Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 Á ferð um Dali: Við viljum reka endahnút á Búðardalsleirsmálið Rabbað við Þrúði Kristjánsdóttur Margir kannast við, að hafa heyrt talað um Búðardalsleir og þó er ekki hafin framleiðsla á honum. Árum eða áratugum saman hefur hugmyndinni um að vinna hann skotið upp öðru hverju, en síðan hefur ekki orðið meira úr framkvæmdum. Guð- mundur frá Miðdal sótti sinn leir að miklu leyti til Búðardals og um tíma mun hann hafa haft í hyggju að koma þar upp vinnustofu, en ekki varð úr því. Einhvernveginn hefur þetta mál þvælzt fram og aftur; leirsýni hafa verið athuguð og frumnið- urstöður fengizt, en svo hefur ekki orðið neitt úr framkvæmd- um. En fyrir tveimur árum var stofnað í Búðardal félag sem heitir einfaldlega Dalaleir og er tilgangur þess að undirbúa stofnun fyrirtækis til að setja á fót vinnslu úr leir til iðnaðar í Dalasýslu. I lögum félagsins segir í 8. gr.: „Nú hefur félagið lokið tilgangi sínum (eins og skilgreint var hér á undan) og skal þá stjórnin boða til fundar, þar sem félaginu er slitið. Eign- um félagsins skal ráðstafa til félaga í sömu hlutföllum og framlagt fé.“ Töluverður áhugi var á stofn- un þessa félags og siðan hafa stjórnarmenn unnið af kappi við að láta rannsaka og prófa eigin- leika leirsins til að fá raunhæfa niðurstöðu, sem mætti síðan Ilvarvctna i Búðardal er grunnt niður á leirinn. leiða til þess að málið yrði drifið áfram ellegar lagt á hilluna. Einkum hefur verið talað um að gera megi hluti af grófara tagi úr leirnum, t.d. flísar og tígul- stein, en að hann henti síður til skrautmunagerðar. Þrúður Kristjánsdóttir kenn- ari í Búðardal er formaður nefndar stjórnar Dalaleirs. Ég rak inn nefið hjá henni á ferð um Dali á dögunum og forvitn- aðist um hvernig málin stæðu. — Eftir að félagið var stofnað töldum við rétt að byrja alveg frá grunni, segir Þrúður. — Leirinn hafði vissulega verið rannsakaður áður, að nokkru marki, og margir haft áhuga á málinu. En þar sem aldrei hafði fengizt niðurstaða í bókstaflegri merkingu töldum við rétt að vinna verkið frá byrjun. Það má segja að allur Laxárdalurinn sé eitt leirsvæði og yfirleitt er ekki lengra niður á hann en 1—3 metrar. Trúlegt er að leirinn sé miklu víðar en í Laxárdalnum, þótt að honum hafi athuganir fyrst og fremst beinzt, og sýni hafi aðallega verið tekin í grennd við Búðardal. Áður en félagið tók til starfa höfðu þing- menn Dalamanna þá, Ásgeir Bjarnason og Friðjón Þórðarson beitt sér fyrir því að hann væri rannsakaður og 1976 kom sú Austurstræti á ekki að vera sólbaðsstaður eftir Ragnar Þórðarson Einn af framámönnum borgar- innar gortaði af því að það fyrsta sem gert hefði verið í áratugi til að vekja og bæta miðbæjarlíf væri að unglingum hefur verið gefin aðstaða á Hótel Islands lóð og að komið hefur verið á torgsölu á Lækjartorgi. Var maðurinn á því að með þessu hefði borgarbragur verið mikið bættur — og fannst mér jafnvel á honum að með þessu væri búið að svipbæta svo miðbæ- inn að það væri hótfyndni ein að vera lengur að finna að, menn gætu nú með góðri samvisku hallað sér á hitt eyrað og haldið áfram að sofa. Satt er það að þessar aðgerðir hafa haft ótrúlega mikil áhrif á bæjarbraginn og svipmót miðbæj- ar — en um það má segja: Lengi getur vont versnað! Föstudaginn 3. júlí birtist grein í Dagblaðinu undir nafninu Göngugatan í eilífum skugga — eða opnað í garðinn bak við Hressó? Þar kemur fram það Ekki heldur ruslastía, grænmetis- torg og fornsala sjónarmið að menn hafi áhyggjur af að KFUM muni byggja á lóðinni Austurstræti 20, Hress- ingarskálalóðinni, alvöru verslun- arhús, á allri lóðinni, sbr. bygg- ingar á lóðinni Austurstræti 16 og 18, og með þessu geri þeir það að verkum að göngugatan verði í eilífum skugga. Þá hafi menn áhyggjur af að hinn fallegi garður Hannesar Thorsteinsson muni hverfa við þessar byggingafram- kvæmdir. Eftir að hafa að undanförnu eytt samanlagt nokkrum sólar- hringum til að virða fyrir mér miðbæjarlífið er ég algjörlega á móti aukningu auðra svæða og sólbletta á hinu eiginlega miðbæj- arsvæði.þ.e. frá Aðalstræti að Lækjargötu. Það er hörmulegt að sjá göngu- götu Austurstrætis þegar sólin Poppe- loftþjöppur Utvegum þessar heims- þekktu loftþjöppur í öll- um stæröum og styrk- leikum, með eöa án raf-, Bensín- eða Diesel- mótors. J* ' I Söyirflaiyigjiyir ©cs> Vesturgótu 1 6,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.