Morgunblaðið - 26.08.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.08.1981, Blaðsíða 32
Sími á ritstjórn og skrifstofu: lOIOO Jttoruimblabib orjfifwWn^íí) &&e Ljósaperur lAAáÁi Þeim geturöu I i f treyst Einkaumbod á íslandi SEGULLHF. Nýlendugötu 26 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981 Úrskurður kjörnefndar: Séra Pétur hlaut flest atkvæði í biskupskjöri Séra Ólaíur 1 atkv. færra — Séra Árni Pálsson kærir niðurstöðu kjörnefndar SF.RA PÉTUR Sigurjíeirsson, vÍKslubiskup. hlaut flest atkvæði í síðari umferð í úrslitum biskupskjors ’ samkvæmt niðurstöðum kjörnefndar í j;ær. Hlaut hann 72 atkvæði. en séra ólafur Skúlason dómprófastur hlaut 71 atkvæði. Séra Arngrimur Jónsson fékk 1 atkvæði. Þrjú atkvæði voru dæmd ógild vegna formtcalla otc eitt atkvæði dæmdi kjörnefnd úr leik þar sem það hefði borizt of seint til róðuneytisins. 148, sem höfðu rétt til biskupskjörs, kusu því öll, en 144 atkvæði voru metin gild. Viðtöl eru við séra Pétur Sigurgeirsson vígsluhiskup og séra ólaf Skúlason dómprófast á miðsiðu blaðsins. Þegar niðurstaða kjörnefndar lá fyrir upplýsti séra Arni Pálsson að hann myndi kæra niðurstöðu kjörnefndar þar sem hann teldi að kjörstjórn hefði hrugðizt hlutverki sinu í ógildingu atkvæða. Sagði séra Arni í samtali við Mbl. i gær að hann hefði tekið við atkvæði Jósafats Líndals i votta viðurvist þar sem hann hefði með eigin hendi útfyllt kjörseðil sinn. og séra Árni kvaðst síðan hafa afhent kjörseðilinn í ráðuneytinu þar sem móttakan hefði verið bókuð i votta viðurvist og þvi kvaðst hann ekki sætta sig við niðurstöðu kjörnefndar á formgalla vegna afhendingar yfirlýsingar frá kjósandanum. Kvaðst hann kæra ógildingu atkvæðanna þriggja þar sem yfirlýsing fylgdi ekki. tali við Mbl. í gærkvöldi að hann myndi leggja áherzlu á það í afgreiðslu þessa máls, að farið yrði að lögum og málið yrði tekið til afgreiðslu fljótlega eftir að kærufrestur, sem er ein vika, rennur út. Morgunblaðið spurði Pétur Sig- urgeirsson hvað hann vildi segja um kæruna, en þetta er í fyrsta skipti sem niðurstaða biskups- kjörs er kærð. „Það stendur í lögunum að heimilt sé að kæra niðurstöðu kjörnefndar til ráð- herra ef menn sjá ástæðu til,“ sagði séra Pétur, „og ef menn sjá agnúa á, tel ég rétt að það fari til réttra aðila. Eg treysti niðurstöðu kjörnefndar og mun treysta niður- stöðu ráðherra og taka þeim úrskurði eins og vera ber.“ Séra Ólafur Skúlason segir um kæruna á miðsíðu blaðsins í dag: „Það er óskaplega leiðinlegt ef kæra þarf að koma til og ég skil að mönnum sárni ef formgalli kemur fram sem viðkomandi menn telja ekki réttmætan. Það er leiðinlegt að fá þriðja þáttinn í þessa orrahríð, þátt lagaflækjunnar, og ég hefði óskað að þessi staða hefði aldrei komið upp.“ Friðjón Þórðarson, dóms- og kirkjumálaráðherra, sagði í sam- Herra Sigurbjörn Einarsson biskup mun láta af embætti 1. okt. nk. Þau þrjú atkvæði sem dæmd voru ógild af kjörnefnd voru atkvæði Jósafats Líndals í Kópa- vogi, séra Sigurjóns Einarssonar á Kirkjubæjarklaustri og séra Auð- ar Eir Vilhjálmsdóttur. í viðtali við Mbl. á miðsíðu í dag segir séra Ólafur Skúlason að hann viti að tvö af þessum atkvæðum hafi verið ætluð sér, en Mbl. fékk það ekki staðfest í gær. Ekki náðist í Jósafat og séra Sigurjón kvaðst furða sig á því að nöfn ákveðinna kjósenda hefðu lekið út frá kjör- stjórn, sem ætti að vera eiðsvarin, enda ætti þessi kosning að vera leynileg. Séra Auður Eir kvaðst engum hafa sagt sína afstöðu, enda ætti þessi kosning að vera leynileg. Þá hafði Mbl. samband við séra Sigfús Jón Árnason á Hofi í Vopnafirði, en hans atkvæði tók kjörnefnd ekki til greina þar sem það barst of seint til ráðuneytisins eftir nokkurra daga ferðalag í pósti. „Jæja, var það mitt atkvæði sem var ekki tekið til athugunar hvað þá meira," sagði séra Sigfús Jón, „en mér er engin launung á því að ég studdi minn gamla biskup, séra Pétur, og ég sendi mín kjörgögn í ábyrgð og hrað- pósti frá Vopnafirði upp úr miðri síðustu viku, svo mér þykir kyn- legt að það sé ekki talið gilt, því með þessu móti hefði það átt að berast ráðuneytinu á tilsettum tíma fyrir kl. 5 sl. mánudag og í lögunum um kosningu er ætlazt til að gögn séu send í ábyrgðarpósti." Sjá viðtöl og fréttir á miðsíðu. Bílskúr sprakk í loft upp, engin slys, en talsvert tjón GÍFURLEG sprenging varð í bílskúr við Bröttukinn 8 i Hafnarfirði laust fyrir klukkan 23 í gærkvöldi af völdum gas- leka. að því að talið er. Bilskúr- inn gjöreyðilagðist og er nánast horfinn af grunninum. Rúður hrotnuðu í næstu húsum, bif- reiðum og í groðurhúsi á næstu lóð. Fngin slys urðu á mönnum. Tildrög sprengingarinnar munu vera þau. að eigandi bilskúrsins vann i honum við járnsmíðar og pípulagnir og notaði hann logsuðutæki við vinnuna. Af ókunnum ástæðum hefur gas lekið af kút og loftið inni í skúrnum mettazt af því. Hið gasmettaða loft hefur siðan komizt i snertingu við oliu eða rafmagn og þvi sprungið, að sögn slökkviliðsmanna. Svo öfl- ug var sprengingin, að hennar varð vart i mörg hundruð metra fjarlægð. Þrátt fyrir, að fólk væri nálægt gluggum i næstu húsum meiddist enginn ug verður að teljast mildi að ekki fór verr. Ljósmvnd Mbl. Sverrir Pálsson. Akureyri. Séra Pétur Sigurgeirsson. Myndin var tekin á heimili hans í gær á Akureyri eftir að úrslit höfðu verið tilkynnt í biskupskjöri. Sjá viðtal á miðsíðu. GengisfeUing: Meðalgengi gjald- miðla hækkar um 5% — Hefði þurft að vera 25% segja iðnrekendur — Fyllilega tímabært segja frystihúsin GENGI ÍSLENSKU krónunnar var fellt í gær um 4,76%, og meðalgengi erlendra gjaldmiðla hækkar um 5%. Ákvörðunin er tekin af hankastjórn Seðlabanka íslands, að höfðu samráði við bankaráð og að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar. I frétt Seðlabankans segir að ástæður gengisfellingar- innar séu einkum mikil hækkun Bandarikjadollars gagnvart öðrum gjaldmiðlum, sem valdið hafi verulegum erfiðleikum fyrir bæði margar greinar útflutningsframleiðslu og samkeppnisiðnað. Að auki bætist við, að verðlxilga og kostnaðarhækkanir hér á landi séu enn verulega umfram það, sem á sér stað í hclstu viðskiptalöndum Islcndinga, segir í frétt frá Seðlahankanum um málið. í frétt Seðlabankans er ennfremur minnt á að framundan séu frekari kostnaðarhækkanir í kjölfar tæp- lega 9% hækkunar vísitölu fram- færslukostnaðar hinn fyrsta ágúst síðastliðinn. í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi fagnaði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson forstjóri SH gengisfell- ingunni, sem hann taldi fyllilega timabæra nú. Sagði hann hana rétta verulega hlut frystiiðnaðarins í landinu, sem átt hefði við mikil vandamál að stríða að undanförnu, það er sá hluti er selur á markað í Vestur-Evrópu. Davíð Sch. Thorsteinsson formað- ur Félags ísl. iðnrekenda kvaðst einnig útaf fyrir sig geta fagnað þessari gengisfellingu, en hún væri allt of lítil, iðnaðurinn í landinu yrði áfram rekinn með „hrikalegu tapi“. Sjá nánar á blaðsíðu 5 í Morgun- blaðinu í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.