Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.01.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1982 27 Jón Þ. Árnason: Lífríki og lffshættir LXX. Spurningin er: Hvernig er hugsanlegt að komizt verði hjá sósíalisma, þar sem leiðtog- ar hans geta ávallt leigt sér borgaraleg hég- óma- og stertimenni til meinverka og fengið vottorð um að þeir séu „dugandi menn og drengir góðir“? Postular og pótintátar vinstri- mennsku og „velferðarríkis", eins konar Paradísar á jörðu, hafa um áratugi verið með fá- dæmum iðnir við tilraunir sínar til að basla hugarburði sínum niður úr skýjunum. I fljótu bragði hefir svo sýnzt, að árang- ur erfiðis þeirra hafi ekki að öllu leyti reynzt orðaþemba einber. Líðandi stund, einkum þó nán- asta framtíð, mun ótvírætt skera úr um, hvort ávextir ímyndaðra afreka þeirra afhýði sig ekki fremur við kvein harma en klið fagnaðar. Raunsýnisfólk telur, og hefir aldrei talið, neinn efa á um dómsúrslit. Til þess voru for- sendur svonefndrar velferðar- hugsjónar, eða sósialisma, of froðukenndar, rökstoðirnar allt- of veikburða, feysknar. Allt önnur afstaða Öðru máli hefur gegnt, og gegnir auðvitað enn, um allan fjöldann, sem ávallt er gjarnara að líta á líf og heim eins og hon- um finnst að hvort tveggja ætti að vera heldur en að horfast í augu við tilveruna eins og hún er. Af þeim sökum aðallega hefir alls kyns sósíalistum auðveld- lega tekizt að sannfæra sig og aðra um, að almenningur nyti alls þess bezta og fullkomnasta, sem mannkynið nokkru sinni fyrr hafi notið. Fávísiegt væri og ósanngjart að vísa þessum staðhæfingum umsvifalaust á bug. Víst er rétt, að efnahagsleg velmegun mun sjaldan eða aidrei hafa verið meiri og almennari en á líðandi öld. Þann fyrirvara ber þó að gera hér á , að þessi fullyrðing fær naumast staðizt nema að því er varðar lönd kapítalismans, al- veg sérstaklega Vesturlönd og nýlendur þeirra, þangað til Bandaríkjamönnum (af stjórn- máiablindu og mannúðarórum) og kommúnistum (í drottnun- arskyni) tókst að þvinga öndveg- isþjóðir Evrópu til að sleppa skjólstæðingum sínum lausum út á berangur „frelsis og sjálf- stæðis", og dæma þannig hundr- uð milljóna manna, heilar heimsálfur, tii ævarandi písla og örbirgðar, kúgunar og hryllings. Beinlínis grátbroslegt væri að ímynda sér annað en að velmeg- un hafi þorrið og eymdin orðið allsráðandi, með fáum undan- tekningum þó, þar sem sósíal- isminn í hinni kommúnísku út- gáfu sinni hefir þyrmzt yfir. Á meðan Rússaveldi naut skyldu- rækinnar og valdvísrar keisara- stjórnar, dyggilega studdri menntaðra, þýzkra stríðsaðals- og embættismannastétta, var matvælaframleiðsla til útflutn- ings stóratvinnuvegur. Odessa var einhver mesta kornvöruút- flutningshöfn heims, og á haust- in, þegar von var á Síberíusmjöri á markaði vestanverðrar Evr- ópu, kom vatn fram í munn væntanlogra neytenda. Nú stynja Rússar og fjöldi annarra þjóða undir sultarsósí- aiisma — en annars konar sort af marxískum sósíalisma er ekki hugsanleg — og eru orðnar ölm- usuþegar kapítalismans. Og frá Póliandi hafa engar fréttir borizt enn um að hunda- kjöt hafi lækkað í verði á frjáls- um markaði síðan Alþýðubanda- lag Póllands leitaði skjóls undir verndarvæng herforingjastjórn- ar. „Velferðarríkið“ er óseðjandi Allt fram undir miðjan síð- astliðinn áratug mátti heita, að trúin á varanlega — m.a.s. vax- andi — velmegun væri nær ein- ráð á Vesturlöndum. Örbirgð var að mestu úr sögunni; peningaerj- ur, reiptog flokksmálamanna um vegtyllur og bitlinga, landlæg lýðræðisbrek (uppsteyt vinnu- sala, prófkjör og atkvæðasnap) ollu tiltölulega meinlitlum trufl- unum enda þótt hvimleið væru. Fátækraframfærsla breyttist í félagsmál (laun fyrir elli og leti). Misferli, afbrot, glæpir og lestir alls konar urðu sjúkdómar og veikindi, sem engum var um að kenna nema „þjóðfélaginu". Óreiðan hét veiferð, gildi hennar og gæði voru sögð dæmalaus. Allt böl, öll áföll voru bara spurning um peninga — og pen- inga var afar auðvelt að fram- leiða eftir þörfum. Þetta sögðu „stjórnmálamenn- irnir" okkur að minnsta kosti. En er frá leið og reynslan tók til máls, hófu fáeinir framsýn- ismenn að vekja athygli á, að grunnur kastalans var harla ótraustur. Þeir bentu á, að heil- brigt þjóðlíf þrífst ekki með óhóf og leikaraskap að meginmark- miði. Þeim var og fyrir löngu ljóst, að „velferðarríkið", eða vinstraríkið, var í eðli sínu Jólamánuður í Varsjá árið 1981: Gegn sósíalisma Alþvðubandalags Póllands duga hvorki örvænt- ingaróp né fyrirbænir. standa nú máski andspænis ára- tugum hungurs". Ástæðurnar telur stofnunin vera eyðingu skóga og uppblástur akurlendis. Tvöföldun matvælaframleiðsl- unnar, sem varð í heiminum á árunum 1950—1980, segir stofn- unin eingöngu hafa átt rætur að rekja til hinnar gífurlegu „rán- yrkju, er framin var á ræktar- lendum" víðast hvar um heim. Eins og nú sé komið, segir enn- fremur í skýrslunni, sé uppblást- ur og eyðing ræktarlands jarðar af ýmsum öðrum ástæðum „ef til vill geigvænlegasta hættan, sem blasir við mannkyninu". Vísindamenn „The World- watch Institute" hafa ekki þurft að leita lengi, eða langt út fyrir heimahaga, að sennilegum lík- um: Landeyðing hefir valdið upp- skerurýrnun á 34% akurlendis Bandaríkjanna. Óvæntir atburðir, aðstæður eða atvik krefjast að jafnaði óvenjulegra viðbragða. Þetta er alþýðuspeki, sem sérhver mann- eskja kannast við. En þar með er ekki sagt, síður en svo, að reynsla og þekking kynslóðanna, „gömul íhaldsúrræði", dugi lítt. Frelsi hæfír ekki aulum og skræfum I aðfanga þeirrar tilvistar- nauðar, er manneskjan sem líf- verutegund stendur nú frammi fyrir og líklega mun enda með skelfingu, ef gjörbylting á flest- um sviðum dregst lengur en lítið eitt, spyr maður mann: Hvað getum við gert? Stærri spurningu verður naumast varpað fram. Sérhvert svar, hversu heiðarlega sem það kann að vera meint, hlýtur að hljóma eins og kosningaloforð, nema það sé reist á víðtækri, djúpristri þekkingu á raunveru- leikanum. Frumskilyrði allra róttækra hugsana og síðan rót- Með sósíalisma í sult Jarðsamband vantar Lífshamingja fæst ekki fyrir peninga Perikles um forsendu frelsis bruðlfýsnabákn, sem ekki átti sér nema stundargrið þegar af þeirri ástæðu, að auðæfi nátt- úruríkisins fengju hvergi nærri staðizt eðlisbundnar eyðslukröf- ur manneskjunnar, sífellt stig- magnaðri sökum tilverknaðar jöfnunar- og peningahyggju. Ennfremur minntu þeir á, að hin gömlu sannindi, að enginn getur keypt sér lífshamingju fyrir pengina, væru stöðugt ný og frá- vikalaus. Það getur því ekki vakið mörg- um furðu, að nú um áramótin 1981/1982 verður helzt ráðið af nær samdóma álitsgerðum flestra málsmetandi framrýna, sem færastir teljast, að þeir tím- ar fari í hönd, er endanlega muni skera úr um fánýti allra sælu- ríkisspádóma. Þeir sjá ekki bet- ur en að hundruð milljóna manna muni þjást af vannær- ingu, tugir milljóna verði hung- urdauðanum að bráð, milljónir glata heilsu, frelsi og heimkynn- um af völdum styrjalda, svo og náttúruhamfara, sem oftar en ljúft er að kannast við hljótist af hrottalegum atgangi tvífætlinga gegn lífríkinu. Sem sagt busi- ness as usual að öðru leyti en því, að hörmungarnar verða hrikalegri en nokkru sinni fyrr, að því og viðbættu, að atvinnu- leysingjum, sem nú skipta millj- ónum, mun fjölga í tugi millj- óna. Enginn ber heldur brigður á, að efnahagsástand víðast hvar um heim sé annaðhvort í rústum (sósíalismi) eða óreiðu (liberal- ismi) nú þegar. Hvorugt hinna þekktustu hagkerfa hefur megn- að að varða veginn til lífvæn- legra þjóðfélagshátta eða þorað að horfast í augu við aðsteðjandi vandamál framtíðarinnar. Þau eiga sér því enga lífsvon — + sósíalisminn sökum þess, að hann var dauðamein af sjálfum sér og á þess vegna ekkert til- kall til að verða tekinn alvarleg- ar sem stjórnmálaúrlausn en hver önnur farsótt; + kapítalisminn einkum vegna þess, að hann hefur reynzt allt- of kynngiþrunginn til þess að náttúruríkið gæti svarað fram- leiðsluhamforum hans með fulh nægjandi endurnýjunarsköpun; ennfremur með því að bregðast athafnafrelsi einstaklingsins, einkaframtaki og einkaeignar rétti, þegar hann lét jöfnunar sinna blekkja sig til undirgefni við jafnræði í stjórnmálum, og — síðast en ekki sízt — með því að flýja á náðir rfkisvalds- ins, svo og að gerast ógnvaldur í formi alþjóðlegra, risavaxinna samvinnusamtaka. Afleiðingar heimsstyrjaldar, háðri með kjarnorku- og eitur- efnavopnum, leiði ég hjá mér. Fram yfir kjarnorkustyrjöld hugsa ég ekki. I því efni veit ég það eitt með vissu, að í lok henn- ar munu lifendur öfunda látna, ef þeir hafa vit til. Hungur á Vesturlöndum? Því er, að öllu athuguðu, ekki til að dreifa, því miður, að orsaka ófarnaðar og hörmunga í framtiðinni sé eingöngu að leita í sósíalismanum. Auðvitað vekja afhroð hans og niðurlæging ein- lægan fögnuð í sérhverju óspilltu hjarta. Hins vegar hlyti það að teljast skammsýni af verstu tegund að láta þau eðli- legu viðbrögð sljóvga eða svæfa vitund Vesturlandafólks um yf- irvofandi tortímingarógnir, sem sumpart eru sjálfskaparvíti, en þola enga bið að brugðizt verði við af öllum mætti. Þær kunna að knýja dyra fyrr en nokkurn gat grunað fyrir að- eins fáum árum eða jafnvel mánuðum. Þeirra á meðal gæti t.d. orðið tilfinnanlegur mat- vælaskortur. I rannsóknarskýrslu, sem „The Worldwatch Institute" birti í Washington hinn 10. október sl. segir m.a. „að Banda- ríkin og önnur iðnaðarlönd tækra athafna — en aðeins rót- tækar aðgerðir koma til álita — verður enn sem ávallt fyrr og síðar, að leitast við að sjá og skilja hluti og hugmyndir eins og hvort tveggja er í sínu innsta eðli. Ekki bara á yfirborðinu. Eða á pappírnum. Hingað til hefir okkur reynzt þessi þraut sérlega þung, hvort heldur sem athugunarefnið hefir verið við sjálf persónulega eða næsta umhverfi, svo að ekki sé minnzt á stærri og fjarlægari heildir. Þrátt um það má sízt gleyma þeirri lífs- og menningararfleifð, sem okkur er enn tiltæk. Lítið brot, þó hreint ekki léttvægt, , verður auðveldlega lesið úr eftir- farandi áminningu, sem gefin var merkri hámenningarþjóð fyrir röskum 2.400 árum: „ Verið þess fullviss, að leyndardómur hamingjunnar er frelsið, en leyndardómur frelsisins er dirfskan Þannig kvað hinn mikilhæfi, aþenski stjórnmálamaður Per- ikles (499-429 f. Kr.). Af orð- anna hljóðan liggur ljóst fyrir, að hann hefir ekki haft óskilyrt frelsi í huga, enda mun fáum hafa verið kunnugra um, að öllu er ójafnt skipt, ekki sízt hug- rekkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.