Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 37 Oft er mikið um að vera i Austurstræti, göngUKötu Reykvíkinga, þegar sól er og sumar. Allir að flýta sér að nýta góðviðrið meðan sumarið endist. Myndina tók ól. K. Mag. einn KÓðviðrisdaginn. Stjömuspár og hugarfjötrar Gísli Sveinbjörnsson skrifar: Dag einn, í sólmánuði, var mér gengið inn í eina af bókaverslunum höfuðstaðarins. Er ég hafði rennt augum eftir bókahillum um hríð, þá kemur inn í verslunina velbúinn miðaldra maður. Hann gengur rakleitt að afgreiðslustúlkunni og spyr hana eftir, hvort hún eigi bók er fjallar um hin nýju stjörnu- merki. „Hin nýju stjörnumerki?" spyr afgreiðslustúlkan. „Við eigum bara bækur um þessi venjulegu stjörnumerki." Það færðist of- stækisfullur reiðiglampi í augu mannsins og brýrnar risu í for- undran. „Þessi venjulegu," sagði maðurinn. „Ég var að fá sent aprílhefti breska stjörnuspekifé- lagsins núna um daginn, þar sem sagt er frá bók sem kom út fyrir jólin í fyrra. Hún ætti að vera komin til ykkar. Ég er búinn að fara um allan bæ en fæ hana hvergi.“ Maðurinn var nú orðinn órólegur og tvísté fyrir framan afgreiðslustúlkuna, en yfir andlit hans hafði færst vonleysissvipur, ívafinn óánægju. „Við eigum bók- ina Complete Astrologi," sagði stúlkan, „við höfum seít alveg geysilega mikið af henni." Það sem þessu fólki fór í milli verður ekki rakið lengra, en orð stúlkunnar sýna glögglega, að mik- il eftirspum er um slíkt efni og orð mannsins, að fólk leggur ærið á sig til að nálgast það. Staðreyndin er sú, að stór hluti fólks er hugfjötr- aður þessari forneskju. Ekki birt- ist svo grein um þetta efni, að fólk drekki það ekki í sig. Svo rammt kveður að þessu, að það gildir einu hvert þú ferð eða með hvaða aldurshópi þú ert, þar eru ætíð fleiri eða færri sem spyrja: Hve- nær ertu fæddur? Hvaða dag? í hvaða stjörnumerki ertu? o.s.frv. o.s.frv. Góð saga sem einhver sagði. Hann hafði kynnst stúlku. Hún spurði þegar við fyrstu kynni: „í hvaða merki ertu?“ Hann tiltók í rælni eitthvert merki, sem hann var ekki fæddur við. Við þá vitneskju féll hún að fótum hans og augu hennar lýstu af aðdáun og undirgefni. „Ég sá það strax," sagði hún, „augun, munnsvipurinn og hvernig þú berð þig. Ég er búin að stúdera þetta lengi. Fólk er svo líkt.“ Hann fékk við þetta sam- viskubit en lét samt við svo búið standa, því honum þótti upphefð sín í huga stúlkunnar góð. Leið svo af kveldið. En í mannfagnaði þá um nóttina, á öndverðri óttu, upphófst einn gesturinn og lýsti því hátíðlega yfir, að á komandi afmælisdegi sínum skyldi verða mikið um dýrðir. Tiltók hann síðan daginn. Því var þá þannig varið, að þann hinn sama dag var sögumað- ur okkar í þennan heim borinn. Og í geðshræringu sinni segir sögu- maður: „En skemmtileg tilviljun. Þú átt sama afmælisdag og ég.“ í því verður honum litið framan í vinstúlku sína. Sér hann þá að framan í andlit hennar færist hægur stjarfi, og kringum munn og nef myndast drættir, ekki ólíkt og þegar fólk kyngir lýsi. „Ertu þá í...?“ „Já.“ „En þú sagðir ...“ „Eg var bara að skrökva." Það sem eftir lifði mannfagnaðarins var stúlkan bæði dauf og fátöluð. Þau hittust ekki aftur eftir þennan fund. Þessi stutta saga er dæmigerð fyrir atvik af svipuðum toga og eiga sér stað dag eftir dag, hryggi- lega mörg hvern dag. Enda engin furða. Söluturnar eru yfirfullir af þessum ritum, bókaverslanir og virt og víðlesin dagblöð, fylla oft heilu síðurnar af þessu rugli. Má þar til nefna annað síðdegisblað- anna sér í lagi. Þar birtust fyrir skömmu hinar lágkúrulegustu lýs- ingar sem ég minnist að hafa séð á prenti, lýsandi siðleysi á háu stigi og algerum skorti á virðingu fyrir lesendum. Engin opinberun Hér eru á ferðinni fræði, sem rista dýpra en ætla mætti. Þau virðast á einhvern dulsálarlegan hátt fjötra svo hugi manna, að jafnvel skynsamasta fólk er sem bergnumið. Það væri verðugt verk- efni fyrir sálfræðinga eða félags- fræðinga að kanna þetta og fróð- legt að fá álit þeirra. Mig langar til að nefna fáein dæmi, er gætu orðið hinu hugfjötr- aða fólki til umhugsunar. Fyrst er það að nefna, að afstaða jarðar gagnvart stjörnumerkjunum hefur breyst, sökum pólveltu jarðar og annarra eðlisfræðilegra þátta. Samkvæmt tímariti Þjóðvinafé- lagsins, Almanaki, sem gefið er út á vegum Háskólans, gengur sólin inn í hrútsmerkið hinn 19. apríl og út aftur hinn 13. maí. Á sama hátt hafa hin stjörnumerkin færst til. Næst má nefna að árið 1700 tók sig til páfi einn suður í hinni ítölsku Róm og færði tímatalið fram um heila 12 daga. Gamla tímatalið var til skamms tíma við lýði í Sovétríkjunum og tala menn um Októberbyltinguna (26. okt.) sem haldin er hátíðleg 7. nóv. I þriðja lagi langar mig að benda á starfsemi hugans. Hún er ákaf- lega kerfisbundin. Maðurinn leit- ast ósjálfrátt við að kerfisbinda reynslu sína, hann svarar yfirleitt áreiti umhverfisins kerfisbundið og hálfmeðvitað. Hugurinn er líka mjög sefnæmur. Rannsóknir sem gerðar hafa verið af sálfræðingum sýna, að hægt er að fá manninn til að sjá hluti á annan hátt, bæði að formi og innihaldi, en þeir raun- verulega eru og maðurinn sæi undir venjulegum kringumstæð- um. Og í fjórða lagi: Fræði þessi eru engin opinberun æðri máttarvalda, þótt oft megi greina hálfgerðan trúarbrag við ástundun þeirra. Þau eru sett saman og samin af misjöfnu fólki, í alla staði venju- legu að því undanskyldu, að flest þeirra eru ósvífnir loddarar, sem svífast einskis við að hafa peninga út úr saklausu og auðtrúa fólki. Lifa þeir svo ríkmannlega margir hverjir að sjálfur Rockefeller hefði mátt vera sæmdur af. Tekið skal fram, að margir þessara „spá- manna" eru oft vanheilir á geðs- munum. Virt bandarískt vikurit gerði á sínum tíma könnun á ritum þessa eðlis og höfundum þeirra. Kom þar meðal annars fram, að því tímabili (merki), sem höfundurinn var bor- inn í, var venjulega hrósað í hástert og eignaðir allir hinir göfugustu eiginleikar. Svo ekki var hlutlægninni fyrir að fara. Að lokum þetta: Fólk skyldi gjalda varhug við, að ánetjast slíkri forneskju. Ég er ekki að segja að um sé að ræða galdra eða það að eitthvað afl búi undir. Þetta er eingöngu hugarstarfsemi. Marg ir hugsa sem svo að um saklaust gaman sé að ræða, en svo er ekki, því slíkum tökum nær þetta á fólki. í útvarpinu var þáttur þar sem þetta bar á góma og var hringt í nokkra valinkunna menn og þeir spurðir álits. Einn þeirra var Guðmundur jaki. Orð hans læt ég vera þau síðustu, en þau sýna að Guðmundur hefur veitt þessu at- hygli og orðar það af skarpleik og innsýn, en orð hans eru: „Eru þetta ekki hin nýju trúarbrögð?" Gjört í Reykjavík, 29/7 ’81, GIsli Sveinbjörnsson. Nær fullbókað í Amsterdamflug Iscargó í ágúst „1>AÐ ER gott hljoðið i okkur,“ sagði Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri íscargó, i samtali við Mbl., er hann var inntur eftir því hvernig far- þegaflug félagsins til Amster- dam i Ilollandi gengi, en það hófst 25. júní sl. „Bókanir í ágúst eru mjög góðar, það fer full vél héðan á fimmtudag og svo má segja, að allar vélar út mánuðinn séu 80—90% bókaðar,„ sagði Krist- inn ennfremur. Eins og kunnugt er fljúga bæði íscargó og Flugleiðir áætlunar- flug til Amsterdam í Hollandi og hófu það á sama tíma, en það hafði þá legið niðri um árabil. Flugleiðir hætta að fljúga um næstu mánaðarmót, en Iscargó mun hins vegar fljúga áfram í vetur, og að sögn Kristins verður þar reynt að sameina farþega- flugið og fraktflug félagsins. Til þess flugs hyggst félagið festa kaup á Boeing 727—100 þotu, sem hægt er að stúka niður í frakt- og farþegarými. Electra- skrúfuþota félagsins verður hins vegar seld, eða sett upp í kaupin á Boeing-vélinni. Um bókanir í september, sagði Kristinn að þær væru ekki farn- ar að skýrast að verulegu marki, þó væru komnar um 40% bókan- ir. — Ég geri mér hins vegar vonir um að fá góða nýtni þann mánuð, sé það haft í huga, að Flugleiðir verða þá hættir sínu flugi," sagði Kristinn ennfremur. Nokkuð um innbrot um helgina BIIOTIST var inn í vörulager Þýsk-íslenska verslunarfélagsins í Ilafnarfirði á föstudagskvöld. en ekki er vitað hvort einhverju var stolið. Þá var á laugardag brotist inn í mannlaust hús við Fjölnisveg og einnig i Bilasölu Garðars við Borgartún 1 og var sá þjófur gripinn á staðnum. Vöruskemmu íscargo heimsóttu þjófar aðfaranótt sunnudagsins, en hún er staðsett við Flugvallarveg. Óvíst er hvort nokkru var stolið. Einnig var brotist inn í bakari við Leirubakka þessa sömu nótt, en í gærkveldi var brotist inn í verslun- ina Elliða við Nesveg. Þá var og brotist inn í hús við Yrsufell og þaðan stolið ísskáp og náði lögregl- an öðrum tveggja sem þar voru að verki. Loks var brotist inn í versl- unina Breiðholtskjör aðfaranótt þriðjudags og var innbrotsþjófur- inn gripinn á staðnum. Blaðburðarfólk óskast Austurbær Bergstaðastræti Grettisgata 36—98 Hringið í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.