Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 202. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sovéskir fallhlífahermenn við skotæfingar í norðvesturhluta Sovétríkjanna Sovéskt landgöngulið gengur á land norðan við Pólland Kaupmannahofn. Varsjá. Moskvu. 11. september. AP. SOVESKT landKöngulið gekk á land í Sovétríkjunum norðan við pólsku borgina Gdansk i dag en heræfingarnar gengu ekki alveg eins og til var ætlast vegna slæmra veðurskilyrða. 70 til 80 herskip tóku þátt i æfingunum, þar á meðal beitiskip, tundurspillar, flugmóðurskip og tundurduflaslæðarar. Ekki var tilgreint hversu marga landgöngu- liða var um að ræða en eitt skipanna, landgönguliðaskipið Ivan Rogov, getur flutt um 800 manns auk hergagna. Erkiklerkur ferst í íran Beirút. 11. september. AP. HANDSPRENGJA sem hermd- arverkamaður hafði bundna við úlnliðinn sprakk í mikilli mannþröng, sem var komin saman á aðaltorgi borgarinnar Tabriz í Norðvestur-Iran til bænahalds í dag. Einn af helstu kierkum írönsku stjórnarinn- ar, Assadollah Madani erki- klerkur, lést af völdum sprengjunnar. Ilermdarverka- maðurinn lést samstundis. Sex aðrir létust og 12 slösuðust. Pars-fréttastofan sagði að Madani hefði látist á sjúkrahúsi þegar verið var að gera að sárum hans. Khomeini erkiklerkur kallaði Madani „píslarvott islömsku bylt- ingarinnar" og skipaði Meshkini erkiklerk í bænastarf Madanis í Tabriz. Borgarstjóri Tabriz bað borgar- búa að sýna stillingu og sagði að jarðarför Madanis færi fram í Tabriz á laugardag. Veiðarnar við Jan Mayen ólöglegar Frá íróttaritara Mbl. í Osló, II. soptrmhrr. NORSKA sjávarútvegsráðu- neytið svaraði í kvöld fyrir- spurn íslensku ríkisstjórnar- innar um veiðar Dana og Færeyinga á hafsvæðinu í kringum Jan Mayen. Ráðu- neytið endurtekur að veiðarn- ar séu ólöglegar og bendir á að Norðmenn hafi reynt að koma í veg fyrir veiðarnar með mótmælaaðgerðum. Krúsjeffs ekki minnst Moskvu. 11. september. AP. TÍU ár voru liðin á föstudag síðan Nikita Krúsjeff, valdamesti mað- ur Sovétríkjanna 1953 til 1964, lést. Ekki var minnst einu orði á Krúsjeff eða valdaferil hans í sovéskum blöðum þann dag. Grafreitur hans í Novidevichy- kirkjugarðinum var lokaður al- menningi. Skipin lönduðu nærri Baltiysk sem er yst á tanga sem liggur í vestur frá Sovétríkjunum inn í Danzigflóann. Borgin Danzig er nú nefnd Gdansk en Samstaða, samtök óháðra verkalýðsfélaga í Póllandi, var stofnuð þar fyrir ári síðan. Fyrsta landsþingi Samstöðu lauk í borginni á fimmtudag. Marian Jurczyk, leiðtogi Szcze- cin-deildar Samstöðu, lét í það skína í dag að Samstaða væri tilbúin að „tilnefna fulltrúa í ríkisstjórn". Hann sagði í viðtali við fréttablað samtakanna að þau hefðu ekki haft „réttu fólki" á að skipa í marsmánuði þegar alls- herjarverkföllum var hótað. Hann sagðist álíta að það fólk væri nú innan samtakanna. Opinberir fjölmiðlar í Póllandi brugðust illa við yfirlýsingum sem komu frá landsþingi Samstöðu í dag. Morgunblaðið Zycie Warsz- awy lýsti undrun yfir baráttu- kveðju Samstöðu til annarra „frjálsra" verkalýðshreyfinga í öðrum austantjaldslöndum. „Við teljum að við eigum að leysa okkar vandamál sjálf," sagði í blaðinu. „En það þýðir að við megum ekki og ættum ekki að skipta okkur af málum annarra þjóða." Andrzej Gwiazda, varaleiðtogi Samstöðu, sagði að baráttukveðj- an hefði verið umdeild á þinginu. „Við sjáum hver viðbrögðin verða," sagði hann. „Þetta er kveðja sem kom beint frá hjart- anu og höfuðið hafði ekkert með að gera.“ Gagnrýni á hendur Samstöðu jókst enn í Sovétríkjunum í dag. Fréttastofan Tass sendi frá sér þrjár fréttir sem allar sýndu ljóst óánægju Kremlverja með baráttu- kveðju Samstöðu til íbúa annarra landa Austur-Evrópu. Kekkonen í veikindafrí llelsinki. 11. september. AP. UIIRO Kekkonen. forseti Finn- lands sem er 81 árs, mun taka sér fri frá störfum í einn mánuð vegna veikinda, sagði í frétta- tilkynningu frá forsetaembætti Finnlands i dag. Ekki var greint frá hvað amar að forset- anum. Mauno Koivisto, forsætisráð- herra, mun gegna embætti for- seta til 10. október. Koivisto þurfti af þeim sökum að fresta opinberri heimsókn til Austur- ríkis sem átti að hefjast á mánudag. Þetta er í fyrsta sinn sem Kekkonen tekur sér veikindafrí síðan hann tók við embætti 1956. TUC hótar að lama brezkt efnahagslíf BlarkptNil. 11. septcmber. AP. ÞING brezku verkalýðshreyfingarinnar. TUC, hafði í dag í hótunum við stjórn Margrétar Thatchers. Ef stjórnvöld hætta ekki við fyrirhugaðar sölur á ríkisiðníyrirtækjum. þá „lamast brezkt efna- hagslíf". Þá samþykkti þingið að fela framkvæmdaráði TUC að leggja drög að heildaráætlun um andstöðu við rikisstjórn Thatchers, þar með talin verkföll. Samþykkt þessi fékk yfirgnæfandi meirirhluta atkvæða á siðasta degi þingsins. Sid Weighall, leiðtogi járn- brautarstarfsmanna, sagði að fé- lag sitt væri reiðubúið ásamt félögum kolanámumanna og stál- iðnaðarmanna að láta sverfa til stáls gegn áætlunum Thatchers um sölu ríkisfyrirtækja. „Ef ein- hver efast um að við getum ekki lamað brezkt þjóðlíf, þá hann um það,“ sagði Weighall. Þing TUC lýsti yfir fullum stuðningi við hugsanlegar aðgerðir samband- anna þriggja. Stjórn Margrétar Thatchers hefur á frjálsum markaði selt hlutabréf í ríkisfyrirtækjum og hyggst m.a. selja hótel brezku járnbrautanna og ferjufyrirtæki í eigu ríkisins. Þeir Tony Benn, Denis Healey og John Silkin, sem berjast um varaformannsembætti Verka- mannaflokksins á, næsta þingi hans, mættu á þing TUC í Black- pool til að afla stuðnings. Ken Thomas, leiðtogi opinberra starfs- manna, lýsti vanþóknun sinni á komu þremenninganna. „Ég vona að í framtíðinni verði TUC-þing ekki vígvöllur manna, sem eiga í valdabaráttu í Verkamanna- flokknum,“ sagði Thomas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.