Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGURlOIAÍ 1981 _____________.____________.. 23 NATO-fundur: Vilja auka hern- aðarútgjöld um 3% HrusM'l 13. maí. AP. Varnarmálarádherrar NATO- ríkjanna hétu þvi i lok fundar síns í Brussel i dag að auka fjárveit- ingar til varnarmála um 3% á ári. Um leið lýsti Caspar Weinbert?cr varnarmáiaráðherra Bandarikj- anna því yfir að Sovétstjórnin skyldi ttera sér ttrein fyrir því að sú tíð væri liðin er Sovétmönnum hafi haldizt uppi hernaðarumsvif án þess að þurfa að hafa áhyttttjur af viðbröttðum vestrænna rikja. Á fundinum hétu ráðherrarnir því að láta Bandaríkjastjórn í té alla þá aðstoð sem þeir hefðu tök á að veita varðandi sáttaumleitanir í Miðausturlöndum. Þá var sú ákvörðun tekin á fundinum að gera úttekt á því hvernig framlög aðildarríkja bandalagsins til hermála nýttust, þ.e. hvort ekki mætti bæta vopna- kost bandalagsríkjanna verulega án þess að auka til muna fjárveitingar til varnarmála. Danmörk: Verkfall sjúkrahús- lækna yfirvofandi Frá Ib Björnhak. fréttaritara MorKunblaÖsinN í Kaupmannahofn I)ANIR standa frammi fyrir ófrcmdarástandi sem fyrirsjáan- lega verður i sjúkrahúsum lands- ins er 4363 læknar fara í verkfall í byrjun næstu viku. Læknarnir vilja ekki fallast á sáttatillögu þá sem lögð hefur verið fram í deilu hins opinbera og háskólamennt- Veður víða um heim Akureyri 3 rigning Amsterdam 26 heiöskírt Aþena 26 heiðskírt Barcelona 17 hálfskýjaö Berlín 25 heiðskírt Chicago 16 rigning Dyflinni 16 rigning Feneyjar 16 rigning Frankfurt 20 skýjaö Færeyjar 8 súld Genf 15 skýjaö Helsinki 12 heiöskírt Hong Kong 24 skýjað Jerusalem 26 skýjað Jóhannesarborg 20 heiöskírt Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Kairó 35 skýjaö Lissabon 18 heiðsktrf London 16 skýjað Los Angeles 25 skýjaö Madrid 18 heiðskírt Mallorka 21 léttskýjaö Malaga 21 léttskýjaö Mexicoborg 28 heiðskírt Miami 26 skýjaö Moskva 14 heiöskírt Nýja Delhi 38 heiöskirt New York 22 heiöskírt Osló 23 skýjaö Paris 14 skýjaö Reykjavík 11 skýjað Ríó de Janeiro 34 heiöskirt Rómaborg 19 skýjað Stokkhólmur 12 heiöskirt Tel Aviv 28 skýjað Tókýó 20 heiöskírt Vancouver 9 skýjaö Vínarborg 22 skýjaö aðs fólks, en afleiðingin verður sú að yfirlæknar, sem halda áfram störfum geta ekki sinnt öðru en brýnustu tilfellum og verður því að senda fjölda sjúkl- inga heim til sín. Læknarnir sem aðild eiga að aðgerðum þessum hafa skilað heil- brigðisyfirvöldum læknaleyfum sínum, en heiibrigðisráð ríkisins segist ekki geta samþykkt að læknar geti með þessum hætti leyst sig undan læknaheitinu, og er lögð rík áherzla á að læknarnir geri sig seka um refsivert athæfi haldi þeir ekki áfram störfum. Starfsemi margra sjúkrahúsa hef- ur gengið erfiðlega í þessari viku þar sem læknar hafa tíðum setið á löngum fundum um kjaramál. Þá mun nokkuð vera um það að læknar reyni að undirstrika af- stöðu sína með því að hverfa frá störfum áður en vinnudagur þeirra er á enda. Viðurlög við vinnustöðvun af þessu tagi eru háat sektir. Aðgerðir þessar eru mjög um- deildar innan stéttasamtaka há- skólafólks og er talin hætta á að þau muni klofna af þessum sökum, en því er m.a. haidið fram að sjúkt og varnarlaust fólk hafi verið tekið í gíslingu og beiti læknar þeim fyrir sig í þessari vinnudeilu. Helzta ástæða þess að slík harka hefur hlaupið í deilu lækna óg hins opinbera er sú að læknarnir vilja ekki fallast á að vinnutilhög- un á sjúkrahúsunum verði endur- skipulögð. ■ ■■ ERLENT Barnamorðin í Atlanta: I . Wii rm * rJt 1 V ■ HEIÐURSVOTTUR Á GRAFARBAKKANUM. — Þessi var yfirskrift myndarinnar, sem The Daily Telegraph í Lundúnum birti daginn eftir útför hryðjuverkamannsins Bobby Sands sem svelti sig til bana til að leggja áherzlu á þá kröfu að fangar úr írska lýðveldishernum hljóti sama aðbúnað og stríðsfangar. ^ Sex hafa látist í lungnabólgufaraldri Madrid. 13. mai. AP. DULARFULLUR lungnabólgu- faraldur í Madrid og nágrenni hefyr þegar lagl að velli sex manns og síðustu daga hafa um 250 verið sendir á sjúkrahús. Farsóttarfræðingar standa ráð- þrota gagnvart þessum sjúk- dómi. sem líkur benda til að óþckktur vírus orsaki, en stöð- ugt fjölgar þcim sem taka sjúkdóminn. Þessa faralds varð fyrst vart í Torrejon de Ardoz, sem er rétt utan við Madrid, en þar er sameiginleg herstöð Spánverja og Bandaríkjamanna. Drengur lézt af sjúkdómnum í Torrejon í síð- ustu viku, en í kjölfarið létust lítil stúlka og þrjár konur í nágrenn- inu úr sama sjúkdómi. Læknis- aðstoð við þær kom ekki að gagni, en heilbrigðisyfirvöld segja að hægt sé að ráða við sjúkdóminn með því að gefa sjúklingum fúkkalyf strax og merki um sýk- ingu sjást. Lungnabólgufaraldurinn breið- ist ört út og er ætlað að á miðnætti í kvöld verði tala þeirra sem eru undir læknishendi hans vegna verði komin yfir 300. Sótt- arinnar hefur fyrst og fremst orðið vart í Madrid og nágrenni, en grunur leikur á að tvær stúlkur sem liggja þungt haldnar í sjúkrahúsi í Barcelona hafi sýkst af henni í ferð sinni til höfuðborg- arinnar í síðustu viku. Helstu sjúkdómseinkenni eru mikill höfuðverkur, þrálátur og þungur hósti, öndunarerfiðleikar og hár sótthiti. Vopn til Suður-Afríku gerð upptæk í Houston Houston. 13. mai. AP. TOLLVERÐIR handtóku sex menn i dag og lögðu hald á Boeing 707-þotu skráða í Austur- ríki og rúmlega 2.200 vopn, þar á meðal riffla og sprengjuvörpur, sem áttu að fara til Suður- Afriku. Verið var að ferma flugvélina þegar mennirnir voru handteknir á millilandaflugvellinum í Houst- on. Tollverðir höfðu fylgzt með vopnaflutningunum frá Hartford, Connecticut, til Houston. Þeir sem voru handteknir voru tveir menn frá Englandi og fjög- urra manna áhöfn austurrísku flugvélarinnar og þeir verða ákærðir fyrir brot á hlutleysislög- um. Handtökurnar eru árangur þriggja vikna rannsóknar og bandaríska tollþjónustan hefur aldrei áður gert eins mikið vopna- magn upptækt. Hinir handteknu báru á sér falsað útflutningsleyfi frá banda- ríska utanríkisráðuneytinu að sögn talsmanns tollþjónustunnar. Öryggisráð SÞ fyrirskipaði vopna- sölubann á Suður-Afríku 1977. Forstjóri austurríska fyrirtæk- isins, sem á flugvélina, Hans Jörg Stöckl, sagði að farmurinn hefði verið kallaður „stálframleiðsla" í samningi. Hann sagði að fyrirtæk- ið hefði fyllzt efasemdum þegar félagið Servotech í Liechtenstein hefði viljað semja um rifflasend- ingu til Suður-Afríku. Stöckl sagði að félaginu hefði verið sagt að til þess þyrfti útflutningsleyfi og pappíra, sem sönnuðu að vopna- sölubann SÞ væri ekki brotið. Reynt að lægja öldur með starfrækslu dagvista fyrir skólabörn í sumar ÓTTI og tortryggni grúfa yfir Atlanta-borg. þar sem 26 blökku- börn hafa verið myrt á undanförn- um 22 mánuðum. Sumarleyfi 70 þúsund skólaharna nálgast óðum og borgaryfirvöld lcggja allt kapp á að forða sem flcstum þeirra af strætum borgarinnar og tryggja með þeim hætti öryggi þeirra. 47 dagvistir fyrir börn á aldrinum 6—16 ára verða opnaðar í byrjun júní og verða þær starfræktar þar til skóli hefst að nýju í september. Umhyggja fyrir börnunum er ekki eina ástæðan fyrir þessum ráðstöfunum borgaryfirvalda. Ólgan meðal borgaranna vegna morðöldunnar fer sífellt vaxandi, auk þess sem óánægja er mikil með atvinnuleysi og verðbólgu, og er talið að af þessum sökum kunni að verða róstusamt í borginni þegar hitna tekur í veðri. Það er gömul reynsla í Suðurríkjunum að í sumarhitum vill sjóða upp úr, þ.e. þann tíma kjósa menn öðrum fremur til að fá útrás fyrir félags- lega vansæld. Takmark borgaryfirvalda og ým- issa félagasamtaka er að sjá til þess að ekki eitt einasta blökku- barn í Atlanta gangi iðjulaust um götur borgarinnar í sumar og í dagvistinni er ætlunin að telja börnin þrisvar á dag. Harður áróður er rekinn fyrir því að börn á hættusvæðinu séu ekki ein að leik, heldur haldi þau sig í hópum. Þá er börnum innprentað að anza ekki ókunnugu fólki sem gefur sig á tal við þau, auk þess sem þeim er bent á að gera lögreglunni viðvart ef þau verði vör við eitthvað sem bent geti til þess að eitthvað grunsam- legt sé á seyði. Taugaveiklunin vegna morðanna tekur á sig ýmsar myndir. Breytt framkoma barna er- eitt af því sem athygli vekur. Færri börn sjást nú að leik á almannafæri en áður var og fleiri fara vart út fyrir hússins dyr öðru vísi en í fylgd með fullorðnum. Heilbrigðisyfirvöld og sálfræðingar eiga annríkt vegna þessa ófremdarástands, en að sögn þeirra kemur taugaveiklunin m.a. fram í því að börn fá martraðir og taka upp á því að pissa undir, auk þess sem kennarar segja að óró- leiki, stríðni og árásargirni verði sífellt meira áberandi í samskipt- um barnanna í skólunum. Stöckl kvaðst hafa sótt um leyfi um flugið frá Houston til Jóhann- esarborgar hjá bandarísku flug- málastjórninni og einnig skýrt austurríska flutningamálaráðu- neytinu og utanríkisráðuneytinu frá flutningunum. Skotárás Manila. 13. mai. AP. LÍFVERÐIR skutu þrjá verka- lýðsleiðtoga til bana þar sem verkfallsverðir stóðu vörð við vcrksmiðju þar sem vinna hafði verið lögð niður i héraðinu Laguna í gærkvöldi. Fjórir aðrir verkfallsmenn særðust þegar lífverðirnir skutu á hóp rúmlega 100 verkamanna. Unnið er að útgáfu handtöku- tilskipunar að sögn lögreglu. i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.