Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 Beitiskipid Kirov er nýjasta og fullkomnasta herskip Norðurflota Sovétríkjanna. gætu þær náð til bækistöðva sprengjuflugvélanna, áður en nægilegur viðvörunartími gæfist til að forðast árás. Þessi eiginleiki kafbátaeldflaug- anna, veitir þeim verulega sér- stöðu innan kjarnorkuvopnaher- aflans. Greinilegt er að Bandaríkja- menn álíta þetta vera hlutverk Yankee-kafbátanna og ekki er hægt að útiloka, að Delta-kafbát- unum yrði beitt í þessu skyni eftir að þeir fyrrnefndu verða teknir úr flotanum. Þetta þýðir þó aðeins, að Deita-kafbátum kunni að verða haldið úti undan austurströnd Bandaríkjanna til þess að vera viðbúnir til kjarnorkuárása um leið og ófriður brytist út, en ekki að Sovétmenn reyni að brjóta þeim leið í gegnum GIUK-hliðið eftir að ófriður er hafinn. Gildi árásanna felst í minnkuðum við- vörunartíma sem aðeins er hægt að ná með Delta kafbátum, sem væru í skotstöðu þegar að átök hæfust. Sjóleiðirnar Eins og fyrr segir er gengið út frá því í tilgátunum hér að fram- an, að hagsmunir Sovétmanna hvað varðar að brjóta flotanum leið í gegnum GIUK-hliðið, felist einnig í því að hindra liðs- og birgðaflutninga yfir Atlantshafið. Skoðanir eru skiptar um, hvort Sovétmenn hyggjast beita flota sínum til árása á skipalestir á Atl- antshafi. Ekki mun mikið um þetta fjallað í skrifum Sovét- manna en í einu þekktasta riti þeirra um herfræði sem fyrst kom út 1963 segir: „eitt af forgangs- hlutverkum flotans í framtíðar- ófriði verða árásir á skip óvinar- ins og lokun flutningaleiða hans.“ Þá er einnig haft eftir áreiðan- legum sovéskum heimildum, að eitt af verkefnum beitiskipa sem byggð voru á sjötta áratugnum (Sverdlov) hafi verið, þ.e.a.s. ef til átaka kæmi, að brjóta upp tálm- anir herskipa, ætluðum til gagn- kafbátahernaðar, sem settar yrðu upp á stöðum eins og í GIUK- hliðinu til að hindra sovéska kaf- báta í að ná til flutningaleiðanna yfir Atlantshafið. Þegar litið er á æfingar flotans kemur í ljós, að árið 1975 beindust æfingarnar m.a. að því að hindra liðs- og birgðaflutninga á Atl- antshafi. Hins vegar munu æf- ingar á sjöunda áratugnum al- mennt hafa miðast bæði við árásir á flugmóðurskip og gagnkafbáta- hernað, en í seinni tíð einkum við gagnkafbátahernað. Þess var getið í kaflanum um þróunina í flotauppbyggingu stór- veldanna eftir 1945, að nokkur hraði hafi verið í kafbátasmíði sovéska flotans upp úr 1950. A Vesturlöndum var gengið út frá því sem vísu, að þessari kafbáta- smíð væri beint gegn sjóleiðunum á Atlantshafi ... Hér skal þó ekkert fullyrt um það hverjar eru fyrirætlanir Sov- étmanna í þessum efnum. A hinn bóginn er rétt að benda á, að áður en til aðgerða gegn skipalestum kæmi, yrði flotinn að takast á við bandarískar flugmóðurskipasveit- ir í og við Noregshaf, tryggja ör- yggi eldflaugakafbátanna gegn árásarkafbátum Vesturlanda og koma í veg fyrir aðstöðu NATO í GIUK-hliðinu og í Noregi. Einnig er nauðsynlegt að hafa hugfast, að árásir á siglingaleið- irnar kæmu vart til greina nema um langvinna styrjöld væri að ræða. Fremsta varnarlína í framangreindum tilgátum kemur fram, að sovéski flotinn miði fremstu varnarlínu sína við GIUK-hliðið. Tilgangurinn sé annars vegar að varna eldflauga- kafbátum Vesturlanda leið inn á Noregshaf og hins vegar að koma í veg fyrir að árásarkafbátar Vest- urveldanna geti ógnað eldflauga- kafbátum Sovétríkjanna. Þó að ekki liggi fyrir um það opinberar heimildir er ekki ósennilegt að einhverjum banda- rískum, breskum og frönskum eldflaugakafbátum sé haldið úti í Noregshafi. Langdrægni kafbátaeldflaug- anna krefst þess að vísu ekki nema að skotmörk séu hernað- armannvirki í Sovétríkjunum. Astæðan er sú, að eftir því sem kafbátarnir komast nær ströndum Sovétríkjanna því meiri verður marksækni eldflauganna ... Það er álit margra sérfræðinga, að eitt meginatriðið í sjóhernað- arstefnu Sovétmanna sé að gera Barentshafið að eins konar virki fyrir eldflaugakafbátana. Sumir segja jafnframt, að í þessu skyni stefni þeir að því að geta haldið yfirráðum yfir Noregshafi eins og fram kemur í tilgátunum hér að framan og miði þá við framvarn- arlínu í GlUK-hliðinu. Óhætt er að fullyrða, að for- gangsverkefni sovéska flotans sé að hindra árásarkafbáta Banda- ríkjamanna í að athafna sig á Barents- og Noregshafi og þannig ógna eldflaugakafbátunum. Hér kemur því til álita, hvort Sovétmenn búi yfir nægilegum hernaðarmætti til að geta í raun haldið uppi framvörnum í GIUK- hliðinu. Það er eitt að brjótast í gegnum kafbátatálmanir í GIUK-hliðinu en annað að koma þar upp varn- arlínu. I hinu fyrra felst skamm- tíma sgknaraðgerð með mikilli samþjöppun herafla, en hið seinna krefst herafla, sem dreift er yfir varnarlínuna og hefur nægilegan styrkleika til að hafa möguleika á að standast alhliða sókn. Það virðist nokkuð augljóst að nauðsynlegur herafli til að loka GIUK-hliðinu yrði að hafa yfir- burði í lofti, sem á legi. Sovéski flotinn hefur enn ekki yfir að ráða flugmóðurskipum, sem veitt geta verulega flugvernd og venjulegar orrustuvélar frá Kola-skaga hafa ekki það flugþol sem til þarf. Sov- étmenn yrðu því annað hvort að efla flugvernd sína með aðstöðu sunnar t.d. í Noregi eða að koma í veg fyrir notkun NATO af flug- völlum á Grænlandi, Islandi, Nor- egi og Skotlandi auk þess að granda flugmóðurskipum Banda- ríkjamanna. Allar tilgátur um að Sovétmenn áætli fremri varnar- línu i GIUK-hliðinu, hljóta því að byggjast á aðgerðum sem þessum. Ef hins vegar er gert ráð fyrir flugvernd frá Kolaskaga mundi varnarlínan liggja mun norðar, ef til vill suður undir Jan-Mayen. Markmið banda- ríska flotans í ársskýrslu bandaríska varn- armálaráðherrans 1980, er eftir- farandi lýsing á því, hvernig áætl- að er að beita flotanum í ófriði. „í styrjöld þar sem NATO er beinn þátttakandi mun for- gangshlutverk flotans og þ.á m. flugmóðurskipasveitanna, fara eftir atburðarásinni. En við myndum miða að því að loka GIUK-hliðinu og hliðstæðum sundum í Kyrrahafi og heyja sóknaraðgerðir og aðgerðir, til að ná yfirráðum, gegn flota- og flugherafla utan þessara marka. Að þessu loknu myndum við halda opnum þeim möguleika að gera árás á skotmörk á ströndum Sov- étríkjanna og styðja hernaðarað- gerðir á vængjum NATO svæðis- ins.“ Þegar hefur verið lýst á hvern hátt GIUK-hliðið yrði lokað, en sóknaraðgerðir inn á Noregshaf sem hér um ræðir yrðu fram- kvæmdar bæði með árásarkafbát- um og flugmóðurskipasveitum. Árásarkafbátum yrði beitt til sóknaraðgerða í upphafi átak- anna, enda telja Bandaríkjamenn þá hafa möguleika til að athafna sig á svæðum þar sem aðstaða Sovétmanna er sterkari, t.d. þar sem sovézki flotinn hefur öfluga flugvernd frá landi. I skýrslu nefndar þingmanna- sambands Atlantshafsbandalags- ins eru sóknaraðgerðir flugmóð- urskipa skýrðar í tengslum við hernaðarlegt mikilvægi Noregs og Islands. I skýrslunni er lögð á það áhersla að koma verði í veg fyrir, að Sovétmenn nái að hernema þessi lönd, því að þá gætu þeir bætt flugvernd sína verulega og brotið niður kafbátatálmanir i GIUK-hliðinu. Til að koma í veg fyrir að svo geti orðið yrðu bandarískar land- gönguliðssveitir að verja Island og Noreg en þá yrði um leið nauð- synlegt að vernda sjóleiðirnar í norðurhöfum. Þetta hefði í för með sér, að yf- irstjórn flota Atlantshafsbanda- lagsríkjanna teldi sóknaraðgerðir flugmóðurskipasveita í Noregs- hafi nauðsynlegar. Þess væri jafn- framt vænst að flugmóðurskipin drægju að sér árásarkafbáta Sov- étmanna sem sendir hefðu verið inn á Atlantshafið í upphafi átaka, vegna gildis þerra sem skotmörk. I ársskýrslu bandaríska varn- armálaráðherrans sem vitnað er til hér að framan, er talað um „að halda opnum þeim möguleika að gera árás á skotmörk á ströndum Sovétríkjanna". Er hér efalítið m.a. átt við árás á bækistöðvar sovéska flotans á Kola-skaga. I öðrum bandarískum heimildum kemur fram að árás á heimaflug- velli Backfire-sprengjuflugvéla og bækistöðvar kjarnorkukafbáta séu fyrirhugaðar strax í upphafi átaka. Heimildum ber því ekki fullkomlega saman hvað þetta snertir. En hvað sem því líður má draga þá ályktun af framangreindum upplýsingum, að GIUK-hliðið er greinilega ekki hugsað sem fremsta varnarlína í Norður- Atlantshafi. Hlutverk þess er að stöðva hvers konar sovéska kaf- báta á leið þeirra inn á Atlants- hafið og það er aðeins hluti af víð- tækari áætlunum bandariska flot- ans í sambandi við átök á svæðinu. Þegar haft er í huga það hlut- verk bandaríska flotans að granda sovéskum eldflaugakafbátum, er greinilegt, að með tilkomu Delta- kafbátanna, sem mikilvægari hluta eldflaugakafbáta Sovét- manna, hefur þungamiðja hags- muna Bandaríkjanna færst til í Norður-Atíantshafi. Á timabili Yankee-kafbátanna frá 1968 og fram á miðjan síðasta áratug, hef- ur GIUK-hliði haft hvað mesta þýðingu í sambandi við eyðingu eldflaugakafbáta. í dag má ætla að þungamiðjan hafi færst til þannig að Bandaríkjamenn myndu á ófriðartímum leggja meiri áherslu á Barentshaf, at- hafnasvæði Delta-kafbátanna. Þetta þýðir ekki, að GIUK- hliðið hafi misst mikilvægi sitt í sjóhernaðarstefnu bandaríska flotans og flota annarra Atlants- hafsbandalagsríkja. Varnir flutn- ingaleiðanna munu í framtíðinni sennilega hafa sömu þýðingu og áður. Hins vegar fara þær líkur dvínandi með hverju árinu sem líður, að Sovétmenn ætli Yankee- kafbátunum stöðu innan hins langdræga kjarnorkuvopnaher- afla, þ.e. ef þróunin í smíði eld- flaugakafbáta heldur áfram á sömu braut. Nidurstödur Hér verða niðurstöður kaflans dregnar saman í stuttu máli: Vafasamt er að Sovétmenn áætli beitingu Yankee-kafbátanna í upphafi átaka. Þó kynnu þeir að gera það eftir að hafa höggvið skarð í kafbátavarnir Vesturlanda á seinni stigumjæirra. Engin staðfest vissa er fyrir því að Sovétmenn muni ekki beita Delta-kafbátum undan austur- strönd Bandaríkjanna í framtíð- inni. Með því hefðu þeir möguleika á að ná til skotmarka eins og bækistöðva B-52 sprengjuflugvél- anna með mjög litlum viðvörun- artíma og þannig grandað vélun- um á jörðu niðri. í þessu skyni gætu Sovétmenn eingöngu beitt Delta-kafbátum sem væru í skotstöðu þegar átök hæfust. Þetta þyrfti því ekki að hafa breytingar á stöðu GIUK- hliðsins á tímum ófriðar í för með sér. Óvissa er um fyrirætlanir Sov- étmanna hvað varðar hindrun liðs- og birgðaflutninga yfir Atl- antshafið en ljóst er að áður en til þess kæmi yrðu þeir að takast á við flugmóðurskipasveitir í Nor- egshafi og tryggja það að eld- flaugakafbátunum stafaði ekki hætta frá árásarkafbátum Vestur- landa. Einnig yrðu þeir að koma í veg fyrir aðstöðu NATO í GIUK- hliðinu. Telja verður að hagsmunir Sov- étmanna hvað það snertir að brjóta flotanum leið í gegnum GIUK-hliðið í átökum við Atl- antshafsbandalagið hafi farið dvínandi á síðustu árum meðan að það hefur verið forgangsatriði í stefnu flotans á tímabili Yankee- kafbátanna. Sovétmenn hafa mikilla hags- muna að gæta í Barents- og Nor- egshafi og er sennilegt að þeir miði að því að gera Barentshafið að virki fyrir eldflaugakafbátana. Einnig er mögulegt að þeir stefni að yfirráðum yfir Noregs- hafi á tímum ófriðar. Hernaðar- styrkur er þó tæplega fyrir hendi til að setja upp fremstu varnar- línu í GIUK-hliðinu nema að til komi aðstaða fyrir flugherinn í Noregi eða að komið verði í veg fyrir notkun NATO af flugvöllum í þeim ríkjum sem liggja að Nor- egshafi og auk þess háðar árang- ursríkar aðgerðir gegn bandarísk- um flugmóðurskipum. Bandaríkjamenn ráðgera bæði að loka GIUK-hliðinu og heyja sóknaraðgerðir með árásarkafbát- um og flugmóðurskipasveitum gegn sovéska flotanum í Noregs- hafi. GIUK-hliðið er því aðeins hluti af víðtækari áætlunum bandaríska flotans í átökum í Norður-Atlantshafi og greinilega ekki hugsað sem fremsta varnar- lína. Telja verður að með tilkomu Delta-kafbátanna, sem mikilvæg- ari hluta eldflaugakafbáta Sov- étmanna, hafi þungamiðja hags- muna Bandaríkjanna færst til í Norður-Atlantshafi. Sennilega mundu þeir í ófriði leggja megin- áherslu á Barentshafið, athafna- svæði Delta-kafbátanna. Síðasta tilgátan sem sett var fram í upphafi þessa kafla var, að sennilega yrði GIUK-hliðið þungmiðja átaka í Norður- Atlantshafi. Með hiiðsjón af ofangreindum efnisatriðum er í það minnsta full ástæða til að draga það í efa. Tilgátan hlýtur annað hvort að byggja á því, að Sovétmönnum takist að setja upp fermstu varnarlínu í GIUK-hlið- inu eða að þeir hyggi á sóknarað- gerðir út á Atlantshafið. Forsendur þess að Sovét- mönnum takist að setja upp fremstu varnarlínu í GIÚK-hlið- inu hafa þegar verið raktar og ljóst er að þeir verða að hafa all- mikla hernaðaryfirburði yfir NATO til að uppfylla þær. Sama gildir ætli Sovétmenn að hindra liðs- og birgðaflutninga yfir Atl- antshafið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.