Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 39 fólk í fréttum Ungfrú Frakkland + Þetta er hin nýja ungfrú Frakkland — aöeins 16 ára gömul og yngsta ungfrú Frakkland í 70 ár. Sabrina Belleval heitir hún og segir við blaða- menn: „Námið verður að ganga fyrir. Auðvitað langar mig óskaplega að taka þátt I keppninni um titilinn ungfrú alheimur, en ég er að velta því fyrir mér, hvort ég sé ekki of ung. Ef ér nógu gömul, þá tek égþátt íkeppninni, ef ég fæ leyfi úr skólanum. Annars ekki.“ Björgun + Tveir snarráðir lögreglumenn komu í veg fyrir að þessi ungi piltur svipti sig lífi á sjálfri jólahátíðinni í New York. Hann hafði klifrað út á krana einn mikinn við nýbyggingu háhýsis í borginni og ætlaði að láta sig falla, en lögreglu- menn voru fljótir á vettvang og með fortölum tókst þeim að sefa drenginn lítillega og nálguð- ust hann rólega um leið, og náðu þeir loks taki á honum ... + Það var á aðfangadegi jóla vestur í Los Angeles og Peres-hjónin kepptust við að gera klárt fyrir jólahaldið. Konan Elena var ólétt og komin á steypirinn og maður hennar Eutimio bað hana í öllum bænum að fara sér hægt, en hún sagðist vel vita hvað hún mætti leyfa sér og hrærði duglega í pottinum. Skyndilega tók hún andköf mikil og greip um sig miðja og hallaði höfðinu aftur og stundi þungt. Þeim hjónum skildist að barnið væri á leiðinni og Eutimio ræsti bílinn og þeysti af stað með konu sína í aftursætinu. En umferðin var mikil þennan dag og loks átti Eutimio ekki annars úrkosti en sveigja útaf og búast til að taka á móti barni sínu sjálfur, enda þótt hann hefði enga reynsluna í þeim efnum. Svo heppilega vildi þó til að þarna bar að lækni og tók hann á móti fyrsta barni þeirra Peres-hjóna í aftursætinu á bílnum þeirra. Það var sveinbarn. Móðir og barn liggja nú við góða heilsu á sjúkrahúsi ... J#S Klugmenn Landhelgisgæzlunnar hafa að undanfórnu verid ad æfa sig í björgunarstörfum á stóru þyrlu gæzlunnar, TF-RÁN, og tók Kristján E. Kinarsson Ijósmyndari Morgunblaðsins þessa mynd af æfingu af þessu tagi á Keykjavíkurflugvelli nýlega, en þyrlan „hékk“ í um tíu metra hæð yfir flugbrautinni meðan maðurinn var látinn síga niður á braut og hífður upp aftur. Gæzluþyrlan vid björgunaræfingar STARFSMENN Undhelgisgæzl- unnar hafa að undanförnu æft björg- unarstörf á stóru þyrlu gæslunnar, TF-RÁN. Morgunblaðsmenn fylgd- ust með því nýlega er þyrlan „hékk" í um tíu metra hæð yfir flugbraut á Reykjavíkurflugvelli og er einn mað- ur af öðrum var ýmist látinn síga niður á brautina eða hífður upp í þyrluna, en sérstakt spil er á þyrl- unni til að hífa menn og vörur um borð. Að sögn Benónýs Ásgrímssonar sem var aðstoðarflugmaður Þór- halis Karlssonar flugstjóra fóru æfingar af þessu tagi fram bæði á Reykjavíkurflugvelli og yfir varðskipi sem var statt úti á Faxaflóa. „Við fórum nokkrar ferðir í þessum tilgangi og margir menn sem tóku þátt í þessum æfingum, en þó sjaldan nema þrír til fjórir í einu. Við æfum okkur í þessu regiulega enda vandasamt verk, sérstaklega þegar ókyrrt er. Æf- ingin skapar meistarann í þessum efnum eins og í svo mörgu öðru,“ sagði Benóný. Siðsemd þakkar veittan stuðning MORGUNBLAÐINU hefir borist eftirfarandi fréttatilkynning: Barnastúkan Siðsemd nr. 14 í Garði átti 90 ára afmæli 4. des- ember sl. Við viljum færa kærar þakkir öllum heimilum, sem lögðu fram kökur á afmælisfundinum 12. des- ember sl. Ennfremur þökkum við innilega gjafir til stúkunnar og okkar, heimsóknir og heiður. Guð gefi ykkur gæfuríkt kom- andi ár. Sigrún Oddsdóttir, Steinunn Sigurðard., gæslumenn Ný og betri ryksuga Gefið frúnni nýja og betri ryksugu. Viö bjóðum mjög skemmtilega og vandaða 1000 watta ryk- sugu með mörgum sogstillingum, sjálfvirkum snúruinndragara og 6 metra snúru. Mikið af fylgihlutum. Komið og skoöið og berið saman verð. Kr. 2.899.- Póstsendum samdægurs sími 45300 Verslunin opin kl. 12—18. -IVORLlHiLÍSlD Jr rr. irvnrrjm Ji'ivny' »mm ILkwA ZL Auöbrekku 44—46, Kópavogi, aími 45300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.