Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 5 Sigurdur A. Magnússon rithöfundur. Möskvar morgundags- ins - upp- vaxtarsaga - Ónnur bókin í þrflógíu Sigurðar A. Magnússonar komin út Ekkert nýtt land fyrir atvinnu- rekstur gert byggingarhæft EKKERT nýtt land fyrir atvinnu- rekstur hefur komið til úthlutunar frá því að núverandi meirihluti tók vió í Reykjavík og allt bendir til að kjörtímabilinu muni Ijúka án þess að nokkurt nýtt land verði gert byggingarhæft og úthlutað fyrir at- vinnurekstur. Þetta kom m.a. fram í ræðu Magnúsar L. Sveinssonar í umræðum í borgarstjórn fyrir nokkru, í tilefni af fyrirspurn sjálfstæðismanna um hvað gert væri ráð fyrir að úthluta mörgum atvinnulóðum á næsta ári. Borgarritari svaraði fyrir- spurninni. Magnús L. Sveinsson, sagði að ljóst væri af svari borgarritara, „að ekki væri gert ráð fyrir neinu landi til úthlutunar fyrir atvinnurekstur á næsta ári“. Magnús minnti á að vinstri flokkarnir hefðu gagnrýnt sjálfstæðismenn mjög hart á síðasta kjörtímabili og í kosn- ingabaráttunni 1978, fyrir að út- hluta allt of fáum lóðum til at- vinnurekstrar. Þrátt fyrir að 1976 hefði verið úthlutað milli sex og sjö hundruð þúsund fer- metrum iands fyrir atvinnu- rekstur. „Sú staðreynd blasir nú við," sagði Magnús, „að á þessu kjör- tímabili hefur ekkert nýtt svæði til atvinnurekstrar komið til út- hlutunar. Og samkvæmt svari borgarritara lítur út fyrir, að kjörtímabilinu muni ljúka, án þess að nokkurt svæði komi til úthlutunar fyrir atvinnurekstur- inn. Það sem hefur gerst á þessu kjörtímabili," sagði Magnús, „er það að eitt og eitt fyrirtæki hef- ur fengið úthíutað lóð, sem tekin hefur verið af öðrum. í dag er staðan þannig, og þannig hefur það verið að undanförnu, að öll- um sem spurzt hafa fyrir um lóðir og sótt hafa um lóðir, hefur verið sagt, að engar lóðir væru til. Þrátt fyrir að menn hafa fengið þessi svör, þá liggja nú fyrir umsóknir frá 40 fyrirtækj- um, smáum og stórum um lóðir. Og menn geta rétt ímyndað sér hvað mikið myndi liggja fyrir af umsóknum, ef auglýst væri eftir umsóknum og menn hefðu ein- hverja von um að fá úthlutað." Magnús sagði að afrek núver- andi meirihluta varðandi at- vinnureksturinn í borginni birt- ist í því, að ekkert nýtt land verður gert byggingarhæft á kjörtímabilinu. „Þetta eru ein alvarlegustu mistök núverandi meirihluta og er þó af miklu að taka,“ sagði Magnús. „Hér er um stórvítavert sinnuleysi meiri- hlutans að ræða í atvinnumálum borgarinnar. Algjört aðgerðar- leysi meirihlutans í skipulags- málum á kjörtímabilinu er nú að birtast borgarbúum í þessum al- varlegu staðreyndum," sagði Magnús að lokum. NÝKOMIN er út hjá Máli og menn- ingu skáldsagan Möskvar morgun- dagsins eftir Sigurð A. Magnússon. llndirtitill er Uppvaxtarsaga. f for málsorðum gerir höfundur grein fyrir bókinni á eftirfarandi hátt: „Þessi saga er framhald sögunn- ar llndir kalstjörnu og rekur einsog hún atvik sem gerðust í reyndinni, en getur þó ekki talist sannsögu- leg vegna þess að hún endurvekur og umskapar löngu liðna atburði samkvæmt lögmálum sem eru ekki alténd virk í daglegu lífi. Þeir einstaklihgar sem við sögu koma eiga sér fyrirmyndir í raunveru- leikanum þó flestum nöfnum sé breytt, en þær fyrirmyndir verða með engu móti kallaðar til ábyrgðar á verkum eða viðhorfum sögupersónanna sem eru rissaðar upp að geðþótta höfundar. Hver lesandi sem þykist þekkja sjálfan sig eða aðra á blöðum bókarinnar gerir það á eigin ábyrgð." Söguhetjan, Jakob Jóhannesson, er níu ára þegar þessi frásögn hefst, og þegar henni lýkur er hann kominn „í fullorðinna manna tölu“. Við kynnumst um- komuleysi og þrjóskufullri bar- áttu drengsins við óbærilegar að- stæður heima fyrir, og með augum hans sjáum við þær breytingar sem ganga yfir í kringum hann, hernámið (1940) ekki síst, sem gerbreytir heimilislífinu — og ekki til hins betra. Möskvar morgundagsins er ekki síður en fyrri bókin fallegt og átakanlegt listaverk og um leið sérstæð aldarfarslýsing af þeim sviðum Reykjavíkurlífs þessara ára sem lítt hefur fyrr verið hampað í bókum. Bókin er 359 síður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Kápumynd gerði Hilmar Þ. Helgason. (Fréttatilkynning.) Sveinbjörn I. Baldvinsson Staðnir að verki við áfengisstuld FYRIK skömmu komst upp um stuld á áfengi úr áfengisgeymslu varnar liðsins á Keflavíkurflugvelli. llngl- ingar úr Njarðvík stálu í nokkrum ferðum um 120 flöskum af áfengi, einkum vodka. Þeir voru gómaðir að verki þann 17. október í áfengis- geymslu varnarliðsins, þá með 36 flöskur af áfengi. Átta unglingar á aldrinum 15 til 19 ára voru að verki. Þeir fóru tvær ferðir aðfaranótt fimmtu- dagsins og aðfaranótt föstudags- ins fóru þeir 1 ferð og höfðu áfengi á brott með sér. Það var svo að- faranótt laugardagsins að þeir voru gómaðir, þá í sinni fjórðu ferð í áfengisgeymslur varnarliðs- ins. Fyrsti viðræðufundur inn fyrir vestan í gær FYRSTI viðræðufundur samning- anefndar Alþýðusambands Vest- fjarða og Vinnuveitendafélags Vest- fjarða var haldinn í gær. Kynntu þar fulltrúar ASV kröfur sínar og Vinnu- veitendafélagið greindi frá stöðu at- vinnufyrirtækja, og að þau væru ekki í stakk búin til að greiða slíkar kröfur. Samkvæmt upplýsingum Péturs Sigurðssonar, forseta ASV, urðu aðilar sammála um að fara á vit stjórnvalda með sameiginlegar kröfur beggja aðila, sem eru m.a. kröfur um jöfnun hitakostnaðar. Að sögn Jóns Páls Halldórssonar, formanns VFV, greindu vinnuveit- endur frá því á fundinum, að þeir myndu vísa deildunni til sátta- semjara. Jón Páll kvað vinnuveitendur hafa komist að þeirri niðurstöðu í útreikningum sínum, að kröfur ASV þýddu um 40% hækkun grunnkaups. Um þetta sagði Pétur Sigurðsson, að vinnuveitendur hefðu einnig sýnt fram á, með töl- um frá Þjóðhagsstofnun, að 10 til 15% halli væri á rekstri frysti- húsa í landinu og kvað Pétur full- trúa ASV hafa lýst því yfir að þar sem um landsmeðaltalstölur væri að ræða, væru fulltrúar ASV þess fullvissir, að vestfirzkir frysti- húsaeigendur hefðu þá „borð fyrir báru“ og hlytu frystihús þeirra að vera betur rekin en tölur Þjóð- hagsstofnunar gæfu til kynna. handa hinum og þessum Ljóð ÍJT ER komin ný Ijóðabók eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson, sem hann nefnir Ljóð handa hinum og þessum. Áður hefur Sveinbjörn sent frá sér Ijóðabókina / skugga mannsins og Ijóðverkið Stjörnur í skónum, þar sem hann samdi bæði textana og lögin. Um þessa nýju ljóðabók segir svo í bókarkynningu: „Sveinbjörn er sérstætt skáld, yrkisefni þess fjölbreytt, ljóðin hnitmiðuð og allt tekið föstum Ný ljóðabók eftir Sveinbjöm I. Baldvinsson tökum. Þessi ljóð eru ort bæði hérlendis og erlendis, fjalla um það sem fyrir augun ber, en eru síður en svo nein naflaskoðun. Yf- irbragð þeirra er fjörlegt og um þau hríslast glitrandi kímni." LJóðin í bókinni eru alls 36 og skiptast í 5 kafla sem heita Ljóð handa lífinu, Ljóð handa skamm- deginu, Ljóð handa ferðamönnum, Ljóð handa konum og Ljóð handa öðrum. Bókin er pappírskilja, 64 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda. Utgefandi er Almenna bókafélagið. V Snúanlegt handfang Sládu botn í góðu áformin ^ Byrjaðu með Bullworker Notkun Bullworker-tækisins hefur heillavænleg áhrif langt út fyrir þaö sem sjá má og mæla vegna vöövaaukningar eöa megrunaráhrifa. Bullworker hefur einnig óbein áhrif á vöðva. sem ekki eru viljabundnir og eykur þannig almenna vellíðan manna meö þvi t.d. aö auka möguleikana á bættri öndun, blóörás og meltingu. I þeim 90 löndum heims, þar sem tækíö er notað, mæjir fjöldi íþróttakennara, sjúkraþjáltara og lækna ötullega með Bullworker-tækínu. Bullworker æfingarnar hafa hvarvetna valdið gjör- byltingu i líkamsrækt, og engum er ofraun að stunda þær. Bullworker X5 er ný og verulega endurbætt út- tærsla á hinu gamalkunna líkamsræktartæki, sem átt hefur fádæma vinsældum aó fagna hér á landi á undanförnum árum. Tækinu fylgja nú: 1. Veggspjald með 42 æfingum ásamt þýðingu á íslensku. 2 97 siðna litmyndabók á ensku meö 68 æfingum og ýmsum upplýsingum um líkamsrækt. 6) Myndir af æfingum - - Fingurgropir á bakhlið 14 daga skilatrygging Viö skorum á t>ig að reyna Bullworker i tvær vikur, hatda pvi, af pu sannfærist um kosti t>ess innan 14 daga, an skila Þvi ella með æfingaspialdinu og krefjast andurgraiöslu. Viljiröu amgöngu fá upplýsingar um tækið til !>••• aö gata áttaö pig batur áöur an pú akveöur pig, munum viö senda pér bæklingmn Garöu okkur grein fyrir hvaö pu vilt á afklippingunum hér fyrir neöan, — og *var okkar barst pér fljótlaga. SENDU AFKLIPPINGINN SEM BEIÐNI UM NÁNARI UPP- LÝSINGAR ÁN SKULDBINDINGAR EOA SEM PÖNTUN GEGN PÓSTKRÖFU MED 14 DAGA SKILARÉTTI FRÁ MÓTTÖKU TÆKISINS SENDID MER | □ UPPLÝSINGAR . NAFN STK BULLWORKER HEIMILISFANG | Póstverzl. Heimaval - Box 39 - Kóp. Pöntunarsími 44440. I---------------------------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.