Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ1981 15 Á leið til hafnar. Þegar 80—100 bátar landa daglega eins og oft var í Grindavík undir lok vertíðarinnar og margir komu að landi ura líkt leyti urðu sumir að hinkra við um stund áður en þeir komust í löndunarplássin. Um 20 bátar geta landað í einu og hafnarverðirnir stjórna „traffíkinni“ í gegnum „labb rabbM-talstöðvar. Eyjólfur Vilbergsson, skipstjóri á mb. Ingólfi GK 125 hampar einum vænum. Ljosmyndir: ólafur Rúnar Afla- hæsta ver- stöðin ÞAÐ var ys og þys við höfnina í Grindavík föstu- daginn 8. maí sl. þegar neta- veiðibannið tók gildi. Víðast hvar í verstöðvum lands- ins var litið á þennan dag, sem lokadag vetrarver- tíðarinnar að þessu sinni, þó hinn hefðbundni lokadag- ur, frá fornu fari sé 11. maí, og jafnvel 15. maí nú í seinni tíð. Til Grindavíkur barst mikill afli á vertíðinni eða 36.583 lestir bolfisks, sem var það mesta er barst á land í einni verstöð. Á síðustu árum, hefur Grindavík oft verið aflahæsta verstöð landsins á vetrarvertíðum, enda bátaflotinn stór er þaðan sækja einatt 60— 100 bátar. Að þessu sinni öfluðu 7 bátar meira en 1000 lestir hver og var Hafberg þeirra aflahæstur með 1323 lestir. Skipstjóri á Haf- bergi og þar með aflakóngur Grindvíkinga að þessu sinni er Helgi Einarsson. Vörð- ur var í öðru sæti með 1310 lestir, skipstjóri Guðmundur Guðmundsson, en síðan komu Geirfugl með 1249 lestir og Skúmur með 1247 lestir. Baujurnar teknar á land. Jón, skipstjóri á mb. Þórkötlu GK 97 (á bílpallinum) og Guðmundur Helgason. Þær stöllur Ágústa, Guðrún og Þyrí voru um borð í Hörpu GK 111 og fylgdust með lönduninni. Skipshöfnin á mb. Hafbergi GK 377 ásamt Helga Einarssyni, skipstjóra og aflakóngi Grindvíkinga á vetrarvertíð 1981. i> ! * -Hr- Iafberg GK 377, aflahæsti báturinn í Grindavík, kemur að landi á lokadaginn. Afli Hafbergs varð samtals 1323 tonn á vertíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.