Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 15 Natalie Wood jarðsett f gær Kona um borð f snekkju rétt hjá segist hafa heyrt hrópað á hjálp slysanóttina Hollywood, Los Angeles, 3. nóvember. Al\ RÚSSNESKUR ortodoksprestur bað bænir og leikid var á balalaiku lagið „Nótt í Moskvu" er blómum skreytt kista með jarðneskum leifum Nat- alie Wood var borin til grafar í kirkjugarði í Hollywood í dag. Eiginmaður Natalie Wood, Robert Wagner, kom til athafn- arinnar, tók nokkur blóm af kistunni og gaf þau nánustu vin- um, kyssti kistu hinnar látnu og hélt síðan á braut með dætrum Natalie, Courtney, 7 ára, sem er dóttir Roberts, og Natöshu sem leikkonan átti með Richard Gregson. Meðal viðstaddra voru Sir Laurence Olivier, Fred Ast- aire, Gregory Peck og Frank Sinatra. Blaðamenn fengu ekki að vera við athöfnina. I Los Angeles Time er í dag birt frásögn konu nokkurrar, Marylyn Wayne, sem segir að hún hafi verið í snekkju skammt frá snekkju Wagner og Natalie og hafi hún heyrt konu hrópa á hjálp um miðnætti nóttina sem Natalie hvarf. Sagði konan að vinur sinn sem var með henni í snekkjunni hefði vakið hana og bæði heyrt hrópin. Hún sagði að hún hefði heyrt aðrar raddir hrópa ógnandi að þeir skyldu hafa hendur í hári hennar. Kon- an sagði að hún hefði ákveðið að leiða þessi hróp hjá sér, því að aldrei væri að vita hvernig því væri tekið ef fólk blandaði sér í mál hjá öðrum. Hún sagðist hafa haft samband við hafnareftir- litsmann næsta morgun og spurt hvort konu væri saknað. Eftir- litsmaðurinn, Doug Oudin, hefur staðfest að hann hafi fengið um þetta fyrirspurn og hafi Wayne sagt honum að hún hefði heyrt konu hrópa á hjálp um nóttina. Robert Wagner yfirgefur Westwood Memorial Park-kirkjugarðinn í gær eftir útför eiginkonu sinnar, Natalíu Wood. Með honum er sjö ára dóttir hans, Courtney. Um eitt hundrað manns voru við útförina. sbnaaqrad-AP. Casey sýknaður - en með semingi þó Washington, 3. desember. AP. LEYNIÞJÓNUSTUNEFND banda rísku öldungadeildarinnar komst að þeirri niðurstöðu sl. þriðjudag, að fjögurra mánaða rannsókn á máli William J. Caseys, yfirmanns CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, hefði ekki leitt í Ijós, að hann væri ófær um að gegna stöðu sinni en gagn- rýndi hann jafnframt fyrir ýmis einkaviðskipti, sem hann hefur stundað með starfinu. Harrison Schmitt, öldunga- deildarþingmaður og einn nefnd- armannanna sagði, að megin- niðurstaðan væri, að Casey hefði ekki fyrirgert stöðu sinni. „Það er þó óhætt að segja, að þetta mál er heldur óskemmtilegt. Það vantar eitt og annað í skýrslu hans (Cas- eys),“ sagði hann. Casey hefur vegna starfa síns mjög góðar upplýsingar um bandarísk efnahagsmál og þar af leiðandi um hræringarnar á hlutabréfamarkaðnum. Honum var gefið að sök að hafa fært sér það í nyt og virt að vettugi for- dæmi fyrirrennara sinna, sem forðuðust slík viðskipti meðan þeir gegndu starfinu. Talið er, að Casey og kona hans eigi hlutabréf, sem metin eru á 1,8—3,4 milljónir dollara í 27 fyrirtækjum, starf- andi jafnt í Bandaríkjunum sem erlendis. ísrael: Fallist á aðild Evrópuþjóðanna Jerúsakm, 3. desember. AP. ÍSRAELSKA ríkisstjórnin féllst í dag á drög að sameiginlegri yfir lýsingu hennar og Bandaríkja- stjórnar þar sem fallist er á að nokkrar Evrópuþjóðir taki þátt í friðargæslunni á Sinai-skaga eftir að hann hefur að fullu verið af- hentur Egyptum. sem flestar þjóðir ættu hér hlut að. Um það samdist með þeim utanríkisráðherrum, Shamir og Haig, um síðustu helgi. „Súkkulaðið sígur ekki“ — segir í Financial Times sem vill taka upp nýjan gjaldmiðil Iiondon, 3. desember. AP. „VENJULEGUM peningum er ekki treystandi lengur og jafnvel gullið glóandi er orðið valt,“ sagði nýlega í The Financia) Times, hinu virta, breska dagblaði, sem einkum fæst við fréttaflutning af fjármálalífinu. Blaðið leggur til, að undinn verði bráður bugur að lausn þessa vanda og tekinn upp nýr gjaldmiðill þar sem einingin verði: Mars-súkkulaðistykki. Þessar súkkulaðihjúpuðu stangir, segir í blaðinu, hafa ekkert breyst í fjóra áratugi, hvorki að stærð né gæðum, og verðið hefur næstum alveg hald- ist í hendur við verðbólguna, vaxið um 1800% síðan 1940. I frekari rökstuðningi fyrir þessari nýju gjaldmiðilsbreyt- ingu segir svo: Venjulegur fólksbíll kostaði um 1940 160 pund, 2550 ísl. kr., en nú kostar hann um 48.000 kr. Ef þetta er metið í Mars-súkku- laðistöngum, hefur bílverðið lítið breyst, 19.000 stangir 1940 en 19.333 nú. Verðið á ýmsum öðr- um hlutum hefur þó hækkað upp úr öllu valdi og þarf nú miklu fleiri Mars-stengur en áður til að komast yfir þá, sagði í Financial Times, skyldulesningu allra harðkúluhatta í London, sem láta sér annt um sóma sinn. Góð nautasteik hefur hækkað um 15 m, úr 24 m í 39 m, og Rolls-Royce-bifreið, sem kostaði 204.000 m árið 1940, kostar nú hvorki meira né minna en 347.000 m. Áfengi og tóbak eru á hinn bóginn ódýrari. Flaska af skosku viskí kostaði 90 m 1940 en fæst nú fyrir 43 m. „Mars-stöngin er gjaldmiðill vorra tíma. Hún er gerð úr mikl- um undirstöðufæðutegundum og pakkningin er bæði íhaldssöm og vönduð," sagði í hinu virta blaði, The Financial Times of London, og hafa þessi skrif komið af stað mikilli skriðu af skemmtilegum lesendabréfum. Einn Lundúna- búinn hafði þetta til málanna að leggja: „Samkvæmt rannsóknum mínum sl. þrjátíu ár finnst mér nú ýmislegt benda til, að gengi Mars-stangarinnar hafi fallið. Ég man bara eftir sjálfum mér sem svöngum skólastrák, að þá nægði mér fyllilega ein stöng, en nú veitir mér hreint ekki af þremur." Nicholas Colchester, dálkahöf- undur og faðir nýja gjaldmiðils- ins, sagði að frekari útfærsla hugmyndarinnar feli m.a. í sér „Evró-Mars-stöng, hvernig peningaframboðið takmarkist sjálfkrafa af peningaátinu og ýmis tilbrigði við fljótandi gengi eftir hitastigi". Colchester klykkti út með því að segja, að með þessu hefði hag- spekingunum og sérfræðinga- skaranum loksins áskotnast viðfangsefni, sem væri við hæfi. Fylgi Koivistos fer þverrandi í yfirlýsingunni setja ísraelar nokkur skilyrði fyrir þátttöku Evrópuþjóðanna Breta, Frakka, ítala og Hollendinga, og eru þau helst að Camp David-samkomu- lagið og friðarsamningur ísra- ela og Egypta verði virtur í hví- vetna. Upphaflega settu ísraelar fyrir sig þær gælur, sem Evr- ópuþjóðirnar sumar hafa verið að gera við Frelsisfylkingu Pal- estínumanna, en Bandaríkja- mönnum var mikið í mun að NÝJASTA skoðanakönnun í Finnlandi bendir til þess að mjög hafi dregið úr fylgi Mauno Koivistos, forsætisráðherra, í forsetakosningum sem fram fara í Finnlandi í næsta mánuði. Samkvæmt könnuninni ætla einungis 40% að Ijá Koivisto stuðning sinn, en Gallup-könnun fyrir nokkrum vikum leiddi í Ijós að hann hefði stuðning 59%. Ef marka má hina nýju könnun er Koivisto þó enn í fararbroddi, en næstur honum kemur Johannes Virolainen, frambjóðandi Mið- flokksins með 16%. Þá koma Harri Holkeri með 9%, Helvi Sip- ilá með 4%, Veikko Vennamo og Raino Westerholm, báðir með 1%. Af þeim sem spurðir voru sögð- ust 2% ekki geta stutt nokkurn þessara frambjóðenda og 19% svöruðu ekki. Þátt í könnuninni tóku 976 manns. Þar sem enn ríkir óvissa um framboð Miðflokksins fengu þeir tvenns konar nafnalista. Á öðrum var Virolainen kynntur sem frambjóðandi Miðflokksins, en þing flokksins samþykkti að standa að framboði hans í forseta- kosningunum. Á hinum listanum var gefinn kostur á Ahti Karjal- ainen sem frambjóðanda Mið- flokksins, en Sovétstjórnin hefur gefið til kynna, m.a. í grein í Prövdu, að Karjalainen sé sá sem hún óski eftir í finnska forseta- stólinn. AMERÍKA PORTSMOUTH Junior Lotte 4. des. Bakkafoss 11. des. Junior Lotte 4. jan. Ðakkafoss 18. jan. NEW YORK Ðakkafoss 14. des. Junior Lotte 30. des. Ðakkafoss 20. jan. HALIFAX Hofsjökull 4. des. Selfoss 30. des. Hofsjökull 18. jan. BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Eyrarfoss 8. des. Alafoss 14. des. Eyrarfoss 22. des. Eyrarfoss 4. jan. ANTWERPEN Eyrarfoss 9. des. Alafoss 15. des. Eyrarfoss 21. des. Eyrarfoss 5. jan. FELIXSTOWE Eyrarfoss 10. des. Alafoss 16. des. Eyrarfoss 20. des. Eyrarfoss 5. jan. HAMBORG Eyrarfoss 11. des. Alafoss 17. des. Eyrarfoss 24. des. Eyrarfoss 6. jan. WESTON POINT Urriöafoss 3. des Urrióafoss 18. des. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 14. des. Dettifoss 4. jan. Dettifoss 18. jan. KRISTIANSAND Dettifoss 15. des. Dettifoss 5. jan. Dettifoss 19. jan. MOSS Mánafoss 8. des. Dettifoss 15. des. Manafoss 22 des Dettifoss 5. jan. TRONDHEIM Fjallfoss 16. des. GAUTABORG Mánafoss 9. des. Dettifoss 16. des. Mánafoss 23. des. Dettifoss 6. jan. KAUPMANNAHOFN Mánafoss 10. des. Dettifoss 17. des. Mánafoss 29. des. Dettifoss 7. jan. HELSINGBORG Mánafoss 11. des. Dettifoss 18. des. Mánafoss 30. des. Dettifoss 8. jan. HELSINKI Mulafoss 16. des. Irafoss 28. des. Múlafoss 12. jan. RIGA Vessel 10. des. Irafoss 30. des. Múlafoss 14. jan. GDYNIA Múlafoss 18. des. trafoss 31. des Mulafoss 15. jan. THORSHAVN Mánafoss 7. jan. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - fram og til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SIMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.