Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981 33 iönaöurinn var þjóönýttur, járn- brautirnar voru samræmdar, 40 stunda vinnuvika innleidd, verkamenn fengu sumarleyfi á fullum launum. Vandinn var sá að fá varö fé til aö standa undir breytingunum. Lausnin var sú aö stjórnin tók lán og gengi frank- ans gagnvart gulli var lækkaö 1. okt. 1936 andstætt gefnum lof- oröum. Framleiösla dróst sam- an, m.a. vegna 40 stunda vinnu- vikunnar, atvinnuleysi var mikiö sem fyrr og fjárhagskreppan var alvarleg, eins alvarleg og áöur. í marz 1937 komst Blum aö þeirri niöurstööu aö eina ráðiö til aö endurvekja tiltrúna á stjórn- ina væri sú að lýsa yfir „hléi“ á umbótum Alþýðufylkingarinnar. Við þetta hörðnuöu aðeins árásir andstæöinganna, sem voru staðráönir í aö flæma stjórnina frá völdum, hvaö sem þaö kostaði. Jafnframt fengu komm- únistar og herskáir sósíalistar ástæöu til aö ráöast á stjórnina. Til götubardaga kom milli öfga- manna til vinstri og hægri. Verk- föll brutust stööugt út og miö- stéttarfólk ókyrrðist. Sigrar og mistök Kommúnistar drógu Blum til vinstri, Daladier og róttækir héldu honum til hægri og Blum tvísteig í miöjunni. Því meir sem hann lét undan vinstrisinnum, því meir varö hann á valdi hægrimanna, og vinstrisinnar brugöust honum. Þótt Alþýðu- fylkingarstjórnin kæmi ýmsu til leiöar voru mistök hennar einnig mikil. Hún varö aö svara þeirri spurningu vinstri-andstæðinga hvort vinstristjórn gæti fram- kvæmt umbætur á kapítalisma án þess aö afnema hann og hvort vinstristjórn gæti stjórnaö meö árangri innan kerfis kapítal- isma. Erfiöleikar frankans mögnuð- ust og almenningsálitiö fór aö snúast gegn stjórninni. Vígoröiö „Hitler betri en Blum“ varö fleygt. Blum greip til þess ráös aö koma á gjaldeyriseftirliti, en þaö var fellt í öldungadeildinni. Blum sagöi af sér og veikar stjórnir Róttæka flokksins tóku viö. Efnahagsástandiö versnaöi stöðugt og róttækra úrræöa var þörf, en síðustu ríkisstjórnir Þriðja lýöveldisins höföu lítinn tíma til aö reyna aö koma umbótum til leiöar, því aö allt snerist um uggvænlegt ástand á vettvangi utanríkismála og yfir- vofandi styrjöld. Einn mesti bletturinn á Blum- stjórninni var hugleysi, sem hún var sökuö um í Spánar-stríöinu, því aö stefna hennar var sú aö forðast íhlutun, þ.e. hjálpa ekki skoðanabræðrum sínum, lýö- veldissinnum eða óvinum þeirra. Mesta ógnunin var auövitaö Þýzkaland Hitlers. Frakkar þurftu flugvélar og skotfæri, en m.a. vegna stuttrar vinnuviku, verkfalla og erfiöleika á fram- leiöslu í stórum stíl var ekki ein einasta flugvél framleidd síöustu sex vikur stjórnartíöar Blums. Óstööugleiki stjórnmála- ástandsins á dögum Þriöja lýö- veldisins átti rætur að rekja til þess aö efnahagslífið var frum- stætt og stéttadeilur voru harö- ar. Þriöja lýðveldið komst hvað eftir annað í hættu og hrun þess blasti viö oftar en einu sinni. Upplausnarástand ríkti, sárin eftir fyrra stríð voru ekki gróin, baráttuhugur þjóöarinnar var deigur. Endanlegt hrun Þriöja lýöveldisins stafaöi af ósigri í styrjöld og erlendu hernámi. raunhæf svör við þessum spurning- um. En þegar þetta er fundið og liggur fyrir, er vitað raunverulega um kostnað hverrar einingar. Og þá er auðvitað áfram spurt: Hverjar gætu hugsanlegar endurheimtur orðið af hverri teg- und, sem hér hefur verið tilgreind undir 2., 3. og 4. spurningu — og er þá vitanlega miðað við meðaltal. Og hvaða verðmætum er þá skilað frá úthafinu til þess að geta staðið undir hafbeitarkostnaðinum, seiða- verðinu að viðbættum byggingar-, vatns-, rafmagns-, launakostnaði o.f!.? Hvernig sem um er spurt í þessum veigamiklu efnum, fæst bókstaflega ekkert haldbært svar hjá fiskiræktaryfirvöldum, sem ættu þó að hafa þessar og þvílíkar upplýsingar á takteinum. En sann- leikurinn er sá, að rennt er blint í sjóinn um þessi veigamiklu atriði og menn ginnast af órökstuddum fagurgala og hafbeitarórum um hafbeit á laxaseiðum og gróðasjón- armiðum í því sambandi. Það er kannske dálítið athyglis- vert í þessu sambandi, að ef maður spyr nú um seiðaverð til útsetn- ingar í árnar, er svarið víðast hvar þetta: „Það er 50% hærra en í fyrra — verðbólgan." Og sama er að segja um verð veiðileyfanna í ánum: „Það er 50%, eða jafnvel 100% hærra en í fyrra — verðbólg- an.“ Gróðasjónarmiðin af laxa- ræktarmálunum smita víða frá sér og þetta er ákaflega leiðinleg og hættuleg þróun. En meira um þessi mál síðar — sem kryfja þarf til mergjar. Að lokum þetta: Hinar geigvænlegu og sívaxandi úthafsveiðar á Atlantshafslaxinum ættu að hafa „opnað augu“ manna fyrir því, hvað hafbeitarstarfsemin er ákaflega vafasöm. Og þegar þar við bætist, að reynslan hér á landi á undanförnum árum bendir til þess að meðalendurheimta á laxa- seiðum af sjógönguseiðastærð sé í allra hæsta lagi 3—5%, verður málið enn alvarlegra og viðsjár- verðara. Það er gustukaverk að loka „hafheitarórana" niður i skúffu, á sama hátt og farið hefur fyrir fjölmörgum ka-rumálum út af hrotum á laxveiðilöggjöfinni — eins og nú er háttað fiskiræktar- og fiskeldismálunum i landi voru. Islandi. Bergmann: Er ekki mál að ósköpunum Undanfarna daga hefur mátt heyra lesnar í útvarpi auglýsingar um fundahöld hér og þar um bíibelti, umferðarmál o.fl. „í sam- ráði við landlæknisembættið". Fyrst þegar ég heyrði slíka aug- lýsingu síðdegis á fimmtudaginn, hrökk ég við, þetta hlýtur að vera einhver misskilningur. En þegar ég heyrði sömu aug- lýsinguna aftur skömmu síðar, runnu á mig tvær grímur, getur þetta verið? Daginn eftir fékk ég útskrift á auglýsingunni. En þar segir: „I samráði við landlæknisembættið heldur klúbburinn „Öruggur akst- ur“ umferðarmálafundi sem hér segir." Stund og staðir nefndir, Samvinnutryggingar með verð- launaafhendingu, bílbeltakvik- mynd, heilsugæslulæknar viðkom- andi staða og fyrrverandi formað- ur Landssambands klúbbanna munu tala á fundunum, kaffiveit- ingar. Til að fyrirbyggja þann möguleika að nafn landlæknis- embættisins hefi verið notað án vitundar og vilja forráðamanna embættisins hringdi ég þangað. Nei, þessir fundir voru haldnir í samráði við embættið og með veittri fyrirgreiðslu þaðan. Niður- staðan varð því þessi: „Öruggur akstur" (áskorandi um bílbeltalög) undirritar auglýs- ingarnar. Samvinnutryggingar borga a.m.k. auglýsingarnar. Landlæknisembættið (annar áskorandi um bílbeltalög) veitir fyrirgreiðslu og leggur nafn og blessun yfir allt saman. Síðan streyma eflaust áskoranir frá fundinum til löggjafans um lög- leiðingu hílbeltanotkunar. Á laug- ardag var raunar einhver búinn að taka í taumana, því þá var fellt niður í auglýsingunni „í samráði við landlæknisembættið", en eftir sem áður sat fyrirgreiðsla og samráð embættisins eftir í auglýs- ingunni, þó að ekki ætti að hrópa um það. Mér varð ósjálfrátt á að spyrja: Hvað er eiginlega á seyði? Er bílbeltafrumvarpið alveg að ræna embættismennina vitglórunni? Erum við að tapa öllum áttum í því, hvað ganga megi langt í nafni opinbers embættis svo viðeigandi og sæmandi þyki? Eða er búið að gera landlæknisembættið endan- lega að áróðursráðuneyti fyrir bílbeltafrumvarpi ríkisstjórnar- innar og öðrum vafasömum frum- vörpum í framtíðinni. Af hverju hefur landlæknisembættið ekki sýnt svipaða fylgni við annað frumvarp á þingi, „Um hollustu- hætti og hollustuvernd“ sem skað- ar örugglega engan hvað þá drep- ur? Maður gæti haldið af bægsla- gangi landlæknisembættisins, að það ætti fyrst og fremst skyldum að gegna við fylgjendur laga um bílbeltanotkun en ekki við lands- menn alla eins og nafn þess gefur tilefni til að ætla. Hinn skefja- lausi einhliða áróður embættisins fyrir lögleiðingu beltanna, þar sem örlar varla á vafa um ágæti þeirra sem öryggistækis, þrátt fyrir það að flestum er ljóst hvers konar slysa- og dauðagildrur þau geta verið, hefur ekki beinlínis aukið virðingu og tiltrú almenn- ings á landlæknisembættinu. „Fræðslufundur" haldinn á veg- um embættisins í Norræna húsinu í fyrrahaust átti t.d. ekkert skylt linni? við hugtakið fræðsla. Fluttur hafði verið inn á vegum landlækn- isembættisins atvinnumaður „sér- fræðingur“ í bílbeltaáróðri. Sænskur atvinnumaður „sér- fræðingur", í bílbeltaáróðri. Þessi „sérfræðingur" þrumaði yfir fund- armönnum með myndasýningu, fram eftir kvöldi. Hugsun þessa „sérfræðings" var svo dauðhreins- uð og málefnið svo heiðskírt, að þar örlaði ekki á einu einasta umferðarslysaafbrigði í allri hans tölu, þar sem beltin gætu verið vafasöm hvað þá hættuleg. Leigu- bílstjóri með áratuga reynslu í akstri, leyfði sér að efast um að ágæti bílbelta væri jafnmikið og af hefði verið látið og nefndi aragrúa staðreyndadæma um hið gagnstæða. Það hafði svipuð áhrif og að skvetta vatni á gæs. Svona inn- flutningur og áróðursuppfræðsla er hér móðgun við fólk a.m.k. ennþá, móðgun við það sem skatt- greiðendur og sem ennþá hugs- andi og ályktunarbærir einstakl- ingar. Slíkur áróður á ekkert skylt við gagnrýna hugsun hvað þá vísinda- lega, sem maður skyldi ætla að væri í hávegum höfð hjá land- læknisembættinu, sem hefur það hlutverk að auka heilbrigði og vernda heilsu og líf landsmanna með markvissum og vísindalegum aðferðum án þess að stofna nokkr- um í hættu. Er ekki nóg að gert af hálfu landlæknisembættisins til að lögleiða notkun bílbelta eða „skottulækningar"? Er ekki mál að þessum ósköpum linni? Reykjavík, 9. maí 1981. Ingi Bergmann. Útboð Tilboö óskast í upp- steypu og frágang utan- húss í kvikmynda- og veit- ingahús aö Álfabakka 8 (Mjódd), Reykjavík. Tilboösgögn veröa afhent á teiknistofunni ARKO, Laugavegi 41, mánudaginn 18. maí. Tilboö opnuö á sama staö föstudaginn 29. maf kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.