Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 14
X 4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 Hrauneyjafossvirkjun Eftir Birgi Isl. Gunn- arsson, alþm. Hrauneyjafossvirkjun Hornsteinn hefur nú verið lagður að Hrauneyjafossvirkjun og allt bendir til að vélar virkjunarinnar fari að snúast þ. 1. nóvember, eins og ráðgert hafði verið. Með þeirri fram- kvæmd er lokið þeim virkjunar- áformum, sem viðreisnarstjórn- in lagði grundvöll að á árunum 1960—’70. Þá voru á Alþingi samþykkt lög um þrjár stór- virkjanir á Þjórsársvæðinu. Búrfellsvirkjun var fyrst, síðan kom Sigölduvirkjun og nú Hrauneyjafossvirkjun. Frum- kvöðlar og forystumenn þessara virkjunarframkvæmda voru þeir Bjarni Benediktsson, Jóhann Hafstein og Ingólfur Jónsson, en ljóst er að þessar virkjanir hefðu ekki verið byggðar með þem hraða, sem raun hefur orðið á, ef ekki hefði komið til átak til nýtingar þessarar orku með byggingu þeirra stóriðjufyrir- tækja, sem nú starfa hér á landi. Framsýni og stórhujfur Landsvirkjun er sameignar- fyrirtæki ríkisins og Reykjavík- urborgar. Ljóst er því, að auk áðurgreindra forystumanna um löggjöf á þessu sviði hafa þessar framkvæmdir notið þess stór- hugs, sem ríkti hjá meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur í orkumálum. Mikl- ar framkvæmdir í raforkumál- um og stófellt átak til að stækka og efla Hitaveitu Reykjavíkur á sama tíma bera vott um fram- sýni borgaryfirvalda í þessum málum. Það hefur komið í hlut Lands- virkjunar að annast undirbúning og bera veg og vanda af fram- kvæmdunum. I þau 16 ár sem fyrirtækið hefur starfað, hefur það notið farsællar forystu þeirra Jóhannesar Nordal, form- anns stjórnar, og Eiríks Briem, framkvæmdastjóra. Aðrir hafa að sjálfsögðu einnig komið þar við sögu, þótt ekki séu þeir tilgreindir sérstaklega hér. Landsvirkjun hefur haft á að skipa frábæru starfsfólki og þar hefur safnast saman dýrmæt reynsla, sem áður þurfti að kaupa frá útlöndum í stórum stíl. Nú eru það íslenskir tækni- menn Landsvirkjunar og verk- fræðistofa og íslenskir stjórn- endur, sem bera veg og vanda af nánast öllum undirbúningi og framkvæmdum. íslenskir verktakar Framkvæmdir við Hrauneyja- fossvirkjun eru einnig að því leyti ólíkar fyrri stórvirkjunum, að nú voru framkvæmdir ein- göngu boðnar út á íslenskum verktakamarkaði. Áður var boð- ið út á alþjóðlegum markaði og erlend verktakafyrirtæki voru hér að störfum. Hrauneyjafoss- virkjun er hinsvegar byggð af íslenskum verktökum, sem skiptu milli sín einstökum verk- þáttum að undangengnu útboði, en starfsmenn Landsvirkjunar unnu að samræmingu og eftir- liti. Nú þegar þessir miklu áfangar eru að baki hljóta menn að spyrja hvað sé framundan í orkumálum þjóðarinnar. Því miður verður að segja eins og er, að þar er allt í óvissu. Forysta þessara mála er nú í höndum úrtölumanna, sem ekki vita í „Nú þegar þessir miklu áfangar eru að baki, hljóta menn að spyrja, hvað sé framundan í orku- málum þjóðarinnar. Því miður verður að segja eins og er, að þar er allt í óvissu. Forysta þessara mála er nú í höndum úrtölumanna, sem ekki vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.“ hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Þrjár stórvirkjanir eru nú langt komnar í undirbúningi, þ.e. Sult- artangavirkjun á Þjórsársvæð- inu, Blönduvirkjun á Norður- landi og Fljótsdalsvirkjun á Austuriandi. Enginn veit enn hvar á að byrja og hvar á að enda. Málamyndalög voru sett um þessar virkjanir á Alþingi sl. vor, en ljóst er þó að Alþingi þarf að taka allt málið upp til afgreiðslu að nýju og allt er á huldu um hvenær það verður gert. Dökkt framundan Alvarlegast í þessu er þó að enginn veit hvað á að gera við þá orku, sem úr þessum virkjunum mun fást. Þýðingarlaust er að byggja nýjar virkjanir, ef enginn markaður er fyrir orkuna. Sýnt hefur verið frám á, að með tiltölulega ódýrum vatnaveitu- aðgerðum ofan orkuveranna í Þjórsá og Tungnaá má auka framleiðslu kerfisins nægilega mikið til að fullnægja fyrir- sjáanlegri orkuþörf án nýrrar stóriðju eitthvað framyfir 1990. Ef hægt er að auka orkufram- leiðslu Kröfluvirkjunar eins og hún er hönnuð fyrir, höfum við næga orku fram yfir miðjan næsta áratug. Það er því ljóst að engin þörf er á nýrri virkjun næstu 15 ár, ef ekki kemur jafnframt til orku- frekur iðnaður. Þar eigum við ónotaða mikla möguleika og get- um hæglega fjórfaldað orkuöfl- un til stóriðja á næstu 20 árum. Orkunýtingarþátturinn er hins- vegar alveg óleystur og það sem af þeim þætti fréttist er tómt kák. Allar líkur benda til að engar ákvarðanir verði unnt að taka um þennan grundvallarþátt málsins meðan iðriaðarráðuneyt- ið er setið úrtölumönnum og skýrslusöfnurum. Undirbúningur og bygging orkufrekra iðnfyrirtækja tekur ekki skemmri tíma en undirbún- ingur og framkvæmdir stór- virkjana. Við fögnum því Hrauneyja- fossvirkjun með nokkuð blendn- um huga. Gleðjumst yfir stór- huga áfanga, sem unninn hefur verið, en óttumst það ráðleysi, sem tefur fyrir því að áfram sé haldið á þessari braut. Auðvitað viljum við sættir í Sjálfstæðisflokknum — Eftir Halldór Blöndcd, alþingismann Góður vinur minn hefur oft sagt við mig: „Halldór, ég held að þú hafir ekki verið i góðu skapi síðan ríkisstjórnin var mynduð." — Það er rétt, að mér hefur gengið erfiðlega að sætta mig við að 4—5 þingmenn úr okkar hópi sjálf- stæðismanna skuli hafa valið sér það hlutskipti að leiða framsókn- armenn og kommúnista til önd- vegis í íslenskum stjórnmálum í trássi við félaga sína. Þess vegna spurði ég Gunnar Thoroddsen, þegar hann tilkynnti okkur stjórn- armyndunina, hvort hann væri ekki til viðtals um að Sjálfstæðis- flokkurinn sem heild kæmi inn í viðræðurnar með fullum þing- styrk. Hann svaraði stutt og laggott: Það stóð aldrei til að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði þessa ríkisstjórn. Það þýddi nýjar stjórnarmyndunarviðræður. Á minni hlutinn allan rétt? Mér er minnisstætt að á flokks- ráðsfundinum eftir stjórnarmynd- unina, réttlætti Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra og raun- ar varaformaður Sjálfstæðis- flokksins gerðir sínar með þessum ummælum: Meiri hluti þingflokks er bundinn af samþykktum flokks- ráðs, en minni hlutinn ekki. Ekki efast ég um að þankagang af þessum toga megi í þrætubókar- list verja lengi dags, ef málsnjall maður á í hlut. Framhjá hinu verður þó ekki gengið, að í skipu- lagsreglum Sjálfstæðisflokksins hefur verið reynt að setja þing- mönnum leikreglur. Fyrir síðustu kosningar lá ekki annað fyrir en að allir frambjóðendurnir sættu sig við þær. Þá datt engum manni í hug að til þess gæti komið, að fimmtungur þingmanna segði sig úr lögum við hina 17 fyrirvara- laust. Viðbáran að öðruvísi yrði ekki mynduð ríkisstjórn í landinu hlýtur að skoðast í því ljósi, að heill og óskiptur Sjálfstæðisflokk- ur sé til trafala. — Bróðir eins af þingmönnum Framsóknarflokks- ins sagði raunar við mig eftir stjórnarmyndunina og brosti í kampinn: Þið gátuð ekki boðið jafn vel og Gunnar. Þið gátuð ekki boðið fram klofinn Sjálfstæðis- flokk. í endaðan ágúst var þing ungra sjálfstæðismanna haldið á ísa- firði. Það kom engum á óvart, að hinum ungu mönnum hitnaði í hamsi þegar að því kom, að þeir ræddu þá stöðu, sem nú er komin upp í þjóðfélaginu og þá kreppu, sem ríkir á Alþingi vegna klofn- ings Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna ályktuðu ungu mennirnir og lái þeim hver sem vill: „Gert verði ótvírætt, að þingmenn flokksins séu bundnir af samþykktum þing- flokks og flokksráðs um samstarf við aðra flokka við myndun eða setu í ríkisstjórn. Litið verði á brot á þssum reglum sem úrsögn viðkomandi þingmanns úr Sjálf- stæðisflokknum." Fór Pétur Ottesen eins að? I Tímanum 10. september sl. segir Gunnar Thoroddsen forsæt- isráðherra um þessa ályktun ungra sjálfstæðismanna m.a.: „... þegar Ólafur Thors mynd- aði Nýsköpunarstjórnina á sínum tíma, þá hefðu þeir verið reknir úr flokknum á einu bretti, þeir: Pétur Ottesen, Ingólfur á Hellu, Gísli Sveinsson, Jón á Reynisstað og Þorsteinn sýslumaður, þar sem „Auðvitað viljum við frjálshyggjumenn sættir í Sjálfstæðis- flokknum. Að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi þau áhrif og völd, sem fylgið með- al þjóðarinnar segir til um. Ekki stendur á mér að leggja mig fram um það að sam- ræma sjónarmið og gleyma orðnum hlut, ef hin stríðandi öfl í Sjálfstæðisflokknum vilja mætast á þeim punkti, að þau séu reiðubúin til eins átaks, þannig að störf okkar á Al- þingi mótist af því að við séum samherj- ar og keppum að sama marki.“ þeir neituðu að hlíta flokkssam- þykkt og voru stjórnarandstæð- ingar.“ Með sínum ummælum reynir Gunnar Thoroddsen að sannfæra menn um það, að enginn eðlismun- ur sé á sinni breytni og Péturs Ottesens og þeirra félaga. Þó dylst engum sanngjörnum manni, að saga Sjálfstæðisflokksins hefði orðið önnur, ef Pétur Ottesen hefði myndað ríkisstjórnina í trássi við Ólaf Thors og Sjálfstæð- isflokkinn. Þegar Nýskopunarstjórnin var Söngfólk Blandaöur kór í Reykjavík óskar eftir aö fjölga fólki í öllum röddum, vegna söngferöar til útlanda næsta vor. Upplýsingar í símum 30807 og 45330. mynduð var farið að vilja meiri hluta þingflokks og Sjálfstæðis- flokksins. Pétur Ottesen og þeir félagar hlupu ekki til á elleftu stundu og mynduðu ríkisstjórn framhjá Sjálfstæðisflokknum. SjálfstæÓismenn vilja vera samherjar Okkur, sem viljum frelsi ein- staklingsins sem mest til orðs og æðis, dylst ekki, að þróun þjóðfé- lagsins hefur verið okkur og hug- sjónum okkar öndverð siðustu misseri. Á tímum aukinna ríkis- afskipta þurfa einstaklingarnir á öllu sínu að halda til þess að halda sínum hlut. Þegar gerð er tilraun til þess að stjórna þjóðfélaginu með þeim hætti að atvinnuvegirn- ir eru ýmist reknir með halla eða fá ekki að skila tekjuafgangi, rennur sjálfkrafa upp blómaskeið bæjarfyrirtækja, ríkisrekstrar og samvinnurekstrar. Einstakl- ingarnir hafa ekki sama bolmagn til að standa undir langvarandi halla. Við sjáum það glöggt á Súgandafirði hvað er að gerast og sömu þróunar verður vart annars staðar. Við lifum í versnandi þjóðfélagi með daprari lífskjör en áður og staðnað atvinnulíf. Unga bóndann dreymir ekki lengur að verða stórbóndi og ungi skipstjór- inn veltir því fyrir sér, hvernig hann getur auðveldlega komist yfir aldarfjórðungs gamla fleytu. Innflutningur notaðra bíla vex en þeir einstaklingar, sem eru frjáls- ir vegna menntunar sinnar fljúga eins og farfuglar til annarra landa þegar vetur sverfur að. Auðvitað viljum við frjáls- hyggjumenn sættir í Sjálfstæðis- flokknum. Að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi þau áhrif og völd sem fylgið meðal þjóðarinnar segir til um. Ekki stendur á mér að leggja mig fram um það að samræma sjónarmið og gleyma orðnum hlut, ef hin stríðandi öfl í Sjálfstæðis- flokknum vilja mætast í þeim punkti að þau séu reiðubúin til eins átaks þannig að störf qkkar á alþingi mótast af því. Á hinn bóginn er ekki við því að búast, að það létti geðið að búa við sundrað- an Sjálfstæðisflokk. Ungu menn- irnir á ísafirði skildu að mál er að linni innbyrðis erjum og frama- poti. Sameinaðir stöndum við, en sunduðir föllum við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.