Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 27 r r Kjartan Másson hefur rádið sig sem þjálfara hjá 2. deildarliði Reynis í Sandgerði. Hann hefur áður þjálfað liðið og kom því þá uppí 2. deild. ÍBV er nú að leita eftir þjálfara er lendis. Ómar sigraði í Tropicanakeppninni í judó um helgina TROl’ICANA-keppnin í júdó var háð sunnudaginn 25. október. Þetta er árieg keppni, og á mótinu keppa í opnum flokki þeir júdómenn sem eru 71 kg eða léttari, þ.e. úr þremur léttustu þyngdarflokkunum í júdó. Úrslit að þessu sinni urðu sem hér segir: 1. Omar Sigurðsson UMFK 2. Sigurbjörn Sigurðsson UMFK 3. Karl Erlingsson Árm., Hilmar Jónsson Árm. Keppendur voru 10 og meðal þeirra margir ungir og efnilegir júdómenn. Ómar sigraði örugg- lega eins og oft áður og vann alla keppinauta sína. Þetta er í þriðja sinn í röð sem hann sigrar, og hlaut hann til eignar hinn veglega Tropicana-bikar sem keppt hefur verið um síðan 1976. Næsta stórmót í júdó er Haust- mót JSÍ, en það verður 8. nóv- ember. Ársþing FSÍ ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda árs- þing FSÍ laugardaginn 21. október 1981 kl. 13.00 í Hreyfilshúsinu v/Grensásveg, Reykjavík. Fulltrúafjöldi hvers aðila fer eftir tölu virkra iðkenda fimleika, þannig að fyrir allt að 25 menri koma 2 fulltrúar og síðan 1 fyrir hverja 25 eða brot úr 25 upp í allt að 100 iðkendur og þá 1 fulltrúi að auki fyrir hverja 50 iðkendur þar fram yfir. Málefni, sem sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu, skulu tilkynnt stjórn FSÍ minnst 15 dögum fyrir þingið. Eins og kunnugt er leika þeir Sveinsbræður, Ársæll, Sveinn og Karl allir með sænskum knattspyrnuliðum. Ársæll og Karl með Jönköbing Södra og Sveinn með 3. deildar liði rétt við Jönköbing. Öllum hefur þeim gengið mjög vel í sumar í knattspyrnunni og verið landi og þjóð til mikils sóma eins og reyndar við var að búast. Ársæll og Sigrún munu koma alkomin til Eyja aftur í desemberbyrjun, Karl verður áfram í Svíþjóð að minnsta kosti eitt keppnistíma- bil til viðbótar en Sveinn og Jenný hafa enn ekki gert upp hug sinn. Góður árangur Víkings í handknattleik undir stjórn Pólverjans Bogdans Kowalczyk Segja má að þáttaskil verði í handknattleiknum hjá Víkingi þegar Pólverj- inn Bogdan Kowalczyk ræðst til félagsins sem þjálfari haustið 1978. Bogdan hafði hin bestu meðmæli, m.a. frá Janusi Cerwinski, fyrrum landsliðsþjálfara íslendinga. Er skemmst frá því að segja að árangur meistaraflokks Víkings undir stjórn Bogdans hefur farið fram úr björtustu vonum allra Víkinga, enda er maðurinn frábær þjálfari. Þrisvar hafa Víkingar orðið íslandsmeist- arar undir hans stjórn, tvisvar Reykjavíkurmeistarar og einu sinni Bikar meistarar. Tímabilið 1978- 79: Leikir 26 Unnir 21 Jafntefli 1 Tapaðir 4 Tímabilið 1979-’80: 21 20 0 1 Tímabilið 1980-’81: 25 22 1 2 Samtals: . 72 63 2 7 í þessari töflu eru taldir upp leikir gegn íslenskum liðum: þ.e. a.s. í íslandsmóti, Reykjavíkur- móti og Bikarkeppni. Víkingar hafa leikið 8 Evrópu- leiki undir stjórn Bogdans, unnið sænska liðið Ystad tvívegis, tapað tvívegis fyrir sænska liðinu Heim, í leikjunum við Tatabanya tapað- ist leikurinn í Ungverjalandi með einu marki en leikurinn hér heima vannst með einu marki og töpuðu hér heima fyrir sænska liðinu Lugi með 1 marki og gerðu jafn- tefli við þá í Svíþjóð. Þegar Bogdan tók við þjálfun meistaraflokks var Víkingsliðið annálað sóknarlið, en varnarleik- urinn hafði lengi verið höfuðverk- ur liðsins. Bogdan hefur aukið fjölbreytni sóknarleiksins og gjör- breytt vörninni til hins betra, svo að í dag er Víkingsvörnin stundum kölluð Járntjaldið" hans Bogdans. Þá er aðeins ógetið starfs Bog- dans fyrir aðra handknattleiks- flokka en meistaraflokks. Hann hefur frá upphafi haft yfirumsjón með þjálfun allra flokka félagsins og unnið þar frábært starf. 4. flokkur Þórs Akureyrarmeistarar í knattspyrnu Ljósm. Reynir. • Eiríkur Eiríksson, Þór, knatt- spyrnumaður Akureyrar árið 1981. • Markakóngur Akureyrar árið 1981, Baldvin Þór Heiðarsson. Ljósm. Reynir. 5. flokkur KA Akureyrarmeistarar í knattspyrnu. Eiríkur Eiríksson knattspyrnumaöur Akureyrar EIRÍKUR Eiríksson, markvörður Þórs á Akureyri, var kjörinn knattspyrnumaður Akureyrar 1981. Kjöri hans var lýst í lokahófi sem KRA gekkst fyrir um helgina. Alls hlutu 10 leikmenn atkvæði, en þrír þeirra voru nokkuð í sérflokki. Ei- ríkur hlaut 21 atkvæði af 25 mögu- legum, Jóhann Jakobsson KA hlaut 19 og Aðalsteinn Jóhannsson, mark- vörður KA, fékk 15 atkvæði. Eins og á þessu sést, var keppnin um titilinn mjög hörð en Eiríkur er vel að nafnbótinni kominn, þar sem hann stóð sig mjög vel í marki Þórs á síðasta keppnistímabili. Það kemur því í hans hlut að varðvcita hina glæsilegu farandstyttu, sem nafnbót- inni fylgir, næsta árið. í hófinu var einnig veitt stytta markakóngs. Markakóngur Akureyrar 1981 varð Baldvin Þór Heiðarsson, leikmaður í þriðja flokki Þórs. Hann skoraði 5 mörk í tveim leikjum á vegum KRA. Á árinu voru leiknir 47 leikir á vegum Knattspyrnuráðs Akureyr- ar. KA sigraði í 17 leikjum og skoraði 59 mörk, en Þór fór með sigur af hólmi í 13 leikjum og skoraði 57 mörk. Alls lyktaði 17 viðureignum Akureyrarfélaganna með jafntefli. Þór varð Akureyr- armeistari sjötta, fjórða og þriðja flokki, en KA í fimmta, öðrum og kvennaflokki. Ekki fengust úrslit í meistaraflokki, þar sem aðeins var leikinn einn leikur, en í honum sigraði Þór. I sumar var komið á laggirnar sérstakri bikarkeppni fyrir lið sjötta flokks. Lyktaði leiknum með jafntefli, en Þór náði síðan að sigra í aukaleik með einu marki gegn engu. Það setti leiðinlegan svip á þetta lokahóf, hve fáir leikmenn voru mættir. Af þeim sex flokkum, sem veitt voru verðlaun fyrir Ak- ureyrarmót, voru aðeins mætt fullskipuð lið í þremur, og í tveim- ur flokkanna mátti m.a.s. telja iiðsmenn á fingrum annarrar handar. Það sama má segja um leikmenn meistaraflokkanna. Hófið var því mjög litlaust og verður íð telja aðalorsök fyrir þessari mannfæð í Borgarbíói á laugardaginn þá, hversu hræði- lega illa umrædd samkoma var auglýst. Þessu verður að breyta. Lokahóf Knattspyrnuráðs Akur- eyrar ár hvert þarf að laða að bæði leikmenn og knattspyrnu- unnendur í bænum, en ekki að vera einhver leynisamkunda. Það er staðreynd, að t.d. margir leik- menn yngri flokkanna hreinlega vissu ekki um hófið. — sh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.