Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 14 Danuta Walesa, sem á von á barni, með fimm af sex börnum hennar og Lech Walesa. Annríki Walesa hafði áhrif á fjölskyldulífið Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, situr nú í varðhaldi en hann var önnum kafinn í starfi sínu áður en herstjórnin tók völd í Póllandi. Þreyta var farin að sjást á honum — hann var þrútinn í andliti, reykti mikið og kvartaði oft undan höfuðverk. Hann hafði varla nokkurn tíma stundar- frið. Fólk leitaði til hans með öll möguleg vandamál og hann reyndi að hjálpa öllum. Hann las öll bréf sem honum bárust og gaf sér tíma til að svara þeim. Þegar hann var í Gdansk hélt hann fundi með stjórn Sam- stöðu daglega. Annríki Walesa kom niður á fjölskyldulífi hans. Kona hans, Danuta Walesa, sem er 32 ára og á von á sjöunda barni þeirra hjóna, var leið yfir hversu sjald- an hún sá mann sinn og hafði áhyggjur af hversu þreyttur hann var orðinn. Blaðamenn borðuðu yfirleitt morgunverð með hjónunum og tóku jafnvel viðtöl við hann á meðan hann rakaði sig klukkan 7 á morgn- ana. Walesa reyndi að komast í veiðiferðir á sunnudögum með sonum sinum fjórum eða spila við þá fótbolta en það tókst ekki oft. Frægðin hafði sín áhrif á Wal- esa. Hann kunni að meta góðar gjafir og einu sinni benti hann réttilega á að enginn Pólverji, ekki einu sinni páfinn, hefði ver- ið eins lengi og hann helsta fréttanafnið í Póllandi. Walesa og kona hans bjuggu í tveggja herbergja íbúð fyrir verkföllin í Gdansk í ágúst 1980. Eftir verkföllin útvegaði stjórn- in þeim sex herbergja íbúð í heldur leiðinlegu fjölbýlishúsa- hverfi utan við bæinn. Þrjú baðherbergi eru í íbúðinni, í stofunni er lítið pálmatré, lit- sjónvarp í sjónvarpsherberginu og myndir úr ævintýrum hanga á veggjum barnaherbergjanna. Danuta Walesa slapp við að standa í biðröðum við verslanir en öfundarorð nágranna hennar fóru þó ekki framhjá henni. Eitt sinn heyrði hún einhvern hvísla þegar hún var að kaupa blóm handa sér og vinkonu sinni: „Já, frú Walesa getur leyft sér allt.“ Hún sagði að fólk hefði gert sér ferð framhjá íbúðinni til að sjá „hversu oft við skiptum um gluggatjöld". Walesa hafði góð laun á pólska vísu eða þrisv- ar sinnum venjuleg pólsk verka- mannalaun. „Ég vildi að hann hætti þessu starfi," sagði Danuta þrátt fyrir betri ytri lífsskilyrði fjölskyld- unnar, í viðtali fyrir valdatöku hersins. „Ég hef áhyggjur af heilsu hans ... Fólk ætlast til að hann uppfylli allar óskir þess. En það er ómögulegt." Walesa sagði sjálfur að hann væri ekki undir of miklum þrýst- ingi. „Ég á mér minn leiðtoga," sagði hann og átti þar við Drott- inn. „Auk þess veit ég að Grunwald-bardaginn var háður (1410) og ég veit að 1939 hertóku Þjóðverjar aftur landið. Ég veit að ég er ég og aðrir eiga eftir að koma í minn stað. Og ég veit að ég mun bíða ósigur í dag en á morgun verði sigurinn unninn. Ég veit að mér mun ganga vel í dag en mistakast á morgun. Ég veit að Kristur var krossfestur á jörðu niðri en á himnum vann hann sigur.“ Danuta og Lech Walesa að heimili þeirra áður en hann var settur í varðhald 13. desember. Danuta með önnu, yngstu dóttur Walesa-hjónanna. Hörð átök í Beirút Beirút, 8. janúar. Al\ Stuðningsmenn frana, kommún- istar og stuðningsmenn íraka börð- ust með vélbyssum og fallbyssum í Beirút í dag, föstudag, og nýtt vopnahlé fór út um þúfur, nokkrum klukkustundum eftir að sýrlenzka friðargæzluliðið kom því á. Fjórtán hafa fallið og 53 særzt í bardögum síðustu þrjá daga. Elias Sarkis forseti og Shafik Wazzan forsætisráðherra hafa hafið viðræður við leiðtoga deilu- aðila til að reyna að koma á öðru vopnahléi. Um 7.000 fjölskyldur höfðust við í kjöllurum og sprengjuskýlum í nótt áður en vopnahlénu var kom- ið á. Barizt var í tveimur hverfum. Þegar bardagarnir stóðu sem hæst á fimmtudagskvöld kviknaði í tug- um skrifstofu- og íbúðarbveeinga. Viðræður við Tyrki Ankara, 8. jan. AP. NEFND 21 þingmanns Evrópuráds- ins undir forystu Bretans Tom Ur win hóf viðræður í dag, lostudag, við tyrknesku herforingjastjórnina og þær geta haft áhrif á samband stjórnarinnar við VesturEvrópu. Ilter Túrkman utanríkisráð- herra tjáði nefndinni að ný stjórn Tyrklands yrði „framfarasinnuð, mannúðleg, lýðræðisleg og fjöl- ræðisleg" og mannréttindi yrðu í heiðri höfð samkvæmt henni. Nefndin ræðir á morgun, laug- ardag, við nokkra þeirra stjórn- málamanna, sem voru við völd fyrir herbyltinguna, þeirra á með- al Suleyman Demirel fyrrum for- sætisráðherra og frú Rahsan Ece- vit, konu Bulent Ecevit fyrrum forsætisráðherra. Hans Bardens, þýzkur sósíal- demókrati, kvaðst einnig mundu fara fram á fund með Búlent Ece- vit sem situr í fangelsi fyrir að gagnrýna herforingjastjórnina. Tyrknesk yfirvöld leyfa yfirleitt ekki heimsóknir til pólitískra fanga. Nefndin mun fara fram á full- 'vissun tyrknesku stjórnarinnar um að fullu lýðræði að vestrænni fyrirmynd verði fljótt komið á. Noregur: Fjórir farast í lestarbruna Osló, 8. janúar. AP. Bandaríkin: Herskráningu haldið áfram Washington, 8. janúar. AP. ELDUR braust út í hraðlestinni milli Osló og Stavangurs aðfaranótt föstu- Sýrlandi spáð ósigri New Vork, 8. janúar. AP. SÝRLENDINGAR stóóu í dag, föstu- dag, frammi fyrir stjórnmálalegum ó.sigri í Oryggisráði SÞ, nema þeir sla-gju af kröfum sínum um víðtækar refsiaðgerðir gegn ísrael vegna innlim- unar Golanhæða. Óháður fulltrúi í ráðinu sagði að Sýrlendingar yrðu að sýna meiri sveigjanleika, ella fengju þeir ekki þau níu atkvæði sem þeir þyrftu til að fá samþykkta ályktun gegn ísra- el, ef neitunarvaldi yrði ekki beitt. Fulltrúi Sýrlendinga gaf í skyn að nokkurt svigrúm væri til samkomu- lags. dags. Fjórir farþegar fórust af völd- um reykeitrunar en 17 komust lífs af. Gunnar Andreassen lögreglu- maður sagði að einn farþeganna úr járbrautarvagninum, þar sem eldur- inn varð, væri í yfirheyrslum. Hann vildi ekki útiloka að um íkveikju hefði verið að ræða. Þrír hinna látnu voru Norð- menn, 32 ára maður og 9 og 6 ára dætur hans. Fjórða farþegann var ekki búið að nafngreina. Tekið var eftir eldinum þegar lestin kom til Dalane nærri Kristiansand. Lögregla, slökkvi- og sjúkralið voru þegar send á staðinn. Björgunarliðinu tókst að vekja 17 farþega og koma þeim úr vagninum en úti fyrir var 17 stiga gaddur. Vagninn var tekinn úr lestinni og hún hélt ferð sinni áfram til Stavangurs. Veður víöa um heim Akureyri -9 skýjað Amsterdam 0 léttskýjaó Aþena 12 skýjaó Berlín S heióskirt Briissel -3 skýjaó Chicago 6 snjókoma Dyflinni 1 snjókoma Feneyjar 0 skýjaó Frankfurt -4 heiðskírt Færeyjar 2 skýjaó Genf 0 skýjaó Helsinki -18. heiðskírt Hong Kong 19 heiðskírt Jerúsalem 12 heiðskírt Jóhannesarborg 28 heióskírt Kaupmannahöfn -10 heióskírt Kairó 18 heiðskírt Las Palmas 23 léttskýjaó Lissabon 15 skýjað London 0 snjókoma Los Angeles 16 heióskírt Madrid 10 heióskírt Malaga 13 skýjaó Mallorka 18 léttskýjaó Mexíkóborg 22 heiöskirt Miami 26 heiðskírt Moskva -18 snjókoma New York 7 heióskírt Nýja Delhí 22 heióskírt Osló -16 heióskírt París -2 snjókoma Reykjavík -10 léttskýjaó Ríó de Janeiro 35 heióskfrt Rómaborg 17 skýjaó RONALD Reagan hefur ákveðið að herskráningu 18 ára Bandaríkja- manna skuli haldið áfram og gefið 800.000 ungmennum, sem enn hafa ekki látið skrá sig og þannig gerst lögbrjótar, frekari skráningarfrest. Reagan gagnrýndi ákvörðun Jimmy Carters að hefja herskrán- ingu á sínum tíma, en telur nú ástandið í heiminum of alvarlegt til að hætta skráningunni. Hann bendir á að hún sé ekki hið sama Tokyo, 8. janúar. AP. JAPANIR og Bandaríkjamenn ákváðu í dag, fostudag, að hefja könnun á því hvaða mannvirkjum Japanir gætu boðið bandarísku her lið afnot af ef til hættuástands skyldi koma á Kóreuskaga eða ann- ars staðar í Austurlöndum fjær. Viðræðurnar fjalla um aðgang bandaríska herliðsins í Japan að höfnum, borgaralegum flugvöll- og herkvaðning sem Bandaríkja- menn felldu úr gildi eftir Víet- nam-stríðið. Andstæðingar herkvaðningar gagnrýndu ákvörðun Reagans harðlega og sögðu hana í mótsögn við stefnu hans í kosningabarátt- unni. „Þetta er fullkomlega til- gangslaus ráðstöfun gegn afskipt- um Sovétmanna af Póllandi," sagði talsmaður samtaka and- stæðinga herkvaðningar. „Sovét- menn kippa sér álíka mikið upp við hana og fíll við mýflugnabit." um, stöðvum japanska sjálfsvarn- arliðsins og öðrum mannvirkjum ef atburðir í Austurlöndum fjær ógnuðu öryggi Japans. Búizt er við að viðræðunum verði mótmælt af japönskum vinstrisinnum, sem munu halda því fram, að samkomuiagið brjóti í bág við bann stjórnarskrárinnar við sameiginlegum hernaðarað- gerðum utan Japans. Vidræður um varnir Japans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.