Morgunblaðið - 26.08.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981 Sr. Andrés Ólafsson Afmæliskveðja Síðastliðinn laugardag varð Andrés Ólafsson, prestur á Hólmavík, sextugur. En hann er fæddur 22. ágúst 1921 á ísafirði. Voru foreldrar hans Ólafur Jón trésmíðameistari á ísafirði Gestsson sjómanns í Haukadal í Dýrafirði, Jónssonar. Kona Ólafs, móðir Andrésar, var Guðrún Guðnadóttir bónda í Botnsfjarðar- seli í Reykjafjarðarhreppi Jóns- sonar. Andrés Ólafsson lauk stúd- entsprófi frá Akureyri 1942 og varð cand. theol vorið 1947. Hann var settur sóknarprestur í Stað- arprestakalli í Steingrímsfirði í vordögum 1948 og fékk veitingu fyrir brauðinu sumarið 1949. Hef- ur hann setið á Hólmavík sinn prestskap í Strandasýslu. I hans tíð hefur verið byggt fyrsta prestsetrið á Hólmavík er var tekið í notkun 1954. Er það vegleg bygging haganlega gjörð, með sérstöku herbergi er má kalla kapellu tii þjónustu við aukaverk. Gunnar Ólafsson arkitekt teiknaði prestseturshusið. Sr. Andrés er kvæntur Arndísi Benediktsdóttur bónda Finnsson- ar á Hólmavík er hefur reynst hin mætasta kona. Er á heimili þeirra gestrisni og það fagurt og alúðlega tekið á móti gestum og gangandi. Þau hjón eiga tvo sonu: Hlyn, sem er tannlæknir, kvæntur Björk Sigurðardóttur, og Benedikt, sem er viðskiptafræðingur. Eru þeir bræður búsettir í Reykjavík. Hólmavík-, Drangsnes-, Kald- rananes- og Staðarsóknum hefur hann þjónað frá 1950 og Kolla- fjarðarnessókn. Þar að auki þjón- að Árnesprestakalli annað slagið frá 1948 til 1969 en síðan sam- fleytt, en alls mun þessi þjónusta hafa varað í 24 ár. Er langur kirkjuvegur frá Hólmavík til Ár- neskirkju eða 107 km. Er byggðin stundum einangruð á vetrum vegna snjóa. Hefur sr. Andrés farið þangað stundum i flugvél á seinni árum. I prestskapartíð sr. Andrésar var byggð kirkja á Hólmavík, sú fyrsta þar i kristnum sið. En sóknarkirkjan var upphaflega á Stað í Steingrímsfirði er þótti með betri brauðum iandsins. Er þorp myndaðist á Hólmavík vaknaði áhugi fyrir kirkjubyggingu þar. Þegar Hólmavík var gerð að sér- stakri kirkjusókn 1950, komst skriður á málið. Árið 1953 teiknaði Gunnar Ólafsson arkitekt, er var bróðir Andrésar, kirkjuna. Gunn- ar Ólafsson gaf teikningar sínar af kirkjunni, en hann var um þessar mundir skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar. Á þessum áratug er kirkjuhúsið var í smíðum var kreppa í þjóðlíf- inu, landflótti frá hinum afskekkt- ari byggðum landsins til stærri bæja. Mæddi þetta á Hólmavík og Strandasýslu. Kirkjan var 11 ár í smíðum, andaðist Gunnar Ólafsson áður en lokið var kirkjusmíðinni. Tók þá við Sveinn Kjarval arkitekt um innréttingar og allan innbúnað kirkjunnar. Kirkjan var vígð á uppstign- ingardag 23. maí 1968. Hún er mikið hús er ber vel yfir byggðina og sjávarflötinn við fjöruborð. Situr hún á klettaborg og er undurfagurt að líta úr Guðshúsinu yfir Steingrímsfjörð þá hann er spegilsléttur. Söfnuður og prestur hafa kapp- kostað að Guðshúsið yrði sem þest búið til helgihalds. Hefur kirkjan fengið vandað og gott orgel, sem er af sömu gerð og það sem nú er í kirkju kaþólsku nunnanna í Hafn- arfirði. Ennfremur þrjár kirkju- klukkur frá Ítalíu, sem hringt er með þar til gerðu áhaldi. Sjómenn hafa verið fórnfúsir hér sem víðar og hafa rækjuróðrar verið gefnir til að afla kirkjunni gjaldeyris til góðra hluta. Sr. Andrés Ólafsson hefur í starfi sínu átt góða samvinnu með söfnuðinum og verið þeim góður liðsmaður um þá hluti er til hans hafa leitað. Sr. Andrés Ólafsson er eigi í tölu þeirra sem ávallt hafa orð á hvað þeir hafa mikið að gera. Hann hefur af trúmennsku og dugnaði rækt sitt starf sem prest- ur norður þar. Hann var strax ötull ferðamaður ungur að árum, oft við erfið skilyrði er hafa batnað með aukinni vegalagningu. Ráðstefna Norrænna end- urskoðenda í Finnlandi RÁÐSTEFNA löggiltra endur- skoðenda frá Norðurlöndum stendur nú yfir í Helsingfors. Þáttatakendur eru 380 frá öllum Norðurlöndum en fimmtán endurskoðendur fóru frá íslandi. Á ráðstefnunni er fjallað um ýmis efni, er snerta stöðu endur- skoðenda gagnvart viðskiptavini sínum. Fjallað verður um þær breytingar, sem orðið hafa á stöðu endurskoðunar að undanförnu, meðal annars hafa stjórnvöld sýnt endurskoðun meiri áhuga og af- staða þrýstihjópa hefur breyst að því er segir í fréttatilkynningu frá Félagi löggiltra endurskoðenda. Auk þess hafa kröfur um menntun endurskoðenda aukist eftir að endurskoðunarnám var fellt inní nám við Viðskiptadeild Háskóla íslands. Rætt verður um spurninguna hvort starf endurskoðenda sem ráðgjafa og sem óháðs endurskoð- enda rekist á og einnig verður fjallað um það hver eigi að hafa erfirlit með störfum endurskoð- enda. Ráðstefnunni lýkur 27. ág- úst. Kynning á íslenskri blikksmíði FÉLAG blikksmiðjueigenda stóð fyrir kynningu á íslenskri blikksmfði í bórshöfn í Færeyj- um nýlega í samstarfi við Ut- flutningsmiðstöð iðnaðarins. Al- mennt fékk kynningin góðar viðtökur og vakti það einna mesta athygli hversu þróaðar íslenskar blikksmiðjur væru i framleiðslu búnaðar á sviði loft- hitunar og loftræstitækni. í fréttatilkynningu frá Sam- bandi málm- og skipasmiðja segir að með þessari kynningu hafi tekist að opna augu Færeyinga fyrir því að íslensk blikksmíðafyr- irtæki geti framleitt fyrir þá ýmsar vörur betur og jafnvel ódýrar, en þær vörur sem þeir lof ar góðu flytja inn frá öðrum þjóðum í dag. Flest fyrirtækjanna komust í sambönd við færeyska aðila og er stefnt að því að koma á auknu samstarfi við þessa aðila á næstu mánuðum. Til kynningarinnar var boðið fulltrúum sveitarfélaga, bæjar- verkfræðingum, arkitektum, ráð- gefandi stofum á sviði loftræsti- og lofthitakerfa, byggingarmeist- urum og framámönnum í viðskipt- um á sviði byggingariðnaðar. AIls tóku 5 íslenskar blikk- smiðjur þátt í þessari kynningu: Blikk & Stál hf., Blikksmiðjan Glófaxi hf., Blikksmiðja Gylfa hf., Blikksmiðjan Vogur hf. og Blikk- ver hf. Norrænt þing félagsráðgjafa: Nauðsyn á raunhæfu barna- verndarstarfi úti á landi Sr. Andrés Ólafsson var pró- fastur í Strandasýslu í 20 ár frá 1951—1971, þar til með lögum að prófastdæmum var fækkað í land- inu í einni svipan en eigi gert með tíð og tíma eins og venjulega er brauð voru sameinuð. Ávallt hefur farið vel með okkur sr. Andrési Ólafssyni þau 32 ár sem við höfum starfað sinn hvoru megin við Húnaflóa. Vinsamleg samskipti okkar hafa verið söm og jöfn öll þessi ár. Pétur Þ. Ingjaldsson. Nýlokið er þingi félagsráð- gjafa frá Norðurlöndum, en það var haldið að Laugarvatni og stóð í fimm daga. Þátttakendur voru áttatíu írá öllum Norður- löndum. Fjallað var um ábyrgð foreldra annarsvegar og sam- félagsins hinsvegar hvað snert- ir kjör og uppeldisaðstæður barna og unglinga og störf félagsráðgjafa á þessum vett- vangi. Karl Sjöström, félagsráðgjafi, flutti erindi þar sem hann varaði við því að félagsmál væru í höndum einkaaðila, eins og „Chicago-skólinn" svokallaði berst fyrir. Það vakti athygli félagsráð- gjafanna frá hinum Norðurlönd- unum hve oft væri gripið til þess ráðs hér á landi að vista börn og unglinga á sveitarheimilum. Á dagskrá þingsins var lítið um sér íslenskt efni. I panelumræðum kom fram, að á síðastliðnum 10 árum hefur verið komið á fót hérlendis flestum þeim tegundum stofn- ana, sem til eru á Norðurlönd- um. Þó er talið skorta ýmislegan stuðning við unglinga, sérstak- lega heimilislausa unglinga og unglinga með geðræn vandamál. Á þinginu var ennfremur rætt um hve félagsmálastefna er lítt þróuð hér og að nauðsynlegt sé að endurskoða sem fyrst núgild- andi löggjöf á þessu sviði og gera sveitarfélögum kleift að stunda raunhæft barnaverndarstarf, en núverandi aðstæður barna- verndarnefnda úti á landsbyggð- inni væri óviðunandi. Rætt var um að mikið mætti læra áf reynslu hinna Norður- landanna hvað varðar endur- skoðun og framkvæmd félags- málastefnu þar, ekki síst væri nauðsynlegt að reyna að forðast þau mistök sem þar verða. Einn- ig var það niðurstaða ráðstefn- unnar að nauðsynlegt væri að fela opinberri stofnun rannsókn á framkvæmd félagsmála hér á landi, en mjög litlar upplýsingar lægju fyrir um árangur af starfi félagsráðgjafa hér á landi. ALUZINK sameinar alla helstu kosti stáls, áls og zinks. Endingin er allt að 6 föld miðað viö venjulegt galvaniserað járn og lengdir ákveður þú sjálfur. Þetta eru miklir kostir sem minnka við- haldið verulega. (jCUlÍXX = HÉÐINN = SÖLUSÍMI 52922 STÓRÁSI 4-6 GARÐABÆ Þar er framleiðslan, þar er þjónustan ALUZINK fæst sem garðastál, bárustál og sléttar plötur. Viljir þú vita meira, hafðu þá samband við söludeild okkar. Þar bíður þín lit- prentaður bæklingur um Garðastál og Aluzink.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.