjarlæg mið um margra alda skeið. Sjómennska er líka UmfanKsmikil viðskipti með fiskafurðir meðal þjóða þriðja heimsins — Spánverjar líta löngunaraugum til fiskimiða Evrópuhandalagslanda — Fiskiskipaeign nokkurra samkeppnisþjóða — Spánverjar bygjíja 18 skuttojfara fyrir Mexico — Danir byggja fiskiskip, varðskip og fiskvinnslustöðvar fyrir Burma — Kan- adahúar og Bandaríkjamenn með fisk á Evrópumörkuð- um — Norðmenn taka þátt í útgerðarrekstri og fiskvinnslu í Nígeríu. Fáar þjóðir eiga jafn mikið undir fiskveiðum og Islendingar. Það getur því verið gagnlegt fyrir þá, sem sjávarútveg og skyldar atvinnugreinar stunda, að fylgjast sem best með því, sem er að gerast með öðrum þjóðum, varðandi sjávarútveg. Slík vitneskja getur oft verið gagnleg varðandi ákvarðanatökur, þar sem hér er næstum alfarið um útflutningsatvinnuveg að ræða. Vissulega fylgjast íslendingar mjög vel með flestum tækninýjungum og eru þar í einstaka tilfellum jafnvel í fararbroddi meðal fiskveiðaþjóða. Fréttir af fram- kvæmdum og viðskiptum á sviði sjávarafla ættu hins vegar að geta verið mörgum til skemmtunar og gagns. Forsíða litprentaðrar kynningar- bókar um fiskútfiutning Banda- ríkjamanna. sem gestum var gef- inn á einni stærstu matvælasýn- ingu veraldar í Paris í nóv. sl. tiltölulega vel launað starf á Spáni. Þannig munu mánaðartekj- ur sjómanna á saltfiskveiðum togaraflota þeirra almennt vera talsvert yfir 10 þús. krónur ísl. á mánuði auk fæðis, trygginga og skattagreiðslna, sem útgerðin tek- ur að sér sem kaupuppbót, að ógleymdum einum lítra af rauð- víni á dag með matnum. Nú er orðið mjög þröngt um fiskimið fyrir spönsku veiðiskipin. Mikið hefir verið rætt um ný viðhorf hjá spönskum sjávarút- vegi með inngöngu landsins í EBE. Frægur spánskur sjávarút- vegshagfræðingur, Don Valentin Paz-Andrade hefir gert þessi mál að umræðuefni í skrifum sínum í spánska blaðinu Faro-de Vigo, sem gefið er út í stærstu útgerðarborg Spánar, Vigo. Hefir hann lagt áherslu á það, að Spánverjar verði að vera vel á verði varðandi réttindi sín gagn- vart fiskimiðum við hugsanlega inngöngu í Evrópubandalagið, og leggur áherslu á að spánskir stjórnmálamenn megi ekki óttast það þó neikvæð viðhorf stjórnenda EBE í Brússel verði áberandi og þeir reyni að fá Spánverja til að minnka fiskveiðaflota sinn. Bent er á að Frakkar hafi með sérstöku samkomulagi leyft spönskum fiskiskipum rétt til veiða í franskri landhelgi í Biskayaflóa, og að auki hafi spánskir fiskimenn tekið sér sjálfir rétt til að veiða á þessum svæðum umfram heimild- ir og stundum komið til árekstra milli spánskra og franskra fiski- manna á þessum slóðum. Þá er ríkjandi mikill ótti meðal fiski- manna á Skotlandi, Irlandi og á Englandi, vegna væntanlegrar komu spánskra veiðiskipa á mið þeirra. Hins vegar er bent á það, að með inngöngu Spánar í Evrópu- bandalagið opnist tollfrjáls fisk- innflutningur til einnar mestu fiskneysluþjóðar Evrópu, sem Spánverjar eru. Þeir sem viljað hafa draga úr ótta vegna inn- göngu spánskra fiskiskipa í bandalagið, hafa á það bent, að margir af hinum 130 stóru verk- smiðjutogurum Spánverja séu nú bundnir við verkefni og veiðar í öðrum heimsálfum, þar sem þeir hafa á mismunandi hátt gengið inn í rekstur og útgerð heima- manna. Bent hefir verið á það, að Spánverjar séu vandlátir í veiðum sínum. Þeir voru fyrir nokkru fimmtánda mesta fiskveiðiþjóð heims miðað við landaðan smá- iestafjölda, en hinsvegar lögðu ekki nema fjórar af þjóðum heims meira aflaverðmæti á land. Fisk- veiðar Spánverja hafa því meira miðast við gæði og verðmæti sjávaraflans en heildarmagn í smálestum. Fiskiskipafjöldi og stærðir veiðiskipa í nokkrum löndum Fiskiskipastóll þjóða heims er mjög mismunandi að stærð og samsetningu. Verður hér birt yfir- lit frá árinu 1980 um fiskiskipa- stól nokkurra þjóða og þá ein- göngu miðað við skip sem eru yfir 100 smálestir að stærð. Kanada. 509 fiskiskip yfir 100 smálestir að stærð, smálestafjöldi 151.453. Skip 100—499 smálestir voru 412 tals- ins, samtals 84.219 smálestir. Skip 500—999 smálestir voru 93 talsins, samtals 61.644 smálestir. Skip 1000—1999 smálestir voru 3 tals- ins, samtals 3.240 smálestir. Skip 2000—3999 smálestir voru 1 tals- ins, 2.350 smálestir að stærð. Noregur 708 fiskiskip yfir 100 smálestir að stærð, samtals 236.976 smálestir. Skip 100—499 smálestir voru 610 talsins, samtals 155.590 smálestir. Skip 500—999 smálestir voru 82 talsins, samtals 59.354 smálestir. Skip 1000—1999 smálestir voru 15 talsins, samals 19.124 smálestir. Skip 2000—3999 smálestir voru 1 talsins, 2.908 smálestir. Þýskaland 136 fiskiskip yfir 100 smálestir að stærð, samtals 117.165 smálestir. Skip 100—499 smálestir að stærð voru 81 talsins, samtals 13.559 smálestir. Skip 500—999 smálestir voru 24 talsins, samtals 21.055 smálestir. Skip 1000—1999 smá- lestir voru 6 talsins, samtals 9.717 smálestir. Skip 2000—3999 smá- lestir voru 25 talsins, samtals 72.834 smálestir. Bretland 516 fiskiskip yfir 100 smálestir, samtals 168.844 brúttólestir. Skip 100—499 smálestir voru 439 tals- ins, samtals 93.771 smálest. Skip 500—999 smálestir voru 40 talsins, samtals 27.300 smálestir. Skip 1000—1999 smálestir voru 37 tals- ins, samtals 47.773 smálestir. Bandaríkin 2.527 fiskiskip yfir 100 smálestir, samtals 523.584 smálestir. Skip 100—499 smálestir voru 2.342 tals- ins, samtals 351.218 smálestir. Skip 500—999 smálestir voru 135 talsins, samtals 99.215 smálestir. Skip 1000—1999 smálestir voru 49 talsins, samtals 60.651 smálest. Skip 2000—3999 smálestir voru 1 talsins, 2.500 smálestir. Spánskar skipasmíða- stöðvar byggja 18 skut- toj?ara fyrir Mcxikana Mexíkó er eitt af mestu olíu- framleiðslulöndum heimsins og olíuvinnslan mun öll vera á vegum ríkisins, sem ver hluta af olíugróð- anum til stórfelldrar uppbygg- ingar ýmissa atvinnugreina, þar á meðal sjávarútvegs. Um þessar mundir eru fyrirtæki í Mexíkó að semja um smíði 18 skuttogara á Spáni sem nokkrar skipasmíðastöðvar þar taka sam- eiginlega að sér. Er hér um að ræða togara af smærri gerðinni, 37,80 metra langa. Skipin verða 250 smálestir að stærð með 225 rúmmetra fiskilestir. Skipin munu aðallega stunda veiðar á fiskimið- um út af Kyrrahafsströnd Mexíkó, og veiða meðal annars túnfisk, rækju og ýmsar fiskitegundir, sem ekki þekkjast í norðlægum höfum. Danir byjígja fiskiskip og fiskvinnslustöðvar og selja til Burma Burmabúar í Asíu virðast nú hafa vaknað til mikils áhuga varðandi nýtískulegar fiskveiðar. Hefir verið gerður samningur við mörg dönsk fyrirtæki um fiski- skipasmíðar, frystihúsabyggingar og flutningstæki fyrir aflann í landi. Ibúar landhéraðanna eru um 35 milljónir og þar skammt undan eru auðug fiskimið sem nú á að fara að nýta landsmönnum til góða, enda fæðuskortur í landinu. Skipasmíðastöðin í Álaborg, sem byggt hefir mörg skip fyrir Islend- inga, þar á meðal flest varðskip- anna, hefir þegar byggt og afgreitt nokkra togara fyrir Burma. Þeir eru byggðir með það fyrir augum, að þá megi nota við margskonar veiðar, svo sem rækju og túnfisk. Komið verður á fót þremur fisk- iðjuverum á ströndinni, í nálægð við gjöful fiskimið. Verður þar fullkomin aðstaða til fiskvinnslu, frystingar aflans og kælingar, að ógleymdri umfangsmikilli ís- framleiðslu, því heitt er á þessum slóðum. Þá hefir skipasmíðastöðin í Frederikshavn í Danmörku smíð- að varðskip fyrir Burmabúa af sömu gerð og danska varðskipið Havornen sem reynst hefir vel. Bandaríkjamenn og Kanadahúarsýna íiskaíurðir á matvælasýninj'um Evrópu Enda þótt Bandaríkjamenn selji mestan hluta botnfiskafla síns til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.